Morgunblaðið - 23.01.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1971
17
Faust-sýning Þjóðleikhussins
vekur aðdáun þýzkra
Sigríði í*orvaldsdóttur, í*jóð-
leikhúsinu og Trúbrot boðin til
Lubeck — Fleiri boð í kjölfarið
FAUST-sýning Þjóðleikhússins
fær mjög góða dóma i grein
þýzka blaðamannsins Jan Herc-
henröder í Liibecker Nachricht-
en 20. jan. sl., en Herchenröder
kom hingað til lands með þýzka
leikstjóranum Karl Vibach og
sá sýningu Þjóðleikhússins á
Faust eftir Goethe þann 3. jan-
úar. I grein sinni ber Herchen-
röder Þjóðleikhússsýninguina
stundum saman við sýningu
horgarleikhússins í Lubeck á
Faust á síðasta ári og er um
margt hrifnari af sýningu Þjóð
leikhússins; m.a. segist hann
frekar hafa viljað sjá Róbert
Amfinnsson í hlutverki Mefisto
telesar á Lubecksviðinu, en þá
leikara þýzka, sem fóru þar
með hlutverkið, og um Sigríði
Þorvaldsdóttur segir hann, að
hún leiki mjög svo erfitt hlut-
verk Grétu frábærlega frá upp-
hafi til enda.
Einis og kunnugt er hefur Sig
ríði Þorvaldsdóttur verið boðið
•bil borgarleikhússins í Lubeck
að leika þar kvenhlutverkið í:
„Ég vil, ég vil“, sem hún nú
fer og með á sviði Þjóðleikhúss
inis. Hefur Sigríðuir fengið frí
frá Þjóðleikhúsinu frá miðjum
marz og út leikárið. Það erborg
arleikhússtjóri Lubeck, Karl
Vibach — en hann setti Faust
á isvið hjá Þjóðleikhúsinu nú —
sem hefur komið boði þessu í
kring, en hann lét þau orð falla
hér, að hann hefði séð einar 30
leikkonur spreyta sig á Grétu
í Fauist og vseri Sigríður sú
langbezta, sem harnn hefði séð
til. — Þá hefur framlag Trú-
brots til Valborgarmessuatriðis-
ims í Faust leitt til þess, að Vib-
ach hefur boðið hljómsveitinni
til Lúbeck að leika 1 leik-
húsinu þar. Sagði Guninar Þórð-
arson í Trúbrot Morgunblaðinu
í gær, að hljómsveitln hygðist
halda til Lúbeck í voa- um leið
og þeir félagar færu til hljóm-
plötuupptöku í Kaupmamma-
höfn.
Gísli Alfreðsson, leikari, sem
var aðstoðarleikstjómi Vibach
við Faust-sýningu Þjóðleikhúss-
ins, sagði Morgunblaðinu í gær,
að án efa myndu fleimi boð til
eins'takra leikara fylgja, í kjöl-
fatr þessara tveggja og gat þess,
að borganstjóm Lúbeck hefði
boðið Þjóðleikhúsinu að koma
með sýniilngu tii Lúbeck í októ-
ber n.k. Ekki sagði GMi ákveð-
ið, hvaða sýningu yrði farið
með, en við stungum því að
Vibach, að kannski væri tilval-
ið að leyfa Lúbeck-búum að sjá
sinn Goethe leikinn af íalenzk-
um leikurum.
í'upphafi greinar isinnar, sem
nefiniist: „Faust Goethes á ís-
lenzku“, rekur Jan Herchenröd-
er ferðalag sitt og Karl Vibach
til íslamds, sem gekk ekki betuir
en svo, að að.eins tíu mínútur
voru til sýnimgar, þegar þeir
komu til Reykjavíkur. Þá segir
hann nokkuð frá Þjóðleikhús-
inu og getur þess að það verði
að láta sér nægja 800.000
marka stvrk á ári, sem séu að-
einis 10%. af því, sem Lúbeck-
leikhúsið fær. Hann nefniir úr
fyrri verkum leikrit eftir Hall-
dór Laxness, Arthur Milleir, Tenn
essee Williams, Ionesco og
Shakespeare og getur þess, að
fyriir Faust hafi ekkert verk
eftiir Goethe eða Scbiller komið
á svið Þjóðleikhússrns.
f umsögn sinnii um sýninguna
segir hamn, að andatrúariinintak
verksins sé sterklega undirstrik
að, hvað bemsýnilega falli ís-
lendingum vel í geð eftár við-
tökunum að dæma. Þá fer hann
lofsorðum um alla sviðstækni;
hvað skiptingar allar hafi geng-
ið létt og vel fyriir sig.
