Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUN'NUDAGUR 28. FEBRÚAR 1971 I nær þrjá áratugi hafa sagnfræðingar og ýmsir aðrir reynt að grafast fyrir um hverjir borið hafi ábyrgðina á örlögum 15,000 pólskra her- foringja, en aðeins 5,000 þeirra hafa fundizt — í fjöldagröfum í Katynskógi. Hvorum var um að kenna, Stalín eða Hitler? I eftirfar- andi grein ræðir D.L. Price, sem sjáifur heyrði í Póllandi meira en ávæning varðandi hroðaverkin í Katynskógi, sönnunargögnin eins og þau liggja nú fyrir í ljósi nýút- kominnar bókar um Katyn- málið, sem er árangur 15 ára rannsóknastarfs J. K. Zawodny, prófessors. London — FWF í febrúarmánuði 1943 bar svo við, að þýzk hersveit, sem staðsett var vestan Smolensk, langt inni á sovézku landssvæði, til- kynnti um fund átta fjöldagrafa, sem í væru lík 5.000 pólskra herforingja. Líkin lágu þannig í gröf- unum, að andlitin vissu niður og voru hendur margra bundnar á bak aft- ur. Hafði þeim verið stafl- að þannig í lög, 10 til 12 talsins. Allir höfðu menn- irnir verið teknir af lífi með skoti í hnakkann. 1 september 1939 var Wladyslaw Chichy undir- íoringi í Fjórðu herdeild Pól- lands. Nú er hann verð- bréfasali i London, og hann er sannfærður um að það hafi verið Rússar, sem myrtu pólsku foringjana, ekki að- eins þá, sem fundust í Katyn-skógi, heldur a.m.k. 11,000 menn til viðbótar, en þeir hafa með öllu horfið. Cichy spyr sjálfan sig oft hvernig það megi vera, að hann sé enn á lífi, því hann komst af úr fjöldamorðunum í Katyn. 1 október 1939 gafst Pól- land upp fyrir Þjóðverjum og Rússum eftir 35 daga bardaga. 1 þeim hluta Pól- lands, sem Rússar hemámu, hófust miklir nauðungar- flutningar á Pólverjum á brott frá heimkynnum þeirra. Meðal þeirra, sem þannig voru nauðugir fluttir á brott voru um 250,000 menn úr pólska hernum, þeirra á með- al 15,000 foringjar. Pólsku hermörmunum var dreift um stríðsfangabúðir víðsvegar um Sovétríkin, en flestir for- ingjanna voru hnepptir í þrennar fangabúðir: Ostash- kov og Kozelsk, vestan Moskvu og Starobelsk í Úkraínu. Allar voru búðim- ar undir stjórn NKVD, ör- yggislögreglu Sovétríkjanna. Cichy var í Kozelsk frá því í október 1939 og þar til 3. apríl 1940, ásamt 5,000 öðr- um pólskum foringjum. Þann 3. apríl minnist Cichy þess að NKVD hafi tekið til við að tæma fangabúðirnar. Hverj- um fanga var látið í té lítið eitt af brauði, síld og tei, og síðan var þeim skipt í tíu manna hópa. Fyrirmælin og nafnalistamir komu frá Moskvu að því er Cichy seg- ir. „Nöfnin voru lesin í síma Zhukov — vissi ekkert Bería vissi ekkert — í fyrstu. Stalín — vissi ekkert Hverjir frömdu fjölda- morðin 1 Katyn-skógi? — þar sem 5000 pólskir foringjar fundust í f jöldagröfum - Sönn- unargögnin hlaðast upp og benda til Stalíns og NKVD fyrir NKVD. 1 Kozelsk. Þar sem símasambandið við Moskvu var slæmt, og Rúss- ar voru ókunnugir stafsetn- ingu pólskra nafna, varð- þetta til þess að NKVD- menn urðu að æpa í símann og láta endurtaka nöfnin til þess að ná réttri stafsetn- ingu.