Morgunblaðið - 23.01.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1971 11 Sjötugur í dag: Eyþór Stefánsson tónskáld Sauðárkróki 1 hinni ágætu bók „Saga Sauðárkróks" eftir Kristmund Bjamason segir höfundur m.a. svo frá upphafi leiklistar 1 bæn- um: „1 sjávarþorpi þar sem fyr- irfinnast fjögur-fimm íbúðarhús, fara fram leiksýningar á hverju kvöldi í hartnær viku og við góða aðsókn þrátt fyrir óhag- stætt veður flesta dagana . . .“ tætta gerðist á Sauðárkróki fyr- ir hartnær heilli öld. Síðan hef- ur leikstarfsemi gengið eins og rauður þráður gegnum sögu staðarins allt til þessa dags. Auðvitað hefur þar á ýmsu gengið. Stundum hefur starfsem- in verið þróttmikil og fjölbreytt, en svo komið tímabil deyfðar og áhugaleysis — ep samt alltaf eitthvað leikið. Á þessu tímabili, sem reyndar spannar nær alla sögu staðarins hefur komið fram mikill fjöldi karla og kvenna, sem af miklum áhuga og fóm- fýsi hafa haldið uppi þessum merkilega menningarþætti. Um aðstæður til leiksýninga þarf ekki að spyrja, þær hafa alltaf verið erfiðar, en mér er nær að halda, að einmitt erfiðleikamir hafi átt sinn stóra þátt í að kalla fram áhugann og viljann, sem gert hefur leikstarfsemi á Sauðárkróki umtalsverða. Einn þeirra manna, sem hæst ber í langri sögu leiklistar á Sauðárkróki er Eyþór Stefáns- son, sem í dag á 70 ára afmæli. Hér verður ekki rakinn ævifer- ill Eyþórs, né afskiptum hans af leiklistarmálum gerð ítarleg skil. Á þetta greinarkom ber fremar að líta, sem afmælis- kveðju frá vinum hans og fé- lögum, sem um lengri eða skemmri tíma hafa átt með hon- um samleið og samvinnu við leiksýningar á Sauðárkróki. Eyþór var kornungur er hann lék sitt fyrsta hlutverk og þá strax skipaði hann sér í for- ustusveit þess fólks, sem stóð fyrir leiksýningum og skemmt- sá sami og áður. Við félagar hans flytjum honum sjötugum hugheilar árnaðar- og ham- ingjuóskir og þökkum honum ómetanleg störf hans í þágu málefnis okkar. Stóran hluta af því þakklæti á hans ágæta kona frú Sigríður Stefánsdóttir, sem staðið hefur við hlið Eyþórs heil og óskipt. Verk Eyþórs Stefánssonar verða síðar vegin og metin. Hver dómur framtíðarinnar verður veit enginn, en eitt er víst og það er, að saga Sauðár- króks verður ekki rituð án þess, að nafn hans verði þar ofarlega á blaði og hans þá getið, sem eins af beztu sonum sins byggð- arlags. Kári Jónsson. Á áramótum almanaks og timatals nema menn gjaman staðar til að lita yfir farinn veg, rekja minningar og meta þær með sjálfum sér til lærdóms fyrir iíf sitt. Áramót mannsæv- innar hafa einnig reynzt kjör- inn sjónarhóll til hins sama, og á þessum merku tímamótum i ævi vinar mins og samstarfs- manns, Eyþórs Stefánssonar, langar mig til að staldra við um stund og líta yfir farinn veg. Saga samstarfs og kynna okk- ar telzt reyndar ekki löng, að- eins 11 ár. En hún hefur verið náin og full af lífi og inniieik. Ég minnist þess vegna orða, sem höfð eru eftir frönskum kollega mínum: „Þakklátssemin er minn- íng hjartans." Öli framkorpa Eyþórs í minn garð hefur ver- ið einiæg og sönn, komið frá hjartanu. Þess vegna er þakk- lætið bergmál hennar í huga mínurn. Þessa reynslu hygg ég, að flestir eigi og jafnvel allir þeir, sem vel hafa kynnzt Eyþóri. Það finna allir, sem vilja, hve einlægni hans er hrein og vilji hans mikill til að gjöra vel. Beethoven, hinn mikli konungur tónlistarinnar, sagði eitt sinn: „Það, sem öllu varð- ar, er að verða betri mac5ur.