Um einstaka leikara, segir
hanm, að Róbert Amnfinmisison í
hlutverki Mefistotelesar hafi
sýrut bezta leik kvöldsina og
kveðst frekair hafa viljað sjá
hann á fjölunum í Lúbeck en
þýzku leikarana Lhotzky eða
Faulhaber, sem þar fóru með
hlutverkið. Gunnar Eyjólfsson
segiir hann hafa gert Faust
mjög góð skil; verið beztur í
fymi hlutanum en ívið of þung-
lyndur í síðari hlutanum. Um
Sigríði Þorvaldsdóttur í hlut-
verki Grétu segir hann, að við
dvöl hemnar í Hollywood hafi
hún' greiniilega ekki beðið tjón
á leikhæfileikum sínum og leiki
hún hið erfiða hlutverk Grétu
frábærlega allt leikritið út.
Þá tekur hann fyrir Valborg-
amæturatriðið, sem hann segir
hafa slegið i gegn og ekki hvað
sízt fyrir framlag popphljóm-
sveitarinnar Trúbrots og mjög
góðra ungra damsara.
Þá segir hann og frá hófi því,
sem þýzki sendiherrann Karl
Rowold hélt á sviðinu að sýn-
iingu lokinni og getur þess, að
það hafi komið leikurum og
öðrum ánægjulega á óvart, er
þýzkur bjór var til þeinra bor-
inn! Fer hann síðan nokkrum
orðum um þá íslenzku stað-
reynd, að bjór megi enginm
drekka, en allir geti drukkið
sterk vín sem þá lystir.
Loks segir hann frá pensómu-
legum minningum úr ferðalag-
inu til íslands og klykkir út
með ferðasögunni heim aftur;
ferðinini frá íslandi, landinu,
þar sem engair járnbrautir eru
og þar sem fólk utan af lancli
flýgur til höfuðborgarimnar til
að komast í leikhúsið.
Grein Jan Herchenröder í Lubecker Nachrichten; „Fást Goet-
hes á íslenzku".
— Borgarstjórn
Framhald af bls. 16
ekkert segja um deilu Alfreðs
og Alberts. Fyrir mér vakti ekki
annað, þegar ég gerðist meðflutn
ingsmaður þessarar tillögu en,
að ég taldi
þetta verða
íþróttahreyfing
unni til góðs.
Ég er enginn
sérfræðingur í
iþróttamiálum
og það má vera
eins og Albert
Guðmundsson
segir, að það sé
ekki þörf á þessari lækkun, en
ég hygg nú samt að svo sé.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri: Það sannaðist enn á ný
í ræðu Kristjáns Benediktsson-
ar, að þessar umræður eru ekki
málefnalegar heldur persónuleg-
ar. Þegar þessi tillaga var til
Umræðu í sumar var henni vísað
til iþróttaráðs með 8 atkv. gegn
2. Mér sýnist, að flutningsmenn
þeirrar till., Alfreð Þorsteinsson
og Sigurjón Pétursson, hafi ver-
ið á móti þeirri málsmeðferð en
aðrir minnihlutafulltrúar hafi
látið sér í léttu rúmi liggja hver
yrðu öríög hennar. Tillögunni
var skellt inn með litlum fyrir-
vara
En það sem ég sakna og byggi
dóm minn á er það, að hér skort-
ir algeriega á, að það sé gerð
grein fyrir þvi, hvernig hag-
kvæmast er að haga tekjuöflun
Sþróttafélaganna og gjaldtöku
vegna borgarmannvirkja. Ég
reyndi að ræða það nokkuð hér
áðan og hefði fagnað þvi, að
Kristján Benediktsson hefði einn
ig gert það. Það hefur Mka skort
á, að menn gerðu sér grein fyrir
því, að gerbreyting hefur orðið
á málavöxtum eftir að málið
bom fyrst til borgarstjómar
eins og Albert Guðmundsson hef
ur bent á. Á þessu byggði ég
minn dóm um það að hér væri
um að ræða að koma höggi á
pólitískan andstæðing. Ég hef
einnig aflað mér upplýsinga um
það, að það hefur ekki verið
gengið eftir því af fyrsta flutn-
ingsmanni, sem á sæti I iþrótta-
láði, að tillagan yrði afgreidd
þaðan. Björgvin Guðmundsson
spurðist fyrir um það fyrr á
þessum fundi, hvað liði tillögu,
sem hann flutti á s.l. ári og vísað
var til tveggja embættisfnanna
borgarinnar. Það hefði verið
ósköp eðlilegt, að sMk fyrirspum
hefði komið fram varðandi þetta
mál, ef flutningsmenn var farið
að lengja eftir því.
