Morgunblaðið - 10.03.1971, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1971
— Fyrsti hlutinn af þessu hef-
ur inni að halda ágætis lífs
reglu sagði Priestley. — Ef
fleiri menn læsu bibliuna af ein-
hverju viti, nú á dögum, mundi
ekki jafnmikil vitleysa vera
sögð og skrifuð. Thaddeus Glap
thorne hefur vafalaust ætlað af-
ganginum af versinu að eiga við
Ueizlumntur
mr
Smurt bruuð
og
Snittur
SÍLI) ð FISKUR
fjölskyldu sína. Hver er næsti
ritningarstaðurinn ?
— Orðskviðirnir 10. 15: ,,Auð-
ur riks manns er honum öflugt
vígi, en fátækt hinna snauðu
verður þeim að falli."
Hanslet brosti: — Þetta er nú
ekkert sérlega uppörvandi fyrir
núverandi kynslóð ættarinnar.
Að því er Jimmy segir mér, er
öfluga vígið þeirra rústir einar
og fátæktin er sama sem búin
að gera út af við þá. En kannski
hefur Thaddeus einmitt séð það
fyrir.
Priestley svaraði þessu engu
og Jimmy hélt áfram: Sálmarn-
ir 61. 3, og Harold las:
— Því að þú ert orðinn mér
hæli, öruggt vígi gegn óvinun-
um.
— Öruggt vígi, endurtók Pri-
estley dræmt. — Thaddeus hef-
ur þarna augsýnilega haft áletr
unina á turninum í huga. Og
hvað kemur svo næst ?
— Jesaja 45. 2., sagði
Jimmy og Harold las: ,,Ég mun
ganga á undan þér og jafna hól-
ana, ég mun brjóta eirhliðin og
mölva járnslárnar."
— Þetta varð nú efnið í al-
þekktan sálm, sagði Priestley.
— En hvernig það getur átt við
Glapthorneættina, liggur hins
vegar ekki í augum uppi.
— Kannski Thaddeus hafi séð
fyrir, að einhver afkomenda
Dag- og
kvöldnámskeið
fyrir ungar stúlkur og frúr, sem
vilja endurnýja og rifja upp
kunnáttu sína og hæfileika
hefjast 15. marz.
Sérfræðingar leiðbeina með:
★ Snyrtingu
if Hárgreiðslu
ir Matreiðslu
if Fataval
if Blómaskr'eytingar
ir Framkomu
ir Kurteisi
Afsláttur fyrir saumaklúbba
og smáhópa.
Snyrti- og tízkuskólinn,
sími 33222.
hans mundi verða gerður gjald-
þrota, sagði Hanslet. Og að þvi
er Jimmy segir, slapp hinn látni
nauðuglega við það.
Priestley lét sem hann heyrði
þetta ekki, en kinkaði koili til
Jimmy, sem las næsta ritningar-
staðinn:
„Sálmar 75. 6. Því að
frami kemur hvorki frá austri
né vestri, né úr suðri.
— Það er ekki nema dagsatt!
sagði Hanslet. — Thaddeus
gamli hlýtur að hafa verið tals-
verður spámaður, þegar hann sá
svona greinilega ástandið hjá
höf uðstaðarlögreglunni!
—- Kann að vera, sagði Preist-
ley. — En ég sé bara ekki strax,
hvernig þetta vers getur átt við
ættina hans. Lesið þér næsta
staðinn, fulltrúi.
-— 5. Mós. 8. 13. Þegar naut-
gripum þínum og sauðfé fjölgar,
þegar silfur þitt og gull eykst
og allt, sem þú átt margfaldast,
las Harold.
Þetta virðist fróm ósk ættföð-
urins, sagði Priestley. — Hann
hefur áreiðanlega ekki ætlazt til,
að þessi vers væru lesin í belg
og biðu, heldur virðist hann
hafa ætlað hvert þeirra ein-
hverju sérstöku tækifæri. Og
hvað kemur svo?
— 1. Kor. 10. 12. Því gæti sá
er hyggst standa, vel að því, að
hann ekki falli.
— Enn ein prýðileg ráðlegg-
ing, sagði Priestley. Það er rétt
eins og Thaddeus hafi viljað
vara ættina einmitt við þeim ör
lögum, sem hún hefur orðið að
sæta. Eru þarna fleiri ritningar-
greinar, fulltrúi.
— Tvær enn. Sú fyrri er Post.
