Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1971 » fr Flugfélagið kaupir aðra Boeing-þotu — nákvæmlega eins og Gullfaxi Kemur til landsins upp úr miðjum þessum mánuði SÍÐASTLIÐINN mánndag voni undirritaðir samningar milli Flugfélags íslands og Grant Aviation Leasing Corporation í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, um kaup á þotu af gerðinni Boeing 727—100 C. Nýja þotan er af sömu gerð og hefur sama útbúnað og Gullfaxi, sem Flug- félagið á fyrir. Hún er væntan- leg til íslands laust eftir miðjan þennan mánuð. Hún kostar 255 milljónir ísl. króna. Á fundi með fréttamömnum í gær, rakti Öm Johnson, forstjóri Flugfélagsins í stuttu máli til- drögin að kaupum þessarar nýju vélar. Hanm sagði að strax þegar Gullfaxi var keyptur hafi verið gerð áætlun um starfsemi fé- lagsims, til nokkunra ára, og var m.a. komizt að þeiiri niðurstöðu að nauðsynlegt yrði að kaupa nýja þotu ekki sáðar en árið 1971. Félagið lenti í fjárhagserfið- leikum vegna gengisfellinganna tveggja, sem tvöfölduðu skuldir þess erlendis og það sem var jafnvel enn verra að þótt nokk- ur hækkun yrði á fargjöldum drógust flutningar mjög saman um tíma. Síðari hluta ársjins 1968 og árið 1969 voru því félaginu erfið, en svo fór að birta til. Gullfaxi var þá í fullri nýt- ingu og vel það og ljóst að ekíki mátti draga miiklu lengur að fá aðra þotu. Rannsókn leiddi strax í ljós að lang hagkvæmast yrði að kaupa nákvæmlega eins vél. Miíkill fjöldi nýrra véla er nú á markaðinum og t. d. hafa risaþotumar gert að verkum að hægt er að fá fyrsta flokks not- aðar þotur á mjög hagstæðu verði. Þegar svo félagið fékk mjög hagstætt tilboð frá Grant Aviation, vair ákveðið að taka því. Kaupvetrð er 2,9 milljón dollarar eða 255 milljónir ísl. króna, en innifalið í verðinu er töluvert af dýrum varahlutum. Flugfélagið greiðir 15 aí hundr- aði kaupverðsins við móttöku, og eftirstöðvamar á sjö árum. Öm Johnson sagði að það væri ánægjulegt fyrir Fiugfé- lagið að eklki hefði þurft að leita eftir ríkis- eða bankaábyrgð vegna þessara kaupa. Engu að síður stæði félagið í mikilli þakk- arskuld við stjórnvöld og Seðla- banka íslands, sem ejns og endra nær hefðu veitt mjög góða fyrir- greiðslu. Þar sem þessi kaup hafa verið á döfinni, var tekið tillit til þess í sumaráætlun Flugfélagsins að tvær þotur yrðu í notkun, en auk þess er verið að leita eftir saminingum um leiguflug og annað til að fá fulla nýtingu á báðum véJunum. Örn sagði að þar sem í viss- um Skilningi væri þetta tvöföld- un á flugvélakosti félagsins yrðu kannski fyrst í stað nokkrir erfiðleikar með fulla nýtingu yfir vetrartímanm. Það væri þó uppörvandi að á árinu 1970 hefði orðið töluverð aukning frá ár- inu áður, farþegaaukning hefði verið 32 prósent, vöruflutningar 11 prósent og póstflutningar aukizt um 40 prósent. Þá hefðu ferðir til Kanaríeyja gengið enn betUr en þeir hefðu þorað að vona, og yrði veruleg aukning á þeirri leið næsta vetur eða allt að 50 prósent. Hin nýja Boeing 727 þota sem flugfélagið hefur nú keypt tekur 119 farþega í sæti. Hún er búin stórum