Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1971 7 Kuðungakrabbar á niengunarráðstefnii í f jörunni. , Allt er komið undir þ ví ’ Hugurinn ber mig bálfa leið, var löngum sagt, þegar menn munaði tim fjarlaegð- ir, og þannig fer mér nú, þegar mig langar að hverfa frá vetrarþraut, jafnvel þótt komin sé góa, og bregða mér í liuganum aftur í timann, láta hugann reika um yndis- staði aesku minnar, sem ég raunar á enn sem mitt Beru- rjóður. Það er vor i lofti, og þó eru tæpast farin að grænka grös. Einungis vetrarb'lómið skartar sínu fegursta á hölt- um og melum, öll önnur blóm blunda í dvala, bíða betri tíma, hlýjunnar og sólarinnar. Og þá tökum við undir með Jóni Jóhannessyni, þegar hann kveður: „Er blaerinn hlýnar og blómin vaka, og blómin vaka við hnjúksins kinn, um hvita óttu ég kem til baka, ég kem til baka í dalinn þinn. Og móablómið að mosabingi, að mosabingi sig hjúfrar þá, og berin vaxa á brúnu lyngi, á brúnu lyngi við Galtará." Hér höfðar hann til feg- ursta kvæðis á Islandi, Ferða loka Jónasar, sem greiddi ást inni sinni lokka við Galtará. Okkur bar niður snarbratt an meiinn, á flugferð yfir mó hellu og sand, alla leið nið- ur í fjöru, og þar við Langa- sker, þar sem selirnir sátu í gamla daga og skeggræddu, ætluðum við að skyggnast of urlítið um eftir dýralifinu í fjörunni. Það var miki'l fjara, enda stórstreymt, og þá er nú verandi í f jörunni. Svartur sandurinn teygði sig óravegu út á fjörðinn. Of anvert við Langasker var snoturt sjávarlón, sem mor- aði af lífi. Ekki var hægt að stiga þar niður fæti, án þess að tugir sandikola færu af stað, eða nákuðungar létu loksins til skarar skríða, og hröðuðu sér á braut undan þessum tröllum. Jafnvel litlu meyjardoppurnar höguðu sér eins og feimmar sýningar- sitúlkur i fegurðarsamkeppni, fóru hjá sér og roðnuðu, og voru þó fyrir alla vega lirtar, í eins konar ilþróttabúning- um, og sumar, eins og t.d. silfurbobbinn, skinu eins skært og tíeyringur með gati, nýkominn út frá hinni kon- unglegu — eða drottningar- legu myntsláttu í Lundúna- veldi, og það var rétt eáns og maður heyrði allan þenn- an skara af sniglum og kuð- ungum kýrja ljóðið hans Jöhannesar úr Kötlum um Lifhræðsluna, sem svo geng- ur: „Sem snigill skríður mitt litla líf og léttan kuðunginn ber. I>að fálmar í allar áttir með augun á hornum sér. Svo stór og voðaleg veröldin er, sem vakir þar allt í kring, að lífið mitt litla titrar, linast og fer í hring. Og hvenær sem frækorn fýkur hjá, þess fálmarar dragast inn og dálítil hrúga af holdi hrekkur í kuðung sinn.“ Ég horfi dreymnum augum út á hafið. Ekki er það bein- linis i essinu sínu þessa stundina, því að blæjalogn er á, það hvítnar ekki á neinni báru, en fyrir neðan mig veiti ég athygli alls kyns rákum eftir svörtum sandin- um, og fyrr en varir veit ég, hvað um er að vera. Hér eru á ferðinni kuðungakrabb- ar, sem eru einhverjar merki legustu skepnur, sem í fjöru finnast. Sjálfsagt þarf ég ekki að kynna ykkur algengustu krabba fjörunnar, bog- krabba og trjónukrabba, bæði þann litla og stóra, en kuðungakrabbinn, eða eremit krabbinn, eins og danskur- inn kallar hann, þarfnast nánari skýringa. Hali hans er mjúkur og viðkvæmur og þarfnast því skýlis, og það mál afgreiðir þessi góði Húsnæðismálastjórnar- meðlimur með því að smeygja þessum viðkvæma hluta líkama síns inn i næsta kuð- ung, auðan og yfirgefinn, sem hann finnur á ströndinni. Síðan spígsporar hann með þessa „nótt á herðum sér“ vítt og breitt um allar fjör- ur, og þegar hann stækkar leitar hann sér einfald- lega að stærri ibúð, og fær enga skatthækkun fyrir það, þótt ekki séu liðin 5 ár sið- an hann festi „kaup“ á henni. Já, þessar íbúðaskiptingar ganga greiðlega fyrir sig. Ég hef fundið kuðungakrabb- ann í nær öllum tegundum kuðunga, sem finnast við íslandsstrendur, allt frá