Morgunblaðið - 18.11.1970, Blaðsíða 13
MOBGUWBLADH), MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEOVBBEIR 1970
13
Þórarinn Þórarinnsson, fyrrverandi skólastjóri;
Hvað á að verða
um Eiðaskóla?
1 þeirri von að það þyki
hvorki ótilhlýðilegur slettireku-
skapur né ótímabærar ábending
ar,, leyfi ég mér að stinga niður
penna í sambandi við fram-
tíð Alþýðuskólans á Eiðum.
Á þessu haueti hefur ver-
ið spurt í fjórða sinn: hvað á
að verða um Eiðaskóla, og nú er
spurningin borin fram i sölum
sjálfs Alþingis af einum þing-
manna Austurlands, Jónasi Pét-
urssyni, í sambandi við frum-
varp hans til laga um stofnun
menntaskóla á Eiðum.
1 fyrsta skipti, var þessi
spurning borin fram á árunum
fyrir fyrri heimsstyrjöldina.
Búnaðarskólinn, sem þá var á
Eiðum þótti ekki svara kröfum
tímans og ástæðan talin vera
slægjuleysi en svar fékkst þeg-
ar það upplýstist samkvæmt
mælistokk, að með þvi að lækka
Eiðavatn um tvo metra mundu
fást nægar flæðiengjar, svo hægt
væri að auka og tryggja búskap
inn. 1 annað sinn var spurt í
lok þeirrar styrjaldar. Múlasýsl
ur, sem áttu og ráku skólann
voru að sligast undir rekstri
hans og skólinn svaraði ekki
kröfum tímans um almenna gagn
fræðamenntun. Bændum nýttust
ekki búfræðingarnir frá búnað-
arskólanum, þeir urðu að taka
að sér barnakennslu i sveitum. 1
þetta sinn leysti Alþingi úr
spurningunni með þvi að taka
við skólanum úr höndum sýsln-
anna og skuldbinda ríkið til að
halda þar úti æðri alþýðuskóia,
er jafnan svaraði kröfum tím-
ans. En jafnvel samþykktir Al-
þingis, og góður vilji þess og
ásetningur dugar ekki alltaf til
að skapa góðan skóla er svari
kröfum tímans. Og enn var
spurt, nú í þriðja sinn: Hvað á
að verða um Eiðaskóla! Var það
á árunum eftir 1930 og nú vegna
nemendafæðar, sem kom af því
að skólinn stóðst ekki sam-
keppnina við aðra sams konar,
en betur útbúnar, menntastofn-
anir, og í ráði var að gera Eiða-
skóla að fávitahæli. Enn var
gripið til reikningsstokksins, nú
við athugun á rafvirkjunarmögu
leikum. En án rafmagns, sem
öðrum skólum skapaði yfirburði,
var skólinn ekki talinn lífvæn-
legur. Og viti menn, í ljós kom
að með því að hæklta Eiðavatn
um tvo metra, mátti fá nægilevt
vatnsmagn og fall til rafvirkj-
unar fyrir skólann. Hin áform-
aða lækkun hafði aldrei komizt
í framkvæmd.
Þetta var gert. Rafmagnið og
allir þeir miklu möguleikar, sem
með því sköpuðust, korh í Eiða
1935. Síðan hefur Eiðaskóli ver-
ið i stöðugum vextl og mörg hin
síðari ár hvergi nærri getað full
nægt eftirspum um skólavist.
Hann hefur átt við vaxandi
skilning fræðsluyfirvalda og
fjárveitingavalda að búa hin sið
ari ár, eða kannski réttar sagt
notið vaxandi velmegunar og
rýmri efnahags rikissjóðs. Heim-
ilað var að stofna þar til fjórða-
bekkjar, gagnfræðastigsins, og
varð Eiðaskóli fyrstur héraðs-
gagnfræðaskólanna til þess.
Þessi viðauki við námið var
nauðsynlegur vegna vaxandi
þarfar á viðskipta- og þjónustu-
sviði. Heimilað var að taka upp
verknám i samræmi við núgild-
andi fræðslulög, fullkomið starf
fytir tvo kennara. Komið var
upp rúmgóðu verknámshúsi, er
rúmaði trésmíði, járnsmíði, fönd-
ur,'"saum og vélgæzlu, og í sam-
banHf við byggingu ibúðarhúss
fyfir ábúanda skólajarðarinnar
var samþykkt að hafa það svo
rúmgott að þar mætti vista fjóra
til sex nemendur, sem hefðu bú-
fræði að sérnámi með sínum
gagnfræðafögum. Var þá hugsað
að bóndinn eða bústjórinn væri
einn af sérkennurum skólans. í
sambandi við smíðanámið hafði
fengizt samþykki iðnfræðsluráðs
fyrir því, að þeir nemendur er
hygðu á iðiruskólain'áan að aif-
loknu gagnfræðanámi, gætu
sparað sér einn vetur í iðnskóla
gegn því að leggja fram iðn-
teikningar þær, sem krafizt er
til inntöku í annan bekk iðn-
skóla.
