Morgunblaðið - 10.03.1971, Side 7

Morgunblaðið - 10.03.1971, Side 7
MORGUNBLAS>I£>, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1971 7 Syndakvittanir á íslandi Sumarið 1517 kom hingað til lands sendilboði úr páfa- garði til þess að selja hér af látstoréf, eða syndakvittanir. Þá sat Stefán biskup Jónsson á SkáJholtsstóli, en honum lýsti Fomólfur svo: Stefán Jónsson, stoltarmann, stýrði klerkalýði, kveð eg allir kalli hann kennimanna prýði, sóma lýðs og lands, harður bæði og ljúfur í lund, lærður suður i Franz. Sendiboðinn fór rakleitt heim í Skálholt á fund bisk- ups og dvaldist þar í hálf- an mánuð. En ekki náði hann fundi biskups nema tvisvar sinnum á þeim tíma. Tók bisk up á móti honum í skrúð- húsi dómkirkjunnar og sat þar alskrýddur hinum bezta biskupsbúningi, en kennilýð- urinn stóð þar umhverfis hann. Þeir biskup og sendi- boðinn ræddust þama við á einhverri tungu, sem enginn prestanna skildi, en hugðu að vera mundi annaðhvort franska eða italska. Að loknum þessum umræð- um veitti biskup sendiboðan um þau svör, að ekki mundi hann risa öndverður gegn boðum páfans, og því mætti sendiboðinn selja þessi bréf öllum þeim er kaupa vildu. Þó mundi enginn sinna manna kaupa þau, né heldur þeir, sem sín ráð hafa vildu. Með þau erindislok fór sendiboðinn frá Skálholti, ferðaðist um sveitir landsins víða og seldi aflátsbréfin og varð vel gengt, því að það stóð á bréfunum, að hver sem þau keypti skyldi fá full- komna kvittun fyrir syndum sínum, eins og sjálfur guð hefði strikað yfir þær. Fyrir hjón kostaði hvert bréf eitt hundrað á landsvísu, en fyrir einhleypinga hálfu minna. Herma heimildir frá þeim tíma, að sendiboðinn hafi haft mikið fé upp úr þessari verzlun. (Fyrir hvert hjóna- bréf fékk hann kýrverð, en kýrverð er nú 6000—8000 krónur). Formáli aflátsbréfanna var á þessa leið: „Fyrst afleysi eg þig frá öll um kirkjunnar dómi, eða ( íT 1 1 iZ I M ( Má I T P3 I 1 4 ■ pt 5* 4 > < 4 ** 4 V ^ < - ******** i mmm. awmm i W' É > ÉiÉUiiÉiiiiÉ HÉi#........... tít hefur verið gefið í Vestur-Þýzkalandi 30 pfenninga frí- merki til að minnast þess, að liðin eru 450 ár frá þvi, að Martin Luther hélt ræðu sína til Karls keisara í Worms og sagði þau frægu orð: „Hér stend ég og get eklti annað." Með því varð söguieg bylting í öllu kristnistarfi. Alls kon ar minningarliátíðir eru fyrirhugaðar í Worms af þessu til- efni. Af frímerki því, sem mynd er af hér að ofan eru út- gefin 30 milljón eintök, en myndin er gömul trérista. dóms úrskurði, er þú kannt að hafa verðskuldað. Þvínæst af öllum syndum þínum og yfirtroðslum, sem þú hefir allt hingað til drýgt, hversu stórar, sem þær kunna að vera, og eg fyrirgef þér og uppgef allt það er þú verð skuldað hefir fyrir þær að liða í hreinsunareldinum. Geri eg þig nú aftur hlut- takanda í kirkjunnar sakra- mentum, og set þig aftur í það sakleysis stand er þú varst í næst eftir skírnina, svo að helvítis portdyr skulu luktar vera fyrir þér þá er þú deyrð, en paradísar port skulu þér opin standa.