Morgunblaðið - 23.01.1971, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1971
— Borgarstjórn
Framhald af bls. 10.
íþrótíafulltrúi þegar hafið við-
ræður við l.B.R.
m.a. um það,
hvemig setja
megi niður
kostnaðinn við
rekstur slikra
sala. Gisl'i sagð-
ist ekká halda,
að sú leið væri
fær, að láta
félögin sjálf út-
vega sjálfboðaiíða til baðvörzlu.
Þá mim'mti Gisli á, að allar
íþróttagreinar gætu ekki notáð
góðs aí ^essari ráðstöfun og yrði
þá styrkvr itingum misskipt mMi
greina.
Lagt - æri tiil, að styrkur tál
1 þróttabandalagsins hækkaðí um
1,5 millj. kr. á þessu ári. í>að
vaari gert tíl þess að ken/nslu-
styrkir gætu hækkað og náð
30% af kennislu, húsalieigu og
sjáifboðavinnu. Mönnum fynd-
ist e.t.v. einkennilegt að styrkja
vinnu, sem ekki væri greidd. En
þetta væri gert tíl þess að örva
félagsstjóm . tíl þess að fá sem
flesta til aT starfa óla/unað fyrir
íþróttahreyfinguna. Að meta
þessa vinnu til nokkurs fjár
verður því ttl þess að hækka
hinn raumverulega styrk út á
greiddan kostnað um 5—7%.
Gísli sagðist ekki haida, að
iþróttahroytíngim viildi að þessi
leið yrði farin, sem gert væri
ráð fyrir í tíliögum. Iþróttahreyf-
imgin ætlaðist vissulega til
styrkja af þvi opinbera, en hún
vildi sýna það í starfli, að hún
væri þess vf ðug og hún viildi
sjálf leggja nokkuð aí mörkum
tá!l þess m.a. að halda sjálifstæði
sinu og redsn.
Albert Guðmundsson (S)
sagði, að KSÍ hefði ekki farið
fram á afslátt af öllum leikjum,
sem tap var á sl. ár, vegna
þess, að sambandið hefði fengið
nýjar tekjulindir. Ég vil held-
ur, að knattspyrnuhreyfingim og
hver eimstakur meðlimur henn-
ar, leggi meira á sig við að
selja getraunaseðla, em að hún
verði háð hinu opimbera, sagði
Albert Guðmundsson Við höf-
um fengið um 400 þúsund
króna tekjur af getraunastarf-
seminni og eigum af þeim sök-
um að gera mimmi kröfur til
lækkunar vallarleigu. Ef við
hefðum ekki fengið þessar
auknu tekjur, hefði ég tvímæla
laust samþykkt 11% vallarleigu.
Ég geri fastlega ráð fyrir því,
að iþróttaráð í sínum athugun-
um líti á þær tölur. >á vil ég
geta þess, að Flugfélag íslands
hefur sýnt skilning á málum
KSÍ og hefur veitt okkur hag-
kvæma samnimga. Það hefur
einmig hjálpað til að bæta fjár-
hagsaðstöðu knattspymusam-
bandsins.
Alfreð Þorsteinsson (F)
kvaðst telja, að Albert Guð-
mundsson hefði loks gefið
ákveðim svör. Kann væri í raun
og veru ánægður með vallarleig
una eins og hún væri. Jafnframt
eagði ræðumaður, að fullyrðing
AibeTts Guðmundssonar í við-
tali við Morgunblaðið um pen-
imgaaustur í sambandi við
íþróttamál væri hnefahögg í
garð íþróttahreyfimgarinnar og
pess fólks, sem í henni starfaði.
Sigurjón Pétursson (K) sagði
að íþróttamálin yörðuðu samfé-
lagið í heild vegna þess, hversu
margir tækju þátt í íþrótta-
starfi. íþróttahreyfingin þarf á
fjárhagslegum stuðningi að
halda, sagði borgarfulltrúimm,
og mér hafa
virzt tvær skoð
anir uppi um
það, hvemig
ætti að veita
þann stuðning.
