Morgunblaðið - 25.02.1971, Síða 18

Morgunblaðið - 25.02.1971, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1971 Grcin }*essi er ætiiið öilum fs- Irndin^im, sem nenna atf lesa hana. En sérstakleera er hún til einknð tveimnr mætnstn rithöf nndnm þjöðarinnar, ópemsöngrv ara, leiknmm, útvamsþul, sjón- varpsfréttamanni og fleirnm, setn lessja fram starfskrafta sína fyrir ekkert annað en mál staðinn. Hi'm er einniir tileinknð miklum fusrlafræðinffi, túlkend- um fræða Karis Marx á fslandi, svo off öðrnm frómnm hugsjóna elsskáld vort, að það hefur nú fyrir alvöru hafið afskipti af málefnum lands og lýðs með mikilli grein í Morgunblaðinu, þar sem lagzt er gegn hemaði á hendur íslandi. Og það undur gerðist að Tíminn birti gagn- rýnilaust þetta efni beint upp úr Mogga! Fer nú ógæfa Islands von- andi þverrandi er sá maður læt ur velferðarmál vor til sín taka sem vitað er að getur flest- Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Við Miðkvísl eftir sprenginguna. Akureyri: Að lifa - í friði við landið mönnum, sem sknrið hafa upp herör gegn mengnn á Norður- landi, hafa efni á að blása á framfarirnar, en hafa patent á þjóðlinllustunni, norðan lands sem sunnan. formAli Nýlega lauk áratugnum, þegar Islendingar unnu stóra vinning- inn í síldarhappdrættinu — en töpuðu honum aftur. t>á urðum vér ríkir í annað sinn og fátæk- ir á ný. Þetta var áratugur þriggja gengisfeilinga, enda stóðu kjaradeilur látlaust að heita mátti. Þá hófust virkjanir stórvatna á Suðurlandi og þar var byggð verksmiðja, sem er stærri en allar verksmiðjur aðr ar i landinu og borgar starfs- fólki sínu hærra kaup en áður hefur þekkzt hérlendis. Þá var jafnvægi í byggð landsins hafið í æðra veldi, í það minnsta í orði en einnig á borði er gerð- ar voru Vestfjarða-, Norður- lands- og Austurlandsáætlanir, enda kom í Ijós að fólk vildi lifa i landinu víðar en í Reykjavik. Þrátt fyrir það fluttist fólk enn suður og landverð á höfuðborg- arsvæðinu hækkaði en auðugir Reykvíkingar fóru norður í lax. En ísland gekk í EFTA, og því skyidi iðnöld nú hefjast. Að vísu hafði hún staðið í háífa öld á Akureyri, en það skipti íitlu máli. En fyrir norðan tóku menn iðnaðinn alvarlega, og fyr irtækin stækkuðu, þeim fjölg- aði og þau keyptu vélar, sem gengu fyrir rafmagni. Þessi ósvinna var látin viðgangast, og Norðlingar vildu fá meira rafmagn. Risu þá landeigendur öndverðir gegn svívirðunni og nutu til þess fulltingis laxveiði- manna í Reykjavik, en gæsa- veiðimenn í Bretlandi hófu bar- áttu gegn virkjun á Suðurlandi. Þannig stóðu málin þegar ára- tugnum lauk, sem var áratugur gullaldar og vinnuþrældóms, kreppu og atvinnuleysis, þegar síldin kom og fór og iönöld hófst á Suðurlandi. Og þann ig standa málin við upphaf ára- tugar, sem enn er óráðinn sem önnur framtíð. Þá munu Islend- ingar kannski byggja upp traust hagsældarþjóðfélag gegn vilja þeirra, sem fyrirlita neyzl una, þvi þeir njóta hennar sjálf ir, en þeim er sama þó aðrir standi þeim eigi jafnfætis. HALLDÓRS þATTIIR Á jólum sendu landeigendur við Laxá og Mývatn þjóðholl- tnn íslendingum óskir um gleði- ieg jól. Hermóður komst í jóla- skap og skrifaði einkar nota- lega grein um skólastióra i Húsa vik og bónda í Reykiahverfi. Á síðasta degi áratugarins sendu landeigendur