Morgunblaðið - 25.02.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1971 19 Páll V. G. Kolka: Um fóstureyðingar Ég er óskilgetinn og því hef- ur ef til vill ekki verið óskað eftir mér í þennan heim, en eng- um mun þó hafa dottið í hug að myrða mig i móðurkviði. Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum, sem sú kenning hef- ur verið boðuð á mannfundum, í dagblöðum og sjónvarpi, að mannsfóstur skuli vera utan allra griða og réttdræpt, ef móð- ir þess eða aðrir aðstandendur telja það líklegt að verða sér til trafala, fái það að lifa. Sá misskilningur virðist vera mjög ríkjandi, að fóstur verði ekki að sérstakri lífsveru fyrr en seint á meðgöngutíma, jafn- vel ekki fyrr en það er orðið 28 vikna gamalt. Hver kona, sem gengið hefur með barni, hef ur þó væntanlega fundið fóst- urhreyfingar um átta vikum áð- ur, eða að hálfnuðum með- göngutíma, Vegna nauðsynlegra manntals skýrsina verður að setja eitt- hvert mark milli fósturláts og fæðingar, og 28 vikna markið er frá þeim tíma, er ekki var talið hægt að halda lífi í barni, sem fæddist meira en 12 vikur fyrir tímann. Læknavísindum hefur fleygt það fram, að hægt ætti að vera að skera fóstur úr móð- urlegi þegar á fyrstu mánuð- um fósturlífsins og ala það upp til fulls þroska i sérstökum nær ingarvökvum og við hæfilegt hitastig, hvað sem skýrslum allra hagstofukontórista líður. Liffræðilega séð er eggið orð- ið að sérstakri lífsveru þegar er það hefur frjóvgazt og farið að skipta sér. Þá hefur það með- tekið alla þá erfðaeiginleika frá föður og móður, sem mestu ráða tim, hvort það verður fáviti, miðlungsmaður eða gætt snilli- gáfu sem skáld, listamaður eða visindamaður. Vitanlega er það þó komið undir aðbúnaði þess- arar lífveru, bæði á fósturstigi, í frumbernsku og siðar, hvernig hæfileikar hennar fá notið sín. Allt frá dögum Hippokratesar eða i harnær 2400 ár hefur það siðalögmál gilt fyrir lækna að bera virðingu fyrir mannslífinu og vinna að viðhaldi þess. 1 mörgum löndum og í margar ald Ir hafa læknar unnið eið að því að haga starfi sinu í samræmi við þetta lögmál, áður en þeir öðlast fuil starfsréttindi. Þessi forni læknaeiður hefur verið endurnýjaður af Alþjóðafélags- skap lækna með hinni svoköll- uðu Genfarsamþykkt, sem sum- ir læknar hafa innrammaða uppi á vegg i lækningastofum sínum. Læknastéttin hlýtur að neita þvi að vera gerð að leiguböðl- um, sem selja afnot þekkingar sinnar, handar og legsköfu hverri kvensnift eða hverjum flagara, sem vill granda af- kvæmi sínu. Sú neitun er í þágu almennings, því að það er stutt skref frá því að deyða óborið barn eftir pöntun aðstandenda, og því að aflífa þau gamal- menni, sem eru aðstandendum sínum til bytrði og ef til vill eru orðin svo ellihrum, að þau þekkja varla sina nánustu. Slíkt líf hlýtur að skoðast lítilsvirði, en enginn veit, hvaða hæfileik- ar kunna að búa i einu manns- fóstri, sem er svo þrungið lífs- orku, að það breytist á skömm- um tíma úr ólögulegum frumú- hnoðra í furðusmíð mannlegs líkama. —O— Læknar komast stundum ekki hjá því að veija á milli tveggja mannslífa, ef öðru hvoru verð- ur að fórna til þess að bjarga hinu. Því hefur um langt skeið verið talið leyfilegt að deyða barn í fæðingu, ef iífi konunn- ar yrði ekki bjargað með öðru móti. Ég var aldrei sóttur svo um verulega vegalengd til konu í barnsnauð, að ég