Morgunblaðið - 18.11.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVBMBER 1970
21
Bjarkarlundur
— Lundir
Framhald af bls. 15
Matthíasar Jochumssonar, þar
eru og Reykhólar, hlð forna höf
uðból að ógleymdum Kollabúð-
um, þar sem Vestfirðingar sam-
einuðust í baráttu fyrir sjálf-
stæði Islands.
Athugaðu Vatnsfjörðinn, þar
sem Flókalundur er. Auðvelt er
þar að iðka fjallgöngur, þar er
silungsveiði góð, þar er aðstaða
til að koma upp sjóböðum. Þá er
þar ágætt berjaland.
— Hvað olli þvi að Hótel
Flókalundur var hafður opinn
svo lengi i haust?
— Það er álit stjórnar Barð-
strendingafélagsins að Flóka-
lundur þurfi að inna af hendi
þjónustu meðan Vestfjarðavegir
eru opnir, og þó að við nú, vegna
pmikilla erfiðleika af frostum,
verðum að loka, tel ég nauðsyn-
legt að hótelið sé lengur opið,
ekki sízt þar sem vegir fara að
verða erfiðir og allra veðra von.
Frá því að Hótel Bjarkarlund-
ur lokaði var þetta eini veitinga
staðurinn allt frá Búðardal að
Þingeyri í Dýrafirði. En að sjálf
sögðu er þetta kostnaðarsamt og
ekki er hægt að standa undir
þvi án utanaðkomandi aðstoðar.
— Hvað svo að lokum?
— Ég vil þakka öllu starfs-
fólki okkar vel unnin störf i
sumar og undangengin ár og bið
að flytja kveðju til þeirra allra.
Ennfremur þakka ég félögum
Barðstrendingafélagsins, og
ekki sízt þakka ég öllum velunn
urum okkar í heimabyggðinni,
sem ávallt eru reiðubúnir til að-
stoðar, þegar til þeirra er leitað.
Síðast en ekki sízt þakka ég hin
um fjölmörgu gestum, sem notið
hafa þjónustu okkar, og vona að
viðskipti við þá og aðra aukist
ár frá ári.
Við kveðjum svo. Guðbjart
Egilsson og þökkum honum og
starfsfólki hans fyrir ágæta við-
kynningu og þjónustu á liðnum
árum. Við vonum að starfsemi
Barðstrendingafélagsins aukist
með árunum, hótelin stækki
með auknum ferðalögum og við-
fangsefni gestanna verði sem
fjölbreyttust.
Trausti.
— Að spá ....
Framh. af bls. 11
kræktum ekki í nema svo sem
nokkur þúsund milljónir doll-
ara, þá gætum við tvöfaldað
þjóðartekjurnar á skömmum
tíma.
En þetta finnst okkur sjálf-
sagt ómóralskt, við erura svo
„ábyrgir" og vandir að virð-
ingu okkar. En hvers vegna
ekki? Þarna gæti verið leið til
þess að stórauka þjóðarfram
leiðslu okkar og fjármagna
framkvæmdir alveg án þess að
stefna sjálfstæðinu í hættu. Ef
við höfum fjármagnið þá fáum
við byr undir báða vængi til
þess að framkvæma þá hluti
sem í dag eru aðeins draumar.
Stórvirkjanir, alþjóðlegur sigl-
ingafloti og þannig má lengi
telja.
Erum við íslendingar ekki svo
uppteknir af þvi, að brjótast í
daglegum vandræðum, að við
komumst sjaldnast til þess að
beita huganum að því að skapa
eitthvað nýtt? Erum við ekki
fangar hversdagsleikans, deyfð-
ir af innihaldslausri síbylju fjöl
miðlanna og þvargi um smáatr-
iði svo að við megum ekki vera
að því að nota hugarflugið ? En
það að nota hugarflugið er líka
að spá í skýin og þeir menn
eru gjarnan kallaðir skýjaglóp-
ar af okkar „ábyrgu" þjóð.
AÐ SPA I SKÝIN
Undanfari allrar framþróun-
ar er hugmyndin — frumkveikj
an. Beztu hugmyndirnar fæð-
ast oft i viðræðum manna. Því
miður fer of mikill timi okkar i
rifrildi um hversdagsmál og þær
raddir sem heyrast eru oft helzt
til einhliða. Vandamál launþega
eru þau mál sem mest fer fyrir
og þá gjarnan mest rædd út frá
þeirra sjónarhóli. Það er
kannski ekki hægt að lá atvinnu
rekendagreyjunum þótt þeir
láti ekki mikið í sér heyra, þeir
eru alltof uppteknir af því að
skrapa saman i næstu launaút-
borgun og forða sér úr dagleg-
um hengingum. Samt er ég viss
um að við eigum marga menn
sem sitja uppi með merkilegar
hugmyndir sem gaman væri að
heyra.
