Morgunblaðið - 18.11.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1970
19
75 ára:
Sigurður Gunnarsson
fyrrum oddviti
Sigurður Gunnarsson, fyrrum
bóndi og oddviti i Vopnafirði,
varð 75 ára þann 5. nóvember
s.l.
Sigurður er fæddur á Arn-
hallsstöðum í Fljótsdal í Norður-
Múlasýslu 5. nóvember 1895.
Foreldrar hans voru Gunnar
Helgi Gunnarsson siðar bóndi og
hreppstjóri á Ljótsstöðum í
Vopnafirði, Gunnarssonar,
bónda á Brekku og Katrín dótt-
ir Þórarins rika, Hálfdánarson-
ar á Bakka í Skeggjastaða-
hreppi (Afi á Knerri). Gunnar
og Katrin áttu fimm börn, auk
Sigurðar: Gunnar, skáld, Gunn
arsson, hinn fjölhæfa, gáfaða
rithöfund; Soffíu, er átti Hjálm-
ar Sigurðsson kaupmann i
Stykkishólmi; Þórunni, er giftist
dönskum manni og hefur dvalizt
utanlands; Guðrúnu, er dvald-
ist ógift í föðurhúsum.
Árið eftir að Sigurður fædd-
ist, fluttust foreldrar hans að
Ljótsstöðum í Vopnafirði. Ljóts-
staðir hafa ávallt verið taldir
með beztu jörðum þar í sveit og
lengi verið tví- og þríbýli á jörð-
inni. Þegar Gunnar, faðir Sig-
urðar fluttist að Ljótsstöðum,
bjó þar einnig Ágúst Jónsson
læknir, homópathe, hinn mikil
hæfasti maður. Fósturdóttir
hans var Margrét Eggertsdóttir,
en hún var systurdóttir Hall-
dóru, konu Ágústs. Hún var hin
mesta efnisstúlka og lærði lækn
isdóma af fóstra sinum. Hún var
einnig talin hin fegursta stúlka.
Þegar Katrin, móðir Sigurðar
andaðist árið 1897, stóð Gunn-
ar uppi með 5 börn og það
yngsta aðeins 2 ára. Margrét
var þá á heimilinu og aðstoðaði
hann. Síðar gengu þau í hjóna-
band og hún tók að sér móður
hlutverk barna Gunnars. Heim-
ili þeirra var viðurkennt
mennta- og höfðingsheimili,
þrátt fyrir efnaleysi, enda gest-
risni hin mesta. Frá uppvexti
barnanna á Ljótsstaðaheimilinu
hefur Gunnar, bróðir Sigurðar,
bezt sagt i Fjallkirkjunni
með sögu Ugga Greipssonar og
vafalítið hefur hann einnig haft
í huga hinn stórbrotna föður
sinn, þegar hann mótar Örlyg á
Borg í Borgarættinni.
Það reyndist mikil gæfa fyrir
Sigurð og systkini hans í ógæf-
unni við móðurmissinn, að eign-
ast Margréti fyrir stjúpmóður.
Sigurður ólst upp í föðurhús
um og stundaði búskap og bjó
sig undir að taka við jörðinni
af föður sinum, en Gunnar
bróðir hans, sigldi utan til náms
árið 1907. Það er álit manna, að
Sigurður hafi líkzt mikið Gunn
ari, föður sínum, en honum er
þannig lýst, að hann hafi verið
myndarmaður, vel í meðallagi
hár og þrekinn, og það héldu
Vopnfirðingar, að nokkuð mætti
á reyna, ef honum yrði aflfátt,
svo var hann samanrekinn og þó
liðmannlegur. Hann var glað-
lyndur, en þó skapmikill pers-
ónuleiki.
Ljótsstaðir voru að mestu
heimili Sigurðar fram til ársins
1967, þegar hann afhenti tveim
sönum sinum jörðina og fluttist í
Vopnafjarðarkauptún.
