Morgunblaðið - 17.03.1971, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1971
11
Tillögur til lausnar
á deilunni um Laxá
Greinargerð frá stjórn Landeig-
endafélags Laxár og Mývatns
VTÐRÆÐUM, sem að tilhlutan
iðnaðarráfhmeytis hafa staðið
yfir á Húsavík milli Laxárvirkj
unar og Landeigendafélags Lax
ár og Mývatns, er lokið. Þær
urðu árangurslausar. — Stjórn
Landeigendafélagsins þykir
hlýða, að almenningur f ái
nokkra vitneskju um tillögur
hennar á fundinum:
1. Strax í upphafi viðræðna á
Akureyri nokkrum dögum fyrir
fundinn á Húsavík, lagði Stjórn
Landeigendafélagsins fram til-
lögu að nýjum viðræðugnmd-
velli. Þar var m.a. lagt til:
a) Að framkvæmdir til virkj
unar Laxár, sem þegar eru byrj
aðar, verði stöðvaðar 3—4 mán-
uði, á meðan samningaviðræður
fara fram (ef þær reynast taka
svo langan tíma).
b) Að þess verði farið á leit
við Hæstarétt íslands, að hann
tilnefni nýjan sáttasemjara, sem
ekki Sé háður umboði £rá öðr-
um deilUaðilanum, eins og nú
er.
c) Að úrræði til lausnar á raf
orkuþörf Norðurlands séu rædd
á breiðum grundvelli, án þess að
umræður séu fyrirfram einskorð
aðar við Laxá. Þetta þótti óhjá
kvæmilegt, til þess að fá yfir-
sýn yfif, hvaða kostir væru bezt
ir til raforkuvinoslú fyrir þetta
svæði.
Eins og komið hefur fram í
blaðafregnum, var þessum tillög
um hafnað, og ekki voru leyfð
ar viðræður um annað en „sátta
tillögur um virkjun Laxár III“.
Tillögur þessar eru nánast sömu
tillögur og þær, sem komu fram
á sáttafundi í nóvember 1970.
2. Stjórn Landeigendafélagsins
taldi rétt allt að einu að leggja
þessar sáttatillögur iðnaðarráðu
neytis fyrir almennan fund í
félaginu. Var fundurinn haldinn
í Skjólbrekku í Mývatnssveit
hinn 9. marz sl. og komu þar
saman á annað hundrað félags-
menn. Var samþykkt samhljóða
að fallast ekki á sáttatillögurn-
ar.
í ályktun fundrins kemur
fram, að Landeigendafélagið tel
ur sig ekki geta fallizt á það
réttindaafsal, sem felst í tillög
um þessum. Er lögð áherzla á,
að ekki sé unnt að fallast á
virkjunarframkvæmdir, án þess
að áður hafi verið kannað vís-
indalega, hvort þær framkvæmd
ir valda tjóni á náttúru landsins
og öðrum verðmætum. Taldi
fundurinn samþykki sáttatillagn
anna jafngilda að afsala þeim
rétti til að vernda Laxá og Mý
vatn, sem félagsmenn hafa lög-
um samkvæmt og hafa þegar
fengið nokkra viðurkenningu á
með dómi IJæstaréttar hinn 15.
desember sl. Þá var og bent á
í ályktun fundarins, að sáttatil
lögur ráðuneytis gengju langt
út fyrir virkjunarheimild í sett
um lögum landsins.
Þrátt fyrir þessa ályktun al-
menns fundar í Landeigendafé-
laginu hinn 9. marz sl. töldu
Laxárvirkjun og iðnaðarráðu-
neytið rétt, að deiluaðilar kæmu
enn saman til sáttafundar á
Húsavík hinn 11. marz sl. og
var það gert.
