Morgunblaðið - 25.02.1971, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1971
Herranótt 1971:
Draumur á
Jónsmessunótt
Eftir William Shakespeare
Þýðandi: Helgi Hálfdanarson
Hljómlist: Atli Heimir Sveinsson
Leikstjóri: Hilde Helgason
UM þetta lieyti árs setur ungt
f<Mk venjulega svip sinn á leik-
listarHf borgarinnar. Kennara-
skólanemai' leika Ionesco eins og
ekkert sé sjálfsagðara en fást
við þennan töframann absúrd
leikritunar og Mennta.skólanem-
ar eru með William Shakespeare
á dagskrá. Herranótt er fyrir
löngu orðin hefð og vekur að
vanda mikla athygli.
Draumur á Jónsmessunótt er
við hæfi ungs fólks, en engu að
síður vandasamt verk eins og
önnur Shakespearesleikrit. I>etta
er ljóðrænn leikur, þar sem mann
legar ástir og hvers kyns álfa-
gleði renn saman í fagnaðaróð.
Höll Þesevs og skógamir um-
hverfis Aþenu eru svið leiksins.
Léttleiki og glaðværð fara með
völdin í Draumi á Jónsmessunótt.
Draumur á Jónsmessunótt er
ekki með því merkasta, sem
William Shakespeare samdi, en
hefur þó í sér fólgið líf, sem
ætlar að enda.st vel og á erindi
við nútima leikhús. Það getur til
dæmis verið ómaksins vert að
velta fyrir sér vinnubrögðum
leikskáldsins, hvernig hinir ólíku
heimar koma saman í verkinu,
öðlast í því leikræna fyl'lingu.
Aðalsfólkið, álfamir og hamd-
verksmennirnir mynda þá heild,
sem gæðir verkið í senn töfrum
draumsins og leggur áiherslu á
jarðneskt inntak þess.
Æi'inginn Bokki orðar boðskap
leiksins á þessa leið:
Geðjist ykkur OHa að kynnast
álfunur ■ ber þess að mimnasf
að um hrið þið hafið sofið
höfgum blundi og saman ofið
myndir skugga og ljóss í laumi
líkt og einatt sést i draumi.
Draumur á Jónsmessunótt er
skemmtilegur leilkur og sýning
Herranætur er þess eðlis að hún
á áreiðanlega eftir að verða
mörgum til ánægju. Þess ber að
geta, að í mikið er ráðist af hinu
unga skólafólki, sem leggur á sig
ærið erfiði til að ailt fari sóma-
samlega. Hvað sem öðru liður
kemst gáski verksins og ljóð-
ræna furðuvel til skiia.
Það hefur verið Menntaskóla-
nemum happ að fá til liðs við sig
leikstjóra, sem áttar sig á eðli
verksins og þekn vanda, sem við
er að glíma í uppfærslu þess.
Hilde Helgason hefur augljósilega
unnið vel og hemni ber einkum
að þakka það, sem lofsvert er um
Frá sýitingu Herraiiætur.
Skrifstofustúlka
óskast til að annast vélritun, vélabókhald og almenn skrif-
stofustörf. Starfið krefst dugnaðar og ósérhlifni.
Aldur 20—30 ára. Starfið hefst strax.
Tilboð sendist fyrir 8. marz n.k. til:
ISLENZK AMERlSKA
Suðurlandsbraut 10.
Sfmi 85080. — Pósthólf 129.
sýnimgu Herranætur. Aftur á
móti má ekki gleyma að hún
hefur yfir að ráða áhugasömum
leikurum, sem vilja læra og eru
ekki háðir neinum fyrirfram
gerðum reglum um túlkun og
hegðun á leiksviði. Margir efni-
legir leikarar hafa komið fram á
sýningum Herranætur. Að þessu
sinni vekur Amór Egilsson sér-
staka athygli fyrir fjörlega túlk-
un sina á Bokka, en ýmsir aðrir
eiga hrós skilið. Framsögnin er
að vomum misjöfn. Sumir tala
skýrt og greinilega, aðrir eiga
í nokkrum erfiðleikum, en yfir-
leitt held ég að megi segja að
textinn komist sæmilega til skila.