“ Þessi orð gæti Eyþór vel gert að sinum. Ég minnist atviks, er kom fyrir mig fyrstu dagana, er ég dvaldi á Sauðárkróki. Talið barst að Eyþóri, en ég þekkti hann þá aðeins af afspurn. Þá segir ungur maður, sem hafði lært hjá ho.num á hljóðfæri: „Eyþór er þannig, að það verða allir betri menn I návist hans." Þetta átti ég eftír að sannreyna sjálfur síðar. F águð framkoma hans, hógvær og full af hlýju og kærleika hefur einkennt líf hans og hefur áhrif á þá, sem í kringum hann eru. Þessir eðliskostir, sem ein- kenna sál hans, þeir einkenna að sjálísögðu einnig verkin hans í heimi listarinnar, bæði tónverk hans og persónulega túlkun hans á vettvangi Thalíu. Eyþór hfur líka fyrst og fremst viljað vera þjónn list- ar sinnar, trúr þeirri köll- un, sem h'efur fylgt náðargáfu hans. Hann hefur viljað flytja á vængjum söngsins þá tóna, sem hann telur sig hafa þegið að gjöf frá æðra heimi, okkar heimi til blessunar. Hinn hugljúfi blær tónsmiða hans ber þessu glöggt vitni, og á ekki siztan þátt í þeim vinsældum, sem þær hafa hlotið. Eyþór er feeddur hér á Sauð- árkróki, 23. janúar 1901. Hann ólst hér upp og naut þeirrar menntunar, sem skólar hér veittu þá. Tónlistamám hans hófst hér heima hjá Jóni Þ. Bjömssyni skólastjóra. Síðar nam hann hjá þeim dr. Páli Isólfssyni og Emil Thoroddsen, og enn síðar fór hann til fram- haldsnáms í Þýzkalandi. Leik- listarnám stundaði hann hjá Indriða Waage. Nám hans og meðfæddir hæfi- leikar urðu mikil lyftistöng öllu menningar- og listaHfi á Sauðár króki. Hann hefur síðan lengst af verið driffjöðrin í öllu tón- listarUfi og leikstarfsemi hér, og á sínum beztu árum náði hann mjög langt i þessum störfum sín- um. Sjóndepra mikil hefur háð mjög starfi hans hin síðustu ár. En þau ár hafa lika leitt vel í ljós, hvers virði störf Eyþórs hafa verið. Þessi störf í þágu listarinnar urðu auðvitað að mestu að vera tómstundastörf. Aðalstörf fram- an af ævi voru verzlunarstörf. Síðari árin var hann söngkenn ari, en nú síðustu árin hefur hann stjórnað Tónlistarskóla Skagfirðinga, sem stofnaður var fyrir ötula forgöngu Eyþórs, tónmennt Skagfirðinga til heilla. Jafnframt hefur Eyþór verið organisti og söngstjóri við Sauð- I árkrókskirkju í rúma fjóra ára- tugi. Áður hafði hann sung'ið í kirkjukórnum á annan áratug og hefur þvi starfað að söng- málum kirkjunnar í nærri sex áratugi, Fyrr á árum bárust Eyþóri girnileg boð um betur launuð störf annars staðar á landinu. En hann hafnaði þeim. Hann unni fæðingarbæ sinum og starfinu þar of heitt til að hverfa frá því. Og Sauðárkrók- ur hefur vaxið af því að eiga Eyþór Stefánsson. Eyþór hefur Hka verið djrmætur strengur í skáldhörpu þjóðarinnar. Lögin hans eru orðin þjóðþekkt og hafa einnig borið sinn boðskap erlendis. Þar hafa þau borið kveðju hins trúa sonar listar- innar frá- Htla bænum „á strönd- inni við yzta haf“. Eyþór dvelur í dag á heimiH einkadóttur sinnar að Fjarðar- stræti 7 á ísafirði. Þar er þeim haldin hátið í dag, honum og hans ágætu eiginkonu, frú Sigríði Stefánsdóttur, sem á sinn stóra þátt í lífi og starfi Eýþórs. Ég sendi