Þetta, sem hér hefur verið lýst
er sá skóli sem víkja á, verði
samþykkt framkomið frumvarp
um menntaskóla á Eiðum. 1 grein
argerð með fyrrnefdu frumvarpi
um menntaskólastofnun á Eiðum
á grunni skólans þar, eins og í
greinargerðinni stendur, er
minnzt á þá skuldbindingu Al-
þingis, að halda uppi „æðri al-
þýðuskóla“ á Eiðum eða öðrum
hentugum stað í Múlaþingi, og
enn segir orðrétt: „Hvað er
„æðri alþýðuskóli“ í skólakerf-
inu nú? Ekkert annað en
menntaskóli. Nú er að standa
við það eftir breyttri tíð. Og
byggja á þeim grunni, sem á Eið
um er, og auka við eftir þörfum.“
. . . Síðar segir orðrétt í grein-
argerðinni: „Breytt tilhögun í
skólakerfinu gerir það að verk-
um að hlutverki Eiðaskóla er
brátt lokið I núverandi mynd.
Staðurinn þar fer að bíða eftir
menntaskólanum.“
Orðið alþýðuskóli í þeirri
merkingu, sem það hafði í lög-
um um Alþýðuskólann á Eiðum,
mun vera runnið úr penna séra
Ásmundar Guðmundssonar hins
tilvonandi fyrsta skólastjóra
alþýðuskólans og hafði hann þá
í huga það sambland af gagn-
fræðaskóla og lýðháskóla, sem
mótaðist á Eiðum á skólastjóra-
árum hans og hefur það skóla-
form haldizt þar við að ýmsu
leyti síðan.
Æðri alþýðuskóli mun vera
þýðing sr. Ásmundar á danska
orðinu folkehöjskole, sem venju
legast er þýtt með orðinu lýðhá-
skóli.
Sá grundvallarmunur er á
þessum skólum og almennum
menntaskólum að alþýðuskóli
þ.e. skóli fyrir alþýðu, allan
þorra manna er tekur við af
hinni almennu og tilskiidu
barna- og unglingafræðslu, án
sérstaks inntökuprófs eða lág-
markseinkunnar. Og með æðri
alþýðuskóla, er svari kröfum
tímans, er vafalítið átt við að
námsefni skólans svari jafnan
til þeirra krafa sem hið sí-
breytilega samfélag gerir hverju
sinni til þeirra, er sinna eiga
hinum margvislegu og æ sérhæfð
ari þjónustustörfum, jafnframt
því að nemendur eigi sem rif-
astan valkost — með tilliti til
áhugasviða sinna og afkomu-
möguieika.
Menntaskólarnir eru aftur á
móti nauðbeygðir til þess í upp-
hafi endann að skoða, þar sem
lokapróf frá þeim, stúdentspróf-
Þórarinn Þórarinsson
ið, á að vera trygging fyrir því
að stúdentinn sé hæfur til vís-
indalegs sérnáms í háskóla. Er
þeim því nauðugur einn kostur
að gera ákveðnar lágmarkskröf
ur til inngöngu í skólana. Geta
þeir því aldrei orðið „alþýðu-
skólar“ jafnvel þótt orðinu
„æðri“ sé skeytt við, eins og
J.P. telur.
Af því sem nú hefur sagt ver-
ið um þann grundvallarmun, sem
er á alþýðuskóla, þótt s?ðri sé,
annárs vegar og menntaskóla
hins vegar, ætti að vera ljóst að
torvelt mun reynast að byggja
þá á grunni hvor annars. Verði
því menntaskóli reistur á grunni
Alþýðuskólans á Eiðum, verður
tæpast um það að ræða að þau
hús og önnur aðstaða sem þar
hefur verið komið upp til að full
nægja kröfum um æðri alþýðu-
menntun, t.d. verknámsaðstaðan,
verði nokkru sipni notuð.