Það fer ekki á milli mála, að
þeir þættir sjónvarpsins, sem
mestra vinsælda njóta eru um-
ræðuþættir ýmiss konar um alla
heima og geima. Þeim hefur
hrakað í seinni tið og fátt upp-
byggilegt komið í staðinn.
Hvernig væri nú að einhver af
okkar snjöllu mönnum tæki nú
til við að hafa umræðuþætti um
framtíð og tækifæri Islendinga
og fengi eitthvað af hugmynda-
rikum mönnum til þess að koma
fram og prédika og rífast um
ýmis mál þar að lútandi, láta þá
spá í skýin, hafa heilarok um
allt milli himins og jarðar jafn
vel í léttum stíl og án alls lands
föðurlegs alvöruþunga. Ég held
að margir vildu heldur sjá eitt-
hvað svona en framúrstefnuleik
rit og skandinaviskar söngkon-
Því ekki að reyna að spá í
skýin.
Vilhjálmur Á.Magnús
son Stóru-Heiði
„Ei miuin guð sitt aðalverk
aftur niður rífa.
Lífið sú hans stundan sterk
stenduir tíð eilífa.“
LAUGARDAGINN 14. nówsm-
ber vair til moldair barinn frá
Reynigkirkju í Mýrdal Vil-
hjálmur Ággrímuir Magnússon
frá Stóru-Heiði. Aðeins langar
mdg til að rita nokkuir þaMc-
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
BÆNUM mínum er ekki alltaf svarað, þegar ég bið í
nauðum. Heyrir Guð mig ekki, af því að ég hef gert
eitthvað rangt?
Sönn bæn eru ekki krampakemnd átök við einstök
tækifæri. Hún er daglegt samfélag við Guð. Ég
heyrði um konu, sem lenti 1 hvirfilvindi, og húsið
hennar skemmdist. Hún sagði prestinum sínum, að
hún hefði beðið þess, að hús hennar yrði ekki fyrir
skemmdum, en Drottinn hefði ekki svarað bænum
hennar. „Eruð þér kristin?“ spurði presturinn. „Nei“,
svaraði konan. í>á mælti presturinn: „Ég býst við,
að Guð hafi verið svona önnum kafinm við að sinna
föstum -viðskiptavimum sínum“.
Stöðug, sönn bæn veitir okkur vissu um leiðsögn
Guðs, og þeir, sem biðja réttilega, finnst þeir aldrei
vera yfirgefnir á stund reynslunnar. Ég legg til, að
þér takið að lifa í reglubundnu samfélagi við Guð.
Þá finrnst yður aldrei að hann sé fjarlægur, ekki
heldur á örlagastund.
lætis- og kveðjuorð til hana. Ég
ætla ekki að rifja upp fæðingar-
ár og stað hans, því að ég veit
að mér ritfærari menin gera
það. Ég þalkka þér samveruna
á mínum uppvaxtarárum Villi
minn, eins og ég og fleiri köl'l-
uðum þig. Ég segi með sanni
að hjá þór fékk ég kanmgiu við
áralagið, þegar ég og frænikur
míniar fórum með þér út á
Heiðarvatn og hefur það verið
mér Igott veganesti síðan, og
veit ég að við eigum eftir að
tala um sikmg fyrir handan
þegar þar að kemur. Ég veit að
oft var erfitt í Heiðarbænuim,
en aldrei akorti mig né aðra
nieitt í þíniurn húsurn, og kom þar
til dugnaður þinn og konu þinn-
ar, Dísu. Og að lokum óska ég
þór góðtrar ferðar Villi minn
yfir landamærin.
Arndísi frænku minni og börn-
um henraar sendi ég hlýjar
samúðairfcveðjur.
Sólvin Elvar Kristjónsson.
Grétar Freyr Stefáns-
son - Minning
Fæddur 20. júlí 1949,
dáinn 26. október 1970.
KÆRI frændi, þegar mér var
tilkynint um andlát þitt, var
mér, sem svo oft áður, hugsað
til þess, að engiran ræður sínum
næturstað.
Lifsins skeið á enda er runmið
sem Ikerti út er hruinnið.
Þú fæddigt á Akureyri og áttir
ætíð þar heima. Líf þitt var eims
og svo mairgra í þessum heimi,
sem fullur er af etfniáhyggju,
hroka og eigimgirni, sem hel-
tetouir samitíðairmenn vora og
blitndar þá fyrir hiinu eina og
sanma valldi, valdi sainnleifca
guðs, sem einn hefur valdið.
Öll þín störf vanmst þú vel
og taldir aldrei eftir þér. Þú
vanst hjálparhielia þína heimiliis,
vimsæll og dugleguir, Fjölskylda
þín og virair þakka þér störf þín,
sem þú vaimnst með heilum hu(g
og miklíu þreki, sem guð gaf þér.
