Morgunblaðið - 18.11.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVBMBIER 1970 a báöum áttum EFTIR FEITHBALDWIN 19 Urúturmn, 21. marz — 19. april. Þú getur sparað áúyggjulaust. Nautið. 20. apríl — 20. mai. Tómstundaiðja er tímafrek 1 dag. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Gerðu eitthvað til þess að hygla að heimili l'ínu. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þig langar til j>ess að vera heima, þótt þér sé hollara að hitta fólk. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Það má gera ráð fyrir auknum útgjöldum. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Reyndu að komast snemma til starfa. Vogin, 23. september — 22. október. Það borgar sig að bera eitthvað af byrðum fjölskyldunnar. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þér verður ótrúlega mikið ágengt í dag, Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú kemur til með að eiga snaran þátt í velferðarmálum. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Reyndu að binda enda á illa framkomu þína, þú ert ekki einn í heiminum. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að taka því, sem að höndum ber, og vera meðal vina i kvöld. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú ert á timamótum og verk þín verða lengi í minnum höfð. samkva'mi. 1 nokkra daga á eft ir voru blöðin full af æsifregn- um um Bell verktakafélagið, og blaðamenn voru tíðir gestir í skrifstofunni. Sumir þeirra veittu Kathleen sjálfri mesta at hygli og lögðu fyrir hana ótelj- andi spurningar, sem margar hverjar voru skólabyggingunni aigjörlega óviðkomandi. Sumir reyndu að setja henni stefnu- mót. Og auðvitað leið ekki á löngu áður en það barst út á prenti, hver hún væri. „Einka- ritari af heldra taginu“ var lýs ingin sem oftast kom, og hún var afskaplega mædd, er hún sagði við Pat: — Hver stúlka, sem hefur fengið gagnfræða menntun og hefur efni á silki- sokkum, er „af heldra taginu" hjá blöðunum. Eftir því ættu þessi fjögur háskólaár mín að gefa mér rétt á að bæta mennta konu og höfðingjadóttur á nafn spjaldið mitt. Ekki var hún riú af heldra taginu í þess orðs ströngustu merkingu, en hún var dóttir Lawson Roberts og það var strax vel i áttina. Blaðamenn- irnir komust að því, hvar hún átti heima og komu þangað á kvöldin, en þeir hittu bara Hönnu í staðinn, og hún kunni á þeim tökin. Einn einbeittur ungur maður var meira að segja búinn að bjóða Hönnu út til kvöldverðar — og það var nú meiri kvöldverðurinn. Hann var þungur á svipinn er hún náði í yfirþjóninn og sagði hon um að koma bara með eitthvað alveg sérstakt! Hvernig í dauð- anum gat hann sett þetta á kostnaðarreikninginn, ekki sízt, er hann sá, að hún gat engar upplýsingar gefið honum. En Hanna skemmti sér konunglega. Hún var orðin hundleið á furst- anum sínum frá Georgíu, sem auk þess hafði verið svo heppinn að ná í dóttur olíu-milljónera, og svo voru nú blaðamenn alltaf skemmtilegir. Auk þess gat hún með þessu komið Eliose h.f. á framfæri og þetta útskýrði hún fyrir Kathleen sem lét sér fátt um finnast. Sum æsiblöðin voru enn með ýmsar dylgjur og fyrirsagnir eins og: „Eigum við að leggja börnin okkar í lífshættu?" Þau töluðu við ekkju varðmannsins og sendu einhverja grátkerl- ingu til þess að veiða upp úr henni alla söguna um sælulíf hennar með honum Georg sín- um og sorgina yfir ótimabæru fráfalli hans. Grátkerlingin kom með nákvæma lýsingu af „hreys inu“, sem ekkjan bjó í — sem var annars sæmilegasta hús — en svo skvetti ekkjan kaldri gusu á æsifregnina með þvi að segja henni, hve dásamlega Pat Bell hefði reynzt sér. Hann hafði nú fyrst og fremst útveg- að George þetta starf og nú þeg ar starfið hafði gengið frá hon- um þá hefði Pat séð um viðhafn arútför hans og lagt henni sjálfri til lífeyri. Alvarlegri blöðin létu sér nægja hugleiðingar um málið ásamt velrituðum ritstjórnar- greinum, þar sem varlega var til orða tekið og þess gætt að rekast ekki á meiðyrðalöggjöf- ina. En þetta orkaði illa á Kath- leen, því að hún var þessu óvön. Henni hætti til að vera stutt í spuna við fyrstu ísmeygilegu blaðamennina, en Pat kenndi henni á þessum tökin. — Það borgar sig ekki að vera afund- in. Segðu þeim bara það sem þeir vilja fá að vita. Vertu al- mennileg við þá, það er klók- ast. Maður getur fótbrotið sig á því að sparka blaðamanni niður stigann, sagði hann. Hún brosti því og var aitil- leg, og Pat bauð vindla og opn- aði vinskáp í nýju skrifstofunni, og tók upp nýja flösku. Og all- ir voru ánægðir með för sína. Og það slumaði líka í grát- kerlingunni, þegar nági’annar frú Georgs settust að henni til þess að segja henni, að þau hjónin hefðu lifað saman eins og hundur og köttur, að