Morgunblaðið - 18.11.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1970 — Eiðaskóli Framhald af hls. 13 byrja i 5. bekk ætla sér. Rætt var við átta ungmenni, 4 stúlk- ur og 4 pilta, sem ýmist eru í framhaldsdeildunum, eða hafa farið i aðra skóla. Sá fyrsti, sem rætt var við stóð á tvítugu og hóf nám í 2. bekk (4. b.) Menntaskólans í Reykjavík nú í haust. Hann hafði á sínum tíma fallið á lands prófi „vegna áhuga- og vilja- leysis.“ að eigin sögn. Annar nemandi, stúlka, er í 5.b. hjúkr unarkjörsviðs. Hún hafði lokið gagnfræðaprófi 1969 og sótt þá strax um skólavist i Hjúkrunar skólanum. Henni var þá sagt að gagnfræðapróf nægði til inn- göngu. En eftir að framhalds- deildirnar byrjuðu var henni tjáð, að þeir sem tækju próf þaðan yrðu látnir ganga fyrir. Piltur tók gagnfræðapróf 1969 og var alveg óráðinn í hvað hann ætti að gera. Um sumarið frétti hann um stofnun fram- haldsdeilda og ákvað að fara þangað og velja sér tæknikjör- svið. Hann hefur nú fengið leyfi til að hefja nám í Tækniskólan- um uppúr áramótum i bygging- artæknifræði og sleppa við fyrra misserið undirbúnings- deild. Stúlka hóf nám í menntaskóla að afloknu landsprófi miðskóla. Menntaskólanámið átti ekki við hana og valdi hún viðskiptakjör svið framhaldsdeildar. Þessi stúlka tók síðan próf upp í 3. bekk Verzlunarskólans í haust. Nú segist hún vera ánægð og reiknar með að fara að vinna, þegar hún hefur lokið verzlunar prófi. Þau fjögur, sem enn eru ótal- in, höfðu svipaða sögu að segja Ýmist höfðu þau villzt inn í aðra skóla, ókunnug um áhuga- svið sín eða afkomumöguleika að námi loknu, eða þau voru að tryggja sér forgangsrétt til inn göngu í sérskóla eins og t.d. Hjúkrunarskólann. Enn aðrir til að rétta sig af i námi sem ein- hverra hluta vegna hafði farið út um þúfur, þrátt fyrir næga námshæfileika. Þótt þessi staðreyndakönnun um framhaldsnám i framhalds- deildum gagnfræðadeilda sé ekki víðtækari en sú sem blað ið gerði, hygg ég að svipuð út- koma yrði, þótt allir þeir 370 nemendur, sem nú stunda þetta framhaldsnám, væru krafnir sagna. Framhaldsdeildirnar hafa þegar sýnt að þær bæta stórlega úr vöntun, sem óhjá- kvæmilegt var að ráða bót á. Er það því algerlega út í hött, að ekki sé meira sagt, að tala um það að gagnfræðaskólar hafi lokið hlutverki sínu þótt létt verði af þeim þeirri almennu ungmennafræðslu sem tilheyrir námi á skólaskyldualdri. Ef nú ætti að leggja gagn- fræðaskólann á Eiðum niður til þess á grunni hans að reisa menntaskóia væri það tilræði við alþýðufræðslu á Austur- landi, mundi gera aðstöðu aust- firzkra unglinga til að afla sér þeirrar undirbúningsmenntunar sem nú er krafizt til inngöngu í fjölda skóla enn erfiðari en nú er, og er þó sízt á það bætandi. Þeir háttvirtu þingmenn eða aðr ir ráðamenn um menntamál, sem að því stuðluðu myndu vissu- Cóðar aukatekjur Fjölmenn félagssamtök óska eftir að ráða fólk til inn- heimtustarfa í Reykjavík og úti á landi, þ.