vörudyrum sem gerir flutninga á þar til gerðum vöru- pöllum eða í geymum (Comtain- ers) mögulega. Hún er knúin þrem forþjöppu hreyflum sem hafa samanlagt 16 þúsund hestafla orku. Flughraði er um 960 km í 10 km hæð, og flugþol svarar til vegalengdar- irnnar milli íslands og Washing- ton. Nú er unnið að smávægi- legum breytingúm á henmi, svo og málun í litum Flugfélagsins. Einnig fer fram gagnger akoðun áður en afhending fer fram. Þessi þota var afgreidd frá Boeing ver.ksmiðjunum í febrúar 1968 og er því átta mánuðum yngri en Gullfaxi. Henni hefur verið flogið í rúmlega 6000 klukkustundiir, en til soman- burðar má geta þess að Gullfaxa hefur verið flogið í tæpar 9000 klukkustundir. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi og Örn Johnson forstjóri Flugféiags íslands. Á borðinu fyrir framan þá eru iíkön af Gullfaxa og þotunni sem bætist í flotann. Hún verður að sjálf- sögðu máluð í litum Flugfélagsins, en nafnið mnn enn algert hernaðarleyndarmál. Það eru nú um fjögur ár síðan Flngfé- lagið innleiddi þotuöld á íslandi. Krafa Norðmanna til EBE: Búseta skilyrði fyrir fiskveiðum við Noreg Kórarnir tveir frá Selfossi. Tónleikar Selfosskóra — í Keflavík á morgun KARLAKÓR og kvennakór Sel- foss hafa haldið tónleika á 42 þús. kr. dagsveiði — á grásleppu- veiðum Bæ í Skagafirði — 4. maí f AUSTANVERÐUM Skagafirði er nú frekar kalt en þó hagstæð tið — rétt að byrja að koma gróður í jörð. Vegir eru víða hálfófærir vegna aurbleytu. Rauðmaga- og grásleppuveiði er mikið að glæðast og aflaði t.d. Sveinn Jóhannsson, sjómað ur á Hofsósi, sem stundar þessa veiði, í gær fyrir kr. 42 þúsund sem er óvenju góð dagsveiði hjá okkur. Engin veiði er hjá togbát- um og eru þeir flestir farnir á fjarlægari mið. Mjög mikill flensufaraldur er í héraðinu og leggst 3ums staðar allt fólk á heimilum. Einnig ber töluvert á eftirköstum. — B. í. nokkrum stöðum austan f jalls að undanförnu við mjög góðar und- irtektir og aðsókn. Næstu tón- leikar eru ákveðnir sem hér seg ir: 1 Félagsbíói Keflavik, fimmtu- daginn 6. maí kl. 21. Á Selfossi laugardaginn 8. maí kl. 16, að Borg, Grímsnesi, sunnudaginn 9. maí kl. 16.00 og að Flúðum í Hrunamannahreppi sama dag kl. 21.30. Kórarnir syngja hvor I sínu lagi og sameiginlega og er efnisskráin fjölbreytt. Stjórnandi kórarma er Jónas Ingimundarson en undirleikari Halldór Haralds- son. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Is- lands heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Borgarf jarðar og Tónlistarfélags Akraness, fimmtu daginn 6. maí. Fyrri tónleikarnir verða að Logalandi í Borgarfirði kl. 16.00 og síðari tónleikarnir í Bíóhöllinni á Akranési kl. 21.00. Stjórnandi er Bohdan Wodiczko BRÚSSEL 4. maí, NTB. — Þess var krafizt af Noregs hálfu í dag, að núverandi stefna Efna- hagsbandalags Evrópu (EBE) í fiskveiðimálum yrði endurskoð- uð á þann veg, að sjómenn frá öðrum löndum í útvíkkuðu EBE yrðu að vera búsettir í Noregi 1 GÆR fóru fram sjópróf i Reykjavík vegna skemmda, sem urðu á Goðafossi og farmi skips- ins fyrir nokkru. Goðafoss fór héðan 