Sveitarstjórnarmál voru ætíð
áhugamál Sigurðar, eins og föð
ur hans, og tók Sigurður
snemma þátt í ýmsum félagsmál
um. Árið 1938 var hann kosinn
í hreppsnefnd Vopnafjarðar-
hrepps og jafnframt oddviti
nefndarinnar. Þessari ábyrgðar-
stöðu gegndi Sigurður í nær 30
ár, eða fram til ársins 1966. 1
starfi sínu sem oddviti var
hann virtur af samborgurum sín
um og opinberir embættismenn
muna hann sem framúrskarandi
nákvæman og samvizkusaman
sveitarstjórnarmann. Voru
skýrslur hans og ársreikningar,
svo og öll starfsemi hans í þágu
hreppsfélagsins til fyrirmyndar.
Það var ekki fyrr en snemma
á árinu 1967, að ég kynntist Sig
urði Gunnarssyni. Var ég þá
fenginn austur í Vopnafjörð til
þess að vinna í uppgjöri fyrir
hreppsfélagið, en • skrifstofa
hreppsins hafði þá brunnið og
mikið af bókhaldi og fylgiskjöl
um hafði glatazt i brunanum.
Við að greiða úr þessum vanda
sneri ég mér til Sigurðar og
spurði hann hvcrrt hann mundi
vilja aðstoða mig við þetta
verk, en ég taldi hann manna
kunnugastan og færastan til
þess, þótt hann hefði þá verið
um ár burtu frá þessum störf-
um. Hann féllst á þetta og hef
ur síðan verið mér mikili styrk
ur i starfi minu. Fyrsta daginn,
sem Sigurður mætti á skrifstofu
minni fann ég bréfmiða á borð-
inu hjá mér, sem var frá honum.
Á miðanum var visa:
Aðkoman er ömurleg,
er þér vandi á herðum.
Auðnan stjórni á allan veg,
öllum þínum gerðum.
Ég hefi oft hugsað til þessar-
ar visu og reynt að fá Sigurð
til þess að lofa mér að sjá eitt-
hvað af ljóðum eða visum eftir
hann, en árangurslaust. Þó er
ég viss um að hann hefur dund
að við þetta, en maðurinn er
hlédrægur og vill ekki láta
skáldskap sinn koma fram. Ekki
er að vita nema leynzt hafi í
honum skáld eins og kom fram
í Gunnari bróður hans. Þegar
við Sigurður höfðum lokið við
að vinna úr hálfbrunnum skjöl-
unum og raðað því saman, sem
hægt var, þá fann ég annan
bréfsnepil á borði minu einn
morguninn frá Sigurði, sem á
var vísa :
Ævina þá ég yfir lít,
ýmislegt ég gerði.
Margoft hef ég mokað skit,
þó mestur þessi verði.
Traustur og heiðarlegur mað-
ur er Sigurður, sem ekki má
vamm sitt vita í neinu sem að
honum snýr. Hann er fastur fyr
ir á sinni meiningu en húmor-
isti með skemmtilega frásagnar-
gáfu. Líf hans hefur verið þrot
laus vinna og barátta fyrir heim
ili sitt og hreppsfélagið, sem
hann hefur fórnað svo miklu
fyrir.
Lánsmaður hefur Sigurður ver
ið, þar sem hann kvæntist konu
sinni Jóhönnu Sigurjónsdóttur,
systur Friðriks Sigurjónssonar,
hreppstjóra, í Ytri Hlíð i Vopna
firði. Sigurði hefur verið mik-
ill styrkur af þessari dugmiklu
sæmdarkonu og oft hefur hún
stutt við bak hans á erfiðum
stundum, jafnframt því að ala
honum 11 myndarbörn, sem öll
eru á lífi. Börn þeirra eru þessi:
Gunnar, bóndi á Ljótsstöðum
í Vopnafirði, Sigurjón, bóndi á
Syðra Hvarfi i Svarfaðardal,
Ágúst, starfsmaður hjá Sjöfn á
Akureyri, Sigurður, vatnsveitu-
stjóri á Vopnafirði, Jörgen, vega
verkstjóri í Vopnafirði, Jón
bóndi á Hánefsstöðum i Seyðis-
firði, Valgerður, saumakona á
Vopnafirði, Anna, húsfrú á Felli
i Vopnafirði, Katrín húsfrú á
Seyðisfirði, Jóhann bóndi á
Ljótsstöðum, Árni, starfsmaður
hjá Mjólkursamsölunni í Reykja-
vik.