í Mosfellssveit stéttarbræðrum sínum, við Laxá og Mývatn sinar beztu óskir um farsæld á komandi ári, þeim til hvatningar í baráttu þeirra gegn framförum á Norðurlandi. Þann sama dag sýndi svo Nób- um íslendingum betur raðað orð um saman svo úr verði heims- bókmenntir, og stjóm sem stjómarandstaða syngur honum lof og dýrð fyrir. Vona ég að þjóðmálaafskipti skáldsins valdi því ekki að það hafi ei tíma aflögu til að skrifa aðra bók slíka sem Innansveitarkrón iku, sem að verðleikum varð metsölubók á jólunum. Ekki er að efa, að skáld þetta hefur aflað sér mikillar þekk- ingar á langri ævi, og þvl má vera að það sé öðrum færara til að leysa vandamál islenzks þjóð félags, allt frá hundahaldi til hagvaxtar. Er skemmst að minn ast frasnlags skáldsins til sagn fræðirannsókna er það reit Vín- landspúnkta. Víst ættum við aumir sem trúum á reikni- stokka og elektróniskar reikni- vélar, að draga okkur í hlé. Hvort skyldi í uppsiglingu hið fullkomna, menntaða einveldi hins alvitra og alsjáandi manns? Sennilega er það ungæðis- háttur af mér að efast um al- vizku skáldsins á sviði þjóð- mála, þessa manns, sem hefur lifað svo miklu lengur en ég. En mér finnst skáldið líta á ísíand sem fullþróað land og staðnað, sem heigast eigi gæsum og lax- fiskum. Það er eldri manna hátt- FYRRI HLUTI ur að bera saman nútíð og for- tíð, og hafi þeir komizt í góð efni óttast þeir breytingar og snúast gegn þeina. Við, sem yngri erum, berum nútxð saman við framtíð og reynum að breyta nútíðinni. Laxármálið er táknrænt fyrir nútímann. Þar rekast á framtíð og fortíð. Þar kemur fyrst fyr ir alvöru fram hin nýja stétta- barátta á Islandi, sem þó er gamalt vín á nýjum belg. Þetta er árekstur landeigenda, fá- menns hóps manna, sem reyna að halda i fom sérréttindi, sem urðu til við allt aðrar þjóðfé- lagsaðstæður en nú ríkja, og landlauss þéttbýlislýðs. Með sauðargæru náttúruverndar á herðum, með áhrifamikium áróðri í fjölmiðlum, með aðstoð uppflosnaðra, samvizkubitinna og rómantískra sveitamanna, sem engu vilja breyta i sínum heimahögum, þó þeir þori ekki að búa þar sjálfir, hefur ryki verið slegið í augu landsmanna, sem fiykkjast í Háskóiabíó til að greiða herkostnað hinna norðlenzku dynamít- og maura- sýrusérfræðinga landeigenda- auðvaldsins. Og fólkið virðist trúa, að út af Laxá eigist við, annars vegar feitir og ljótir kapitaiistar á Akureyri en hins vegar litiir og sætir kotbændur í Laxárdal. Hvað er sannleikur, spurði Rómverji nokkur, en lýð urinn fór sínu fram. Oss setur hljóða þegar komið er að kjarna málsins, segir skáidið. Og eins og Guðrún Jónsdóttir villtist frá sínum heimahögum villist lýður- inn fram á heiðar forheimsk- unnar og ofstækis, undir leið- sögn stórskálda, leikara, óperu- söngvara, fugiafræðings, út- varpsþular, og sjónvarpsfrétta- manns, vélaðir af landeigenda- auðvaldi og laxveiðispekúlönt- um undir fölsku flaggi náttúru verndar og upplitaðri dulu hinn ar Marxistísku byltingar, sem orðin er úrkynjuð á silkipúðum stofuheimspekinnar. Bjarni Einarsson LANDEIGENDAAUÐVALDIÐ Lítill hópur manna, kannski fimm þúsund, eiga mestallt Is- land. Með fjölskyldum sínum eru þeir þá tuttugu til þrjátíu þúsund eða tíu til fimmtán pró- sent þjóðarinnar. Við hinir eig- um ekkert af landinu nema það sem