“ Við hlið fangabúðanna var leitað á föngunum og þeir síð- an látnir fara upp í vörubíla. Sumir trúðu því, að verið væri að flytja þá aftur heim. Vörubílarnir fluttu Pólverj- ana til járnbrautarstöðv- ar, þar sem þeir voru látnir stíga um borð I járnbrautar- lest, sem siðan hélt í norð- vesturátt. Lestin þvældist víða um vesturhluta Rúss- lands, fyrst í stað, líkt og ekki væri ljóst hvert för- inni væri heitið, en sumir fanganna minnast þess, að ein þeirra jám- brautarstöðva, sem hún hafði hvað lengsta viðkomu í, var stöðin við Gnezdovo, þar sem flestir Kozelsk-fanganna stigu frá borði. Gnezdovo var sú járnbrautarstöð, sem þjón- aði Katyn-héraði. GRUNSEMDIR AUKAST. Um það bil þremur vikum síðar hafnaði Cichy loks í fangabúðum þar sem hann hitti aðra pólska foringja að máli, en þeir höfðu komið frá fangabúðunum Ostashkov og Starobelsk. Cichy tókst að eins að hafa upp á 386 félög- um sínum, sem með honum höfðu áður verið í Kozelsk. Hann er viss í sinni sök um þessa tölu. „Ég var yfirmað- ur í eldhúsinu og ég þekkti hvem einasta mann, sem kom til þess að borða!“ segir hann. í fyrstu taldi hann að hin- um meira en 4,000 mönnum, sem vantaði á Kozelsk-fang- anna, og þeim 11,000 frá hin- um tveimur búðunum, hefði verið dreift um Sovétríkin. En grunsemdir tóku að vakna hjá honum er hann var í bréfi að heiman spurður um dvalar- stað ákveðins foringja. Hann vissi ekki um hann, né heldur nokkur sá, sem hann spurði. Frá júni 1940 til júní 1941 tóku hundruð slíkra bréfa að berast. Grunsemdir Cichy voru síðan staðfestar eftir innrás Þjóðverja i Rússland 1941, er Pólverjar, sem áður höfðu verið óvinir Sovétríkj- anna, urðu nú bandamenn þeirra og hófu að endurskipu- leggja her sinn undir stjórn Anders hershöfðingja. Hershöfðinginn fann hina óbreyttu hermenn, en ekki for ingjana. Staðreyndin var sú, að hann hafði ekki hugmynd um hvað orðið hefði um 15,000 foringja. Fyrirspurnir í Kreml báru engan árangur; hermt er að Stalín hafi svar- að að pólsku foringjarnir hefðu flúið frá Rússlandi um Mansjúriu. Óhugnanlegur orð rómur komst nú á kreik. Pól- verjar, sem komu frá vinnu búðum í heimsskautahéruðum Sovétríkjanna, sögðu frá því að þúsundum pólskra her- manna hefði verið komið fyrir á flekum, sem dregnir hefðu verið út á sjó, síðan verið skotmörk fyrir stórskotalið Rússa. Eftir að likin 5,000 fund- ust í Katyn-skógi neyddu grunsemdir Pólverja um að Sovétmenn ættu aðild að morði hinna týndu foringja, til þess að Moskva lagði nið- ur stjórnmálasamband við pólsku útlagastjórnina 1943. Og spurningin lifði vissulega í hugum Pólverja löngu eftir að stríðinu lauk. 24. október gengu þúsundir ungmenna um götur Varsjár, hrópuðu and-sovézk slagorð og hróp- uðu taktbundið: „Katyn, Kat- yn, Katyn!“. 1966 varð ég vitni að mótmælum stúdenta í Varsjá, en þeir höfðu gert lík an af leiði, tyllt á það krossi og krotað orðið „Katyn“ í mjúka moldina. 1 stúdenta- óeirðunum í Varsjá í marz 1968 heyrðist hrópað „Kat- yn“ hvað eftir annað svo bergmálaði í byggingum Varsjárháskóla. Hin opinbera skýring pólsku kommúnistastjórnar- innar er sú, að fjöldamorðin í Katynskógi hafi verið fram- in af Þjóðverjum, og ásakan- ir á hendur Rússum varðandi þetta hafi verið uppspuni og nasistaáróður. En gagnvart þessu verður maður að taka mið af framburði manna eins og Cichy, sem er sannfærð- ur um að Rússar hafi drepið nær alla hina týndu, pólsku foringja. Foringjarnir voru týndir frá því í apríl 1940, er fangabúðirnar við Kozelsk voru tæmdar, löngu áður en Þjóðverjar hernámu Katyn-hérað. Cichy telur það einskæra tilviljun að hann skyldi sjálfur hafa lifað