Jóhanna er fædd 9. nóvember
árið 1900 og átti þvi sjötugs-
afmæli um daginn. Hún er dótt-
ir sæmdarhjónanna Valgerðar
Helgadóttur og Sigurjóns Hall-
grímssonar bónda og hrepp-
stjóra i Ytri Hlíð í Vopnafirði.
Oft var þröngt i búi á Ljóts-
stöðum meðan verið var að
koma upp þessum stóra barna-
hópi, en þvi fleiri sem börnin
urðu því sterkari varð Jóhanna
og er hún einstök kona hvað
þetta snertir, enda standa að
henni merkar dugnaðarættir.
Um leið og ég óska þessum
sæmdarhjónum innilega til ham
ingju með þeirra merkisafmæli
vil ég færa þeim þakkir frá
konu minni og mér fyrir góða
viðkynningu og óska þeim allrar
blessunar i framtiðinni.
Vopnafirði 11. nóvember 1970.
Ifaraldur Gíslason.
Barðslrendingofélagor
Málfundadelldin Barðstrendingur heldur fund í Dómus Medica
miðvikudaginn 18. þ.m. kl. 8,30 s.d.
Umræðuefni: Umferðamál og slysavarnir, yfimienn umferða-
mála og fulltrúar frá Slysavamafélaginu koma á
fundinn, halda fyrirlestra og svara spumingum.
Barðstrendingur.
ÞETTA GERÐIST í
VEÐUR OG FÆRII.
Breiðadalsheiði 6£ær vegna snjóa
(2).
Snjór og hálka á fjallvegum (3).
Oddsskarð lokað vegna snjoa (9).
ÚTGERÐIN.
Jón Kjartansson RE aflar fyrir 12,5
millj, kr. á 2 mánuðum (16).
íslenzku síldveiðibátarnir í Norður-
sjó seldu fyrlr 28,2 millj. kr. á þrem
ur dögum (17).
Síldarsöltun í Grindavík, Reykjavík
og Eyjum (19).
Þorsteinn Gislason segir frá Norð-
ursjávarveiðum (19).
Væn síld veiðist við Surtsey (20).
Sílóarsöltun áfram (99).
377 hvalir veiddust í sumar (27).
FRAMKVÆMDIR.
íslenzkur kjötmarkaður opnaður í
Kaupmannahööi (2).
íslenzk uppfinning eykur bygginga-
hraða nýrrar hótelálmu Loftleiða að
mum C5).
Samningar gerðir um nýja vatns-
leiðslu til Vestmannaeyja (9).
Stálvík h.f. teiknar 700—800 tonna
skuttogara fyrir aflakóng Færeyja
(10). .....
íslenzk menningarmiðstöð opnuð 1
Húsi Jóns Sigurðssonar i Kaup-
mannahöfn (12, 10).
Benedikt Gíslason frá Hoftelgi reis-
ir heyþymkunarverksmlðju i Hvera-
gerði (17).
Þjóðleikhúskjallarinn opnaður 1
nýjum búningi (19).
Nýr 5,7 km vegarkafli olíumalar-
borinn á Suðurlandsvegi (22),
Nýtt hesthúsahverfi að risa i Selás-
Iandi (23).
Fyrsta gatan í Stylckishólmi steypt
(23).
Brú smíðuð á Kreppu vegtur af
Amardal (24),
18 hjónaíbúðir byggðar á lóð Hrafn
istu (25).
MENN OG MÁLEFNl.
Forsetahjónin frú Halldóra og herra
Kristján Eldjárn fara í opinbera
heirosókn til Danmerkur (2.—10.).
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
ákveður, að Jóhann Hafistein myndi
nýtt ráðuneyti (2).
Dr. Sigmundur Guðbjarnason skip-
aður prófessor við verkfræði- og raun
vísindadeild Háskóla íslands (2).
Kariavin, forstjóri Prodintorg, mat
vælainnkaupastofnunar Sovétiríkj-
anna, í heimsókn hér (3),
24 manna hópur Færeyinga úr iðn-
aðar- og viðskiptalífinu í heimsókn
hér (3).