Sigurlaug Bjarnadóttir (S)
sagði, að málatilbúningur þessi
hefði á sér annan blæ en vera
ætti. Hún kvaðst ekki geta sagt
annað en að það hefðu verið
stráksleg viðskipti, sem fram
hefðu farið á síðum blaðanna í
sambandi við
bessa tiMögu en
því hefði verið
iialdið fram, að
pað væri á valdi
;ins borgarfull-
trúa, hvort
þetta mál yrði
ifgreitt eða
skki. Atkvæði
þessa eina borg
arfulltrúa virtist þvi eiga að jafn-
gilda atkvæðum hinna 7 sem
með honum stæðu a.m.k. póli-
tiskt séð. Þá kvaðst hún kunna
illa við þá staðhæfingu, að með
því að visa máli til nefndar væri
það dauðadæmt. Það væri mikið
tekið upp í sig að segja slíkt
um nefndir, sem sérstaklega
væri falið að fjalla um sérstök
mál. Ég veit ekki betur en Al-
freð Þorsteinss. eigi sæti I íþrótta
ráði og að hann sé þar með að
lýsa vantrausti á sjálfan sig.
Eigi svona málflutningur að
hafa áhrif á borgarfulltrúa, sagði
Sigurlaug Bjarnadóttir hefur
hann þveröfug áhrif á mig.
Albert Guðmundsson (S); Al-
freð spurði, hvort of mikið hefði
verið byggt af íþróttavöllum að
mínum dómi. Það er óþarfi fyr-
ir hann að spyrja. Það hefur verið
mitt baráttumál, að félögin sjálf
byggi sina velli. Ég hef lagt
til, að félögunum yrði lagt til
efni til að vinna úr og sýndu þar
með manndóm sinn.
Við erum ekki að taka af iBR
eitt eða neitt. Við erum að reyna
að koma i veg fyrir, að það sé
tekið af okkur. Við viljum fá það
upplýst, hvort það er gert með
heimild eða ekki. Þegar ég ræddi
við iþróttafulltrúa borgarinnar í
útvarpi stóðum við í þeirri mein-
ingu, að vaUarleigan væri 29%.
Síðan fengum við skýringar á
því, hvemig þetta skiptist. Mér
hefur ekki verið falið að gæta
hagsmuna annarra en KSl en ég
bauð öðrum að vera með i þess-
um málarekstri en þeir færðust
undan því og kváðust vilja sjá,
hvað út úr þessu kæmi. Nú höf-
um við fallið frá málaferlum og
falið málið gerðardómi, eða hlut
lausum aðila til úrskurðar.
Björgvin Guðmundsson hefur
hvitþvegið 3 af 4 flt.mönnum. Ég
sé þá fyrir mér eins og engla,
en hvers vegna skilur hann f jórða
félaga sinn eftir úti í myrkrinu?
Ég vil svo ítreka það, að ég mun
standa með lækkun, hver sem
hún þarf að vera miðað við
breyttar aðstæður og nýjar tekju
lindir KSl.
Gísli Halldórsson (S) kvaðst
vilja segja það við Kristján Bene
diktsson, að það væri óviðeig-
andi af hverjum og einum borgar
fulltrúa, að magna deilur, sem
upp kynnu að koma innan íþrótta
hreyfingarinnar. 1 íþróttasamtök
unum væru um 34 þúsund lands-
menn og að sjálfsögðu gætu kom
ið þar upp deilur. Nú væri ver-
ið að deila um 9%, sem fara til
ÍBR. Það hefur legið í loftinu,
að samkomulag yrði milli þess
ara aðila og að gjaldið lækkaði
m.a. vegna stórbættrar aðstöðu
í borginni eins og fram kom I
ræðu borgarstjóra. Síðan sam-
þykktin var gerð í borgarstjóm
um vallaríeiguna hefur verið
bætt við 2000 sætum í Laugardal
og sett þak yfir 3700 sæti. í Laug
ardalshöll hafa verið settir 600
stólar á svalir og 800 sæti á gólfi.