af. Hann telur, að aftaka hans hafi átt að fara fram á til- teknum degi í Katyn, en hann hafi sloppið vegna þess að NKVD-mennirnir hafi talið að þeir væru bún- ir að „fylla kvóta sinn" þann daginn og hafi því skil- ið hann eftir í járnbrautar- lestinni. Flótti hans heppnað- ist fyrir einskæra tilviljun. „Þarna var einn starfsbræðra minna, sem hafði verið hers- höfðingi í her Hvítliða og var and-Stalínisti. Og samt létu þeir hann halda lífi. Brjálæðiskennt. Dæmi gert fyrir Rússa. Astæðan Staðhæfingar og sann- færing Cicy eru studdar nið- urstöðum nýútkominnar bók- ar, „Dauðinn í skóginum Saga fjöldamorðanna í Kat- ynskógi". Höfundur hennar J. K. Zawodny, varði nær 15 árum til þess að rannsaka allt, er laut að morðum þess- um og hann kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið Rússar, sem drápu pólsku foringjana. Rætt hefur verið við 150 menn, sem kom- ust af, og frásagnir þeirra \ stinga mjög í stúf við hina opinberu, sovézku skýringu. Kúlurnar, sem notaðar voru við aftökumar, voru af þýzkri gerð — en þýzk vopn og skotfæri voru flutt til Austur-Evrópu og Eystra- saltsríkjanna fyrir 1939. Reipi þau, sem hendur fang- anna voru bundnar með, voru sovézk framleiðsla. Svipuð reipi, bundin á sama hátt, fundust á höndum þús- unda Úkraníumana sem grafnir höfðu verið í annarri og eldri fjöldagröf í Katyn. Fórnarlömbin krupu eða stóðu við grafirnar og tveir foringjar NKVD — annartil að skjóta, hinn til að hlaða á ný — 'gengti eftir röðinni og skutu kúlu í hnakka þeirra. Þeir fanganna, sem einhvern mótþróa sýndu, voru bundn- ir með hendur fyrir aftan bak, og einnig var bundið fyrir augu þeirra og tuskum troðið uppí þá. Ef þeir héldu áfram að veita mótspyrnu voru þeir reknir i gegn með byssustingjum. Líkin í gröf- unum voru þar í sömu hóp- um og mennirnir höfðu verið i er þeir fóru frá Kozelsk i april 1940. Engin skjöl, bréf eða dagblöð, sem fusdust á líkunum, voru dagsett síðar en í apríl 1940. Foringjarnir voru íklæddir vetrarein- kennisbúningum; ung furu tré á gröfunum voru fimm ára gömul er þau fundust — í apríl 1943 — en þau höfðu verið endurgróðursett fyr- ir þremur árum. Læknar, sem rannsökuðu líkin 1943 töldu, að þau hefðu verið í gröfun- um í um það bil þrjú ár. — en Rússar hafa haldið því fram að líkunum hafi verið komið þarna fyrir af Þjóð- verjum, sem sjálfir hefðu skotið pólsku foringjana sum- arið 1942 eða þá um haustið. Stalín, Zhukov ðg Molo- tov neituðu allir á sinum tíma að vita nokkuð um af- drif pólsku foringjanna. Hið sama gerði Lavrentii Bleria, yfirmaður NKVD — í fyrstu. En 1941 er Anders hershöfð- ingi var að leita að hinum týndu foringjum sín- um, er hermt að Beria hafi sagt: „Okkur hefur hent mikið glappaskot; okkur hafa orðið á mikil mistök." Ef öryggislögregla Stal- íns, NKVD, var sek um fjöldamorðin, hver var ástæð- an, sem lá að baki þessum aðgerðum Sovét- manna? Zawodny prófess- or kemst að þeirri nið- urstöðu að „útrýmingin (á herforingjunum) tryggði að ákveðin öfl andsnúin Sov- étríkjunum I æðstu röð- um hers og valdamanna Pól- lands yrðu endanlega fjar- lægð, og þannig mundi skap- ast leiðtogalaust tómarúm, þar sem menn þjálfaðir í Sov- étrikjunum gætu athafnað sig í framtíðinni." (Forum World Features — Einkaréttur Mbl.) J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.