8. 20.: ,,Og Pétur sagði við
hann. Þrífist aldrei silfur þitt né
þú, því að þú hugðist eignast
gjöf Guðs fyrir fé.“
— Fyrrihlutinn af þessu virð-
ist hafa rætzt, sagði Hanslet. —
Þar sem Caleb Glapthorne átti
árlegan lifeyri, þá hafa pening
arnir hans sannarlega dáið um
leið og hann sjálfur. Og hið
sama kemur til að eiga við um
föður hans og bróður, fyrr eða
seinna.
— Ég býst nú við, að Thadd-
eus hafi átt við eitthvað dálítið
annað, sagði Priestley. En hver
fermingarföt
Þú þarft ekki að óttast krókódílana, því að þeim halda há-
karlarnir í hæfilegri fjariægð.
er svo siðasti ritningarstaður
inn, fulltrúi?
— Orðskv. 27. 3. Og Har-
old fann staðinn: „Steinar eru
þungir og sandurinn sígur i, en
gremja afglapans er þyngri en
hvort tveggja."
— Kannski er þetta spámann-
leg umsögn um skaplyndi Cal-
ebs, sagði Hanslet. Vafalaust
hefur Thaddeus skrifað þetta
niður til minnis fyrir afkomend-
ur sína. Það er bara verst, að
þeir skyldu ekki fara eftir því.
Hvað finnst yður, prófessor?
— Ég veit varla hvað ég á
að haida enn sem komið er, svar
aði Priestley. Ég get varla ann-
að haldið en ættfaðirinn hafi
haft eitthvað annað og meira i
huga en góð ráð. En sögðuð þér
okkur ekki fulltrúi, að kring
um þessa ritningarstaði hafi ver
ið einhver frumstæð merki?
— Það var nú fremur fjöldi
aðskilinna merkja en eitt merki.
Það var ekkert hægt að botna i
þeim. Þau voru afskaplega ein-
föld, en þó vandlega gerð, og
virtust vera gerð af handahófi.
— Getið þér gefið okkur nokkra
hugmynd um, hverju þau líkt-
ust?
Að því er ég bezt get mun-
að voru þau af fjórum mismun-
andi gerðum, en ég tók ekki sér
staklega eftir þeim. Eitt þeirra
minnti mest á hnött og annað
eins og hálfmáni. Ég held, að
hin tvö hafi bara verið geómetr
isk — þríhyrningur og ferhyrn-
ingur.
— Hnöttur! sagði Priestley,
snöggt. — Hvenær sögðuð þér,
að Thaddeus Glapthorne hafi
dáið’i’
Jimmy leit aftur í vasabókina
sína. Árið 1782, svaraði hann.
— Montgolfierbræðurnir fóru
í fyrsta sinn upp í loftbelg
það ár. Kannski Thaddeus hafi
tekið eftir þvi, áður en hann dó.
Hálfmáninn kemur alls stað-
ar fyrir sem tákn. Hann var til
dæmis notaður af gullgerðar-
mönnum til að tákna silfur. Þrí-
hyrningurinn og ferhyrning-
urinn mundu auðvitað minna á
sig hjá hverjum þeim, sem vildi
gera einhverja einfalda teikn-
lngu. Þér hafið víst ekki teikn-
að upp röðina á þessum merkj-
um, fulltrúi?
— Því miður ekki. Mér fund-
ust þau ekki vera neitt sérstak-
lega eftirtektarverð.
—- Nei, ekki í sambandi við
yðar rannsókn, býst ég við. En
ég get ekki annað en haldið, að
ættfaðarinn hafi ætlað þeim að
hafa einhverja táknræna merk-
ingu, til gagns fyrir afkomend-
ur sína.
— Jæja, ég þarf nú að fara
aftur til Lydenbridge, þegar
réttarhöldunum verður haldið
áfram. Þá skal ég koma við í
Klaustrinu og teikna merkin
upp, eftir ættarbiblíunni.
— Já, mér þætti vænt um ef
Knattspyrnufélagið Víkingur:
Aðalfundur
knattspyrnudeildar verður haldinn fimmtudaginn 18. marz
í félagsheimiíi Víkings.
STJÓRNIN.
Pípur og fittings
nýkomið, hagstætt verð.
A J. Þorláksson & Norðmann hf.
Afgreiðslustarf
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa hálfan
eða allan daginn.
Uppl. á skrifstofunni, Garðastræti 17.
kiddabúð