hefði ekki í tösku minni auk fæðing- artanganna verkfæri til að stinga gat á höfuð barnsins, svo að heilinn gæti runnið út, ann- að til að klemma höfuðið saman og toga í það, auk áhalda til að lima fóstrið i sundur I miðju. Ég var sá lánsmaður að þurfa aldrei að grípa til þessara drápstækja þau 40 ár, sem ég stundaði störf fæðingarlæknis. Samkvæmt þeim hegningarlög- um, sem sett voru Islendingum fyrir rúmum 100 árum, varð- aði deyðing óborins barns af öðrum ástæðum en alvarlegri fæðingarhindrun fangelsisvist, enda voru þá hvers konar að- gerðir innan legs stórhættuleg- ar, jafnvel þótt framkvæmdar væru af læknum. Með tilkomu fuUkominnar smitgátar fyrir um það bil 90 árum má tæming legs á fyrstu mánuðum meðgöngutím ans teljast mjög hættulítil að- gerð fyrir lif konunnar, ef gerð er á spítala af hæfum hand- lækni. Þó ber að hafa í huga, að 1 upphafi þungunarinnar breytist hormónastarfsemi konunnar og miðast þá við það að hún gangi með fóstrið eðlilegan tíma. Með fóstureyðingu er gripið fram í fyrir eðlilegri rás náttúrunnar og sama er að segja um notkun „pillunnar". Hvort tveggja hef- ur varasöm áhrlf á náttúrulegt jafnvægi hinnar viðkvæmu kirtlastarrfsemi konunnar. Það er hlutverk lækna að vinna með náttúrunni, en ekki gegn henni. Með þeim lögum um fóstureyð- ingar, vananir og afkynjanir, sem samin voru af Vilmundi Jónssyni landlækni fyrir 30—40 árum, voru fóstureyðingar leyfð ar, ef lifi eða heilsu konunnar, likamlegri eða sálarlegri, var mikil hætta búin af áframhald- andi þungun, og gat þá verið eðlilegt og sjálfsagt að taka til- lit til félagslegra ástæðna. Þess- ari reglu höfðu ýmsir okk- ar, sem þá vorum læknar, fylgt áður um nokkurt skeið, þótt við ættum á hættu sakamálshöfðun og fangelsisvist skv. hinum eldri lögum. Vönun, sem er í því fólg- in að rjúfa legrásir konunnar, hafði ég einnig framkvæmt I nokkur skipti, venjulega í sam- bandi við holskurð af öðrum ástæðum og með fullu samþykki eða eftir ósk viðkomanda. Það kostaði mig í eitt skipti saka- málsrannsókn, sem þó var látin falla niður vegna þess að sann- að þótti, að vönunin hefði ekki verið gerð í auðgunarskyni. Með hinum nýju lögum voru sett ar fastar reglur um það, hverj- ar ástæður til slíkra aðgerða skyídu teljast löglegar og með því var skapað heilbrigt aðhald í þessum efnum, án þess að læknir væri stimplaður glæpa- maður fyrir að meta meir líf og heilsu sjúklinga sinna en úrelt- an lagabókstaf. f hinum nýju lögum var þó ekki tekið skýrt fram, hvort fóstureyðingln skyldi teljast lögleg, ef um all- mikil líkindi til vanskapnaðar hjá fóstri væru að ræða. Ég ósk- aði fyrstur lækna úrskurðar læknaráðs um það, hvort mér skyldi heimilt að tæma leg konu, sem fengið hafði rauða hunda í byrjun meðgöngu og var mjög hugsjúk af hræðslu við að eignast vanskapað barn. Það leyfi var veitt og með þvi var gengið inn á nýja braut i þessum efnum. Nýlega hefur fundizt ráð til að greina vissa arfgenga sjúk- dóma hjá fóstri, með þvi að stinga holnál inn í legið og draga gegnum hana lítið eitt af legvatni, sem hægt er að gera á frumurannsókn. Eitt sinn fæddi ung kona sitt fyrsta barn á Vestmannaeyja- spitala og var það svo mjög vanskapað, að það gat aðeins átt mjög stutt líf fyrir höndum. Ég lét færa barnið inn í annað her- bergi, áður en konan vaknaði af deyfingunni, og lét það þar