Er þá komið að þeirri veiga-
miklu spurningu, hvort væntan-
leg breyting á skólakerfi muni
gera það að verkum að hlut-
merki Eiðaskóla sé brátt meira
og minna lokið í núverandi
mynd, svo notuð séu orð Jónas-
ar Péturssonar í áðurnefndri
greinargerð, og ástæða sé því til
að leggja hann niður eða láta
hann vikja fyrir menntaskóla á
staðnum.
Vil ég hér á eftir ieitast við
að svara þessari spurningu. Að-
eins tveir gagnfræðaskólar eru
nú á öilu Austurlandi, á Eiðum
og i Neskaupstað og einn í upp-
siglingu á Hornafirði. Geta þeir
ekki fullnægt eftirspurn um
skólavist. Auk þess hefur Eiða-
skóli undanfarin ár orðið að
taka við skyldunámsnemendum
annars bekkjar unglingaskól-
anna á Héraði og víðar, þar sem
aðstaða hefur ekki verið fyrir
hendi til að ljúka skólaskyld-
unni heima fyrir. Vafalítið mun
þó að því draga að skólahéruð-
in með sístækkandi barnaskól
um sameinaðra sveitarfélaga,
verði þess megnug, víðast hvar,
a.m.k. á meðan skólaskyldan
nær aðeins til 15 ára aldurs.
Verði hún l\ins vegar færð upp
í 16 ár, þannig að lokapróf
skyldunnar -jafngildi núverandi
miðskólaprófi (landsprófi) er
mér það mjög til efs að það verði
á færi þessara skóla, margra
hverra að minnsta kosti á með-
an svo erfiðlega gengur að fá
fullgilda kennara, að skila nem-
endum með nauðsynlegum und-
irbúningi til inngöngu í mennta-
skóla, miðað við núverandi lands
próf með meðaleinkunina 6 í
svokölluðum landsprófsgreinum.
Ef ekki á því enn að auka á
þá ójöfnu aðstöðu sem ungling-
ar i dreifbýli á Austurlandi
hafa til menntaskólanáms verð-
ur annað hvort að bæta undir-
búningsbekk neðan við hinn
væntanlega inenntaskóla á Aust
urlandi og gefa nemendum kost
á að fara úr þeijm bekk i hvaða
menntaskóla sem þeir kjósa sér
eða á annan hátt að tryggja það
að unglingur, sem hyggur á
menntaskólanám, þurfi ekki að
tefjast í löngu námi vegna ónógs
undirbúnings i skyldunáms-
skóla.
Blandast mér ekki hugur um,
að sjálfsagt sé að nýta a.m.k.
fyrst um sinn, þótt stofnað verði
til menntaskóla, þá skóla í fjórð
ungnum sem mikla reynslu hafa
öðlazt í því, að búa nemendur
undir menntaskólanám, eins og
t.d. Eiðaskóla, sem um 24
ára skeið hefur útskrifað lands
prófsnemendur með ágætum ár-
angri.
En hvað um sjálft gagnfræða
námið? Er ástæða til að leggja
það niður þótt menntaskóli komi
í nágrennið?
Fyrir rúmu ári var komið á
fót framhaldsdeildum við
nokkra gagnfræðaskóla, við
Lindargötuskólann í Reykjavík
og gagnfræðaskólana á
Akranesi, Akureyri og í Nes-
kaupstað. Ætíunin var, að gefa
gagnfræðingum þ.e. þeim sem
hafa próf úr 4. bekk gagnfræða-
skóla og nemendum með lands-
próf, kost á tveggja ára fram-
haldsnámi. Þann 11. maí sl. var
gefin út reglugerð um réttindi
þessara nemenda til inngöngu í
æðri skóla.
1 þessum framhaldsdeildum er
stefnt að þvi, að hafa kjörsvið,
þar sem nemandinn á þess kost
að velja sér nám í samræmi við
áhugasvið sín og framtíðaráætl-
anir um starfsval. 1 fyrrnefndri
reglugerð er talað um fjögur
kjörsvið: tæknikjörsvið, uppeld
iskjörsvið, hjúkrunarkjörsvið og
viðskiptakjörsvið. Auðsætt er
að ekki verður því við komið,
nema í stærstu skólunum, sem að
gang eiga að fjölhæfum kennslu
kröftum, að hafa öll þessi kjör-
svið á sínum snærum, en verka-
skipting milli gagnfræðaskól-
anna gæti þá komið til greina.
