Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1971 11 Skipholti 35. Sími 31055. Cúmmívinnustofan — Verkalýðs- hreyfingin einingartákn launþega Framh. af bls. 5 vinnu og vinna að samstöðu allra nágrannalanda okkar um að þaar ráðstafanir verði gerðar sem fyrirbyggja að skaðleg úr- gangsefni séu sett í hafið, ekki einungis innan 100 sjómílna held ur á öllu hafsvæðinu milli landa. HÆKKUN ELLI- OG ÖRORKUBÓTA Það er siðferðileg skylda okk ar, að sjá svo um, að laun hinna öldruðu og þeirra, sem við skerta starfsorku verða að búa, séu á hverjum tíma það rífleg, að þetta fólk þurfi ekki að búa við knöpp kjör, eins og verið hefur. Hvaða siðgæði 1 velferðar- og menningarþjóðfélagi, sem við lif um í, er að sniða öldruðu fólki svo þröngan stakk í efnalegu tilliti, að það horfir með kvíða til siðustu ára æfinnar. Fólkið, sem hefur þrælað sér út og byggt upp það velferðar- ríki sem við lifum í og yngri kynslóðin tekur að erfðum. Ég er fullviss, að hin upp- rehnandi æska þessa lands, mun ekki sætta sig við að hlut- ur hinna öldruðu og þeirra, sem ekki hafa fulla starfsorku verði slí'kur, að það þurfi að líða efna legan skort, að loknu löngu og ströngu dagsverki. Þess vegna leggjum við í dag áherzlu á stórhækkun elli- og örorkubóta. Atvinnurekendur Ungur, vel menntaður maður óskar eftir starfi frá byrjun júní í tvo til þrjá mánuði. Hálfsdagsvinna kæmi vel til greina. Hefur nýjan bíl. Hátt kaup ekki aðalatriði. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkf. „Reglusamur — 7277". Iðnaðarhúsnœði Óskum eftir að kaupa 350—450 fm iðnaðarhúsnæði. Þarf að vera á jarðhæð með innkeyrslumöguleikum. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardaginn 8. 5. merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 7495". Húsnœði óskast Óskum eftir 150—300 fermetra húsnæði fyrir bílaleigu. Tilboð merkt: „Bílaleiga — 7446" sendist Morgunblaðinu fyrir 10. maí. Sölumaður Umboðs- og heildsölufyrirtæki óskar eftir að ráða sem fyrst sölumann, sem unnið getur sjálfstætt og hefur þekkingu á enskum bréfaskriftum. Umsóknir sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 8. þessa mánaðar, merktar: „Sölumaður — 7494",- Frá Barnaskólum Hafnarfjarðar Innritun 7 ára bama (f. 1964) fer fram í skóiunum, miðviku- daginn 5. maí kl. 4—5 síðdegis. Hverfaskipting er þessi við innritun: I. LÆK JARSKÓLI: Hvaleyrarholt, Suðurgata milli Selvogsgötu og Lækjargötu, Lækjargata og svæðið vestan Lækjar að og með Linnetstíg og Smyrlahrauni og Álfaskeið upp að númer 70. II. VÍÐISTAÐ ASKÓLI: Frá Linnetstíg og Smyrlahrauni og Álfaskeiði 70 og þar fyrir vestan og norðan. III. ÖLDUTÚNSSKÓLI: öll börn fyrir sunnan Læk, nema þau sem fara í Lækjarskóla. Innritun 6 ára bama: Ákveðið er að hafa deildir í skólunum fyrir 6 ára börn (f. 1965) næsta vetur. Þau börn á að innrita miðvikudaginn 12. maí kl. 4—5 síðdegis. Hverfaskipting er sú sama og hjá 7 ára börnum. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. Ábyrgðarstarf Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða traustan mann til að sjá um gjaldkera- og bankastörf og fleira fyrir fyrirtækið. Aðeins reyndur maður með góð meðmæli kemur til greina. Umsóknir, sem teknar verða sem trúnaðarmál leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 8. þessa mánaðar merktar: „Ábyrgð — 7493", BRIDGESTONE BEZTU DEKKIN Á MARKAÐNUM FLESTAR STÆRÐIR OG GERÐIR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.