á.m Kópavogi og Hafnarfirði. Hentugt fyrir húsmasður eða sem aukavinna. Nafn, heimili og sími sendist afgr. Mbl. fyrir helgi, merkt: „Aukatekjur — 6113". Breiðablik í Kópavogi sigraði í 2. deild íslandsmótsins í Knattspyrnu og flytzt upp i 1. deild (3). Danir unnu íslendinga í frjálsíþrótta keppni unglinga með 59 stigum gegn 50 (8). Loftur Ólafsson „meistari meistar- anna“ í golfi (8). Guðmundur Gíslason, Á, setur Is- landsmet i 400 m fjórsundi, 5.03,0 mín. (11). ÍR Reykjavíkurmeistari i frjálsum iþróttum (17). Everton vann Keflavík í Evrópu- keppni meistaraliða með 6:2 í fyrri leik félaganna (17.) Borgarstjóm samþykkir að kanna möguleika á að gera skautasvell í Laugardal (20). 264 nemendur í Vélskólanum I vet ur (20). F. C. Ziirich í Sviss vann Akureyri með 7:1 og 7:0 í keppni bikarameist ara Evrópu í knattspyrnu (23). Hollenzka liðið Sparta vann Akra- nes í borgarkeppni Evrópu með 6:0 og 9:0 ( 24, 30). Erlendur Valdimarsson, ÍR, setur nýtt íslandsmet í kringlukasti, 59,58 m (29). Valbjörn Þorláksson, A, Islands- meistari i tugþraut í 10. sinn í röð (29). íslandsmótið i knattspyrnu, 1. deild: — Akranes—Valur '2:2 — Fram— ÍBV 0:2 — Keflavík—Akureyri 1:1 (1). Akranes—Fram 2:0 — Akureyri—-Val ur 2:2 — Víkingur—ÍBV 4:6 (8) — KR—Keflavík 2:0 (9). — Akureyri— Víkingur 6:2, og er Vikingur þar með fallinn 2. deild (10). — ÍBV—KR 0:2 (16). — Fram—KR 2:0 — ÍBV—Akra nes 3:0 — Valur—Víkingur 2:1 (22). Valur—Keflavik 2:1 (29). AFMÆLI Ungmennafélag Eyrarbakka 50 ára (2). MANNALÁT « Guðmundur Hannesson, fyrrverandi bæjarfógeti á Siglufirði (16). Magnús Gíslason, fyrrverandi skrif stofustjóri, sýslumaður og alþingis- maður (23). Karl Einarsson, fyrrverandi bæjar- fógeti og alþingismaður (25). ÝMISLEGT Mjólk, rjómi, skyr og ostur hækka i verði (1). 93, laxar á 3 dögum á eina stöng (1). Yfir 60 hestar fluttir til Þýzkalands I einni ferð (2). Lítur út fyrir metár í laxveiði (2). Háskólaráð samþykkir að veita Fé- lagsstofnun stúdenta 5 millj. kr. til hjónagarðs. Gjöfin er tengd minningu forsætisráðherrahjónanna og dóttur- sonar þeirra (4). Um síðustu mánaðamót höfðu 299.860 farþegar farið um Keflavíkiurflugvöll (4). Vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 1090 millj. kr. fyrstu 6 mánuði ársins (5). 40% aukning í utanlandsferðum Is- lendinga (5). Hafnarmálastofnun norska ríkisins ákveður að hefja tilraunir með flot- bylgjubrjót, sem Gísli Viggósson, verk fræðingur, gerði teikningu að (8). Ellefu íslendingar í einangrun vegna bólusóttartilfellis í Danmörku (8). íslenzkur hestur, Stjarni Skúla Kristjónssonar frá Svignaskarði, seld ur fyrir 220 þús. kr. á uppboði i Þýzkalandi (9). Vél, sem framleiðir is úr sjó sett um borð í v.b. Ásgeir Kristjánsson SH 235 (10). Tyrkjaránsbyssa finnst í Vestmanna eyjahöfn (10). Tækniskólinn og Matsveina- og veit ingaþjónaskólinn fá aðstöðu í Hótel Esju. (10). Brezka flugfélagið BEA mun hefja flug til íslands á komandi vori (11). 