Morgunblaðið - 17.03.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1971 KjM i' • ■'•■■• > S" " BLÓÐ- TURNINN n . . 38 . . leika með i reikninginn, að hann hafl verið myrtur í hefndar- skyni fyrir einhverja móðgun, sanna eða imyr.daða. En vitan- lega getur hafa verið einhver önnur ástæða til glæpsins, sem við hofum ekki enn gert okkur ljósa. Þér misskiljið það von- andi ekki, hr. Glapthorne, að við fráfail bróður yðar verðið þér erfingi að Farningcote-eign- inni? — Hjálpi oss vel! sagði Benjamín. Þér trúið því sjálf- sagt ekki, en það atriði máls- ins hafði mér ekki dottið í hug. Svo að ég verð erfingi! Vel á minnzt, hvernig liður gamla manninum? Hefur hann tekið sér dauða Calebs mjög nærri? — Ekki eins og við hefði mátt búast. Ég var viðstaddur þegar Appleyard var að samhryggjast honum. Þá sagði hann ekki ann- að en það, að turninn stæði enn- þá. AKRA d brauó Ueizlumntur Smurt bruuð og Snittur SÍLO S FISKUR Benjamin kinkaði kolli, dræmt. — Já, ég átti von á því, sagði hann. — Þér hafið sjálf- sagt heyrt getið um þessa áletr- un? — Ég hef lesið hana sjáifur og hef heyrt um átrúnað föður yðar á henni. Þér eruð ekki sjálfur með neina hjátrú í sam- bandi við hana, eða hvað? Benjamín hló, hálf-skömmustu lega. — Ég veit ekki, svaraði hann. — Allir menn, sem eru i siglingum, eru meira og minna hjátrúarfullir. Jafnvel véla- menn. Finnst yður það ekki skrítið, að menn sem ala aldur sinn innan um svo veraldlega hluti sem vélar, skuli verða hræddir eí einhver missir salt niður á borðdúkinn? Auk þess er ég Glapthorne og sú ætt hefur haft þessa áletrun fyrir augunum, hver kynslóðin eftir aðra. — Þér fóruð að heiman frá Farningcote, strax ungbarn ? sagði Jimmy. — Ég var tveggja ára. En ég slapp nú samt ekki alveg við þessi áhrif frá ættinni. Hún Lea frænka, sem ól mig upp var sjálf Glapthorne, og henni var meinilla við ef einhver nefndi þessa áletrun á nafn, og þaut þá upp. Hún sagði, að þetta væri hlægileg vitleysa, sem eng inn maður með viti tæki neitt mark á. En mér hefur stundum dottið í hug, að þessi viðbrögð brauð hennar hafi einmitt stafað af þvi, að hún væri sjálf ekki laus við sömu hjátrúna. — En það var nú ekki það, sem ég ætlaði að segja yður. Frændi minn og frænka áttu heima í fallegu gömlu húsi i Yorkstræti í Lydenbridge. Þau voru. vel efnuð þá og frændi minn sérstaklega vildi eiga góða daga. Hann átti tvo hesta og var vanur að aka í fjórhjóluðum veiðivagni. Og þegar ég var lítill ók hann mér stundum í klaustrið, síðdegis á laugardög- um, til að drekka te með föður mínum. — Ég man enn i dag, hvað ég kveið fyrir þessu ferðalagi. Þér verðið að muna, að faðir minn var mér gjörsamlega ókunnur. Ég sá hann aldrei endramær. Þá var hann ekki búin að fá slagið, og var full- komlega ferðafær. En hann gekk alltaf þunglamalega, líka astur ofhlöðnum pramma í sjó- gangi. Af einhverjum ástæðum var ég alltaf hræddur við þetta, án þess að geta gert mér nánari grein fyrir þvi. Og ekki bætti Caleb úr skák, ef hann var heima úr skólanum, því að hann var alltaf að hræða mig með alls konar grettum, eða klípa mig þegar enginn sá til. — En aðalatriðið var þó þetta. Þegar búið var að drekka, tók faðir minn mig á hné sér og talaði við mig. Og hann átti aldrei nema eitt umræðuefni — turninn og áletrunina á honum. Sannast að segja, held ég, að fyrstu orðin sem ég lærði hafi verið: „Meðan þessi turn stend- ur . . Gamii maðurinn lamdi þetta inn í mig þangað til ég kunni það utanbókar. Og hann lét ekki þar við sitja. Hann lagði mér á hjarta þýðingu þess- arar áletrunar, sem sé, að Farningcoteættin væri eins mik- ill hluti af eigninni og sjálfur turninn. Og útkoman varð sú, að árum saman hélt ég, að áletr- unin væri meiri heimild en öll lög og allir spámenn samanlagt. Jimmy brosti. — Ég skil þetta vel, sagði hann. Ég man vel sjálfur eftir barnatrú eins og þessari. En sjálfsagt eruð þér AKRA d brauó DÖMUR athugið Höfum opið á sunnudögum yfir fermingarnar. STJÖRNU-hárgreiðslustofan Laugavegi 96, sími 21812. Skoðið NYJU ÁTLÁS kæliskápana Skoðið vel og sjáið muninn í . . . ^ efnisvali frágangi tækni ^ír litum og formi FROST ATLAS býður frystiskópa (og -kistur), som- KULDI byggfkt kaeli- og frystiskópa og kæliskópa, SVALI með eðá ón frystihólfs og valfrjólsri skipt- ingu milli kulda (ca. + 4°C) og svala (ca. + I0°C). MARGIR ATLAS býður fjölbreytt úrval, rh.a. kæli- MÖGU- skápa og frystiskápa af sömu stærð, sem geta staðið hlið við hlið eða hvor ofan á öðrum. Allar gerðir háfa innbyggingar- möguleika og fást með hægri eða vinstri opun. Alsjálfvirk þiðing — ekki einu sinni hnapp- ur — og þiðingarvatnið gufar upp! Ytra byrði úr formbeygðu stáli, sem dregur ekly til sín ryk, gerir samsetningarlista óþarfa og þrif auðveld. LEIKAR FULL- KOMIN TÆKNI CCIH nú eitthvað farinn að iinast í trúnni á á'etrunina? — Já, það er orðið eins og hver önnur hjátrú í huganum, eins og þér gátuð til. En þvi eldri sem faðir minn verður, því óhagganlegri verður þessi trú hans, að þetta sé heilagur sann- leikur. Honum var alltaf mein- illa við, að ég yrði vélstjóri á skipi. Hann taldi það vera fyr- ir neðan virðingu eins Glap- thornes að þurrka sér um hend- urnar á tvisti. Og hann hefur hvað eftir annað endurtekið við mig, að ég mætti ekki gera svona lítið úr mér, heldur að minnsta kosti komast á línuskip. — Af því að það væri ögn meira að vera yfirmaður á línu- skipi eða hvað? sagði Jimmy. — Nei, það held ég ekki hon- um hafi dottið í hug. Nei, held- ur til þess að áletrunin mætti rætast. Gamli maðurinn fengi nú annað slag ef ég nefndi það við hann, en hinnst í hjarta sínu er hann ólæknandi rómantískur. Veslings Caleb sálugi hafði nú aldrei neinn áhuga á hjóna- bandi, en BenjamLn, gullbryddað ur yfirmaður á Atlantshafsskipi, AKRA d brauð átti að bæta fyrir van- rækslu bróður sins. Hann átti að hitla og eiga milljóneradótt- ur. Og af einhverjum ástæðum, sem hann þekkti bezt, átti hún að eyða auðæfum föður síns til að rétta við hag Glapthorneætt- arinnar. Ósköp einfalt mál, nán ar aðgætt. Jimmy hló. — Já, sérlega ein- falt. En hefur yður þá aldrei dottið í hug, að framkvæma þessa hugmynd föður yðar? — Ég byrjaði nú á byrjuninni hjá þessu sama félagi, og ætla að halda mér að því meðan það vill hafa mig, sagði Benjamín, blátt áfram. En annars . . . jæja, sleppum því. Mér hefur líka dott ið ýmislegt annað í hug. Jimmy gat getið sér til um, hvað þetta „annað“ var — Eins og ég sagði áðan, þá eruð þér nú orðinn erfingi að eign- inni. Ég vil nú ekki vera hnýs- inn, en samt langar mig að vita, hvað þér hafið i hyggju. — Hef í hyggju! Góði mað- ur, ég hef ekkert sérstakt í hyggju. Ég hef aldrei hugsað neitt um, hvað ég mundi gera ef AKRA d brauð Hriitui'inn, 21. marz — 19. apríl. Kéttast er að reyna að deila þeim tíma, sem aflögu er jalnt niður á aðstandendur þína. Nautið, 20. apríl — 20. niaí. Reyndu að breyta dálítið um vinnuhraða og aðferðir. Tvíburarnir, 21. fnaí — 20. júní. Morgunstund gefur gull í mund, og miklu geturðu komið í verk ef þú færð sjálfur að ráða. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. I»ér hættir til að gerast of málgefinn og því er betra að vinna einn. Ljónið, 23. júlí 22. ágúst. Itétt er að ganga frá þeim verkefnum, sem þú áttir ólokið síð- ast er þú varst við störf. Meyjan, 23. ágúst — 22. septeinber. Gerðu grein fyrir þeim hindrunum, sem á vegi þínum verða við rétta aðila. Vogin, 23. september — 22. október. Þú ættir samkvæmt venju að hafa nægilega mikinn áhuga fyrir tekjum þínum til að reyna eitthvað á þig. Sporðdrekinn, 23. októlier — 21. nóvember. Þér er gagnslaust að húka úti í horni í þungum þönkum. Fólk bregður skjótt við og hjálpar þér ef þú ert dálítið brattur. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Vertu viðbúinn ýmsum stórviðburðum í dag og reyndu að taka þeim af skynsemi. Steingeitin, 22. desember — 19. jamiar. Þú ert við öllu búinn, og er vel um það. En flest gengur vel og þú getur verið óhræddur. Vatnsberinn, 20. jamiar — 18. febrúar. Reyndu að snara verkum þínum af, og láttu sniáleiðindi eins og vind um eyrun þjóta. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú ert búinn að binda þig um of, og það veldur þér töfum. l.áttu ekkert aftra þér að standa við skuldbindingar þínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.