Utanrí'kjsráðherrafumdur NoiBur-
landa haldinn í Osló (3).
Sergei Astavin nýskipaður sendi-
herra Sovétríkjanna á Islandi (3).
Hrólfur Ingólfsson ráðinn sveitar-
stjóri í Mosfellssveit (4).
Dr. Þorvarður Helgason ráðinn leik
iistargagnrýnandi Morgunblaðsins (6).
Guðmundur Karl Jónsson ráðinn
bæjarstjóri á Seyðisfirði (8).
Sjálfstæðlsflokkiurinn tilnefnir
Auði Auðuns, alþm., til að taka við
embætti dóms- og kirkjumálaráð-
herra (12).
Jón Helgason prófessor leiðir rök
að því, að Egill Skallagrímsson hafi
ekki ort Höfuðlausn (13).
Dr. Robert McCullough, alþjóðafor-
seti Lions, heimsækir ísland (16).
Avigdor Dagan, sendiherra ísrael,
í heimsókn (17).
Norskir hagræðingarsérfræðingar
hér á vegum Fél. ísl. stórkaupmanna
(19).
Todor Zhivkov, forsætisráðherra
Búlgaríu, heimsækir ísland 24—26).
Ármann Snævarr, prófessor, settur
hæstaréttardómari (26).
Sr. Hreinn Hjartarson tekur við
starfi sendiprests í Kaupmannahöfn
(29).
íslendingar 3. í C-riðli á Olympíu-
skákmótinu 1970 (26).
Birni Pálssyni, alþm., dæmd Löngu-
mýrarakjóna á eignarhefð (30).
FÉLAGSMÁL.
Dómsrannsókn hafin í Laxármálinu
(l').
Aðalfundur Stéttarsambands bænda
haldinn að Varmalandi í Borgarfirði
(1).
Jón ísberg, sýslumaður, kosinn for-
maður Fjórðungssambands Norðlend-
inga (2).
Sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslu-
biskup, kosinn formaður Prestafélags
Hólastiftis (5).
Sr. Árni Sigurðsson kosinn formað
ur Hólafélagsins (5).
Alþjóðaráðstefna um ísvandamál
við mannvirkjagerð haldin í Reykja-
vík (8).
F r arrvb oðslist i Alþýðub a nd al agsin s
í Norðurlandskjördæmi eystra ákveð-
inn (8).
Prentarar semja við atvinnurekend
ur um kaup og kjör (8).
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í
N orðurlandsk j ördæm i eystra ákveð-
inn (8).
Þjóðfélagsfræðikennsla ákveðin
með lögum við Háskóla íslands (9).
9. landsþing Sambands ísl. sveitar-
félaga haldið í Reykjavík. Páll Líndal
endurkjörinn fonrnaður (9, 11).
Stjórnmálanefnd Evrópuráðsins á
fundi hér á landi (9).
FVamboðslisti Framsókníli'flokksins
í Norðurlandskjördæmi vestra ákveð-
inn (10).
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á
Austurlandi ákveðinn (10).
17. þing SÍBS haldið í Reykjavík
(12).
30 nýir kennarar við Háskóla ts-
lands (12).
Frú Sigríður F. Jónsdóttir, Egils-
stöðum, kjörin heiðursfélagi Sam-
bands austfirzkra kvenna (12).
Nýr listaskóli — Myndsýn — tekur
til starfa (13).
Framboðslisti Sjálfstæðisimanna í
Suðurlandskjördæmi birtur (13).
Náttúruvemdarsamtök Austurlands
stofnuð. Hjörleifur Guttormsson, Nes-
kaupstað. formaður (15).
10. þing Norræna endurhæfingar-
september 1970
sambandsins haldið hér (15, 24).
739 nemendur í Verzlunarskólanum
næsta vetur (16).
Fyrsti landsfundur bókavarða hald-
inn í Reykjavík (17).
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, ASÍ
og Vinnuveitendasambandsins halda
fundi um kaupgjalds- og verðlags-
mál (17).