“ Þetta sama sumar fór ann- ar legáti páfa, Angeli Areh- emboldi, um Danmörk og Svi þjóð að selja þar aflátsbréf „og safnaði þúsund sinnum þúsundi gullpeninga (dúk ata), en það tók Kristján kon ungur annar hálft frá honum, en hann slapp með hitt, og þótti fótur sinn hinn feg- ursti." Þriðji legátinn, Joan Tetzel að nafni, ferðaðist í sömu er- indum um Þýzkaland. En þá reis þar upp Marteinn Lúter og hóf uppreisn gegn páfan- um (sem þá var Leo 10.) og syndakvittanaverzlun hans. Hinn 31. október um haust- ið, festi Lúter á kirkjuhurð- ina í Wittenberg mótmæli sín í 95 greinum. Það varð upp- haf siðbótar þeirrar, sem við hann er kennd enn i dag og olli miklum klofningi páfa- kirkjunnar. Stefán biskup Jónsson var fallinn frá þegar Lútherstrú- in var valdboðin hér á landi. Þá sátu þeir á biskupsstólum landsins Ögmundur Pálsson og Jón Arason. Annar var rændur aleigunni og fluttur nauðugur úr landi, hinn var tekinn af lífi ásamt tveimur sonum sínum. Þá fórn varð Is land að greiða fyrir siðbót- ina, sem sprottin var upp út af aflátsbréfaverzluninni. Frá horfnum tíma VÍSUKORN Mistök Af og til þeir útaf keyra. Ula skekinn strokkurinn. Ef að vitið væri meira, vaxa mundi fflokkurinin. (Hvaða flokkur?) St.D. Blöð og tímarit Bjarmi, kristilegt blað, 1. tbl. 65.'árg. febrúar 1971 er nýkom- ið út og hefur verið sent blað- inu. Af efni þess má nefna: Miskunn Guðs eftir Séra Sigurð Þorsteinsson, prest í Noregi. Synd og iðrun eftir Ebeneser Ebenesersson. Ritstjórnargrein- in: Sjáið merkið! Kristur kem- ur! Grein er um Kimanguhreyf inguna í Kongó. Síðbúin jóla- kveðja eftir Elsu Jacobsen, kristniboða í Eþiópiu. Sagt er frá 50 ára afmæli Kristniboðsfé lags karla i grein eftir Baldvin Steindórsson. Margrét Hró- bjartsdóttir kristniboði segir frá ferð til Gressi, en greinin heit- ir: „Gott er oss hér að vera.“ Maður kom fram, þáttur um Billy Graham. Ýmsar fréttir frá kristilegu starfi heima og er- lendis. Bjarrni er prýddiur mynd um, prentaður í Leiftri og rit- Stjórar hams eru Bjami Eyjólfs- son og Gunnar Sigurjónsson. ÁRNAÐ héillá 60 ára verður á morgun, 11. marz, Magnús Gunnarsson, sjó- maður, Hágerði 63. Hann verð- ur að heiman. ÁHEIT OG GJAFIR Til fólksins, sem brann hjá I.B. 1.000, G.J. 1.000, A.J. 1.000, G.L. 500, E.K. 1.000, FF 200, x 5000, N.N. 2000, Sæm. Óskarsson. 500, N.N. 1.000, H.Þ. 1.000, Katrín og Einar Ingi 400, U. og S. 200, Elínborg, Friðrik 400, N.N. 6.000, L.V. 100, kona 100, N.N. 500, S.J. 500, Hulda og Theodór 2.000, O.T.H. 1.000, N.N. 100, N.N. 300, ómerkt 3.000, G.G. 3.000, Ó.Þ. 500, HS. 5.000, Guðrún 500, N.N. 200, K.J. 1.000 B.Ó. 100, NN 200 FRÉTTIR Fáein orð um mynd af Rune- berg. 1 erindi um skáldið J. L. Rune berg, sem ég flutti í útvarp fyrir fáum dögum, gat ég um mynd, sem hann hafði sent Grími Thom sen og taldi likur fyrir þvi, að hún væri glötuð. — Síðan hefur merk kona bent mér á við- tal, sem Valtýr Stefánsson rit- stjóri átti eitt sinn við frú Sig- rúnu Bjarnason, og prentað er. En hún dvaldi um skeið sem ung stúlka á Bessastöðum hjá dr. Grími og frú Jakobínu. — 1 viðtalinu getur frú Sigrún þess, að myndin hafi verið send til