ríkið eða sveitarfélögin eiga, því ríkið, það erum við. Flest- ir eru landeigendur þessir bænd- ur, sem yrkja jörð sína í friði við guð og menn og bera ekki annað úr býtum en arð vinnu sinnar. Sumir bændur búa á rík isjörðum, og eru þeir ekki tald ir gjaldgengir sem landeigend ur. En minnihluti landeigenda, og þetta er afar fámennur hóp- ur braskara, hafa fyrst og fremst annars konar arð af landi sinu en arð vinnunnar. Sumir lifa á voninni um annar legan arð. Ég er ekki vel heima í fræðum Karls Marx, en ein- hvern veginn hefur það komizt inn í minn haust, að slika kalli hann kapítalista, sem af islenzk um kommúnistum, þeim, sem á eyrinni strituðu sem og þeim, sem í silkipúðunum lágu, útiagð ist auðvald. Þess háttar kapitalistar eiga Seltjarnarnes, Keflavík og Mos feilssveit. Aðrir eiga veiðiár svo sem Laxá. Sumir græða á að selja landlausum þéttbýlislýð iandskika undir hús. Aðrir græða á að iáta hið opinbera taka land sitt eignamámi sam- kvæmt yfirmati óvilhallra. Landeigendur í Mosfellssveit sitja og bíða þess, að höfuðborg in tútni svo út, að hún flæði upp í sveitina þeirra. Þá er eins gott að lífsbarátta á Norður- landi gangi ekki of vel svo að- streymið að höfuðborginni minnki ekki. Landeigendur við Laxá láta sér ekki nægja sann- gjarnar bætur fyrir raunveru- legan skaða heldur reyna með ofstopa, áróðri og ofbelcK að hafa fé út úr iðnfyrirtækjum á Akureyri og Húsavík, út á draumóra og imynduð land- spjöll, fé, sem iðnverkafólkinu ber, annað tveggja í formi launa eða I formi örari uppbygging- ar þeirra fyrirtækja, sem það byggir lífsafkomu sina á. Þarna eru fáir að hafa rétt af mörg- um, og þeir standa saman eins og draugar aftan úr forneskju hinna fámennu yfirstétta, land- eigendaaðals lénsskipulagsins. Og kannski er ofstæki þeirra skiljanlegt með það í huga að landeigendaauðvaldið er fá- mennt en hópur hinna land- lausu stækkar með hverju ári. Þeir tilheyra fortíðinni, en þjóð félag framtíðarinnar er þjóðfé lag hinna landlausu. Hætt er við að það þjóðfélag líti forn réttindi landeigenda hornauga. Hugsjón iandeigenda er slæm, og því þarf að dylja hana með ábreiðu náttúruverndar og þjóð hollustu, en víða skín í götin á ábreiðunni. Laxárdeilan er hagsmuna- árekstur landlauss þéttbýlislýðs og friðsamra bænda annars veg ar, sem nota rafmagn sér til lífs framfæris og til ljósa og yls í; húsum sínum, og fámenns land eigendaauðvalds hins vegar, sem stutt er af auðugum laxveiði- spekúiöntum, nytsömum sakleys ingjum, svo og marxistískum stofuspekúlöntum, sem ætla að nota málið í pólitískum tilgangi. Þetta er fyrsti stóráreksturinn af þessu tagi, og aðrir slíkir munu, fylgja á eftir. Kannski verður sá næsti á Álftanesi syðra, ef almannaþarfir krefjast nýs flugvallar þar? Kannski verður hann við Barnafoss þeg- ar landeigendur og laxveiði- menn vilja sprengja laxastiga í gegnum eitt sérkennilegasta náttúrufyrirbæri veraldar? Kannski verður hann þar, sem virkja þarf næst? Hver veit? íslendingar virðast hafa sér- stakt dálæti á kapitalistum slík um sem landeigendaauðvaldinu, kannski ; vegna þess að innst inni langar alla að eignast land. 1 Bandaríkjunum, sem tal in eru paradís kapitalista, eru veiðiár almenningseign og eigna aukningargróði skattlagður. Hér á landi er slikur gróði