Forysta Framsóknar harðlega gagn-
rýnd á þingi SUF (22).
Deilt um málningai vinnu í Breið-
holti (22. 23).
Um 230 nemendur verða í fram-
haldsdeildum gagnfræðaskólanna í
vetur (23).
Gunnar Guðmundsson endurkjörinn
formaður Landssambands íslenzkra
rafverktaka (24),
Guðni Ásmundsson, ísafirði, kjör-
inn formaður Bandalags íslenzkra
leikfélaga (29).
Úrslit prófkjörs Sjálfstæðismanna í
Reykjavík birt (29, 30).
Borgar^áð Reykjavíkur samþykkir
nýja samþykkt um náttúruverndar-
nefnd Reykjavíkur.
BÓKMENNTIR OG LISTIR
Tvö ný íslenzk leikrit meðal við-
fangsefna Þjóðleikhússins á nýbyrj-
uðu leikári (2).
Tilraun um manninn, ný bók eftir
Þorstein Gylfason (3).
Brezka bítlahljómsveitin Kinks leik
ur hér (9).
Leikrit Halldórs Laxness, Dúfna-
veislan, verður sýnd í Noregi og Dan
mörku í vetur (9).
Skáldsagan Kristrún í Hamravík,
eftir Guðm. G. Hagalin kvikmynduð
(10).
„Innansveitarkrónika" — ný bók
eftir Halldór Laxness komin út (13).
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Kristni
hald undir Jökli, eftir Halldór Lax-
ness (18).
Ástríður Andersen heldur málverka
sýningu í Reykjavík (19).
Sr. Jóhann Hlíðar heldur málverka-
sýningu í Vestmannaeyjum (19).
Leikfélagi>ð Gríma tekur til sýninga
fyrsta leikritið eftir Svövu Jakobsdótt
ur, ,,Hvað er í blýhólknum?**
Þjóðleikhúsið sýnir „Eftirlitssuann-
inn eftir Gogól (24, 29).
Lærdómsrit bókmenntafélagsms,
fimm bækur heimsþekktra höfunda
(25).
Ballettflokkur Félags íslenzkra list
dansara heldur sýningu (27).
SLYSFARIR OG SKAÐAR
Veiðimaður lendir niður Stórafosa
i Laxá í Þingeyjarsýslu og var hætt
kominn (1).
Húsið Sigtún á Fáskrúðsfirði skemm
ist mikið í eldi (1).
19 ára piltur, Gísli Már Einarsson,
Heiðarbraut 41, Akranesi, bíður bana
í bílslysi í Barðastrandarsýslu (8).
Gunnar Gunnarsson, 75 ára, Ránar
götu 9, bíður bana eftir átök við drukk
inn mann (8).
Sólfaxi, flugvél F.í. verður fyrir ó-
happi í Grænlandi (11).
Lítilli flugvél hlekkist á, lendir í
skriðu á Hrafnseyrarheiði (15).
Bergur Eysteinn Pétursson, 43 ára.
flugvélstjóri, býður bana í bílslysi við
Eyri í Kjós (15).
DC-8-63 þota frá TIA-flugfélaginu
hlekkist á á Keflavíkurflugvelli (19).
Drengur á öðru ári verður undir
vörubíl á Prestbakkakoti á Síðu og
bíður bana (22, 23).
Haraldur D. Haraldsson, 67 ára,
Grindavík, féll af vörubílspalli og
beið bana (22, 23).
Fjárhús, hlaða og hey brenna að
Skálabrekku í Þingvallasveit (25).
Bjarni Jensson, flugstjóri, og sjö fær
eyskir farþegar fórust, er íslenzk
Fokker Friendship-flugvél rakst á
fjall á Mykinesi í Færeyjum (27, 29,
30).
Fullur súrheysturn sprakk að Grund
1 Höfðahverfi við Eyjafjörð (27).
Hörður Jóhannsson, vélvirki,
Hvammstanga, 38 ára, drukknar við
Grímsey í Húnaflóa (29).
ÍÞRÓTTIR
Erlendur Valdimarsson, ÍR, setur í»
landsmet í sleggjukasti, 58.62 m (1).