3. Á sáttafundinum á Húsavik
ítrekaði ráðuneytisstjóri iðnaðar
ráðuneytis, hr. Árni Snævarr,
þá spurningu, hvort deiluaðilar
gætu fallizt á sáttatillögu ráðu-
neytis. í greinargerð, sem Lax-
árvirkjun lagði fram, var sátta
tillögunni hafnað. Formaður
Landeigendafélagsins vísaði til
hins almenna fundar í félaginu,
þar sem sáttatillögunni hafði
verið synjað samþykkis af fyrr-
greindum ástæðum.
Einnig kom skýrt fram af
hálfu Landeigendafélagsins, að
það væri bæði órökrétt og óeðli
legt, þegar iðnaðarráðuneyttð,
sem í reynd er annar deiluaðil-
inn, legði fram sáttatillögu, sem
fjallaði um virkjunarfram-
kvæmdir við annan og jafnvel
þriðja áfanga virkjunar í Laxá,
samtímis því sem hin raunveru
lega Laxárdeila stæði um fram-
kvæmd 1. áfanga Gljúfurvers-
virkjunar. Sáttatillögur ráðu>
neytis fjölluðu því í reynd ekki
um það, sem um væri deilt. —
Jafnframt ítrekaði stjórn Land
eigendafélagsins, að það væri
með öllu ótímabært að ganga
til samninga um slíkar virkjun
arframkvæmdir, þar sem þegar
væcri búið að semja um vísinda-
legar rannsóknir á því, hvort af
þeim hlytist tjón, og hefði iðn-
aðarráðuneytið lýst yfir, að þær
virkjanir yrðu aldrei fram-
kvæmdar, ef niðurstöður rann-
sókna yrðu neikvæðar. Taldi
stjórn Landeigendafélagsins þá
fyrst tímabært að athuga samn-
inga um þessar sáttatillögur,
þegar hinar vísindalegu niður-
stöður lægju fyrir.
Á sáttafundinum ítrekaði
stjórn Landeigendafélagsins þá
kröfu sína, að framkvæmdum
við virkjun Laxár yrði frestað,
unz fyrir lægju vísindalegar nið
urstöður. Jafnframt gerði stjórn
in tillögu þess efnis, að Land-
eigendafélagið og Laxárvirkjun
gerðu með sér samkomulag um,
að á vegum Laxárvirkjunar, Raf
magnsveitna ríkisins og sýslufé
laga á Norðurlandi eystra yrði
reist gufuvirkjun við Kröflu til
að fullnægja raforkuþörf svæð-
isins í bili.
n.
Á sáttafundinum á Húsavik
mætti fyrir atbeina stjórnar
Landeigendafélagsins Guðmund
ur G. Þórarinsson, verkfræðing
ur, sem gert hefur fyrir félagið
samanburð á rafmagnsverði frá
6,5 megawatta virkjun í Laxá
annars vegar og frá 50 mega-
watta háspennulínu frá Búrfelli.
Niðurstöður hans voru í fáum
orðum þær sem hér skal
greina:
Útreikningur á raforkuverði
er háður ýmsum forsendum,
sem menn kann að greina á um.
Miklar sveiflur eru í rafmagns-
þörf tiiltekins svæðis bæði á
sólarhringi hverjum og á mis-
munandi árstímum. Þannig er
vitaskuld raforkuþörfin miklu
meiri á daginn, þegar vélar
ganga á verkstæðum og fólk
notar rafmagn til ljósa og hita
en á nóttunni, þégar flestir sofa.
Af sömu ástæðum er meira raf
magn notað í skammdegi. Þegar
raforkuneyzlan er mest, er tal
að um álagstoppa. Þar sem jafn
mikið vatn rennur að jafnaði
allan sólarhringimn í gegnum
hverfla rennslisvirkjana, er sú
leið einatt farin að slétta út
þessa ,,áiagstoppa“ með því að
nota toppstöðvar, sem ganga fyr
ir dísilvélum, og setja þær í
gang, þegar álagið er mest. Það
er hagfræðilegt reiknisdæmi,
hvenær raforkuþörfin hefur
aukizt svo mikið, að ekki borgar
sig lengur að slétta álagstopp-
ana út með díselrafölum. Þegar
sú stund er komin, er tímabært
að reisa nýja virkjun.
