Morgunblaðið - 23.01.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1971 EFTIR FEITH BALDWIN borðið. Hún sagði: — Þú hefur sjálfsagt séð blöðin? — Já, ég sá þau, sagði Kathleen. — Þetta er alvarlegt mál, sagði Hanna. — Sjálfsagt verða réttar- höld, eða það segja að minnsta kosti allir. Skyldir þú verða kölluð fyrir? Kathleen svaraði náföl: — Það vona ég ekki. Ég sé ekki neina ástæðu til þess. — t'-að gaeti nú vel komið til mála, sagði Hanna hugsi. Og Kathleen sá í anda sjálfa sig í vitnastólnum. „Staða yðar hjá fyrirtækinu?" mundu þeir spyrja og hún mundi segja: — Ég var einkaritari hr. Bell. Þá mundu þeir segja: „Þér vissuð talsvert um rekstur fyrirtækisins?" „Nei, ég vissi ekkert um það mundi hún segja. Og ef þeir gengju hart að henni, gátu þeir spurt: „Hvert var samband yðar við hr. Bell?“ Ef til þess kæmi, yrði hún að standa sig! Stundum var það erfiðara að hafa á réttu að standa en röngu. Hún gat farið með blaðið til Pats, hún gæti bent á fyrirsagn imnar og sagt: — Þarna er ástæð á fyrirsagnirnar, og var sam- stundis gripin hryllingi. Neðan- jarðarbrautin, sem Pat hafði tekið að sér .... þar hafði orð ið hrun og eldsvoði. Og menn að deyja eða þegar dánir. XIX. Kathleen sortnaðd fyrir augum, er hún gekk niður tröppurnar að brautinni. Það var ekki mjög mannmargt á stöðinni. Hún settist og opnaði blaðið með skjálfandi höndum. Hún hafði lesið fyrir- sagnirnar og svo greinarnar. Hún .as um allt ofboðið og óp mannanna, sem voru innibyrgðir. Henni varð svo iht, að hún þorði ekki að hreyfa sig. Feit kona með netpoka fullan af bögglum settist við hliðina á henini og teygði úr fótunum. Fætumir á henini voru svo digrir, að þeir bunguðu út úr skónum. Hún sagði glaðlega: — Það er gott að geta sett sig niður, og Kathleen jámkaði þessu ósjálf- rátt með hugann fullan hryllings. Konan leit á blaðið, alls ófeimin, yfir öxl hennar. — Hræðilegt! Svona ætti ekki að geta komið fyrir. Maður verður eitthvað skrítinn innan um sig, að hugsa til þess arna. Sonur minn er járniðnaðar- maður. Það líður varla ÓÐAL VID AUSTURVÖLL Annað heimili þeirra, sem telja góða þjónustu og bragðgóðan mat á þægilegum veitingastað Vera ómissandi. Ljúffengir réttir og þrúgumjöður. Framreitt frá kl. 11.30 15.00 og kl. 18—23.30. Borðpantanir hjá yfirfram reiðsluman n i Sími 11322 svo dagur, að ég biðji ekki fyrir honum, hvað sem ég er að vinna, hvort það er við hreingermingar eða bakstur eða bara á gangi úti. Hann er nú aftur farimn að vinna og það er mikil hjálp fyrir okkur, með sex minni krakka að fæða, en þegar ég hugsa til hans, svona hátt uppi ...“ Kathleen sagði máttleysislega: — Það hlýtur - að vera hræði- legt . . . En röddin dó út. Feita konan sneri sér við og leit á hana. — Er yður illt? sagði hún. — Það er ekkert, sagði Kath- leen. — Þetta lagast. Ég þarf að sitja kyrr og hvíla mig. Konan lagði höndina á hné henni. Höndin var álíka feit og allur líkaminn, sem var strengd- ur í mittið og fæturnir. Hún var heldur ekki vel hrein. Breiður giftingarhringur var á ein- um fingrinum. Hún sagði með samúðarskríkju: — Nýgift, sjálf- sagt. Já, ég veit alveg, hvernig þetta er. Lestin þaut áfram eftir braut- inni og konan stóð upp. — Ertu viss um, að þú viljir ekki