70 sjúklingar þjálfaðir á dag i stöð Styrktarfélags lamaðra og faðtlaðra (12). Samanburðarrannsóknir dr. Sturlu Friðrikssonar um heyfeng sýna mill jóna tjón af árlegu kali og minni hita (12). 900 milljón kr. olíusamningur við Rússa (15), íslenzkt skildingabréf verðlagt á nær 1 millj. kr. (16). Kynning á ensku á möguleíkum til stóriðnaðar á íslandi (17). Kartöfluuppskera slæleg (17). Gleraugu Hallgrims Péturssonar fundin? (17, 16). Mývetningar kæra Laxárvirkjun fyrir skemmdarverk (18). Réttarrannsókn hafin vegna pen- ingakeðjubréfa í Reykjavík (18). Tveir íslendingar sýkjast af tauga- veikibróður (18). Fallbyssuhlaup frá átjándu öld finnst í Hafnarfirði (19). Sýningarferð hafin um Bandaríkin með islenzk listaverk, iðnvarning og mat (19). Verksmiðja Sigló-síldar stöðvast ! a.m.k. 3 mánuði vegna hráefnisskorts (22). lega vera að höggva en ekki hlífa. Að lokum skal vikið að öðru, þótt í óbeinu sambandi sé við þá spurningu sem hér var leitazt við að svara, hvað ætti að verða um Eiðaskóla. 1 haust átti ég þess kost að skoða nýrisið iðnfyrirtæki á Héraði, skógerðina Agilu á Eg- ilsstöðum og prjónastofuna Dyngju á sama stað. 1 þessari, annars eftirminnilegu ferð aust ur á fornar slóðir, varð ég ekki hrifnari af öðru meira en þess- um nýju iðnfyrirtækjum. Þar sá ég að starfi margt ungt fólk, sem ég þekkti af svip foreldra þeirra eða afa og ömmu, og þar var að starfi hópur gamalla vina og kunningja af Héraði. Ég komst ekki hjá að dást að þeirri leikni sem þetta nýja iðn verkafólk hafði náð, í meðferð hárnákvæmra skurðmála og hvassra hnífa, hraðgengra saumavéla og siðasta frágangi fullunninnar vöru. Var mér þó fullkunnugt um, að hendur margra þessara iðnverkamanna höfðu um ævina fremur aðlag- azt orfhæl og rekuskafti en þeim viðkvæmu tækjum er nú léku í höndum þeirra af ótrú legri leikni. Sem gamall teikni- kennari sá ég þó til einnar stúlku sem ekki kunni að draga úr pensli þegar hún var að lita skósólabrúnir, og sú vankunn- átta varð þess valdandi að hún gat hvergi nærri náð þeim af- köstum sem hún annars hefði getað með minni fyrirhöfn en jafnframt meira öryggi um galla lausu vöru. Þessi unga stúlka, sem hér var að hefja störf, hafði auðsjáanlega lítið handleikið teikniblý og aldrei pentskúf. — Nú er róið að þvi öllum ár um, að breyta Islendingum úr landbúnaðarþjóð í iðnaðarþjóð. Þeim er ætlað að keppa við há þróaðar iðnaðarþjóðir um fram- leiðslu iðnvarnings, þjóðir sem byggja á þjálfun fjölda kyn- slóða í form- og litaskyni, ná- kvæmni, smekkvísi og hand lægni. frumskilyrðum tízkubund ins iðnaðar og raunar alls iðn- aðar. Ekki blandast mér hugur um, að ef við notum ekki skólakerf- ið með einhverju móti til að vinna upp þennan aðstöðumun ÞjóíSminjasafninu gefinn vefstóli, röggvateppi og dúkur (23). BárSarbunga ekki heimskauta- jökull (23). Um 50—60% kennara á námskeiðum í sumar (23). Alþjóðlegu fuglaverdunarsamtökin vilja