Leikurunum ungu er mikill
styrkur að snilldarþýðingu Helga
Hálfdanarsonar, sem kom út í
bók árið 1956 í fyrsta bindi Leik-
rita Shakespeares hjá Máli og
menningu. Þetta mun vera i
þriðja skipti, sem Draumur á
Jónsmessunótt er. leikinm á Is-
landi.
Hið vandræðalega svið Há-
skólabíós-var nýtt eftir föngum.
Búningar voru smekklegir, en
hljómlisit Atla Heimis Sveinsson-
ar áhrifalítil. Skraparotsprédik-
un var of löng.
Þessi Herranótt verðskuldar
eftirtekt.
Jóhaim Iljálmarsson.
Pörulaust
Ali Bacon
Við skerum pöruna frá
fyrir yður.
Það er yðar hagur.
Biðjið því kaupmnnn yðar
aðeins um ALI BACON.
SÍLD & FISKUR
Burroughs kynnir nýjar
TÖLVUR á íslandi
L 2000
L 3000
L 4000
Ef þörf er fyrir ítarlegra og hraðviikara bókhald
þá kynnið yður vel kosti L-vélanna.
Hentugar fyrir reikningsútskriftir, launabókhald
(statistic) og almennt bókhald.
Minnis stýring
Forskriftirnar eru lesnar
inn í rafreiknirinn af gata-
strimlum, eða gatakort-
um og geymdar á segul-
disk.
Að því loknu þarf raf-
reiknirinn engin utanað-
komandi hjálpartæki.
Forskriftirnar framkvæma:
□ Hverskonar reikning
□ Ákvarðanir
□ Allar hreyfingar á
pappír og prentkúlu
Stjórnun á hjálpar-
tækjum svo sem les-
urum, göturum og
segulböndum.
Mögulegt er að hafa tvö
pappírsform i einu i vél-
inni sem hægt er að
hreyfa sjálfvirkt, sam-
hliða eða sitt í hvoru lagi.
* -JjÞ
y
ai;ýom-
Háþróaðar
rafeindarásir
L-vélarnar eru
byggðar með
nýjustu rafeinda
tækni (Mono it-
hic Integrated
Circuls) til oð
fá hraða, vinnslu
sveigjanleika, og
öryggi. Áður var
slíkt aðeins fá-
anlegt á mjög
stórum og dýr-
um rafreiknum.
SEGULDISKUR sem minni
L-vélarnar nota 40 rása segul-
disk sem geymir:
□ allar forskriftir
□ alla ..constanta" eða fastar
upplýsingar
□ öll gögn sem verða til við
vinnslu vélarínnar og síðan
eru hotuð til skýrslugerðar.
□ Aðgerðarforit til stýringar á
foritum.
ON-LINE möguleikar
Hægt er að fá Burroughs L-vélar
með innbyggðum möguleikum
til tengingar stærri rafreiknum,
eða tengingar innbyrðis (L til L).
Með því mætir vélin tækniþró-
un komandi ára.
Rafmagns lyklaborð
ritvélaborð ásamt 12 lykla
reiknivélaborði gera mögulegan
hverskonar gagnainnslátt.
Bæði borðin hafa sérstaka
geymslu, þannig að unnt er að
slá inn meðan vélin er að vinna
úr eða prenta aðrar upplýsing-
ar.
©
Leitið upplýsingum um hvernig L-vélarnar geta
leyst yðar reikningsuppskriftir og bókhald á
hagkvæmarí hátt.
Burroughs
H. BENEDIKTSSON, H F.
Suðurlandsbraut 4 — Sími 38300