Morgunblaðið - 25.02.1971, Síða 15
MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1971
15
Sveinn Benediktsson:
Nýr Sólon Islandus
Haförninn á Jan Mayen-miðum. — Sildarbátar flykkjast að sk ipjnti.
AQPíAR nokkur Bograson hefur
á þriðja áratug haft tilburði til
þess að leika siðíræðispostula i
biaði sínu og: virðist telja sjálf-
an sig eins konar Sóion island-
us.
Ekki verður með sanni sagt,
að honum hafi tekizt að leika
þetta hlutverk öllu hönduglegar
en Sölva Helgasyni forðum,
enda er Agnar manna ólíkleg-
astur til þess að siðbæta þjóð-
félagið. Ekki breytir eðlið sér.
í höndum Agnars hefur biað
hans orðið skálkaskjól vonsvikn-
ustu manna landsins.
Á Islandi ekki síður en í öðr-
um löndum eru til allmargir
menn, sem finnst sjálfum, að
þeir séu miklir menn og flestum
fremri, en séu vanmetnir og
hljóti ekki þá viðurkenningu,
sem þeim beri. Kenna þeir þá
„vondum mönnum" um vonbrigði
sín og telja þá hafa brugðið fyr-
ir sig fæti. Fy'llast þessir von-
sviknu menn heift í garð
þeirra, sem þeir telja að standi
í vegi fyrir þeim. Sj álfsvorkunn
inni fylgir hugleysið. Ekki þora
þeir að koma fram í dagsljósið
sjálfir og bera ábyrgð á orðum
sínum og skeytum, er þeir vilja
beina að ímynduðum fjandmönn-
um sínum. Þá er leitað til Agn-
ars. Hann er alltaf tilbúinn og
þrifst bezt, eins og púkinn i fjós-
inu í Odda forðum, á ljótu orð-
bragði.
Svo hefst rógburðurinn. Ég
og bræður minir heitnir höfum
ekki farið varhluta af honum úr
þessari átt.
„Oft hefur Ingunn illa látið,
en aldrei sem í kvöid,"
kvað Jón á Bægisá um vitstola
keriingu, sem gerði hvort
tveggja, að gelta og gráta.
Einhver, sem virðist kenna
mér um lánleysi sitt, hefur nú
ennþá einu sinni leitað ásjár hjá
Agnari Bogasyni og hann eftir
hieðsluna gripið til rógsiðjunn-
ar og leikið goskarlinn.
— x x x —
Ber hann mér á brýn, að ég
hafi sem formaður stjórnar Síld-
arverksmiðja ríkisins misnotað
stöðu mína í sambandi við kaup
S.R. á síldarflutningaskipinu
Hafeinihum á hinn herfilegasta
hátt.
Telur hann, 1) að ég hafi
keýpt skipið þvert ofan í óskir
og vilja flestra í stjórninni, 2)
að ég hafi farið til útlanda að
skoða skipið áður en það var
keypt, með manni, sem ég hafi
tekið með mér, 3) að þetta hafi
engin skoðun verið, að sögn vél-
stjóra skipsins, 4) að ég hafi
haft skipið í umboðssölu, 5) að
ástæðan fyrir þvi að ég hafi
keypt skipið f.h. Slíldarverk-
smiðja ríkisins þrátt fyrir mót-
stöðu flestra í stjórninni, hafi
verið sú, að ég hafi fengið
„þokkaleg sötlu'lauin", kr. 3.2
milljónir fyrir vikið.
Ljótt ef satt væri, en ekki er
fhigufótur fyrir einu einasta atr-
iði af framangreindum aðdrótt-
unum í minn garð.
. Þótt þessum álygum hafi verið
dælt í Agnar af öðrum, þá ber
hann ábyrgðina á óhroðanum.
Stjórn Síldarverksmiðja ríkis-
ins hafði vorið 1966 í hyggju að
festa kaup á síldarflutninga-
skipi fyrir verksmiðjurnar og
hafði falið framkvæmdastjórum
verksmiðjanna, þeim Sigurði
Jónssyni og Vilhjálmi heitnum
Guðmundssyni, verkfræðingi,
undirbúning málsins.