styrkja rannsóknir á Þjórsárver um og heiðargæsinni (24). íslenzkar þjóðlífsmyndir á postulíns plöttum (24). Bandarísku neytendasamtökin flokka islenzka fiskstauta óhæfa og undir mati (25, 29). Laxveiði í ám meiri í ár en nokkru sinni fyrr (26). Stofnað brunavarnarfélag 14 hreppa í Skagafirði (27). Markaðsviðhorfin stærsta hindrun- in, segir í sérfræðingaskýrslu um ís- lenzkan fiskniðursuðuiðnað (27). Ný tímaáætlun SVR tekur gildi (29). Harðærisnefnd leggur ekki til að ungfé af öskufallssvæðinu sé slátrað (29). Styrkleiki fiskistofna umhverfis ís- land kannaður með seiðarannsóknum (29). Meðferð handritamálsins í hæsta- rétti Dana frestað að ósk lögmanns Árnasafns (30). Nál frá þvi fyrir 1245 finnst í Mýr- dal (30. GREINAR í gamalkunnum bát á Mallorca, eft ir Árna Johnsen (1). Á ferð um landið: Heimsókn i Húsa vík (1). Þórisvatnsmiðlun stækkuö — Geysi miklar framkvæmdir á hálendinu (2), Samtal við Jóhann Hafstein, forsæt isráðherra, um stórfelldar virkjunar- framkvæmdir í undirbúningi (2). Þakkarbréf frá móður drengsins, sem féll í Deildartunguhver (2). Á ferð um landið: Komið að Núps- stað (3). Athugasemd frá námsmönnum i Manchester (3). Á ferð um landið: Rætt við Ásgeir Pétursson, sýslumann (4). Vanræktur atvinnuvegur, eftir Guð finn Þorbjörnsson (4). Samtal við Jón Jónsson málara (5). Að yztu byggð, eftir Þorstein Matt- híasson (5). Það er farið illa með skattpeninga íslendinga, eftir Sverri Runóllsson (5) Á ferð um landið: Þykkvabæjar- klaustur (6. Samtal við Evu Johnson sem heim sækir ísland í 9. sinn (6). Greinargerð stjórnar Laxárvirkjun- til hinnar síharðandi samkeppni verður þungt fyrir fæti. Það verður að stórauka verk nám í skólum og gera það enn fjölbreyttara en nú er, hætta að berja sem flesta til bókar, jafn vel til stúdentsprófs og há- skólanáms, en skeyta lítt eða ekki um þá mörgu, sem hafa hæfileika, sumir frábæra, á öðr um sviðum en til bóknáms. Við verðum, íslendingar að fara að opna augun fyrir því, að hagar hendur eru okkur ekki minna virði en kunnátta í meðferð reikningsstokks og tölvu. Af eigin reynslu þykist ég vita að agi eða öllu heldur aga- leysi sem nú er mjög undan kvartað, stendur í beinu sam- bandi við að hinir ýmsu og óliku nemendur fá ekki náms- efni við sitt hæfi. Allir eru hátt aðir ofan í sama Prókustresar- rúmið, sumir teygðir en af öðr um höggvið. 1 framhaldi verknáms í skyldu námsbekkjum á að koma kjör- svið í efstu bekkjum gagn- fræðastigsins, 5. og 6. bekk, fyr ir þá sem verða leiðbeinendur og verkstjórar i hinum ýmsu iðngreinum, eða á annan hátt veljast þar til hinna vandasöm- ustu starfa. Fyrr í spjalli þessu var að því vikið, að vel gæti komið til mála að gagnfræðaskólar skiptu með sér þeim kjörsviðum, sem reglugerð gerði ráð fyrir. I því sambandi má benda á sérstöðu Eiðaskóla til hvers konar verk- náms og búfræðikennslu, verði það kjörsvið upptekið, sem ekki er ólíklegt. Svar mitt við spurningunni