Morgunblaðið - 10.03.1971, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1971
Síðari hálf leikur var ævin-
týri líkastur
Islenzka liðið vann upp 5 niarka forskot
heimsmeistaranna og jafnaði 14-14
Geir Hallsteinsson sýndi stórkostlegan leik
mmm
Gísli BlöindaJ frír inni á línunni, er hann skoraði fyrsta mark
íslendinganna.
Síðari hálfleikur í leik ís-
lendinga og rúmensku heims-
rneistararma í handknattleik í
gærkvöldi, var ævintýri líkast-
ur. Þá tókst íslendingum að
viruna upp fimm marka mun og
jafna leikinn skömmu fyrir
leikslok 14:14, og það sem meira
var: Heimsmeistaramir gerðu að
eins þrjú mörk i hálfleiknum.
Svo stórkostlegan leik hefur is-
lenzkt landslið aldrei náð að
sýna. Sanpqrinna leikmanna var
eins góð og hún gat verið, og
síðustu 20 mínúturnar var ekki
hægt að segja að neinar smug-
ur að ráði mynduðust í vöm-
inni, og ef Rúmenarnir náðu
þrátt fyrir allt að skjóta varði
Hjalti Einarsson, sem sannarlega
hélt hátíðlegan sinn 50. lands-
leik. Tvisvar eða þrisvar á þessu
tímabili náðu Rúmenarnir hraða
upphiaupum, en Hjalti var þá
vel á verði og með hárréttum
staðsetningum tókst honum að
bjarga.
Jafntefli við heimsmeistarana.
Slíkt er glæsilegt, og ekki sízt
fyrir þá sök að jafnteflið var
íyllilega verðskuidað, og sigur
krm reyndar nærri. Ólýsanleg
spenna ver í Laugardalshöllinni
eíðustu fjórar mínútur leiksins,
eftir að íslendingar höfðu jafn
að, og þá skiptust liðin á með
boitann, en íslendingar áttu þó
hættulegri sóknartiiraunir. Sig-
urmarkið virtist blasa við þegar
rúm mínúta var til leiksloka,
en þá komst Geir Hallsteinsson
inn i sendingu hjá Rúmenunum
og brunaði upp. En rúmenski
markvörðurinn, sem hafði stað
ið sig frábærlega vel í leiknum
varði enn einu sinni.
Enginin vafi er á því að þrátt
íyrir þessi úrsiit náðu Rúmenar
nú betri leik en á sunnudaginn,
og undirritaður, sem sá liðið
leika í heimsmeistarakeppninni,
er viss um að liðið er hreint
ekki síðra núna. Það leikur
xeyndar öðru visi nú en þá. —
Spil þess etr tM miuna hnaðara og
léttara, og það hefur tekið upp
nýjar leikfléttur sem því tekst
að útfæra mjög skemmtilega. I
fyrra miðaðist allt við að „blokk
era“ fyrir hina miklu skyttu
Gruia, og aðrir leikmenn votru
nánast „statistar". Nú er hver
einasti maður í liðinu virkur,
bæði í sókn og vöm, þó að mik
ið sé reyndar lagt upp úr því að
skapa stórskyttunni Kiscid tæki
færi.
Geir Haflflisiteinsisoin sýndi a@
þessu simni stórkostlegain leik.
Oft höfum við séð hiamn starnda
siig vel, em milkið miá veira ef
þetta er ekk.i hanis bezti leilkiur.
Þegar fná upphafi setbu Rúmen-
amir manin á Geir og reymdu að
taka hann úr uimtfeirð. En aldrei
varð Gedr samt óvirk'ur. Hamm
var á stöðugri Ihreyfiinigu og slkor-
aði hvorki fleird né færri en 6
mörk, og voru sum þeinna svo
glæsilega gerð að jatfmveC! Rúmen-
armir dáðust augsýniflega að. En
vert er lífca að geta þesa að ís-
leinzka landsildðið var gtreámilega
undir það búið að Geir yrði tek-
imm úr uimtferð, og aðrdr leik-
memm í fldðimu hjálpuðu honuim
mifcið og spifluðu upp á hamm
með smöggum skiptimigum.
MIKILL BARNINGUR FRAM
í MIÐJAN HÁLFLEIK
Fyrsta mark leiksins skoraði
Titus Moldovan fyrir Rúmena,
en strax á næstu minútu jafnaði
Gisli Blöndal fyrir ísland, er
hann stóð skyndilega sæmiiega
frír imm á Idmu. Síð'an náðu Rúm-
enarnir aftur forystu með marki
Dan Martin, en Gísli jafnaði aft
ur, að þessu sinni úr vitakasti,
sem dæmt hafði verið á brot á
Geir, sem kominn var í færi. Á
5. minútu færði svo fallegt skot
Geirs Islandi forystuna og
skömmu síðar náði ísiand
tveggja marka forystu, og aftur
var það Geir sem átti þar hlut
að máli, að þessu sinni með
hraðaupphlaupi. Þegar 10 mínút-
ur voru liðnar af leiknum var
daamt vitakast á íslendinga, og
var það eini dómur dönsku dóm
arana í þessum leik, sem kallast
mátti strangur. Síðan náðu Rúm
enar að jafna 4—4, en Geir skor
aði siðan 5. mark Islands með
glœsilegu skoti, eftir að hafa
stokfcið svo hátt upp, að hann
gnæfði yfir hina hávöxnu rúm-
ensku leikmenn.