Á fundi stjórnar S.R. hinn 26.
marz 1966 var gerð svofelld bók-
un um málið:
„Sildarflutningaskip. Fram-
kvæmdastjórar upplýstu, að þeir
hefðu haldið áfram athugunum
sinum um kaup á sildarflutn-
ingaskipi. Virðist þeim að skipið
„Lönn", sem er 3700 smál. að
stærð, og er nýkoamið úr 8 ára
kiössun, sé álitlegast. Samþykkt
var að leita eftir föstu kauptil-
boði á þessu skipi og jafnframt
að senda skoðunarmann til að
kynna sér ástand skipsins og síð-
an tilkynna stjórn S.R. niður-
stöður af skoðuninni.
Þóroddur Guðmundsson óskar
bókað, að hann leggi til, að S.R.
kaupi tvö skip — sömuleiðis að
gera fyrirspurn um verð á skip
inu „Stavos". Samþykkt var að
gera fyrirspurn um lægsta verð
á skipinu."
Á fundinn voru mættir:
Sveinn Benediktsson, Þóroddur
Guðmundsson, Eysteinn Jónsson
Sigurður Ágústsson og ennfrem-
ur framkvæmdastjórarnir Sig-
urður Jónsson og Vilhjálmur
Guðmundsson.
Á fundi stjórnar S.R. hinn 22.
apríl 1966 var málið enn tekið
fyrir og gerð um það svofelld
bókun:
„Síldaifhitningaskip. Vilhjálm-
ur Guðmundsson hafði farið í
siglingu i s.l. viku til þess að
skoða tankskipið m.s. „Lönn“,
sem þá var statt í Hamborg.
Hafði hann fengið sér til að-
stoðar norskan skipaverkfræð-
ing, A. Ustecrud að náfni. Leizt
þeim báðum vel á skipið. Skip-
ið er 3700 D.W. tonn að stærð
og getur lestað 21—22 þús. mál
af sild. Eru lestar skipsins með
tvöföldum botni og m.a. þess
vegna tiltölulega auðvelt að
gera á því breytingar til þess
að hægt sé að taka það í notk-
un sem síldarflutningaskip.
Skipið var byggt 1957, og er
nýkomið úr 8 ára klössun. Djúp
rista þess fullhlaðins er 18 fet
og 9 þumlungar. f skipinu er
Burmeister & Wain's dieselvél í
góðu ástandi og brennir hún
marin-dieseloil.
Eigendur skipsins hafa gefið
kost á því til kaups fyrir norsk
ar kr. 6.250.000, — og léð máls
á að veita gjaldfrest fyrir einni
millj. króna af þeirri upphæð til
eins árs. Kannað hefur verið,
hvort hægt sé að fá lán út á
skipið í Noregi, en árangur orð-
ið neikvæður. Ef kaup yrðu
fljótlega ákveðin, er að líkind-
um hægt að fá skipið afhent
um 10. maí n.k.
Allmiklar umræður fóm fram
um málið og var verksmiðju-
stjórnin sammála um að festa
kaup á skipinu, ef nægilegt
iánsfé fengist til kaupanna.
f þessu sambandi var rætt um
nauðsyn á dýpkun hafnarsvæð-
isins á Siglufirði, austan við
brvggjur S.R., samanber fund
nr. 1564, fundargerð frá 26.
marz 1966, 3. iiður. Dýpkunin er
skilyrði þess, að hægt sé að
landa úr síldarflutningaskipinu
við bryggjur verksmiðjanna, og
er nauðsynleg hvort sem væri,
til þess að tryggja löndun úr
stærstu veiðiskipum."
Öll stjórn verksmiðjanna var
mætt á þessum fundi. Verðið á
skipinu fékkst síðar lækkað í n.
kr. 6.000.000. —
Daginn eftir, hinn 23. apríl
1966, hélt stjórnin enn fund um
málið og var stjórnin öll mætt
á fundinum. Þar var tillaga um
skipskaupin samþykkt með öll-
um atkvæðum. Þó samþykkti
Þóroddur Guðmundsson tillög-
una með fyrirvara.