Það kom fram í niðurstöðum
Guðmundar G. Þórarinssonar,
að Laxárvirkjun gerir í sínum
útreikningum ráð fyrir þvi, að
gufuaflsstöð hennar í Bjamar-
flagi sé rekin sem toppstöð, þ.e.
hún sé eins og dísilrafstöðvar,
aðeins sett í gang, þegar álagið
er mest. Hins vegar munu flest
iir á einu máli um, að næg gufu
orka sé til staðar í borholum
gufuvirkjunarinnar og af-
köst Námaskarðsjarðhitasvæðis-
ins næg til þess að reka miklu
stærri gufuvirkjun þarna með
verulegu rekstraröryggi. Stjórn
Laxárvirkjunar hefur rökstutt
þessa rekstrartilhögun gufusíöðv
arinnar með því, að hún þurfi
að kaupa gufu til framleiðslu á
hverri kílówattstund á verði,
sem jarðvarmadeild ríkisins
ákveði. Hún þurfi því að kaupa
afl þessarar stöðvar með sama
hætti og hún væri að kaupa
disilolíu. Þetta telur Landeig-
endafélagið mjög óeðlilegt og
þjóðhagslega óhagkvæmt, þar
sem það er hreint bókhaldsatr
iði milli tveggja ríkisstofnana, á
hverju verði gufan úr borhol-
unum er keypt. Þjóðhagslega er
hagkvæmast, að gufuvirkjunin
sé látin ganga allan sólarhring-
inn, úr því að hún hefur á ann
að borð verið reist. Rafstöð,
sem gengur allan sólarhringinn,
er kölluð grunnstöð.
Ef gert er ráð fyrir því, að
gufuvirkjunin í Bjarnarflagi sé
rekin sem grunnstöð, þ.e. allan
sólarhringinn, þýðir það, að þörf
Norðurlands fyrir aukna raf-
orku og þar af leiðandi nýjar
virkjanir er miklum mun minni
en stjórn Laxárvirkjunar hefur
viljað vera láta í sínum útreikn
ingum. Þá þarf aðeins að útvega
lítillega meiri raforku, eins og
málin standa í dag, til að anna
aukinni þörf. Þessi aukna - raf-
orkuþörf er aðeins tilfinnanleg,
þegar álagið er mest. Þjóðhags
lega er samkvæmt útreikningum
Guðmundar G. Þórarinssonar
hagkvæmast að bíða í nokkur
ár með að hefja framkvæmdir
við vatnsaflsvirkjun, en að
nota gufuvirkj unina í Bjamar-
flagi sem grunnstöð og slétta á-
lagstoppana út með dísilrafstöð
Niðurstöður benda til þess, að
hagstætt sé jafnvel að láta þær
100 millj. kr., sem þegar eru
komnar í virkjunarframkvæmd
irnar liggja ónotaðar í tvö til
þrjú ár og draga fjárfestingu
þeirra 300 millj. kr., sem áætlað
er að verja til framkvæmdanna.
400 millj. kr. virkjun, sem fram
leiðir og selur svo litla raforku
fyrstu árin, sem fyrsti áfangi
„laxár 111“ er mjög óhagstæð
nýting fjármagnsins. Við þessa
útreikninga er lögð til grundvall
ar sú orkuspá, sem raforkunefnd
Norður- og Austurlands hefur
gert árin 1966—67 með þeirri
auknu raforkunotkun, sem leið-
ir af kísilgúrframleiðslu við Mý
vatn og talin er í góðu samræmi
við raforkuþörfina í dag.
