Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. TOGARADEILAN OG FYRIRHEIT RÍKISSTJÓRNARINNAR TVTú er ljóst, að kjaradeilu ’ bátasjómanna, bæði und- irmanna og yfirmanna er að mestu lokið. Samningarnir hafa verið samþykktir í flest- um sjómannafélögunum og yfirmenn hafa einnig sam- þykkt þá. Hins vegar stendur verkfall yfirmanna á togara- flotanum enn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að ná samkomulagi og togara- flotinn er allur bundinn við bryggju. í umræðum á Alþingi sl. fimmtudag, skýrði Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegs- ráðherra, frá því, að ríkis- stjómin hefði af sinni hálfu gefið ákveðin fyrirheit, ef það mætti verða til þess að leysa togaradeiluna. í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin lofað að beita sér fyrir því, að sá hluti, sem tekinn er af brúttó verðmæti afla við sölu er- lendis áður en til hlutaskipta kemur, verði lækkaður um 6% eða úr 22% í 16%. Þetta er sambærileg lækkun og var gerð fyrir rúmu ári á þeim hlut, sem tekinn er af óskipt- um afla, sem landað er hér heima, en þá var sá hlutur lækkaður úr 17% í 11%. I öðru lagi hefur ríkisstjórnin heitið því að beita sér fyrir breytingum á fæðispeningum til sjómanna, sem samið var um í fyrra. í þriðja lagi hef- ur ríkisstjórnin látið í ljós þá skoðun, að það sé óréttlátt að taka af togaraflotanum í fæð- ispeningasjóð, sem eingöngu rennur til bátaflotans, þar sem samið hafði verið um frítt fæði um borð í togurun- um, áður en fæðispeninga- greiðslur komu til á bátaflot- anum. Hefur ríkisstjómin heitið því, að beita sér fyrir breytingu á þessari skipan mála, eða endurgreiðslu til togaranna. Þessi fyrirheit ríkisstjórn- arinnar eru bundin því skil- yrði, að þau geti orðið þáttur í lausn togaradeilunnar. Þrátt fyrir þennan atbeina ríkis- stjómarinnar hefur ekki enn tekizt að ná samkomulagi og ber að harma það. Togara- verkfallið hefur nú staðið of lengi og valdið ómældu tjóni. Frystihúsin skortir hráefni og mikil eftirspum er eftir ís- lenzkum fiski á erlendum markaði og þá sérstaklega Bandaríkjamarkaði. Þess vegna er þess að vænta, að góðviljaðir menn á báða bóga taki nú af skarið og leiði þessa deilu til lykta, enda er með þeim fyrirheitum, sem ríkisstjórnin hefur gefið, gengið verulega til móts við kröfur yfirmanna. Kaupum geirfuglinn Á fimmtudaginn kemur verður boðinn upp hjá Sothby í Lundúnum síðasti uppstoppaði geirfuglinn, sem vitað er um á almennum markaði í veröldinni. Er tal- ið, að tilboð í hann muni nerna I átt á þriðju milljón króna. Nokkur félagasamtök hafa nú ákveðið að beita sér fyrir skyndisöfnun til þess að kaupa fuglinn hingað til lands, og hefur þessi söfnun þegar hlotið óvenjugóðar undirtektir. Talið er, að tveir síðustu geirfuglamir hafi verið drepnir í Eldey árið 1844, en það vom enskir vísindamenn, sem komu hingað til lands rúmum áratug síðar og söfn- uðu saman upplýsingum og gögnum um þá ferð. Þeir ræddu m.a. við alla þá, sem þátt tóku í ferðinni út í Eld- ey 1844. Þeim eigum við að þakka að frásögn af þessari ferð og örlögum síðustu geir- fuglana hefur geymzt. Til þess að nægilegt fé siafnist fyrir næsta fimmtu- dag til að festa kaup á geir- fuglinum, þarf að safnast sem svarar 12—15 krónum á hvert mannsbarn á landinu. Það er ekki mikið átak, ef rnenn sameinast um að ná þessu rnarki. Er ástæða til að hvetja almenning til almennr ar þátttöku í þessari söfnun. Frjáls útvarpsrekstur? Alþýðublaðið hefur í furðulegt komizt uppnám vegna hugmyndar, sem Jó- hann Hafstein varpaði fram á Alþingi á dögunum, er hann beindi því til þingmanna, hvort ástæða væri ul að af- nema einkarétt Ríkisútvarps- ins á rekstri hljóðvarps og sjónvarps en hafa opinn möguleika til þess að veita öðrum aðilum heimild til slíkrar starfsemi. Benti for- sætisráðherra á, að tæknileg- ar framfarir hefðu orðið það miklar og myndu verða það miklar á næstu árum, að eðlilegt gæti verið að hafa slíka heimild í lögum. Jóhann Hjálmarsson SKoðAN| LJOÐABÆKUR í ÓDÝRUM ÚTGÁFUM LJÓÐABÓKAÚTGÁFA Alimenna bóka- félagsine hefur undanfarin þrjú ár beinst inn á þá braut að gefa út sam- stæðar ljóðabækur, bókaflokk, sem myndar heild og vrrðist eiinfeum stefint að því að koma á framfæri í ódýrum handhægium útgáfum ljóðuim ungra skálda og byrjenda á sviði skáldskapar. Nókkrar undantekningar hafa þó verið gerðar: Mj allhvítarkistan eftir Jón úr Vör, 1968, og Þytur á þekju eftir Jón Jóharanesson og Kvæði Ezra Pounds í þýðingu Kristins