Tillagan var svohljóðandi:
„Stjórn S.R. samþykkir að
fela formanni og framkvæmda-
stjórum S.R. að festa kaup á síld-
arflutningaskipi í samræmi við
framkvæmdaáætlunina að fengn-
um nauðsynlegum lánum og leyfi
til kaupanna. Jafnframt felur
stjórnin sömu mönnum að út-
vega erlent lán til framkvæmd-
anna og skipakaupanna, að upp
hæð sem svarar allt að 60 millj-
ónum íslenzkra króna og undir-
rita fyrir hönd S.R. lánsskjöl
þar að lútandi að fenginni ríkis-
ábyrgð á láninu."
Af bókunum þessum er ljóst,
að álygar Agnars um að ég hafi
keypt skipið þvert ofan í óskir
og vilja meirihluta stjórnar S.R.
eru tilhæfulausar.
Éinnig er það ósatt, að ég hafi
farið til útlanda að skoða skipið
áður en það var keypt með einn
mann með mér, og þar hafi
verið um málamyndaskoðun að
ræða. Ég fór ekki í siglingu til
þess að skoða síldarflutninga-
skipið, hvorki einn né með öðr-
um, áður en það var keypt. Skip
ið hafði gengið gegnum 8 ára
flokkunarskoðun (klössun)
Norsk Veritas fyrir um það bil
mánuði, er kaupin voru ákveð-
in. Þaj5 hafði eins og fram kem-
ur í framangreindri bókun, ver-
ið skoðað af tæknilegum fram-
kvæmdastjóra verksmiðjanna
með aðstoð norsks skipaverkfræð
ings. Leizt þeim báðum vel á
skipið, svo sem fram kemur í
fimdargerðinni 22. april 1966,
sem birt er hér að framan.
Sama var álit norsks skipa-
verkfræðingafirma, sem fengið
var til þess að skoða skipið áð-
ur en kaupin voru gerð.
Mér var falið af verksmiðju-
stjórninni og ríkisstjórninni að
útvega erlent lán til kaupanna,
að upphæð $ 1.050.000, — Tókst
mér með aðstoð ensks kunningja
mins að útvega lánið í enskum
banka með 714% ársvöxtum og
endurgreiðslu á 5 árum. Engin
afföll voru á láninu og engín
þóknun greidd fyrir útvegun
þess, enda ekki farið fram á það.
Síldarflutningaskipið hét áður
m.s. „Lönn" og var tankskip.
Var það skírt Haförninn er það
kom i eigu S.R. Hóf skipið síld-
arflutninga í ágústbyrjun 1966.
Haförninn kom að ómetanlegu
gagni við síldarflutningana á ár-
unum 1966—1968. Á þessum ár-
um flutti skipið af fjarlægum
miðum um 82.000 tonn af
bræðslusíld, aðallega til Siglu-
fjarðar, þrátt fyrir nærri algjör
an aflabrest síðasta árið. Auk
þess flutti skipið oliu, vistir og
vatn til sildveiðiflotans.
Sildveiðin brást á heimamið-
um 1967 og 1968.
Án síldarflutningaskipanna
Hafarnarins og Síldarinnar
hefði sildveiðiflotanum ekki ver-
ið unnt að stunda velðar á fjar-
lægum miðum þessi ár, þegar
aðalsíldveiðin var við Svalbarða
í 800—900 sjómílna fjarlægð frá
landinu. Það auðveldaði flutn-
ingana að síldveiðiskipin komu
oft til móts við flutningaskipin í
nánd við Jan-Mayen og síldinní
var umskipað þar. Auk þessa
flutti skipið á árunum 1967—-
1968 um 53.400 tonn af lýsi og
olíu fyrir S.R. og aðra lands-
menn.