Aftur var jafntefli á 5-5, 6-6
og 7-7, og voru það þeir Ölaíur
og Geir sem skoruðu mörk Is-
lendinganna. Voru um átta min-
útur til loka hálfleiksins, þegar
Rúmenamir skoruðu sitt átt-
unda mark og komust þar með
yfir. Þessu marki fylgdi svo
svartasti kafli islenzka liðsins í
þessum leik Það reyndi að halda
uppi hraða í leiknum, og varð
það til 'þess að Rúmenarnir kom
ust inn í ónákvæmar sendingar
og tókst að breyta stöðunni i
11-7 fyrir iok háifleiksins. Var
það forysta sem flestir héldu að
nægja myndi heimsmeisturunum
tii sigurs í leiknum.
OG ENN SYRTI AÐ
Fyrstu fimm mínútur siðari
háJfleiks voru án marka, en þar
kom að Ólafur Jónsson skoraði
8. mark Islendinga og skömmu
síðar bætti Viðar 9. markinu við.
Þar með var staðan orðin 11-9,
og smá von tók að kvikna um
að Islendingum tæfcist að vinna
upp bilið. En þá skoruðu Rúm-
enar þrjú mörk i röð og breyttu
stöðunni i 14-9.
Gerði Kicsid eitt markanna
úr vítakasti, en Gunesch tvö
eftir hraðaupphlaup Rúmenana.
Fannst mörgum aðdragandi
þessara upphlaupa næsta hæp-
inn, þar sem í a.m.k. annað
skiptið var greinilega brotið á
islenzkum sóknarleikmanni, sem
varð til þess að haran missti
boltann. Tíu mínútur voru liðn
ar af hálfleiknum þegar Rúmen
arnir höfðu náð þessu fimm
marka forskoti, og flestir hafa
sjálfsagt búist við að eftirleik
urinn yrði auðveldur fyrir þá
og að þetta mótlæti myndi
brjóta ísienzka liðið niður.
STÓRKOSTLEGUR
LEIKKAFLI
En þegar hér var komið sögu
upphó^st hinn stórkostlegi leik
kaf'li Islendinganna, sem áður
hefur veríð lýst. Liðið gekk eins
og vel smurð vél. Leikmennirn
ir voru harðir og ákveðnir bæði
í vörn og sókn, og frammistaða
Hjalta i markinu uppörfaði þá
áreiðanlega. Geir skoraði 10. og
11. markið og þegar tæpar 10
mínútur voru til leiksloka bætti
Gísli Blönðal 12. markinu við
úr vitakasti. Þegar 5 mínútur
voru til leiksloka fékk Björgvin
glæsilega línusendingu, og hann
brást ekki í skotinu. Munurinn
var aðeins eitt mark, og áhort-
endur risu úr sætum sínum af
æsingi og hvöttu islenzka liðið
ákaflega. Og þegar um þrjár
minútur voru til leiksloka kom
jöfnunarmarkið. Þar var Viðar
Símonarson á ferð og tókst hon
um á óskiljanlegan hátt að
skjóta, þrátt fyrir að tveir varn
arleikmenn héngju á honum.
Helzt er hægt að líkja fagnaðar
látunum við rísmikla öldu. Og
fleiri mörk voru svo ekki skor
uð i þessum skemmtilega ©g
spennanði leik.
ÞETTA ER HÆGT
íslenzka landsliðið sýndi sann.
arlega þegar mest á reið hversu
mikils það er megnugt, en írétt
ir um úrslit þessa leiks munu
víða berast og auka á hróður
landans. Greinilegt var að hvar
vetna fagnaði fólk þessum úxslit
um og mat mikils frammistöðu
okkar manna. Til gamams má
geta þess að í gærkvöldi hrimgdi
gömul kona á ritstjómarskrif-
stofu Morgunblaðsins og bað fyr
ir þakkir til íslenzka liðsims. —
„Ég er fædd 1892“ sagði hún,
og bætti síðan við „og hef sjald
an verið eins stolt og nú“.
Það er eins og oft hafi skort
herzlumuminn á að lamdsliðið
næði að sýna sínar beztu hliðar,
en nú loksins blöstu þær við,
og vonandi verður þetta upphaf
I'rarnh. á bls. 81
Ólafur H. Jónsson, fyrírliði íslenzka landsliðsins, sýndi mikinn
dugnað í leiknum. Þarna hefur hann brotizt framhjá rúmensk-
um vamarleik manrtú
Sjá einnig
íþróttafréttir
Geir HaJIsteinsson gnæfir þama yfir vöra Rúmenanna og eitt af hans snöggu og föstu skotum
er á leið í markið. (Ljijsan. MbH. Sveimm Þomm.)
á bls. 14 og 15