af- skiptalaust, enda dó það án þess að móðirin sæi það. Ég mat meir að hlífa konunni við alvarlegu sálarlegu áfalli en að viðhalda vesælu lífi barnsins í nokkra daga, enda tel ég það misnotk- un á þekkingu, tíma og starfs- orku læknis að togast á við dauðann um líf, sem er án með- vitundar og algerlega vonlaust er um að lengja nema um ör- fáa daga. Sjálfur kýs ég að mæta dauða mínum án slíks skrípaleiks. Ég hef nefnt þessi dæmi úr mínu eigin starfi til þess að sýna, að mér verður ekki með réttu brigzlað um afturhalds- semi í því máli, sem hér hefur verið tekið til umræðu. Á hinn bóginn tel ég það óhæfu að fórna lífi, sem býr yfir óþekkt- um möguleikum, á blótstalla eig ingjarnrar lífsþægindastefnu. —O— Alioft hafa leitað til mín ógift ar stúlkur, sem hafa verið haldnar hugarvíli vegna þess að fallið hafa niður tíðir hjá þeim. Ég hef vanalega sagt við þær eitthvað á þessa leið: „Við -skul- um sjá hvað setur, góða mín, þangað til hægt er að ganga úr skugga um, hvort þér eruð i raun og veru vanfær. En þó svo væri, þá hefur lausaleiksbarn oft orðið móður sinni til mikill- ar hamingju, gefið henni þá lifs- fyllingu, sem ekki fæst nema með fórn, og orðið henni til gleði og styrktar i elli, sem annars hefði orðið lifuð í ömurlegum einmanaleika. Auk þess er það synd að deyða lifandi mann- veru, ekki sízt sitt eigið af- kvæmi.“ Venjulega hefur stúlkan tek- ið þessari ráðleggingu þegar Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Eftírtalin fyrírtæki taka þátt í firmakeppni félagsins 1971, Fasteignasalan Hamranes Sjóvátryggingafélag íslands Hafnarfjarðarapótek Blómabúðin Burkni Vélsmiðjan Klettur Skipasmíðastöðin Dröfn Prentsmiðja Hafnarffjarðar Skiphóll h/ff Olíuverzlun íslands, B.P.-umboðið Olíustöðin Hvaleyrarhoiti, Esso Húsgagnabólstrun Ragnars Björnssonar Verzlunin Málmur Verzlun Þórðar þórðarsonar Bókabúð Olivers Steins Venus h/ff Bátalón h/f Lögfræðist. Árna Gunnlaugssonar Rafha h/f Lýsi og Mjöl h/f Alþýðuhúsið Efnalaug Hafnarfjarðar Hafnarffjarðarbió Trygging h/f Samvinnubankinn/ Samvinnutryggingar Nýja bílastöðin Magnús Guðlaugsson, úrsmiður Vesturbúð Sparisjóður Hafnarf jarðar Dúna h/f, húsgagnabólstrun Rafgeymir h/f íslenzka álfélagið h/f Bæjarútgerð Hafnarf jarðar Hraunver h/f Olíufélagið Skeljungur, Hafnarff. Kaupfélag Iiafnfirðinga Stebbabúð Bókabúð Böðvars Hafnarprent h/f Rafveita Hafnarf jarðar Vélsmiðja Hafnarf jarðar Byggingavöruverzlun B. Ólafsson- ar Björn Sveinbjörnsson hrl. Lögfræðiskrifst. Guðjóns Stein- grímssonar Dvergur h/f Valshamar h/f Fjaðarfréttir Iðnaðarbanki íslands, Hafnarf. Almennar tryggingar h/f. Hafnarf. hún hefur náð að átta sig, og orðið mér þakklát siðar meir. Þó kom það fyrir í seinni tíð, að slík verðandi móðir svaraði mér kæruleysislega: „Þá fer ég bara til Reýkjávíkur, þótt það verði dýrara.“ 1 þessu sambandi langar mig til að skjóta inn dálítilli gaman- sögu. Guðmundur Magnússon prófessor, sá mikli og mikilsvirti læknir, var getinn utan hjóna- bands. Hann tók móður sína til sín, þegar hann var orðinn læknir, og annaðist hana í ell- inni. Eitt sinn voru nokkrar frúr í kaffisamsæti hjá Katrínu tengdadóttur hennar, og tóku þá að býsnast yfir þeim stúlkum, sem ættu bam í lausaleik. Gamia konan lagði þá orð í belg og sagði: „Aldrei hef ég nú séð eft- ir því að hafa átt hann Munda minn.