Til sannindamerkis um gagn
það, sem síldarflutningar Haf-
arnarins gerðu árin 1966 og 1967
var það, að síðari hluta sumars
1967 komu fram á sjónarsviðið
hinir ólíklegustu menn og töldu
sjálfa sig og félög, sem þeir
voru riðnir við „hafa haft alla
forustu fyrir framgangi þessa
máls", þ.e. kaupum Haifarnarins,
þótt þeir hefðu þar hvergi nærri
komið. Sama mvndi hafa orðið
uppi á teningnum í enn rík^ri
mæli, ef sildveiði á fjarlægum
miðum hefði haldizt áfram, eins
og flestir góðgjarnir menn töldu
líklegt og vonuðu. Auðvitað var
ekki unnt að nota skipið í því
skyni sem ætlað var, þegar síld-
veiðin brást algerlega. Þá var
dæminu snúið viý og stjórn S.R.
borin sökum vegna kaupanna á
skipinu, sem aðrir höfðu viljað
eigna sér heiðurinn af, meðan
allt lék í lyndi.
Á árinu 1969 og fram i júlí
1970 var skipið lengst af í leigu-
flutningum erlendis, þar til að
því kom i júní 1970 að skipið
skyldi ganga undir 12 ára flokk
unarskoðun (klassa) hjá Norsk
Veritas.
Skoðunin fór fram í Bremer-
haven.
Við þessa 12 ára flokkunar-
skoðun krafðist skoðunarmaður
Norsk Veritas svo mikillar end-
urnýjunar á tönkum skipsins,
vegna tæringar á járni, að áætl-
að var, að til viðgerðarinnar
þyrfti 330 tonn af jámi. Fyrir-
sjáanlegur kostnaður við svo
mikla viðgerð var svo mikill, að
hæpið var, að viðgerðin myndi
svara kostnaði, og að ef til vill
væri heppilegra að selja skipið í
núverandi ástandi, án þess að 12
ára flokkunarviðgerðin yrði
framkvæmd. Var skipinu því
siglt til heimahafnar á Siglufirði
og skyldi vera þar á meðan frek-
ari athugun færi fram á þvi,
hvað gera skyldi, því að ekki
er leyft að hafa skip í sigling-
um, sem ekki hefur náð hinni
tilskildu flokkun.
Eftir enðurskoðun á kröfum
flokkunarféíagsins og langvar-
andi viðræður við félagið, hefur
það lýst því yfir, að það muni
sætta sig við viðgerð, sem talið
er, að ekki muni þurfa meira
járn til en % þess magns, sem
krafizt var í upphafi. Þannig
stóð flokkunarmálið í byrjun
þessa árs.
Skipið kom til Reykjavikur
frá Siglufirði á desemberbyrjun
s.l. Hinn 6. febrúar s.l. var send
útboðslýsing á viðgerð skipsins
til ýmissa skipasmíðastöðva á
Norðurlöndum, Þýzkalandi, Hol-
landi og Bretlandi. Er nú beðið
eftir því að tilboð berist um við-
gerðina. Verður ákvörðun tekin
um það, hvað gera skuli, þegar
þau hafa borizt.
xxx
Það eru ósannindi, að ég hafi
nokkurn tíma haft umrætt skip
í umboðssölu, áður en S.R. festu
kaup á því.
Ég hef engin sölulaun fengið
af skipinu, hvað þá 3.2 milljónir
króna, eins og Agnar dróttar að
mér.
Eftir að ég hef birt framan-
greindar tilvitnanir í fundargerð
ir stjórnar Síldarverksmiðja rik-
isins og lýst málavöxtum, stend-
ur þessi nýi Sólon fslandus enn
einu sinni afhjúpaður sem ósann-
indamaður og rógberi.
Til frekari áherzlu og til þess
að Agnar fái verðskuldaða hirt-
ingu fyrir rógburð sinn og ályg-
ar í minn garð, mun ég höfða
meiðyrðamál á hendur honum og
krefjast þess að niðrandi um-
mæli hans um mig verði dæmd
dauð og ómerk, hann sektaður
og mér dæmdar bætur fyrir
þessa hvatvislegu árás.
Til sölu í Luugarúsnum
Stór og glæsileg sérhæð með sérstaklega fallegu útsýni.
Upplýsingar aðeins gefnar á skrifstofunni.
FASTEIGNASALAIM
Eiriksgötu 19.
Verzlunarskólanemendur 1941
VIXU
Munið fundinn að Hótel Esju í kvöld kl. 20,30.