hvað eigi að verða um Eiða- skóla hefur teygzt á langinn. meir en ætlað var í upphafi, en ég vænti þess að það verði ekki talið órökstutt. Það er örugg sannfæring mín að með því að halda áfram að búa unglinga undir menntaskólanám, a.m.k. fyrst um sinn, jafnframt þvi að fullnægja svo sem frekast er unnt, þeim kröfum, sem gerðar eru til framhaldsdeilda gagn- fræðanámsins, ræki hanln bezt það hlutverk sitt að vera æðri alþýðuskóli eins og það er orð- að í þeim lögum, sem Alþýðu- skólinn á Eiðum hefur jafnan byggt tilverurétt sinn á. — Minning Kristín Framhald af bls. 18 Gunnari M. Magnúss, tn hann er einnig fæddur og uppalinn á Vestfjörðum. Voru þau kunnug frá æskuárum i Súgandafirði. Áttu þau alla tíð heima i Reykja vík að undanteknu einu og hálfu ári, er þau voru búsett í Danmörku. Þau eignuðust þrjá syni: Magnús, er lærði vélvirkjun. Hann er kvæntur Málfríði Ósk- arsdóttur, ættaðri úr Þingeyjar sýslu. Gylfi Snær, er stundaði verzl unarstörf á síðari árum. Hann lézt fyrir fáum árum, 34 ára að aldri. Hann var kvæntur Odd- nýju Sigurðardóttur hjúkrunar- konu. Yngstur er Gunnsteinn lækn- ir Hann er kvæntur Agnesi Engilbertsdóttur ljósmóður. Kristín var mikil húsmóðir og á allan hátt vel verki farin og snyrtimennska í blóð borin. Helgaði hún heimili sínu, eigin- manni og afkomendum líf sitt. Og barnabömin áttu hjá henni ástríki að fagna, þau hneigðust mjög að henni og guldu henni á móti fölskvalausa ást í ríkum mæli. Hún var hrein og falslaus i lífi sínu, unni fegurð i listum og fylgdist jafnan með atburða rás þjóðmála og heimsmála og hafði ákveðnar og óhvikular skoðanir á mönnum og málefn- um. Hún var gædd næmri til- finningu fyrir rétti og sann- leika, fyrir hinum smáa og veiga litla, og þeim, sem ranglæti urðu að þola. Þess vegna lagði hún þeim málum lið, í orði og verki, sem studdu hina undir- uðu og verst settu í þjóðfé- laginu. Og málstaður konunnar var henni heitt áhugamál, er átti stuðning hennar, þar sem því var við komið. Ást hennar á fegurð og gróðri var rik og siung. Kristín var ekki á allra færi, en mikill og tryggur vinur vina sinna. Hún var glæsileg stúlka, svo að af bar á yngri árum og hélt persónulegri reisn til hinztu stundar. VLnur. ar vegna miðlunarmannvirkja Lax- árvirkjunar við Mývatn (6). Laxárdeilan, frá stjórn Veiðifélags Laxár og Krákár (8). Hong Kong, eftir Elínu Pálmadótt- ur (8). Á ferð um landið: Rætt við sr. Þóri Stephensen á Sauðárkróki (9). Samtal við Katrínu Pálsdóttur, myndíðakennara (9). Costa del Sol, eftir Magnús Finns- son (9). Mót hestamanna 5 þjóða með ís- lenzka hestinn (9). Athugasemd frá sýslumanni Húna- vatnssýslu (9). Rætt við Birgi Kjaran, formann Náttúruverndarráðs (10). Á ferð um landið: Rabbað við sr. Sigfús Árnason, Miklabæ i Skagafirði (10). Vettvangur um ylrækt, eftir Svein Einarsson, verkfræðing (10). Bjargvættir byggðarlaearina* eftir Emil Magnússon, Grundarfirði (10). Kynningarveizla