Sárt er að missa son, hróðuir,
frænda og vin yfir hin ósýni-
legu landamæri er sólin skin,
en sú vissa að það er tekið á
móti þér tveim höndum yljar
minnimguma. Það logar á kertum
sanmleika guðs, sem leiðir þig
í aairaan heim, fuilan af birtu og
yl
Hafðu þökk fyrir það, sem
þú lagðir af mörkum og ei verð-
hér talið. Ljúf minnirag rmun lifia,
þótt þú sért allur.
Lífið er lítilil sopi
dettur er emginm veit.
Hverfur sem daggardropi
frarmtíð sem eilífðin reit.
Vertu sæll vinur, ástvinir þig
syrgja og kveðja. Fylg þér ljós
dýrðair og kærleifci guðs er erag-
inn fær Slöklkt í himu framamdi
landi gull'blárra strarada hins
eilífa lífs.
Gunnar Dúi Júlíusson.
I.O.O.F. — 9 = 15211188 y2 = U.F.
□ Gimli 597011197 = 2
I.O.O.F. 7 = 1521118% = 9.1. Sálarrannsóknarféiag íslands Skrifstofan, afgreiðsla „Morguns“ og bókasafnið
RMR—18—11—20—HS—MT —HT.
□ Helgafell 597011187 VI.—2. Garðastræti 8, sími 18130, er opið á miðvikudögum kl. 17.30 til 19. Urval innlendra og erlendra bóka, sem fjalla um vísindalegar sann anir fyrir lífinu eftir „dauð ann.“ Æskumenn og konur kynnið ykkur sálarrannsókn ir nútímans með þvi að ger ast félagar í S.R.F.Í. AUt áhugafólk velkomið. Sendið nafn og heimilisfang: Póst- hólf 433. Sálarrannsóknarfélag íslands heldur almennan fund í Nor ræna húsinu við Hringbraut miðvikudaginn 18. nóvemb- er kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Hljómlist: Halldór Haraldsson pianóleikari. Erindi flytja: Frú Aðal björg Sigurðardóttir og Ævar Kvaran leikari. Allir velkomnir meðan hús rúm leyfir. Stjórnin.
Kristniboðssambandið Almenn samkoma verður í Kristniboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13 í kvöld 1. 8.30. Séra Jónas Gíslason talar. Allir velkomnir. Nefndin.
Basar Kvenfélags Hallgríniskirkju verður laugardaginn 21. nóvember kl. 2. Félagskon- ur og velunnarar kirkjunn- ar afhendi gjafir í Félags- heimilið fimmtudag og föstudag kl. 3—6.
Kvenfélag Laugarnessóknar Basar og kökusala verður að Hallveigarstöðum kl. 3 á laugardaginn. Tekið á móti basarmunum og kökum í fundarsal kirkjunnar mið- vikudags og fimmtudags- kvöld og föstudag. frá kl. 2. Basarnefnd.
Kvenféiag Ásprestakalls Fundur I kvöld miðviku- dagskvöld kl. 8 í Ásheimil- inu Hólsvegi 17. I. Sigurður Pálsson bygg- ingameistari sýnir og skýrir teikningar af væntanlegri Áskirkju. II. Sýning á basarmunum. Kaffidrykkja. Stjórnin.
Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild Aðalfundur deildarinnar verður haldinn, fimmtudag- inn 26. nóvember kl. 8.15 i félagsheimilinu. Stjórnin.
Óháði söfnuðurinn
Félagsvist í Kirkjubæ ann- að kvöld (fimmtudag) kl. 8.30. Góð verðlaun. Kvenfélag og Bræðrafélag safnaðarins I.O.G.T. Basar og kökusala verður laugardaginn 21. nóvember 1970 kl. 2.00 í Templarahöll inni við Eiriksgötu.
Þróttur Handknattleiksdeild 4. fl. karla. Föstudaga kl. 8.30—9.20. Álftamýraskóli Sunnudaga kl. 6.00—6.50 Réttarholtsskóli. 3. fl. karla. Miðvikud. kl. 9.30—10.20. Réttarholtsskóli. Þeir, sem ætla að gefa muni á basarinn góðfúslega komi þeim í Templarahöllina fimmtudagana 12. og 19. nóvember milli kl. 3 og 5. Tekið verður á móti kök- um og munum laugardag- inn 21. nóvember frá kl. 9.00 f.h. Nefndin.
Föstudaga kl. 9.20—10.10 Álftamýraskóli. Stjórnin. Kvenréttindafélag íslands heldur fund í kvöld kl. 8.30
Hörgslilíð 12 Almenn samkoma, boðun fagnaðarerindisins kl. 8.00 í kvöld miðvikudag. að Hallveigarstöðum. Ung- ar félagskonur sjá um fund inn, og segja frá mjög at- hyglisverðum viðfangsefn- um sem þær vinna að.