Georg hefði oftar verið fullur en ófull ur, og að hún gæti verið fegin að losna við hann og hefði sagt það sjálf, oftar en einu sinni, þegar hún hafði áttað sig eftir fyrstu geðshræringuna. Og lik- lega mundi hún komast betur af en nokkru sinni áður. . . . þar eð vinnudagar Georgs hefðu ver ið býsna takmarkaðir og oft orðið að lúta í lægra haldi fyr- ir þorstanum hjá honum. Og hon um hafði ekki haldizt lengi á varðmannsstöðunni. Já, ekkjan hans þurfti sannarlega ekki að kvarta. Hún gat gengið að aur- unum vísum hjá hr. Bell. Son- urinn — rakinn ónytjungur og likur föður sinum — sem hafði valdið henni svo miklum erfið- ieikum — Hann sat nú vel geymdur í fangelsi í nokkur ár, fyrir einhvern misskilning hjá lögreglunni og dóttir hennar var gift náunga sem var í fastri vinnu. Og svo var þetta hrun skóla- hússins svo sem ekki neinn furðuviðburður. Það gerðist sitt hvað fleira um þessar mundir. Sprúttsali gleymdi að greiða skattana sína og bráðlyndur ung ur maður myrti húsmóður sína, vegna þess að hún kallaði hann ónytjung, og tveir stjómmála- menn lentu í áflogum á hom- inu á 45—götu og Breiðveg. Einnig var ókyrrð i Evrópu og embættismaður nokkur sýndi sig að halda uppi tveimur eigin konum og tveimur bílum. Þegar fram liðu stundir komst allt í sínar fyrri skorður. Næstu dagana eftir slysið var Pat mik- ið á ferðinni, bæði í skrifstof- unni og utan hennar. En þegar hann var þar inni, sat hann með mönnum, sem Kathleen hafði aldrei áður séð og nú voru dyrnar fram í fremri skrif stofuna lokaðar. Og svo talaði hann mikið i síma, og þá vom dyrnar líka lokaðar. En öðru hverju heyrði hún hann öskra hátt í símann. Það gaf til kynna að eitthvað væri ekki í lagi, og honum likaði það ekki. Og svo vildi til, að hún var inni hjá honum, þegar hann hringdi upp mann, sem réð miklu í borgar- málum, og hún heyrði hann segja: -— Ég er orðinn þreyttur á þessu blaðakjaftæði. Þau eru búin að fá sitt. Nú geta þau hætt. Allt i lagi, Dan, þú sérð um það. Hann lagði símann og sneri sér að henni brosandi: — Nú fá um við að vera í friði, sagði hann. spurði Kathleen, sem hafði heyrt þennan voða mann. Dan nefnd- an, og hafði jafnvel séð hann einu sinni eða tvisvar. — Hann getur gert sitt af hverju, sagði Pat. — Hann þekk ir til dæmis ýmsa stóra auglýs- endur. Hún hætti að forvitnast utn þetta frekar, því að færi hún til þess, kynni hún að rekast á eitthvað, sem hún yrði ekki neitt hrifin af. En hún vildi heldur vera hrifin. Eitt var það, sem hún kunni sérstaklega illa við þama i skrif stofunni og það var Jim Haines, sem var „rekstrar“- íull trúi. Þetta var magur maður á fimmtugsaldri, hörkulegur og dularfullur á svipinn. Hann hafði hvöss grá augu og upp- mjótt vaxtarlag og var alltaf hálf-druslulegur. Hann stóð fyr ir skrifstofu forstjórans og varðveitti öll leyndarmál fyrir- tækisins. Hann var samt sæmi- lega kurteis við Kathleen og hafði meira að segja stundum verið henni hjálplegur, einkum meðan hún var öllu þarna óvön. Ekki vissi hún, hvort hon um líkaði vel eða illa við hana, en hitt vissi hún, að sjálf kunni hún illa við hann og vantreysti honum, enda þótt hún játaði sjálf, að til þess væri engin sér stök ástæða. Hún ræddi um hann við Pat skömmu eftir að far ið var að fyrnast yfir slysið í skólahúsinu. Það var Pat, sém byrjaði. Hann sagði: — Ég er hraxidur um, að þú þurfir að vinna yfir vinnu, Kathleen. Jim verður burtu í nokkra daga, en þú get ur sjálfsagt vel séð um það, sem verður að gera. Það eru nokk- ur bréf út af samningnum um sjógarðinn. Hún sagði: Þú gefur honum talsvert frjálsar hendur. Þetta er annað fríið, sem hann fær, síðan ég kom hingað. — Ilann var nú veikur I fyrra skiptið, en þetta er miss- eristúrinn hans. -— Túrinn? Hann brosti. — Hann fer á fyllirí tvisvar á ári, í svo sem þrjá daga. ég get alltaf séð, hvenær þetta er að nálgast. . . og gef honum þá fri, til þess að hann geti „bjargað andlit- inu“. — Já, en Pat Hún starði á hann með hryllingi. — Þú get- ur ekki staðið þig við að hafa svona mann í þínu brauði! Hann setti snöggvast upp hálf gerðan ólundarsvip. En svo kom aftur sólskinsbros. Hann sagði hóglega: — Þú skiVir þetta ekki. Jim er ágætis maður, og mín Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garða- og Bessastaðahreps verður haldinn 25 nóvember í samkomuhúsinu á Garðaholti kl. 20:30. *Efr»i: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Matthias A. Mathiesen alþingismaður flytur ræðu. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. STJÓRNIN. Þessir skór eru nýkomnir í svörtu og brúnu rúskinni og brúnu skinni SKOVER En hvað getur hann gert? 'A J. Þorláksson & Norðmann hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.