“ Við það féll talið niður. Ofbeldisglæpir færast mjög í vöxt á síðari árum. 1 mörgum borgum er engin kona óhult ein á ferð á afskekktum stöðum eða strætum. Meðal ofbeldismanna eru lostamorðingjar, sem ekki finna fulla kynsvölun nema með því að myrða fórnardýr sitt, rista það jafnvel á kviðinn og skera burtu einstök líffæri, svo sem leg eða hjarta. Foreldr- ar lifa i sífelldum ótta við að lík stúlkubarna þeirra finnist hroðalega útleikin á víðavangi. Náist glæpamennirnir eru þeir hafðir í fangelsi í nokkur ár, og síðan byrja þeir glæpi sína á nýjan leik. Það sýnir bezt þann grautarlega hugsunarhátt, sem oft er kenndur til frjáls- lyndis, að sama fólkið, sem berst harðast fyrir afnámi dauðarefs- ingar stórglæpamanna, er frakk ast í þvi að heimta það, að sak- laus böm séu aflifuð í móður- kviði. Ég tel þá löggjöf, sem Islend- ingar búa nú við í þessum efn- um, að flestu leyti mjög fuil- komna, þótt taka verði til athug unar og nánari ákvörðunar ein- stök atriði hennar, svo sem hvort fóstureyðing skuli leyfð, ef um er að ræða nauðgun, ná- in sifjaspeU eða líkindi til van- skapnaðar til sálar eða líkama. Einnig ætti að greiða fyrir þvi, að þeir sem ekki vilja eiga börn, geti sér að kostnaðarlausu feng- ið sig gerða ófæra tU æxlunar. Það er hægt með því að nema í burtu litinn hluta eggrásar, þegar um konur er að ræða, en kostar að vísu holskurð. Við Páll V. G. Kolka. karlmenn er þetta miklu ein- faldara, þvi þá þarf aðeins svo sem tveggja sentimetra skurð inn á sáðgangana, og er hægt að gera hann í staðdeyfingu á nokkrum mínútum. 1 Bandaríkj unum fengu um 100.000 karl- menn þessa aðgerð framda á sér árið 1969, enda breytir hún í engu eðlilegri kynnautn nema ef vera skyldi að auka hana með þvi að losa makana við hræðslu um þungun. Á Indlandi er rekinn slíkur áróður fyrir þessari aðferð til að draga úr. fólksfjölgun. Ýmsar vandræða- manneskjur, sem óæskilegt er að auki kyn sitt, ættl að dæma til að þola slika aðgerð, en kyn- ferðisglæpamenn og fávita með sterkri kynhvöt ætti að af- kynja eða gelda, og er þetta að vísu leyfilegt skv. núgild- andi lögum. —O— Það er vonandi, að sú nefnd, sem nú hefur fengið þessi mál til endurskoðunar, hafi mann- dóm í sér til að leggja áherzlu á þessi atriði, en api ekki eftir þeim nágrannaþjóðum okkar, sem lengst eru komnar afvega í fóstureyðingum. En hvað sem öllu iíður, þá getur það aldrei samrýmzt heilbrigðri réttarvit- und, áð það fólk, sem telur sér hag í því að deyða afkvæmi sitt, hafi sjálft dómsvald i því efni. Þar verða að koma til læknar, sem vega og meta allar ástæður á hlutlausan hátt og út frá vísindalegum sjónarmiðum. Sendibílstjórar Viljum ráða 1 mann 30—35 ára til starfa hjá fyrirtæki okkar. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. KOLSÝRUHLEÐSLAIM S/F. Seljavegi 12 R. LANDSVIRKJON Vegnn jarðariarai Sigtryggs Klemenzsonar verður skrifstofa Landsvirkjunar lokuð í dag frá kl. 12.00. Fyrirlestur um Raforkunotkun til hushitunar verður haldinn að Hótel Sögu. Átthagasal. fimmtudaginn 25 þ.m. kl. 20.30. Fyrirlesturinn flytur Harold E. Smith, verkfræðingur hjá brezka raforkuráðinu, Electricity Council. Með fyrirlestrinum, sem fram fer á ensku. verða sýndar litskuggamyndir og kvikmynd. Allir áhugamenn um rafhitun velkomnir maðan húsrúm leyfir. Samband islenzkra rafveitna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.