heldur, að ég sé hjá þér? En Kathleen hristi höfuðið og sagði? — Nei, mér líður ágætlega, en það er sama sem þegið. Hún horfði á konuna flýta sér burt, stirða og ankannalega, og netpokinn barðist í síðuna á henni. Lestin ók aftur af stað en fólkið var tekið að hreyfa sig og leita útkomu. Kathleen gekk aft- ur eftir vagninum þar sem loftið var Datra. Hún skildi blaðið eft- ir þar sem það var komið. Hún tók sér leigubil heim, og var nú nokkru hressari en þó illilega slegin. Þegar Hanna kom heim og fleygði frá sér hattinum, bölvandi yfir hitanum í veðrinu, var Kathleen búin að ná sér aft- ur. Þær ætluðu út um kvöldið. Sammy ætlaði að halda sam- kvæmi fyrir starfsfólkið. Hanna hékk i dyrunum ínn til Kathleen meðan Amelia var að leggja á an! En hún yrði bara ekkert hreyKin af þvi. En nú bættist fleira við: — Þessi óhugnanlegu viðtöl við ekkjur dánu mannanna og mynd ir af börnum, sem héngu i pils- földum þeirra, niðurlút og biðj- andi. Svo voru aðrar myndir, sem teknar voru af jarðarför inni og myndir af Pat ásamt fár ánlegri lýsingu á íbúð hans — „dæmigert óhóf,‘ og svo ævi- saga hans sjálfs og föður hans . . . og viðtal við móður hans. — Þetta hefur Moliy aldrei sagt! sagði Kathleen, stórhneyksluð. Og loks var minnzt á „fallega systur í fínum skóla.“ Heil vika leið áður en hún gat hert síg upp í það að heimsækja Molly. Og þegar hún loks gerði það, varð hún fyrir töfum áður en hún gæti hitt hana. Ókunnur maður við dyrnar spurði hana spjörunum úr. Hver væri hún og hvað væri erindi hennar? En svo kom Moliy fram og skipaði honum reiðilega að hleypa henni inn. Molly leit illa út, andlitið var tekið. Hún drö Kathleen inn í stofu og hélt fast í hönd henn- ar. Hún sagði afsakandi: — Eft- ir að þessi vitlausa blaðastelpa komst hingað inn, þá leigði Pat þennan mann til að halda fólki frá mér. Kathleen sagði: — Ég hefði viljað koma fyrr, en missti bara kjarkinn. — Ég skil, en þakka þér fyr- ir, að þú skyldir koma yfirleitt. Molly andvarpaði: — Ég trúi nú ekki öllu því, sem verið er að gefa i skyn. Því að þeir þora ekki að segja það berum orðum. Ég trúi þessu ekki, Kath leen. Trúir þú því? Hún leit bláu, rauðahvörmuðu augunum beint á Kathleen. Hún reyndi að segja: — Vitanlega ekki! Og hún kom upp orðun- um, og af sannfærðingu, að því er hún sjálf hélt. En Moliy hristi höfuðið. HELGI DAGA nefnist erindi, sem Sigurður Bjarnason flytur i Aðvent- kirkjunni Reykjavík sunnudag- inn 24. janúar kl. 5. Anna Johansen syngur einsöng. Allir velkomnir. — Þú segir þetta bara til að hugga mig. Þú trúir sögunum. Og þú hefur ástæðu til þess. Augun fylltust aí tárum. — Ég er svo hrædd um hann Pat, hann getur hvorki sofið né borð að. Hann er á ferð um húsið á nóttunni. — Já, ég vorkenni honum lika mikið, sagði Kathleen, — og ykk ur öllum. Móðir Pats sagði dræmt: — Það verða réttarhöld. Það hlýt- ur að verða, ekki sízt í þessum pólitisku æsingum, svona rétt fyrir kosningar. Það kann að dragast eitthvað.