Það verður því að teljast
vera reikningsleg blekking af
hálfu stjórnar Laxárvirkjunar
að raforkuþörf Norðausturlands
kalli á virkjunarframkvæmdir
í Laxá strax. Um leið má vera
ljóst, að nægur tími er til und
irbúnings öðrum virkjunum eins
og t.d. gufuvirkjun við Kröflu
eða vatnsaflsvirkjun við
Skjálfandafljót eða þá til að
leggja háspennulínu yfir hálend
ið frá Búrfelli. Þá hefur og yfir
maður j arðvarmadeildar rikis-
ins, Karl Ragnars verkfræðimg-
ur upplýst, að margfalda megi
orkuframleiðslu gufuvirkjimar-
winar í Bjamarflagi með því að
setja nýjan vélabúnað í stað
hinna gömlu véla, sem munu
vera yfir 30 ára. Hin aukna raf
orka fæst þar m.a. með því að
setja nýja gufuhverfl a, sem
ganga fyrir minni þrýstingi, og
halda því ekki gufunni miðri í
borholunum, eins og gömlu há
þrýstihverflamir munu nú
gera. Auk þess munu himar nýju
vélar nýta varma gufunnar
miklu betur og þar með minnka
áhættuna af hugsanlegri meng-
un frá gufuvirkjuninni í Bjamar
flagi.
Þá er rétt að geta þess, að
stjórn Laxárvirkjunar gerir ekki
i útreikningum sínum ráð fyrir
neinum undirbúningskostnaði né
heldur ráð fyrir því, að greiða
þufi nokkrar skaðabætur vegna
þeirrar skerðingar á umráðum
yfir rénnsli Laxár, sem virkjun-
in hefur í för með sér. Umráðs-
skerðingin er einkanlega fólgin
í þvi, að 38 metra fall í þrýsti
vatnsgöngum drepur hiðurgöngu
seiði lax og torveldar virkjun-
in því stórlega að áliti sérfræð
inga möguleika landeigenda við
ána til laxræktar og nytja af
henni. Samkvæmt vatnalögum
nr'. 15/1923 ber að baeta slíka
umráðaskerðingu fullum bótum.
Er tjónþola samkvæmt lögunum
rétt að krefjast þess, að greitt
sé árlegt gjald vegna umráða-
skerðinga. Verður Laxárvirkjun
því að greiða árlegt gjald fyrir
vatnsaflið eins og fyrir gijtuna
í Bjarnarfiagi. Gjald þetta verð
ur mjög hátt þar sem umráð
yfir vatni til laxræktar eru nú
að verða geysilega verðmikil.
í útreikningum Guðmundar
G. Þórarinssonar er ekki fremur
en í útreikningum Laxárvirkj-
unar gert ráð fyrir neinum
skaðabótum til landeigenda. —
Þeir eru í alla staði reistir á
sömu forsendum með þeirri
breytingu þó, að þeÍT sýna raf
magnsverð frá fyrirhugaðri virkj
un 1. áfanga Gljúfurversvirkjun
ar bæði í því tilviki, að gufu-
virkjúnin i Bjamarflagi sé rek
in sem grunnstöð og sem topp-
stöð. I báðum tilvikunum er raf
magn með 50 megawatta linu
norður yfir hálendið frá Búrfelli
þó ódýrara komið norður en frá
1. áfanga Gljúfurversvirkjunar
sem skal veita 6,5 megawatta
afl. Niðurstöðurnar eru sem hér
segir:
1) Gufuaflstöð í Bjamarflagi
rekin sem grunnstöð:
Verð á kilów.stund frá
1. áfanga 6,5 MW í Laxá
áætl. kosta 400 millj. kr. 1,17
Ef hann kostar
500 millj. — 1,42
Frá 50 MW línu frá Búrfelli
áætl. kosta 204 miUjónir:
Ef rafm. inn á línu við
Búrfell kostar 30 aura kr. 0,66
— 40 — — 0,76
_ 50 — — 0,86
_ 60 — — 0,97
2) Gufuaflstöð í Bjarnarflagi,
sem toppstöð:
Verð á kílów.stund frá
1. áfanga i Laxá með sömu
forsendum að öðru leyti
Kostn. 400 millj. kr. 0,86
Kostn. 500 millj. — 1,05
Frá 50 MW línu frá BúrfeUi:
Ef rafm. inm á línu
kostar 30 aura kr. 0,56
— 40 — — 0,65
— 50 — — 0,74
_ 60 — — 0,83
Af þessum útreikiiingum má
glögglega sjá, að rafmagn með
háspennulínu norður yfir hálend
ið frá Búrfelli yrði alltaf ódýr-
ara en rafmagn frá 1. áifanga
Gljúfurversvirkjunar, hvernig
sem á málið yrði litið, og er þó
ekki í þessum útreikningum
gert ráð fyrir hinum miklu
skaðabótagreiðslum, sem árlega
mundu falla á Laxárvixkjun. —
Þárf ekki að orðlengjá, hvert
fjármálahneykslí verður hér upp
skátt. Um það munu fleiri aðil-
ar eflaust á næstunni leggja orð
í beig.