Björnissonar, 1970. Þessar bækur eru snyrtilega gefnar út og hafa líklega náð því takmarki sínu að ná til lesenda, sem ekki hafa mikil fjárráð. En um útlilt þeirra má bæta við, að einhæfnin er of augljós. Kápu- teikning Kristínar Þorfeelsdóttur er laglega gerð, en ekki svo heiliandi að nota megi hana ár eftir ár með fá- einum tilbrigðum. Gaman væri að fá spánnýja kápumynd, að minnisita kosti árliega. Þessar aðfininsllur varða aðeins ytra form bókanna. Eins og fyrr segir er engin skömm að fráganigi þeirra. Aftur á móti hlýtur suimum að koma það á óvart, að sjá hlið við hlið í sama bókaflokki akáld einis og Ezra Pound og Jón Jóhannesson. Er það sænska aka- demían, sem ræðuir þeissu? En bók eftir þriðja skáidið kom líka út í flokkn um á liðmu ári: Nóvember eftir sfeáld innan við tvítugt, Láruis Má Þorsteins- son. Á HÖGGSTOKKI MORGUNVERÐARINS Nóvemiber er efelki f y r inflenðarmi k il bók. Lárus Már Þorsteinsson virðisit engu að síður hafa metnað til að verða skáld. Það er ljóst af fnuimsmíð hans, að hann hefur kynnt sér nútíma Ijóð- list og tileinkað sér vinniubrögð nokk- uirra skálda. Hann er djarflegur í Ijóð- um sínum og fyrir bregður skemmtileg- um súrreallíSkum myindum. Bók hans er ekfei stofublóm, heldur óður ungs manns um heiminin. Það er mikið talað í bókinni um berfætt böm og hún lýsir margs konar vanda atómaldar. Skáldið hefur áhyggjur af samtíð sinni, en er um leið bam hennar, tal:ar hennar rómi. Með athyglisverðum ljóðum í bókinni er Án þín, en þar er hið súrnealíska 31ík- ingamál í eðlilegu samhengi og fram kemur hæfiieiki skáldsins til að skapa ljóðrænt andrúmsloft, sem er hlaðið umgæðislegri dull: Nóttin, ljóshærður himin/n handa minna. Sorgin, bláeygður skuggi bernsku þininar risavaxinn og ber við líkkistu Guðs. Fjarlægðin, fullvissan græfcur í hjarta mér. Von min, bundin von þinnt vilja himinsins og handa minna. Af gljáfægðu yfirborði verundar þinnair ieitar staðlauis hugur minn og stefndr að grunniflietinium þar sem ást þín grær og miun gróa. Von mín bundin von þinni vilja himinsins og handa minma. Því án þín er svefninn svefn og dauðinn dauði. VEGIR DRAUMSINS Heiimskrinigla virðist nú ætla sér að fara að dæmi Allmenna bókaifélagsins og gefa út ljóðabækur í einföildiu og ódýru formi. Á síðastliðnu ári komu eftir- taldar ljóðabækur út hjá forlaginu, sem heita má að séu samstæðar, gerð þeirra er með lífeum hætti: Laufþytur eftir Sigríði Einars frá Munaðarnesi, Kross- götur eftir Baldur Óskarsson, Töf eftir Baldur Ragnarsson og Við hvítan samd eftir Áslaugu á Heygum (síðastnefnda bókin er reyndar í stævra broti og myndskreytt). Sigríður Einars frá Munaðamesi er elst þeirra skálda, sem eiga v'erk í þess- um nýja bókaflokki Heimskringki. Ilftir Sigríði hafa áður komið út tvær ljóðabaekur: Kveður í runni, 1930 og Miíli lækjar og ár, 1958. Sigríður Einars þýddi snemma prósaljóð eftir norska skáldið Sigbjörn Obsfcfelder og hefur ort í anda hans, en hún verður þó að teljast hefðbundin í viðhorfum sínum, að fáeinium tilraunum slepptum. Jón úr Vör hefúr sagt uim fyrstu bók Sigríðar, að í henni hafi verið nýr tónn, sem smerti ung Skáld. Séu ljóð þeirra Lárusar Más Þor- steinssonar og Sigríðar Eimans borin saman feemur í Ijós að mangt skilur þau að. Ljóð Lárusar eru „óhreim“, fuUL af nýjum og stundum torræðum myndum, en Sigríður gerir sér far um að orða hugsanir sínar á skýran hátt. Hún er fulltrúi einifalldleika í túlkum og ljóð heninar eru oft kvenliega viðkvæm, hik- andi og varkár í afstöðu sinni til tii- veruninar. Eins og ljóð ObStfelders minna þau á draum. En niáttúruiskynjun Sigríðar er upprunaleg og hin mynd- ræna hlið ljóða hennar lyftir þeim yfir hversdagsleikann. í lokaljóði Lauifþyts yrkir hún uim vegi draumsins: Umandi blóm bíeikar og rauðar rósir vaxa á veguim draumsina. Blá fiðrildi gul og græn flögra uim loftið bera við hvít ský. Ljósþræðir morgunsólar brofcna í daggarauga á Maríustakknum. Létt hvít ský líða hægt um loftin blá. í draumi mínutn sigli ég með þeim út í birtu nýs monguns. Alþýðublaðið telur að þetta é „ grundvallarbrot á þeirri neginreglu“, sem fylgt hafi rerið hér á landi. Er ekki LUgsanlegt, ao „meginregl- um“ megi brejrta? Hvers vegna skyldu menin ekki ræða slíkar hugmyndir sem þessar og vega kosti þeirra og ókositi? En viðbrögð Al- þýðublaðsins eru viðbrögð afturhalds, þeirra afla, setn bregðasit jafnian ókvæða við, þegar nýjum hugmyndum er varpað fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.