hin- um smæsta til hins stærsta. Ekki veit ég þó, hvort ein- hver öfund fydgi einhverri kuðungategundinni fremur en annarri, en vel mætti segja mér það, að þeir krabb anna, sem næðu sér í haf- kóng, péturskóng eða beitu- kóng, ættu alls kostar við þá, sem aðeihs höfðu getað krækt sér I nákuðung, að ég nú ekki tali um litlu meyjar doppumar. Og svo spígsporar þá kuð- ungakrabbinn út á hlið eins og frændur hans, og lætur eftir sig djúpa rák i svört- úm sandinum. Ekki er hon- um sérlega vel við, að hon- um sé hampað, þá dreg- ur hann inn öll sín tól, og sér þá kannski aðeins á stærstu klærnar, og sýnast þær sofa. En svo stígur sól hærra á himinhvolfið, krabbinn eign- ast börn og buru og belgist út, og þá fer að koma sá timi, að hann skiptir um íbúð, og sí fel'lt stækkar hún. Þegar ég horfi á kuðungakrabba baksa í fjöru, verður mér ávallt hugsað til Breiðholts, Fossvogs og Árbæjarhverfis, hvernig íbúarnir tækju þvi að þurfa mörgum sinnum á ári að gera tímafrekar til- raunir til að krækja sér í stærri ibúð. Kuðungakrabb- inn stingur mannfólkinu sannarlega ref fyrir rass, þótt ekki fari hann hratt yf- ir. Hann er fljótur að skipta yfir, það er eðli hans, og á eðlinu vinnur enginn bug. Þegar við höfðum virt nægjan'lega fyrir okkur lif kuðungakrabbanna, héldum við aftur heim á leið upp úr fjörunni, og einhver ann- arlegur keimur var i lofti, svo að hin Ijúfu stef Jóns Magnússonar fengu meiri og dýpri merkingu, sungu í sálu okkar, enda var tæpast kom- ið vor, en Jón segir: „Varpaðu frá þér vetrarkvíða. Vorsins finnst þér langt að bíða. En það kemur hægt og hægt.“ Eða þá þetta síðasta er- indi, sem segir raunar allt: „Við þ\ú búinn vertu sjálfur: vorið fer um lönd og áifur. Klakans þunga bráðnar blý. Þó að myrkvist himinn hálfur hann mun bjartur verða á ný, ef þú sjálfur eldinn geymir engri þinni skyldu gleymir. Allt er komið undir því.“ Og með það skokkaði ég heim á leið, himinsæll og glað ur yfir þessari dásamlegu f jöruferð. — Fr. S. ÚTI * A VÍÐAVANGI KÓPAVOGUR — barnagæzla Kona óskast til að koma heim og gæta barna 5 daga vikunnar. T'nlboð sendist Mbl. fynir þriðjudag 2/3, merkt „BarnagæZla — 6939". VIL KAUPA VW 1967 greitt á borðið. Uppiýsingar í síma 83149, upplýsingar í sima sunnudag og mánu- dag e. h. Kjarvalsmálverk Málverk eftir Jóhannes S. Kjarval óskast til kaups. Alfreð Guðmundsson, sími 10670. íbúðorhúsnæði ósknst keypt Undirritaður óskar eftir að fá keypt minnst 5 herb. íbúðar- hæð eða hús í Reykjavík eða nágrenni. Há útborgun fyrir rétta eign. Upplýsingar í síma 16916. ARIMAR INGÖLFSSON. 6 vikna námskeið Snyrtinámskeið Kennsla hefst 3. marz. Innritun daglega. Snyrtivara frá Lancome ávallt til sölu í verzlun skólans. SKOLI ANDREU 5"! Bíleigendur athugið Öll viljum viö forða bílnum okkar frá ryðskemmdum. Látið Bílaryðvörn h.f. viðhalda verðgildi bílsins. Vönduð vinna, vanir menn. BÍLARYÐVÖRN HF. Skeifunni 17 símar 81390 og 81397. JASMIN Indversk undraveröld Mikið úrval sérkennilegra muna til tækifærisgjafa. Nýjar vörur komnar m.a. gólfvasar, altaris-kertastjakar, út- skorin borð og margt fleira. Ath. Handheklaðir dúkar á niðursettu verði. Einnig úrval af reykelsi og reykelsiskerum. JASMIN, Snorrabraut 22 Hef opnað lœkningastofu í Domus Medica, Egilsgötu 3. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka kl. 9—18 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12 í sima 11626. Hef einnig opnað lækningastofu að Strandgötu 8—10 í Hafnar- firði, sími 50275. Viðtalstími sjúkrasamlagssjúkiinga alla virka daga kl. 10—11 nema miðvikudaga kl. 4—5 og laugardaga fyrst um sinn kl. 1—2. Simaviðtöl í Hafnarfirði klst. fyrir stofutíma. Sérfræðingsviðtöl eftir umtali. Jóhann Gunnar Þorbergsson, læknir Sérgrein: lyflækningar, sérstaklega gigtarsjúkdómar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.