Önnur er sú,
að íþróttahreyf
ingin eigi að fá
sem mestan op-
inberan stuðn-
ing, hin sú, að íþróttahreyfing-
in eigi að starfa með eigin
krafti en hið opinbera að skapa
henni aðstæður til starfs og til
þesa að afla sér tekna. Mér hef
ur ekki verið fyllilega ljóst,
hvora skoðun Albert Guðmunds
son hefði. En þá rekst ég á það
í Morgunblaðinu, að það er
verið að deila um 9% lækkum,
en vegna þess, að KSÍ þarf að
ná þessum tekjum af öðru
íþróttasambandi. Þetta er
karvn.sk i kappleikur en leik-
regiumar sk'il ég ekki og villdi
gjaman fá að heyra hverjar
þær eru.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri: Ég tel, að líta verði á
báðar þessar tillögur í heild
(þ.e. tillögu Alfreðs Þorsteins-
somar o. fl. og
tillögu Bjarna
Guðnasonar) í
ljósi þeirra
kjara, sem
íþróttahreyfing
im nýtur hj á
Reykjavíkur-
borg og þeirra
aðstæðna, sem
borgin skapar
íþróttasamtökiumum. Lítum fyrst
á vallarleiguna.
Þegar KSÍ hóf fyrst máls á
því við borgaryfirvöld, að nauð
synlegt væri að breyta leigu-
kjörum á Laugardalsvelli, fjöll
uðu borgarráð og borgarstjóm
um málið og gerðu ákveðnar
ályktanir, sem gengu til móts
við óskir KSÍ. Borgarstjóm
féllst í fyrsta lagi á skilning
KSÍ varðandi útgáfu boðsmiða
og taldi, að leigutaki ætti að
ráða tölu boðsmiða. í öðm lagi
var margvíslegur kostnaður
felldur in.n í 20% leiguna, svo
sem dyravarzla o.fl. f þriðja
lagi féllst borgarstjóm á að
gefa eftir af vallarleigu allt að
útlögðum kostnaði vegna leikja,
ef tap væri á erlendri heim-
sókn. Allt þetta ber að taka
með í reiknimginm, þegar
íþróttaráð fjallar um málið.
Það er augljóst af þessum
umræðum, að það er ekki
áhugi á málefninu sjálfu eða
auknum samskiptum íþrótta-
hreyfingarinnar við útlönd,
sem liggur að baki þessum til-
löguflutningi eingöngu heldur
byggist hann á því að reyna að
knésetja eirnn borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksinis, Albert
Guðmundsson. Ég hef ekki áður
hér í borgarstjórn séð fulltrúa
mimnihlutaflokkanna eins per-
sónubundna og málefnalega
snauða og í þessu máli.
Það er fróðlegt að athuga
hverjir stóðu að þeáiri sam-
þykkt borgarstjórnar um breytt
leigukjör, sem áður var vikið
að. Á fundi borgarráðs sem
fjallaði um málið, voru m.a.
Kristján Benediktsson, Gísli
Halldórsson og Birgir fsl. Gunn
arsson. Á fundi borganstjórnar
sjálfrar, sem fjallaði um málið
voru m.a. Biirgir ísl. Gunnars-
son, Einar Ágústsson, Björgvin
Guðmundsson, Svavar Gestsson
o.fl. Þessi nöfn nefni ég til að
sýna að núgildandi leigukjör
voru samþykkt í borgarstjórn
af nokkrum fulltrúum, sem enn
eiga sæti í borgarstjórn og nú
vilja breyta til sumiir hverjir.
En látum það vera. Ég er jafn-
an reiðubúinn til að taka hvert
mál upp til endurskoðunar.
Spyrjum okkur þeirrar spum-
ingar í þessu máli, hvað hag-
kvæmast er fyrir rekstur
íþróttavallanna. Þá verðum við
að taka með í reikninginn það
fjármagn, sem borgarsjóður hef
ur lagt fram til þess að skapa
þessa aðstöðu. Það nemur nú
160-170 milljónum króna. Þótt
íþróttasjóður ríkisins eigi að
greiða verulegan hluta þessarar
fjárhæðar hefur hann ekki
greitt nema um 6 milljónir
króna. Innifalimn í þessum stofn
kostnaði er m.a. kostnaður við
að bæta aðstöðu til samskipta
við útlönd, svo sem stækkun
stúku á Laugardalsvelli. Þær
framkvæmdir hafa leitt til þess,
að tekjuöflunarmöguieikar
leigutaka vallarins eru meiri og
öruggári. Við athugun kemur í
ljós, að kostnaður við rekstur
íþróttavallanna í Reykjavík
nemur 6,1 milljón króna. Tekj-
ur námu það ár 1650 þúsund.
