Morgunblaðið - 31.03.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1971 3 Nýtt stúdenta- mötuneyti Stúdentaheimilið nýja kostar um 40 milljónir króna NÝTT mötuneyti Háskóla- stúdenta var ts&ið í notkun í nýja Stúdentaheimilinu við Hringbraut í gær. í þessu nýja mötuneyti geta um 200 manns snætt í einu. Á næstunni opnar bóksala stúdenta í Stúdentaheimilinu og einnig verða þar skrif- stofur Félagsstofnunar stúd- enta, Stúdentaráðs, Stúdenta féiagsins og félagsherbergi deildarfélaga. Ætlunin er að fullgera bygginguna á þessu ári, en það sem á vantar nú, er fyrst og fremst innrétt- ingar skrifstofuherbergja. Áætlaður byggingarkostnað- ur er um 40 milljónir króna. Forráðamenn Stúdenta- heimilisins buðu til hádegis- verðar í nýja mötuneytinu í gær. Meðal gesta voru Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráð- herra, Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra, Geir Hall- Úr matsalnum í nýja Stúdentaheimilinu. (Ljósm Kr. Ben.). frímsson, borgairstjóri og rmann Snævarr, fyrrum Háskólarektor. Þorvaldur Búason, for- maður stjórnar Féiagsstofn- Þorvaldur Búason, formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta, býður gesti velkomna í nýja stúdentamötuneytið í gær. Við endaborðið sjást auk hans: Magnús Már Lárusson, rektor, ráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason og Magnús Jónsson, Geir Hallgrimsson, borgarstjóri ©g dr. Ragnar Ingimarsson, formaður byggingarnefndar Stúdentaheimilisins. unar stúdenta bauð gesti velkomna. Menntamálaráð- herra flutti stúdentum árn- aðaróskir rikisstjórnarinnar. Hann kvað þörfiha íyrir byggingu sem Stúdentaheim- iiið löngu brýna og gat þess, að svo virtist sem . fram- kvæmdir allar hefðu tekizt hið bezta. Kvaðst hann vona, að mörg góð samkom- an og margur ágætur máls- verðurinn ætti eftir að verða í þessari nýju bygg- ingu. Fór hann svo nokkrum orðum um nauðsyn þess, að stúdentum gæfizt sem bezt tóm til að sameina „að læra og að lifa“ og þá væri ekki síður mikilvægt, að menn „lærðu að lifa“. Kvaðst hann vona, að nýja Stúdentaheim- ilið yrði stúdentalífinu öfl- ug lyftistöng. Þorvarður ÖrnólfSson, fram kvæmdastjóri, sagði, að inn- an skamms myndu stúdent- ar opna kaffistofu í Árna- Framhald á bls. 21 Flugfélagið býður tíðustu og fijótustu ferðirnar með þotuflugi til Evrópulanda og nú fara í hönd hin vinsælu vorfargjöld Flugfélagsins, Við bjóðum yður um 30% afslátt af venjulegum fargjöldum til helztu borga Evrópu í vor me<5 fullkomnasta farkosti nútímans. Það borgar sig að fljúga með Flugfélaginu. Hvergi ódýrari fargjöld. FLVCFELAGISLANDS ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDl s STAKSTtlNAR Ljótur leikur Alþýðublaðið birti í fyrradag forystugrein um landhelgismálið undir ofangreindri fyrirsögn og sagði þar m.a.: „llm langa hríð hefur ísland átt í harðri haráttu á alþjóðleg- um vettvangi fyrir málstað sin- um í landhelgismálimi. Og ís- lendingum hefur vissulega orðið mikið ágengt í þeirri baráttu. Þeir hafa afiað sér fylgis og ríkr- ar samúðar margra þjóða og Is- land nýtur sérstaks álits á þingi SÞ fyrir mikla þekkingu á land- grunns og hafsbotnsmálum ein- arðleika í málflutningi, festu og framsýni. Er það t. d. almennt viðurkennt, að ísland á drjúgan þátt í því að ákveðið var að kalla saman alþjóðaráðstefnu um mál- efni hafsbotnsins árið 1973 og svo mikils álits hafa íslendingar aflað sér að sjálfsagt þótti að ísland fcngi sæti I nefnd þeinri, sem alþjóðaráðstefnuna á að undirbúa, þótt mörg önnur ríki hafi keppt að því að hljóta þar sæti, en ekki fengið. Það hefur hingað til verið meginstyrkur fulltrúa Íslands er- lendis, sem sótt hafa rnálið fyrir fslands hönd, að geta haldið þvi staðfastlega fram, að öll íslenzka þjóðin stæði einhuga um stefn- una í landhelgismálunuin. And- stæðingar íslands í þcssu máli fylgjast vei með því, sem sagt er og gert í Iandhelgismálunum hér uppi á íslandi og þeir hafa enn ekki getað fundið nein merki þess, að þjóðin stæði ekki saman sem einn maður. Hefði það ella verið óspart notað gegn málstað fslands í þeirri baráttu, sem fram hefur farið um þetta mái á al- þjóðasamkomum.“ I> j óðareining rofin Síðan sagði Alþýðublaðið: „S.l. haust virtist hins vegar, sem ýmsar blikur væri að draga á loft hér á landi í þessu mikla hagsmunamáli þjóðarinnar. Þá fóru ýmsir að óttast, að stjómar- audstaðan, sem komin var í mik- inn kosningahug, ætlaði hér að íremja þau stórkostlegu alvar- Icgu mistök að rjúfa þjóðarein- inguna í landhelgismálinu í þeirrí röngu trú, að hún kynni að gefa bagnazt á sliku í kosningum. Til þess að reyna að koma í veg fyrir svo afdrifarík mistök var ákveðið að koma á fót nefnd, sem ættu í sæti fulltrúar allra þingflokka, og átti í þeirri nefnd að reyna að ná pólitískri sam- stöðu um málið. Var það reynt í marga mánuði. En allar tilraun- ir til samkomulags strönduðu á stjórnarandstæðingum. Nú fyrir nokkrum dögum kluiu þeir nefndina og neituðu endan- iega allri samstöðu. Þar tók stjórnarandstaðan frumkvæði að því að fá andstæðingum okkar í hendur það beittasta vopn, sem þeir geta beitt, — að segja, að áralöng samstaða íslenzku þjóð- arinnar í landhelgismálinu sé nú rofin. Alþýðublaðið lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnarand- stæðingum fyrir þetta hrapallega glapræði gegn hagsmunum ís- lenzku þjóðarinnar. Sá leikur, er stjórnarandstaðan hefur hér leikíð, er Ijótur leikur.“ MORGUNBLAÐSHÚSINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.