Verð á linu norður yfir há-
lendið er í þessum útreikning-
um áætlað samkvæmt vitneskju
fenginni frá Landsvirkjun og
verð þeirrar línu algjörlega
skrifað á kostnað neytamdans
norðanlands. Hitt er þó bersýni ’
legt að hún þjónar jafnframt
þeim tilgangi að tengja samam
tvö orkusvæði og því ekki rétt-
mætt, að hún skrifist algjörlega
á kostnað Norðúrlands. Um
langa tið hefur verið ljóst, að
nauðsynlegt er að tengja saman
hin ýmsu orkusvæði landskis til
fyllri nýtingar á og miðíunar
milli orkusvæða, ef þörf kref-
ur. Með lagningu línu norður
yrði því hrundið í framkvæand
hagsmunamáli alþjóðar.
Af útreikningum Guðmundar
G. Þórarinssonar verkfræðings
má ráða, að í þeim eru lagðar
til grundvallar þær forsendur,
sem gefa Laxárvirkjunarstjórn
eins hagstæða útkomu og orðið
getur. Hitt er jafnframt degin
um ljósara, að haldi Laxárvirkj
unarstjórn áfram virkjunará-
formum aínum í Laxá, hljóta að
koma inn í þetta dæmi ótal
kostnaðarliðir, sem hækka munu
stórlega raforkuverð frá þeirri
virkjun.
Að lokum má þess geta, að
í bréfi Rafmagnsveitna rikisins
dags. 4. febrúar sl. er lauslega
áætlað, að verð hverrar kílówatt
stundar frá Lagarfljótsvirkjun
gæti orðið kr. 062—066 komið til
Akureyrar, þegar sú virkjun er
fullgerð. Er það enn eitt um-
hugsunarefnið um óhagkvæmni
1. áfanga Gljúfurversvirkjunar,
sem nú er fyrirhugaður í Laxá í
S-Þingeyjarsýslu. Nauðsynlegt
er því, að þessi mál verði könn
uð til hlítar og ekki flanað að
framkvæmdum að órannsökuðu
máli og meðan þörfin er ekki
brýnni en útreikningar verkfræð
ingsins leiða í ljós.
16. marz 1971.
DILAR TIL SÖLU
Volvo Amazon ’64 station. Vörubílar:
Toyota Corona '65, M-Benz 1618 '67,
Chevrolet '65 station. M-Benz 1413 '67_'69,
Taunus '67 4ra dyra station, M-Benz 1920 '66,
V.W. 1600 TL '68, M-Benz 911 '64,
Opel Cadett '63—'66, M-Benz 322 '61,
M. Benz 220 D '68, M-Benz 1418 '65.
Ford pick-up '63,
Opel Admiral '65,
Chevrolet '67 Malibu.
Alls konar skipti. BÍLABORG Simi 30995,
Getum tekið bíla inn í góðan Kleppsvegi 152,
sal. Holtavegsmegin.
— ÍQiin noi/*oT Óskum að taka á leigu 3ja-4ra herbergja íbúð í Reykjavík íniin
- llilitl UoKAoI eða nágrenni - Hringið í síma 41826 í kvöld eða nœstu kvöld IBUÐ OSKA ST =