Morgunblaðið - 23.01.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1971 3 FYRSTA útHfverfastöð Reykja- ■vikurlögTeglunnar var opnuð að Draghálsi 2 í gaer. Stöð þessi á að þjóna Arbæjarhverfi, Breið- holti og iðnaðarhverfinu á Ar- túnshöfða. Þama verður fastalið niu lögregluþjónar á þriskiptum vöktuni og hafa þeir einn bíl tii umráða. Símanúmer þessarar nýju iögreglustöðvar er 8 11 66. Sigurjón Sigurðsson, lögreglu- stjóri, sagði fréttamönnum í gær, að þessi nýja úthverfastöð væri hrein viðbót við starfrækslu Reykjavíkuriögreglunnar; til þess stofnuð að veita ibúum framangreindra hverfa aukið öryggi og bætta þjónustu frá hendi lögreglunnar. Hann kváð staðsetningu nýju stöðvarinnar mjög heppilega; mitt á milli Sbúðarhverfisins og iðnaðar- hverfisins og milli tveggja aðal- Við opnun fjTstu úthverfastöðvar Reykjavíkurlögreghmnar í g ær: — (frá vinstri): Guðmund- ur Hermannsson, aðstoðaryfir lögreglu{>jönn, Óskar Ólason, yf irlögregluþjónn, Bjarki Klíasson, yfirlögregluþjónn, Magnús Einarsson, varðstjóri við nýju stöð ina, Sigurjón Sigurðsson, lög- reglustjóri, og tjlfar Hermannsson og Rudolf Axelsson, flokksstjóri, starfsmenn við nýju stöð- ina að Draghálsi. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm). Fyrsta úthverfastöð lög- reglunnar opnuð í Árbæ — þjónar Árbæjar- og Breiðholts hverfi og iðnaðarhverfinu á Ártúnshöfða leiða frá borginni; Suðurlands- vegi og Vesturlandsvegi. Sagði Sigurjón, að með tilkomu þess- arar stöðvar yrði unnt að hafa mun nánara samband milli lög- reglu og borgara; einkum þeirra yngri, en lögreglan legði nú aukna áherzlu einmitt á það sam- band. í»á gat lögreglustjóri þess, að uppi væru áætlanir um brú á Elliðaámar, sem auðveldaði alla umferð milli Árbæjarhverf- is og Breiðhoits. Um fleiri hverfastöðvar lög- reglunnar sagði lögréglustjóri, að vonir stæðu til, að unnt yrði að flytja í nýju lögreglustöðina við Hverfisgötu siðari hluta þessa árs og yrði þá opnuð varð stofa í miðborginni, væntanlega í tollstöðinni nýju. Hvað um nú verandi húsakynni lögreglunnar í Pósthússtræti yrði, kvaðst lög- reglustjóri ekki vita með vissu, en sagðist hafa hugboð um, að Pósturinn hefði fullan hug á að komast þar inn. Lögreglustjóri sagði nokkuð á vanta, að lögreglulið borgarinn- ar væri fullskipað. Á fjárlögum er reiknað með 224 lögregluþjón um og er þá rannsóknarlögregl an talin með, en í almennu lög- regluna vantar nú eina 20 lög- regluþjóna svo vel fari. Kvað lögreglustjóri erfitt að fá starfs krafta til lögreglunnar; starfið væri mjög vandasamt og tæpast nógu vel borgað miðað við þær ströngu kröfur, sem til lögreglu- þjóna eru gerðar. Sem stendur ræður lögreglan yfir 25 bálum og 10 bifhjólum. Ekki er ætlunin, að geyma fanga i nýju lögreglustöðinni að Draghálsi 2, en þar er herbergi, sem geyma má til dæmis ölvaða menn meðan verið er að sækja þá uppeftir. Það er Áfengis- og tóbaks- verzlun rikisins, sem leggur lög- reglunni til húsnæði að Drag- hálsi 2 en samningur þessara að ila í milli hljóðar upp á, að lög- reglumenn annist á móti varð- gæzlu við birgðageymslur Á.T. V.R. á Drag'hálsi að næturlagi. Er fyrst um sinn aðeins um bráðabirgðahúsnæði að ræða, þar til Á.T.V.R. hyggst reisa nýja byggingu á sömu lóð, við birgða geymslu sina, og mun lögreglan þá fá þar inni með úthverfa- stöðina. Lionsklúbbur Reykjavíkur: Gefur smásjá til augnskurðlækninga — í tilefni 20 ára afmælis klúbbsins LIONSKLÚBBI’R Reykjavikur, sem er elzti Lionsklúbburinn á fslandi, á 20 ára afmæli um þess ar mundir og í þ\í tilefni færðu klúbbfélagar Landakotspítala að gjöf smásjá. Úlfar Þórðarson, augnlæknir, var fenginn til að velja gerð smásjárinnar og út- búnað, en smásjáin ásamt fylgi- hlutum er að verðmæti um hálf milljón króna. Helgi V. Jónsson, formaður klúbbsins, afhenti priórínunni gjöfina fyrir hönd Lionsklúbbs Reykjavíkur í gær að viðstödd- um fjölda klúbbfélaga. Hann gat þess, að aðaiverkefni klúbbsins hefði frá upphafi verið að að- stoða blinda, og með tilliti til þess hefði smásjáin orðið fyrir valinu, þegar klúbburinn leitaði verkefna til að minnast afmæl- isins. Dr. Bjarni Jónsson, yfirlækn- ir, þakkaði fyrir hönd systra heilags Jósefs og Landakotsspít- ala. Hann kvað