Þar af 600 þúsund fyrir húsa-
leigu og leigu vegna sælgætis-
sölu. Hallinn var tæplega 4,5
milljóniir. Melavöllur kostaði
1.5 milljónir og Laugardalsvöll
ur 2,3 milljónir, félagavellir 900
þúsund og skautasvell 225 þús-
und. Sameiginlegur kostnaður
nam 1100 þúsund krónum.
Fyrir árið 1970 liggja aðeins
bráðabirgðatölur. Það ár nam
heildarkostnaður 7,3 milljónum
króna en tekjur 2,3 milljónum.
Það var að visu ekki miklu fleira
fólk, en þó jókst aðsóknin um
5000 miamins, en það sem gerði
gæfuimuminn um auknar tekjur
á s/1. ári var, að fleiiri keyptu sér
miða í stúku, sem aru dýrari.
Nú finnst mér ástæða til að
spyrja: hvernig er hægt að auka
tekjur vallanna sem mest og
haga leigukjörum í samræmi við
það? Ég tel eðlilegt, að notendur
vallanna greiði rekstrarkostnað.
Þeir hljóta að íhuga, hvort til-
tekinn leikur réttlæti notkun
Laugardalsvallar eða kannski
fremiuir MeliavaMar. Bn þetta á
að vera íþróttafélögunum i
sjálfsvald sett. Hins vegar verða
þau að sjálfsögðu að hafa
ákveðna viðmiðun.
Á fjárhagsáætlun í ár er gert
ráð fyrir að verja 27 milljónum
króna í stofnkostnað íþróttamann
virkja. Til rekstrar er ætlað að
verja 5 milljónum króna til vall-
anna og 5 milljónum til ÍBR en
3.5 milljónum til þeirra samtaka
í fyrra. Þetta eru fjármunir, sem
renna til íþróttahreyfingarinnar
og íþróttamála og það þarf að
kanna, hvernig íþróttasamtökun-
um verður mest gagn af þessum
fjármunum.
Um tillögu Bjama Guðnasonar
vil ég segja þetta: Borgin greið-
ir 21% af beinum útlögðum
kostnaði félaganna, þ.e. leigu af
íþróttahúsum og kennslukostnaði,
sjálifboðastarf er mietið ttl verðs
skv. skýrslum félaganna. Mark-
mið okkar er að koma þessu hlut-
falli upp í 30%. Þess vegna m.a.
var framlag til ÍBR hækkað úr
3,5 milljónum króna í 5 milljón-
ir króna. Markmiðið er einnig að
hækka framlag til stofnkostnað-
ar íþróttafélaganna í 30%. Við
erum 2% ári á eftir en vonum,
að þessi halli fari lækkandi. Ég
held því, að það sé ljóst, að
Reykjavíkurborg vill styðja
íþróttahreyfinguna sem mest og
bezt og borgin vill gera það á
þann veg, að það komi að sem
beztum notum og hún vill gera
það í samráði við íþróttafélögin
og þar á íþróttaráð að vera í
fyrirsvari. Þess vegna er eðli-
legt, að íþróttaráð skoði þessar
tillögur og geri slðan sínar til-
lögur til borgarstjómar. Ég held,
að það sé ekki til bóta, að húsa-
leiga verði alveg ókeypis, eins
og Bjarni Guðnason leggur til.
Þrátt fyrir aukningu á íþrótta-
húsnæði er ekki hægt að sinna
eftirspum. Þess vegna verða
þeir, sem hafa þetta húsnæði
með höndum að gera sér ljóst,
að þetta eru verðmæti, sem þeir
verða að greiða fyrir, svo að
nýtingin verði sem bezt. Hins veg
ar á leigan ekki að vera hærri
en svo, að hún standi undir kostn
aði af baðvörzlu, ljósum, hita
og ræstingu. Eðlilegt er svo, að
þessi kostnaður komi að ein-
hverju leyti til endurgreiðslu til
þeirra aðila, sem kunna vel með
þetta að fara.