Samkvæmt reglugerðinni gef-
ur lokapróf fyrra árs eftirfar-
andi réttindi: veitir nemendum
tæknikjörsviðs rétt til inngöngu
í síðari helming undirbúnings-
deildar Tækniskólans, styttir
iðnnám um fjóra mánuði, veitir
rétt til að hefja nám á öðru
námsári Garðyrkjuskóla ríkisins
og veitir rétt til þess að setjast
í 1. bekk (3. b.) menntaskóla. Sé
um góðar einkunnir að ræða,
sem ná tilteknu lágmarki, getur
nemandinn setzt i annan bekk
(4. b.) menntaskóla.
Lokapróf síðara árs getur
veitt réttindi til að stytta iðn-
skólanám um 8 mánuði, veitir
inngöngu í framhaldsdeild
Bændaskólans á Hvanneyri, og
veitir nemendum af hjúkrunar-
kjörsviði forgangsrétt til inn-
göngu í- Hjúkrunarskólann, um-
fram aðra nemendur með jafn-
langt undirbúningsnám. Þá veit-
ir lokapróf af uppeldiskjörsviði
rétt til inngöngu í 3. bekk Kenn
araskólans, en námsefnið í 5. og
6. bekk uppeldiskjörsviðs fram-
haldsdeildar er nú það sama og
í 1. og 2. bekk Kennaraskólans.
Flest þau réttindi er að framan
greinir eru háð skilyrðum um
lágmarkseinkunnir og í einstaka
tilvikum þarf meðmæli og inn-
tökupróf í einstökum greinum.
Við athugun á þessari reglu-
gerð um framhaldsdeildir við
gagnfræðaskóla, verður ijóst,
að verið er að færa út gagn-
fræðanámið, gera það að æðra
alþýðimánii, — ef svo mætti að
orði komast. Eftir að lokið er
ákveðnum lágmarks undirbún-
ingi í almennu námi í neðri
bekkjum gagnfræðastigsins, er
námið í 5. og 6. bekk þrengt,
sérhæft, til ákveðinna starfa i
þjóðfélaginu með því að veita
nemendum rétt til inngöngu í
enn sérhæfðari skóla, jáfnvel er
tekið fram í reglugerðinni um
forgangsrétt þessara nemenda,
í sérskóla, umfram þá, sem setið
hafa jafnlengi á skólabekk, sbr.
rétt til inngöngu í Hjúkrunar-
skóla.
Til þess að glöggva sig enn
betur á hvað hér er á seiði, er
ekki úr vegi að virða fyrir sér
þá reynslu, sem þegar er feng-
in.
Síðastliðið vor að afloknum
hinum fyrsta vetri þessa æðra
gagnfræðanáms luku 137 nem
endur prófum úr 5. bekk, og um
svipað leyti sáu þeir í reglu-
gerð, hvaða leiðir stóðu þeim
opnar. Þessar leiðir voru svo
valdar eftir því hvert hugur
hvers og eins stefndi. Sumir
sóttu um menntaskóla, aðrir um
tækniskóla o.s.frv., og enn aðrir
fóru beint út i atvinnulífið og
að síðustu völdu margir (45) að
halda áfram námi í 6. bekk
gagnfræðaskólanna.
í vetur verður 6. bekkur að-
eins starfræktur á tveimur stöð-
um, fteykjavik og Akranesi en
5. bekkur á 11 stöðum og ber
það vott um þær vinsældir sem
þetta fyrirkomulag i námi hefur
öðlazt. Einn þessara skóla, sem
aukið hafa 5. bekk við gagn-
íræðanámið er Alþýðuskólinn á
Eiðum. Samtals verða um 370
nemendur í 5. b. í þessum 11
skólum á þessu skólaári.
Dagblað í Reykjavík ræddi í
fyrrahaust við nokkra nemend-
ur, sem voru í þann veginn að
hefja nám í framhaldsdeild
Gagnfræðaskólans við Lindar-
götu. Við þá athugun kom I ljós
að nemendum fannst þeir ekki
hafa lært nóg. Þeir höfðu þá
þegar rekið sig á það á vinnu-
markaðinum, að loknu gagh-
fræðaprófi, að þau stóðu sig
ekki nógu vel í samkeppninni.
Ung stúlka, sem unnið hafði
eitt ár sagði: „Það er óhjá-
kvæmilegt að læra eitthvað, þvi
gagnfræðaprófið veitir ekki
næg réttindi."
Til þess svo að fá frekari hug
mynd um þetta framhaldsnám,
kannaði blaðið á þessu síðasta
hausti, hvernig nemendum, sem
luku við 5. b. í fyrra, hefði
reitt af og hvað þau, sem nú
Framhalð á bls. 20
Biðaskóli