Finnlands, en ekki þess, hve- nær það hafi verið gert. Mér þykir rétt, að þetta komi fram. Sigurjón Guðjönsson. Kvenfélag Laugarnessóknar býður eldra fólki í sókninni til skemmtunar í Laugarnesskóla sunnudaginn 14 marz kl. 3. Laugarneskirkja Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Séra Garðar Svavarsson. Fríkirkjan í Reykjavík Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Séra Þorsteinn Bjömsson. Kvenfélag Bæjarleiða heldur fund að Hallveigarstöð- um, miðvikudaginn 10. marz kl. 8.30. Reynir G. Karlsson, fram- kvæmdastjóri Æskulýðsráðs mætir á fundinum. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins í Reykja\ík Skemmtifundur verður í Slysa- varnafélagshúsinu fimmtudag- inn 11. marz og hefst kl. 8.30. Þar skemmtir Jónas Jónasson útvarpsmaður og Inga María Eyjólfsdóttir syngur við undir- leik Ólafs Vignis Albertssonar. Systrafélag Keflavíkurkirkju heldur aðalfund í Tjarnarlundi I mánudaginn 15. marz kl. 9. HUSEIGENDUR Þéttum eftirfarandi: stein- steypt þök, asbest þök, þak- rennur,' sval'ir, sprungur í veggjum. — Verktakafélagið Aðstoð, sími 40258. BROTAMALMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. MÆ0GUR ÓSKA EFTIR KJÓLFÖT OG SMOKIIMGFÖT lítiMi !búð. Einhver fyrirfram- greiðsla. Uppl. í síma 30330 eft'rr kl. 18. óskast til kaups, Vinsamleg- ast leggið nafn og heimiHis- fang inn á afgr. Mbl. merkt: „Kjófföt 7303". GET BÆTT VIÐ MIG bólstrun fyrir páska. Húsgágnabólstrunin, Garða- stræti 16, (bffskúr). Agnar ívars. Heimasímf í hádegi og á kvötdin 14213. SANDGERÐI Tí sölu 3ja herb. íbúð í Sand gerði. Hagsftæð útborgun, losnar fljótlega. Fasteignasalan, Hafnarg. 27, Keflávik, simi 1420. IBÚÐ ÓSKAST GRINDAVÍK 3ja—4ra herb. íbúð óskast frá 1. júní tii 15. september. fyr'rrframgreiðsfa ef óskað er. Uppl. ! síma 83752, Ti'l sölu einbýlishús i smíðum í Grindavik. Stærð 140 fm. Fasteignasalan, Hafnarg. 27, Keflavik, sími 1420. HÚSEIGENDUR Þéttum eftirfarandi: stein- steypt þök, asbest þök, þak- rennur, svaEr, sprungur i veggjum. Gerum tiíboð ef óskað er. — Verktakafélagið Bezta auglýsingablaöiö Aðstoð, síma 40258. l I Málarameisfarar Tiiboð óskast i að mála fjölbýlishúsið Safamýri 46—50. Tilboð ásamt verklýsingu sendist til Reynis Ásgeirssonar Safamýri 48. GRVAL AF HÖTTUM nýkomið, einnig STUTTBUXUR, BLÚSSUR PEYSUR OG PILS. HATTABÚÐ REYKJAVlKUR Laugavegi 10. Vefnaðarvöruverzlun óskar eftir duglegri, ábyggilegri stúlku til afgreiðslustarfa. Tilboð ásamt mynd sendist Mbl. merkt: „7304”. Saumavélar Chioyda — japanskar saumavélar í sérflokki. Þyngri gerð Kr. 9.985.00. Léttari gerð — 10.900.00. CÓÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAIt. .■mititmmimmti •fWIMIMIj...... fllMMIIIIIIll jflMIIMIMIIIIj WMMMIMMMH IMHMIIMMMIll MMHMIIMIMHÍ MMMMMIMlllll MMMMIMMMM MMIMIMMIIM 'MIHMIMMir • ttltMltHltllllMttllltt' iIIHIMMIIMMMMIMMMMMMIMIIMMIIIMMIMIMI IIIMIMM. tllllllltllll. illlllllllMIMI. MltlllltMMMM IMllMMIMIMM HMIIIIIMMMlli MtMMMMIIMM MMMIMMMMM IIMMMMIIIII* .tlMMMMlM' ÍIIMMIHI'* Lækjargötu 4 — Skeifunni 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.