frið helgur, eins og Nóbelsverðlaun og Sonningsverðiaun. En iðn- verkafólk á Akureyri og Húsa- vík greiðir skatta af öllum sin- um tekjum, enda er unnið fyrir þeim einungis með handafli, verkkunnáttu og iðni og þær hrökkva rétt til lífsnauðsynja. Verðugur er málsstaður ykkar, Alþýðubandalagsmenn. UM ÞORRAÞULU „Almennur fundur áhuga- manna um náttúruvernd, hald- inn í Háskólabíói, sunnudaginn 7. febrúar 1971, þakkaði bændum við Mývatns- og Laxársvæðið fordæmið, sem þeir hafa gefið landsmönnum með einarðri og drengilegri baráttu gegn land- spjöllum í héraði sínu og telur hana marka merkileg þáttaskil í umhverfis- og náttúruverndar- málum hér á landi. . . “ Daglega heyrum við urh óeirðir í Evrópu og Bandaríkj- unum, mannrán í Suður-Amer- iku og flugvélarán um ailan heim. Það virðist vera til siðs núorðið, ef menn eru óánægðir með lög lands síns eða fram- kvæmd þeirra og taka lögin í sínar hendur og framkvæma þau eftir eigin geðþótta. Við er- um orðin því vön að heyra vá- leg tiðindi utan úr heimi, sem við hlustum á eins og hverjar aðrar fréttir, því slikt gerist ekki á Islandi. En síðastliðið sumar gerðist þetta hér. Án und angenginnar kæru, án undan- genginnar málssóknar vegna meints tjóns, án þess að reyna samninga um úrbætur, sem stóðu til boða, var Miðkvíslar- stífla sprengd í loft upp. Síðar bættist maurasýran við. Á máli fundarmanna í Háskólabíói heit ir þetta „einörð óg drengileg barátta", sem skapi lofsvert for dæmi fyrir landslýðinn, sem marki tímamót í réttarsögu þjóð arinnar. Á síðastliðnu ári komu þessir sömu menn í bilalest mik- illi tii Akurevrar undir kjörorð- inu „með lögum skal land byggja“, og afhentu mér skjal, sem fól í sér hótanir um aðgerð ir, slíkar sem fram fóru við Mið kvísl. Það er gott að vita að hvers konar réttarríki landeigendaauð- valdið, laxveiðispekúlantarnir og hinir nytsömu sakleysingjar stefna. Marxistana þarf ekki að ræða í þessu sambandi, þeirra réttarfar er heimsfrægt. „Fundurinn hannar, að Þing- eyingum skuii nú, með fógetaúr skurði, gert að setja 135 m. kr. tryggingu, áður en þeir nái þeim lögbannsrétti, sem Hæstiréttur hefur úrskurðað þeim. Vonar fundurinn, að önnur og betri mynd en umræddur fógetaúr- skurður eigi eftir að koma fram á íslenzku réttarfari í máli þessu, og það verði ekki háð ríkidæmi eða fátækt Þingeyinga hvort tekst að vernda þá nátt- úruparadís, sem landsmönnum er svo dýrmæt." Við höfum þegar fengið hug- mynd um skoðun fundarboð- enda á æskilegri framtiðarþró- un íslenzks réttarfars. Nú kem ur fram sú kenning, að fáeinir útvaldir eigi að geta komið fram lögbanni, sem hugsanlega gæti valdið heilum landshluta stór- kostlegu tjóni, í fullu ábyrgðar- leysi og án nokkurra fjárskuld- bindinga. Grundvallarreglur ís- lenzkrar löggjafar eru nú í hættu. Landeigendaauðvaldið á að vera „stikk fri“. Krafa fund- arins er: Réttur til að setja tækt færislög þegar oss hentar og framfylgja þeim án tindangeng- ins réttarhalds ásamt undan- þágu frá íslenzkum lögum al- mennt. Hvort skyldi andi Þor- geirs Þorkelssonar, Ljósvetn- ingagoða, hafa svifið yfir vötn- um Laxár og Mývatns á því herrans ári 1970? „Jafnframt skora þeir á lands menn að veita þeim þingeysku náttúruverndarmönnum, sem Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.