þeim kveðju mina með þessum Jínum. Ég þakka þér Eyþór þinn hlut í þeim ,,dúett“, sem við höfum sungið saman hin sáðustu ár. Án þín hefði minn hlutur ekki orðið stór. Ég þakka þér iíka og ykkur báð- um hjónum, fyrir mína hönd og fjðlskyidu minnar, persónulega vináttu og hlýhug margra góðra stunda. Síðast en ekki sízt þakka ég þér, fyrir hönd safn- aðarins ails, verk þín öll, trú- arlega innlifun og listræna túlk un, og bið þess, að góður Guð blessi þig og þína og að við fá- um að njóta ykkar sem lengst. Innilegar hamingjuóskir. Þórír Stephensen. Atvinnurekend ur Skipstjóralærður maður 36 Sra óskar eftir atvinnu, margt kemur til greina, líka út á landi. Algjör reglusemi og stund- vísi. Hef nýjan bíl til umráða. Tilboð sendist Mbl. fyrir 30. janúar merkt: „Trúnaðarmáf — 6725 ’. anahaldi á Sauðárkróki. Hlut- verkin, sem hann hefur leikið eru á 2. hundrað að tölu og mörg þeirra viðamikH og vanda- söm. Eyþór hefur túlkað hinar ólíkustu persónur og má nefna sem dæmi: Kára í Fjalla- Eyvindi, Lénharð fógeta í samnefndu leikriti, Jóhannes, i Orðinu, Jeppa, í Jeppa á Fjalli, Óvininn, í Guilna hliðinu, séra Sigvalda í Manni og konu og svo mætti lengi telja. Auk þess hefur Eyþór sviðsett mikinn fjölda stærri og minni leikrita. Hann hefur komið fram, sem upplesari við ótal tækifæri og jafnap vakið mikla athygli fyr- ir fágaðan og þróttmikinn lest- ur. Það má öllum ljóst vera, að hér hefur mikið starf verið unn- ið, oftast við mjög erfiðar að- stæður og í stopulum fristund- um. Um þóknun hefur sjaldnast verið að ræða, enda aldrei um hana spurt. Eyþór Stefánsson ánetjaðist leiklistinni komung- ur‘ og hún hefur aldrei sleppt tökum sinum á honum. Litíu bæjaríélagi er það mikið lán að eiga slika menn innan sinna vé- banda. Auðvitað eru á stundum skiptar skoðanir um störf manna eins og Eyþórs. Þannig vill það oft verða þegar í hiut á lista- maður, sem vinnur verk sín fyr- ir allra augum og verður að hlíta dómi fólks, sem gerir óHk- ar kröfur. En á þessum tíma- mótum í ævi Eyþórs sameinast allir Sauðárkróksbúar um að þakká honum öll hans miklu störf í okkar þágu. Leikfélag Sauðárkróks á Eyþóri Stefánssyni meira að þakka en nokkrum öðrum. Hann gekkst fyrir endurreisn fé- lagsins 1941 og hefur síðan ver- ið traustasta stoð þess allt til þessa dags. Skiptir þar engu þótt hann háfi hin síðari ár ekkii getað tekið þátt í leiksýn- ingum. Áhugi hans fyrir vel- íerð og framgangi félagsins er Seltjarnarnes SKEMMTIKVÖLD heldur stuðningsfóDc H-listans, í anddyn íþróttahússins, laugardaginn 23. janúar k). 8.30. Rætt um fjárhagsáætlun 1971. Féiagsvist og dans. Borgfirðingoiélogið í Rvík Aðalfundur félagsins verður hatdinn í Tjarnarbúð uppi mánudaginn 1. febrúar n.k. og hefst kl. 20,30. STJÓRNIN. IBM-götun Óskum eftir að ráða stúlku á götunarvél o. fl. Upplýsingar um aldur menntun og fyrri störf ser.dist af- greiðslu blaðsins fyrir 28. þ.m. merkt: „6841". Til sölu 250 festa togveiðiskip. Höfum kaupendur að 30—105 lesta fiskiskipum. FASTEIGNASALAN Skóiavörðustig 30. simi 20625. Kvöldsimi 32842. LiTAVER LITAVER AUGLÝSIR Teppi Breidd 1,37, 2 metrar, 2,28, 2,75 og 3,66. Stórkostlegt litaúrval. Lítið við í LITAVERI. I»að borgar sig ávallt. LITAVER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.