á lax og lamtoa- kjöti á vegum Sunnu á Mallorca (11). Sitt af hverju úr samtali við Krist in á Mosfelli (11). Aiþjóðleg barátta gegn krabba- meini, eftir Björn Bjarnason (11). Maraborgin Granada, eftir Magnús Finnsson (12). ölvun við akstur er vaxandi vanda mál hér á landi, eftir Sigurgeir Sig urðsson, lögreglustjóra (16). Um inntöku manna í háskóla. — Greinargerð menntamálanefndar SHÍ (15) . Þróun verkfræðideildar 1970—1990 og húsnæðisþörf deildarinnar (16). Aukning í Mallorca-ferðum (16). Aðild ísiands að NATO. — Björn Bjarnason ræðir við Manlio Brosio (16) . Greinargerð vegna prófkjörs, eftir Ólaf Björnsson, alþm. (16). Er lýðræðið að breytast? eftir Þóri Baldvinsson (16). Gunnar W. Steindórsson, fréttarit- ari Mbl. á Eskifirði, segir frá (17). Aðalskipulag Sauðárkróks (17). Rætt við Riehard F. Thomasson, pró fessor í félagsfræði (17). Framtíð íslenzkrar lyfjaframleiðslu, eftir Reyni Eyjólfsson, lic. pharm (17). Heimsókn í Leikfangaland og ljóna gartS, eftir Hugrúnu (17). Rætt við Jóhann Hafstein, forsætis ráðherra (10). Þjóðfélagsfræði — félagsvísindi, eft ir Hjálmar W. Hannesson (16). Heimsókn í súlubæli í björguim Vestmannaeyja (16). Samtal við Edwald Frederiksen, heil brigðiseftirlitsmann (19). í Grænlandssiglingum, samtal við Jónas Guðmundsson, stýrimann (19). Leiðrétting frá Þóri Stephensen (19). Fræðslunámskeið dýralækna, slát- urhússtjóra o. fl., eftir Bjöm í Bæ (19) öskufall, eftir Guðjón Jósefsson (19) Staldrað við á Mosfelli 1 Grímsnesi, eftir j.h.a. (20). Rætt við Christa Fielder um starf ljósmyndafyrirsætunnar (20). Frambjóðendur kynntir (22—26.) Rætt við Daniel Issa firá Jórdaníu (22). Málspjöll og misrétti, eftir Stefán Karlsson (23). Á ferð um landið: Skagaströnd (23) Hrakningasaga prófasts, eftir Jónas Pétursson (23). Rætt við skozka ballettmeistarann Alexander Bennett (24). Samtal við Carrol Reed um skíða- fatnað (24). Framhaldsmenntun og Háskóli ís lands, eftir Guðmund Magnússon, skólastjóra (25). Hinrik Konráðsson: Fréttir frá Ól- afsvík (26). Helgi Þorsteinsson: Fréttir frá Dal- vík (27). Skozka óperan, eftir Þorstein Hann esson (29). Athugasemd frá Árna Vilhjálmssyni lækni (29). Rætt við Elínborgu Árnadóttur um orlofsviku kvenna að Hótel Búðum (30). Sr. Árelíus Níelsson: Við gluggann (Greinaflokkur byrjar) (30). Að leika túrista dagstund (30). Kaupskipaflotinn hefur minnkað um 28% á seinustu 5 árum, eftir Magnús Gunnarsson, stud. oecon. 30). Rætt við Jón G. Sólnes sextugan (30). ERLENDAR GREINAR Utanríkisstefna Sovétríkjanna, um bók Sir William Hayters (1). Bak við grímuna í Tékkóslóvakíu, eftir Neal Aschersson (4). Forsetakosningamar í Chile (8). Verður hætt við Concorde? (12). Hryðjuverk Araba (16). Jórdanía missti mest Arabaríkja í stríðinu (17). Suður-K^rea (19). Hver verður framtíð Vestur-Berlín ar .eftir Hubert J. Erb (24). Einingartákn Araba fallið (29).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.