Ég vonast svo til, að íþrótta-
ráð beri gæfu til að afgreiða
þetta mál á þann veg, að við get
um allir um það sameinazt,
sagði Geir Hallgrímsson, og ég
vil beina þvi til manna, að þeir
láti fremur málefnin ráða en
ekki hitt að koma brögðum á
stjórnmálalegan andstæðing.
Bjarni Gnðnason (SFV) kvaðst
telja óeðliiegt, að þessar tvær
tillögur hefðu verið ræddar und-
ir sama dagskrárlið. Ég tel, að
með þvi hafi mín tillaga hlotið
heidur óvirðulegan sess á dag-
skránni. Ég get tekið undir
margt af þvi, sem Gísli Halldórs
son sagði, en okkur greinir á að
sumu leyti. Hann telur að íþrótta-
hreyfingin mundi vera þessari
tillögu andvíg og glata einhverju
af sjálfstæði sínu. Ég hygg, að
þetta sé ekki rétt. Ég tel þvert
á móti, að starfsemi hennar
mundi færast í eðlilegri farveg,
og að hún gæti sinnt betur upp
eldis- og félagsmálum. Ég tel
það eðlilega málsmeðferð, að
málinu verði vísað til íþróttaráðs
en vænti þess, að það verði síð-
an lagt aftur fyrir borgarstjórn
með álitsgerð.
Kristján Benediktsson (F):
Borgarstjóri vék að þvi i upp-
hafi og niðurlagi ræðu sinnar,
að flutningsmenn tillögunnar
flyttu hana af sýndarmennsku,
en ekki vegna áhuga á málinu
heldur til þess að koma bragði
á pólitískan andstæðing. Þar sem
sessunautur minn (Alfreð Þor-
steinsson) hefur notað ræðu-
tíma sinn að fullu, bað hann
mig að koma
1 því á framfæri,
| að þetta væri á
í misskilningi
| byggt. Þeir
I flyttu þessa til-
|f§ lögu vegna þess,
að þeir teldu
þetta rétt en
ekki af annar-
legum hvötum.
Mér sýnist raunar tillögumenn
og Albert Guðmundsson í höfuð-
atriðum vera sammála og ég get
því ekki séð, hvemig borgar-
stjóri getur lagt þennan skilning
í málið. Ég minnist þess, að á s.l.
ári hlýddi ég á útvarpsumræður
milli Alberts Guðmundssonar og
Stefáns Kristjánssonar, íþrótta-
fulltrúa borgarinnar og þar deildi
Albert hart á óeðlilega háa vall-
arleigu. Hann var þá ekki orð-
inn borgarfulltrúi. Ég held, að
hann hafi sagt áðan, að hann
fagnaði því, þegar þessi tillaga
kæmi frá íþróttaráði. Ef hún
kæmi óbreytt teldi hann hana
ganga of langt. Ég tel hins veg-
ar ekki, að svo mikið beri á
milli, að borgarstjóri þurfi að
viðhafa þessi ummæli, sem harm
gerði um tillögumenn. Við skul-
um minnast þess, að Albert Guð
mundsson er upphafsmaður
þessa máls. Ég efast ekki um
að ungir menn eins og Alfreð
Þorsteinss. hafi hrifizt af eldmóði
hans. Og þótt Albert hafi kannski
hægt á ferðinni gildir það ekki
um áhangendur hans.
Þá er þess að gæta, að þetta
mál snertir fleiri heldur en KSÍ.
Þótt hagur þess sé betri nú en
áður er ekki það sama að segja
um aðra. Albert Guðmundsson
má því ekki eingöngu taka mið
af því, þótt hans eigið samband
eigi peninga í sjóði, þegar aðr-
ir eru með skuldabagga á bak-
inu.
Björgvin Giiðmundsson (A):
Mér finnast ummæli borgarstjóra
vægast sagt ósmekkleg. Það hef
ur ekki verið venja hans að taka
þannig til orða. Ég hygg, að hann
muni sjá, að það hafi ekki vakað
fyrir mér, Bjama Guðnasyni eða
Sigurjóni Péturssyni að klekkja
á Albert Guðmundssyni. Ég skal
Framhald á bls. 17.