Þetta er gjörbreytt aðstaða. Þess
vegna þurfa þessir aðilar minna
fé en áður. Meðan svo stendur,
telur íþróttaráð ekki rétt að af-
greiða tillögu svo einhliða sem
þessa. 1 íþróttaráði sitja 2 menn
frá íþróttafélögunum og þriðji
maðurinn er fyrrverandi formað
ur sérsambands. Þessir tveir full
trúar fyrir íþróttafélögin og
fyrsti flutningsmaður þessarar
tillögu gætu myndað meirihluta.
En tillagan eins og hún er, hef
ur ekki meirihluta í íþróttaráði.
Þar var fundur fyrir 10 dögum,
og þá var ekki spurt hvað liði af
greiðslu þessarar tillögu. Þessi
tiMaga fær þá afgreiðslu, sem
talið verður heppilegt bæði af
iþróttaforystunni I Reykjavík og
borgarstjórn. Með svo einhliða
tillögu er verið að mismuna að
ilum. íþróttaráð verður að taka
svona stór mál fyrr í heild en
ekki sHta þau úr samhengi.
Þessu máli verða gerð skil til
borgarstjórnar á sínum tíma.
Ef mönnum finnst biðin of löng
er sjálfsagt að spyrjast fyrir um
það en ekki að undirbúa mál eins
og hér hefur verið gert.
Svavar Gestsson (K) kvaðst
vilja undirstrika það, vegna
þess, að borgarstjóri hefði dregið
sitt nafn inn i þessar umræður,
að það væri
hugsanlegt að
stíga rétt skref
í áföngum, og
það væri verið
að gera með
þessari tillögu.
Þá sagði ræðu-
maður í tilefni
af ummælum
Siguriaugar
Bjamadóttur, að meirihlutinn
hefði ýmsar aðferðir til þess að
eyðileggja mál fyrir minnihlut-
anum. Ástæðan fyrir tortryggni
manna í garð starfsnefnda væri
löng reynsla. Hliðstætt mái
þessu hefði komið fyrir borgar-
stjórn fyrir nákvæmlega misseri
og því verið Visað til nefndar. Þar
hefði siðan ekkert gerzt. Þeg-
ar nefndir borgarstjórnar stæðu
þannig að verki, gæti meirihlut-
inn ekki krafizt þess, að minni-
hlutinn sýndi þeim nefndum und
irgefni. Við tortryggjum þær af
biturri og slæmri reynslu.
Þar með var umræðum lokið
og gengið til atkvæða eins og
skýrt var frá i upphafi þessarar
frásagnar.
— Undarlegt
Framhald af bls. 5.
uð mikil, svo að þau þurftu að
bíða.
En allt gekk um síðir og þau
kunnu vel að gæta að sér I
umferðinni.
Viða um bæinn voru síma-
menn, hitaveitumenn og aðrir,
sem sjá um að þægindi bæj-
aihúa séu við heilsu, að vinna
við hin ýmsu verkefni og það
var óvenju létc yfir mönnum
miðað við þennan árstima,
enda hefur tíðin það sem af
er vetri verið með eindæmum
mild í viðkynningu og reynd-
ar hittum við að máli gamal-
reynda sjómenn niðri á bryggju
sem sögðust telja mjög líklegt
að þetta ár yrði með sérlátum
gott til sjávar og sveita.
Og eins og annars staðar í
borginni gekk lífið sinn vana
gang í Austurstræti i gær. Þar
var mikil uinferð og skraut-
búnar konur í búðarambi, ým-
ist með barnavagna eða ekld
og það voru stillur yfir svip
manna ekki síður en svip veð-
urguðanna. Þessi venjulegi
svipur íslenzks þjóðlífs þarsem
menn verða ekki úttaugaðir af
ærslum og óróa stórborganna,
en geta freinur í góðu tómi
lifað með sjálfum sér og tugg-
ið rólega.
Þrír skólapiltar stóðu á Lækj
artorgi og rifu i sig harðfisk
og útlendur ferðamaður horfði
á þá í mikilli undrun, enda
ekki undarlegt miðað við sög-
una sem Bretinn sagði af Is-
lendingum: ,,Það er einnig und
arlegt með íslendinga, að þegar
þeir ferðast i rútum eru þeir
alltaf að naga smáspýtur og
allar hverfa þær.“ — á.j.
Stúlka vört vélritun
óskst strax. Þarf að geta tekið að sér bréfaskriftir á íslenzku
og ensku. Hátt kaup í boði.
Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 28. janúar n.k. merkt:
„Hátt kaup — 6958".