Landakotsspít- ala berjast i bökkum fjárhags- lega, en það væri ekki sök systr anna, því að ráðdeild þeirra og hagsýni í ölium rekstri spítal- ans væri frábær og alþjóð kunn. „Ber þá þeim mönnum sérstök þökk, sem ljá systrunum lið til Skákmótið í Hollandi: Friðrik vann Hubner í níundu umferð Er efstur með 6V2 vinning FRIÐRIK Ólafsson vann vestur- þýzka stórmeistarann Hiibner í niundu umferð skákmótsins í Beverwijk, sem tefld var í gær. Var Friðrik þá efstur með 6V2 vinnlng. í dag, laugardag, teflir Friðrik við Gligoric frá Júgó- slaviu og hefur Friðrik svart. Úrsflit í niíundu uiruferð urðu amnars þeissi: Hort vainn van den Berg og Korchnoi vaxnn Kuijpeirs. Jafntefili varð hjá Larageweg og Petrosjan og Ivkov og Ree, en aðrar skákir fóxiu í bið. Staða eifstu manna eftir ní- undu wmiferð: 1. Friðrik Ólafsson, 6%. 2. —4. Hort, Ivkov og Korch- noi, 6. UJ:f Andersson var með 5% viinniing og eina biðskák, en Petrosjan var með 5% vmn’ÍMg og enga biðskák. að halda uppi þeirra starfsemi, sem þær hafa nú rækt í þrjá aldarfjórðunga, þó að um sinn hafi verið vi5 ramman reip að draga," sagði di. Bjami. Bergsveinn Ólafsson, yfirlækn ir augndeildar, tók einnig til máls og þakkaði þá vinsemd sem hinni nýstofnuðu augndeild, sem verða mun miðstöð augn- lækninga hériendis, væri sýnd með þessari gjöf. Kvað hann ómetanlegt að njóta velvilja og fulltingi góðra manna til að spít aiinn kæmist yfir núverandi fjár hagsörðugleika. Smásjáin, sem hér um ræð- ir, er af Carl Zeiss-gerð, og er Framhald á bls. 27 Smásjáin, þar sem hennl hefur verið komið fyrir á skurðstof- unni til bráðabirgða, en hún erður síðar flutt í nýtt herbergi. STAKSTEINAR I*á var íþrótta- ráði treyst Á FUNDI borgarstjómar Reykja víkur í fyrradag fóru fram afar sérkennilegar umræður um íþróttamál. 'Einn þáttur í þeim umræðum var sá, að nokkrir fulltrúar mixmihlutaflokkanna lýstu mikilli vantrú á starfs- nefndum borgarinnar. Einn af fulltrúum Framsóknarflokksins lýsti þvi t. d. yfir við upphaf umræðnanna, að yrði tillögu hans vísað til íþróttaráðs væri það sama og dauðadómur. Þetta fannst borgarfulltrúum að von- um furðuleg yfirlýsing, ekki sízt í ljósi þess, að varaborgarfulltrúi þessi á sjálfur sæti í íþróttaráði. Jafnframt flutti einn af vara- borgarfulltrúum Alþýðubanda- Iagsins Ianga ræðu um það hvers vegna fulltrúar minni- hlutaflokkanna hefðu ástæðu til að tortryggja starfsnefndir borg- arinnar. Þegar umræðunum var lokið, fór fram atkvæðagreiðsla um tvær tillögur og var lagt til, að báðum yrði vísað til íþrótta- ráðs. Samþykkt var að vísa til- lögu um lækkun vallarleigu til íþróttaráðs með 8 atkv. gegn 7. Allir fulltrúar minnihlutaflokk- anna greiddu atkvæði gegn því að visa þessari tillögu til íþrótta ráðs. Þá fór fram atkvæða- greiðsla um að vísa tillögu, sem Bjami Guðnason flutti um leig% kjör í íþróttahúsum, til íþrótta- ráðs. Þá höfðu fulltrúar minni- hlutaflokkanna skyndilega fengið aukið traust á íþróttaráði. Þá var nefnUega samþykkt með sam- hljóða atkvæðum að vísa þeirri tiUögu tU íþróttaráðs!! í slæmum félagsskap? Framsóknarmenn í Kópavogi og á Akureyri fengu heldur bet- ur snuprur hjá einum helzta leið toga Framsóknarflokksins, Krist- jáni Benediktssyni, á fundi borg arstjómar Reykjavíkur sl. fimmtudag. Kristján lýsti yfir því, að Framsóknarmenn á Ak- ureyri og í Kópavogi, sem hafa gengið til samstarfs við Sjálf- stæðismenn um stjóm þessara bæjarfélaga, væru „í slæmum félagsskap“! Hverjir voru sammála? Á borgarstjómarfundi þessum vakti það athygli, að einn af varaborgarfulltrúum Framsókn- arflokksins, Alfreð Þorsteinsson, sem hefur valið einn af borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Albert Guðmundsson, sem sitt sér staka hugðarefni, lýsti þvi yfir, að Albert væri samþykkur þvi, að vallarleigan svonefnda lækk- aði ekki. Skömmu síðar kom Kristján Benediktsson í ræðu- stól og lýsti því yfir, að Alfreð og Albert væra sammála! Ef bæði á að taka mark á orðum Alfreðs Þorsteinssonar og Krist- jáns Benediktssonar verður nið- urstaðan því sú, að Alfreð Þor- steinsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflikksins, vill ekki að vallarleigan lækki — eða hvað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.