Réttindi til húsateikninga
Hilmar Guðlaugsson lýsti andstöðu sinni
í borgarstjórn við umsagnarskyldu arkitekta
og verkfræðinga
Á FUNDI borgarstjórnar sl.
fimmtudag gerði Hilmar Guð-
laugsson grein fyrir breytingar-
tillögu við byggingarsamþykkt
Reykjavíkur, sem verið hefur til
meðferðar í byggingarnefnd að
undanförnu. Breytingartillaga
þessi er við 11. gr. byggingar-
samþykktar og kveður á um
hverjum megi veita löggildingu
til þess að gera uppdrætti að
húsum. Hilmar Guðlaugsson
sagði i ræðu sinni, að það væri
ekki réttlætanlegt, að bygging-
arnefnd væri skylt að leita um-
sagnar annarra félagasamtaka,
en viðkomandi aðili værl félagi í.
Breytingartillagan gerir ráð
fyrir, að bygglngarnefnd geti
veitt arkitektum og bygginga-
verkfræðingum löggildingu til
þess að gera uppdrætti sam-
kvæmt 8. og 10. lið byggingar-
samþykktar, en í þeim greinum
er fjallað um uppdrætti að hús-
um, girðingum, auglýsinga-
spjöldum o.fi. Tillagan gerir
einnig ráð fyrir, að byggingar-
nefnd geti veitt löggildingu bygg
ingafræðingum og bygginga-
tæknifræðingum sem hafa 2%
til 5 ára starfsreynslu að baki.
Tillagan gerði upphaflega ráð
fyrir, að áður en byggingafræð-
ingum og byggingartæknifræð-
ingum yrði veitt löggilding, þá
yrði ieitað umsagnar Arkitekta-
félags íslands og Verkfræðinga-
félags Islands. Ákvæði þetta
náði hins vegar ekki fram að
ganga í byggingarnefnd.
Nemendur og kennarar Tækni
skóla Islands sendu borgarstjórn
og forseta borgarstjórnar mót-
mæli vegna þessa ágfeiningsat-
riðis og töldu að með þessu væri
verið að veita tveimur stéttum,
arkitektum og byggingarverk-
fræðingum einokunaraðstöðu og
þetta myndi rýra gildi náms í
byggingartæknifræði. Nemendur
Tækniskólans íjclmenntu á á-
heyrendapalla borgarstjórnar, er
málið var til umræðu þar.
Hilmar Guðlaugsson gerði
grein fyrir gangi málsins í bygg-
ingamefnd. Hiimar sagði, að
nefndin hefði haft til umræðu
í nokkurn tima, hverjir ættu að
hafa rétt til þess að gera upp-
drætti. Þremur
ssassinfsjn-ii ..
monnum hefði
verið falið að
gera tillögur
um þetta atriði
til bygginga-
nefndar. Tillög-
ur þessari hafi
síðan verið til
/ Jt umræðu í nefnd
A inni og reynt
> írlhfc. hafi verið að
samrýma sjónarmið byggingar-
nefndarmanna.
- m
Hiimar lagði áherzlu á, að með
þessu væri ekki verið að taka
rétt af nokkrum aðila. Ekki
mætti blanda þessu saman við
heimild til þess að gera upp-
drætti samkvæmt 9. gr. bygg-
ingarsamþykktar, en þar er m.a.
fjallað um uppdrætti að járnlög-
um, vatnslögnum, holræsalögn-
um, hitalögnum og rafmagns-
lögnum.
Síðan vék Hiimar að ákvæð-
unum um starfsreynslu og sagði,
að gert væri ráð fyrir eins árs
starfsreynslu arkitekta og bygg-
ingarverkfræðinga, en 2Vz til 5
ára starfsreynslu byggingar-
tæknifræðinga og byggingar-
fræðinga. Ástæðan væri sú, að
hinir íyrrnefndu væru a.m.k. 1%
ári lengur í námi. Ákvæðið um
námskeið í islenzkri bygingar-
löggjöf væri aðeins heimildar-
ákvæði.
Ágreiningur hefði risið um
það, hvort leita ætti umsagnar
Arkitektafélags islands og Verk
fræðingafélags Islands áður en
byggingarfræðingum og bygg-
ingartæknifræðingum yrði veitt
löggilding. 1 þvi sambandi sagði
Hilmar, að það væri ekki rétt-
lætanlegt, að byggingarnefnd
væri skylt að leita umsagnar
annarra, en beirra aðila, er við-
komandi væri félagi í.
Að lokinni ræðu Hilmars var
málinu að tillögu hans vísað til
annarrar umræðu.