-En þú skalt sjá til. Það verðai í síðasta lagi í haust. Kathleen gat lítið gert eða sagt. Hún stóð þó nógu lengi við til þess að drekka te, sem Molly bauð henni, en fór siðan. Henni var illa við að faia, þvi að gamla konan var svo einmana og yfir- gefin, rétt eins og krakki. Kath- leen faðmaði hana að sér og kyssti hana. — Ef ég get nokkuð gert fyrir þig þá .. . Smám saman tók að kynra, og hún heyrði ekkert frá Pat, nema hvað stöku smnum var minnzt á rannsóknina, sem í vændum var. Foreldrar hennar skrifuðu henni, þau höfðu heyrt fréttirnar, en sem betur færi væri hún laus allra mála. — Ég sárskammast mín, skrifaði faðir hennar. — Heldurðu, að það komi til mála, að þú verðir kölluð fyrir rétt? Ég skal koma eiins og skot, ef þú vilt. Hvenær á þetta að verða? Hún simaði tii hans, að réttar- höldin væru enn ekki ákveðin, og bað hann að gera engar breyt ingar á ferðaáætlun sinni. Þau ætluðu að vera kom- in heim í október og ef þá . . . En hún var sífellt að hugga sjálfa sig með þvi að segja: —Ég vissi ekki neitt um neitt! En ef þeir nú gizkuðu á, að hún hefði getið sér til um eitthvað? Hún mundi eftir bréfinu, sér- reikningnum í bankanum og sím- talinu. Ef þeir nú spyrðu hana eftir hverju hún gæti munað? Eitt kvöldið spurði Paul: — Þú ert með áhyggjur út af þessum réttarhöldum, er það ekki? Ég heyri, að þau muni fara fram í sejftemberlok. — Vitanlega hef ég áhyggjur, sagði hún hvasst — Þú heldur, að þú verðir kölluð fyrir? — Verður ekki öllu skrifstofu- fólkinu stefnt? sagði. hún. — það þætti mér að minnsta kosti lík- legt. Ég er farin að fá æðis- gengin bréf frá Jim Haines. Nú hafði Jim fengið tækifærið Hrúturinn, 21. inarz — 19. apríl. GóSir dagar ganga í hönd, og er vel um það. Nóg er búið að ganga á. Nautið, 20. apríi — 20. inaí. Þú þekkir ekki nægilega vcl til í máli, sem verið er að reyna að fá þig til að scgja álit þitt á. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú hefur gert rétt í að einbeita þér i nýja átt á nýja árinu, og haltu fast við þetta verkefni. Krabbimi, 21. júní — 22. júli. Varla er nógsainlega hægt að lofa fyrirhyggjuna. En betur má ef duga skal. Ljóiiið, 23. júlí — 22. ágúst. Farartálmi hefur verið ærið hvimleiður undanfarið, og er vel þess virði að reyna að losa sig við hann. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Margt er smátt, sem þú hefðir betur hugað að fyrr en núna og þó er það ekki alveg of seint. Voffin, 23. september — 22. oklóber. Metnaðargirni þín cr alveg að tröllríða þolinmæði þeirra, sem hún bitnar á. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ef þú ert dáiítið leiður á því, sem þú hefur starfað undanfarið, er aiveg leyfilegt að leita ásjár hjálpsamra manna. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Sums staðar er þörf á meiri smámunasemi, þ. á m. hjá þér. Er ekki rétt að taka málið til endurskoðunar? Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ef þú crt ekki tilbúinn að svara strax spurningu, sem verður lögð fyrir þig í dag, þá skaltu endilega fá frest, fremur en að svara að óhugsuðu máli. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Skammt er stórra högga á milli þessa dagana, en það hlaut að koma að þessu, og sættu þig við það, því að það verður aldrei aft- ur tckið, sem orðið er. I'iskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Fótur cr uppi og fit vegna smábreka þinna. Þér er ráölegast að venda þínu kvæði í kross og vanda þig vel á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.