30. marz sl. áleiðis tU New Bedford og Cambridge með freðfiskfarm. Hreppti skipið hið versta veður með þeim afleið- ingum að farmur losnaði. Nokkrar skemmdir urðu á þilj- um skipsins og eins á farmin- Færeyjar: V erkf all- inu lokið í GÆRKVÖLDI lauk verkfall- inu sem staðið hefur í Færeyj- um undanfarnar 3 vikur. Samn- ingar tókust um hækkun launa til starfsmanna hins opinbera að jafnaði 10%% og gilda samn- ingarnir til eins árs. og einleikari Gunnar Egilson klarinettleikari, sem leikur klari nettkonsert í A-dúr eftir Mozart. önnur verk á efnisskrá tónleik- anna eru Klassíska sinfónían eft ir Prokofieff, sinfónía nr. 100 eft ír Haydn og forleikur að óper- unni „Italska stúlkan í Alsir“ eft ir Rossini. til þess að geta stundað fisk- veiðar þar við land og að lög landsins um fiskveiðar yrðu að ná til þeirra. Samtimis var því haldið fram, að ef ekki yrði komið til móts við krö’funa um búsetu og fleiri sitröng ákvæði, sem Norðmenn um. I gær var unnið að því að gera við skipið hér heima, og viðgerð á að ljúka mjög bráð- lega. Áður hafði orð- ið vart bilunar í slökkvibílnum RANNSÓKN slyssins, er slökkvi bíllinn fór mannlaus af stað í Einholti og slasaði fjóra menn, er enn ekki lokið, enda mun þurfa að taka skýrslur af 20 til 30 manns. Við rannsóknina hef- ur þó komið fram að áhald, sem færir afl aðalvélar bílsins frá drifi og yfir á dælu hefur bilað. Hefur slík bilun áður komið fram í bílnum og verið lagfærð. Þá hefur og komið fram að öku- maður bílsins vissi ekki um fyrri bilunina. Hinum slösuðu liður eftir von- um. Barda látinn Osló, 4. maí. NTB. NORSKI skákmeistarinn Olaf Barda er látinn í Osló 62 ára að aldri. Hann varð fyrst skákmeist ari Noregs árið 1930, en í sjötta sinn 1957. Hann varð alþjóðlegur skákmeistari 1952 og var jafn- frarrit kunnur útgefandi skák- bóka og tímarita. krefjast, að látin verði taka gildi, verði Norðmenn að halda núverandi rétti sínum til fisk- veiða á norsika lædgru'nninu. Það var Sommerfel t sendi- herra, fojmaður norsku sendi- nefndarinnar í EBE-viðræðunum í Brússel, sem lagði fram þessa kröfu í orðsendinigu, er hann af- heniti Jean-Marc Boegner i daig, en sá sáðamefndi er förmaður fastanefndar EBE í samnimga- viðræðunum við önmur lömd. Krafa Norðmammia um búsetu er i samræmi við álkvæði svo- nefndis Rómarsáttmá'la EBE. Sú sþumimg, sem Norðmenm hafa í raumimmi lagt fyrir bamdalagið, er þessi: Með tilliti til þess að lamdbúmiaður og aðrar atvinmu- greinar innan EBE krefjast bú- setu, hvers vegna skyldi sltkt ek’ki ná til fiskveiða? Grunur um íkveikju Maður settur í gæzluvarðhald UNGUR maður frá Súganda- firði hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæzluvarðhald vegna eldsvoðans í frystihúsinu þar. Var hann færður til sýslumanna ins á ísafirði, þar sem yfir- heyrslur hafa farið fram um það, hvort hann geti verið vald ur að íkveikju í frystihúsinu. Að sögn sýslumanns heldur mað urinn fast við sakleysi sitt af þeim verknaði. Gerði sýslumað ur ráð fyrir að fara til Súganda fjarðar til frekari rannsóknar á eldsupptökunum. í gær var unnið að því að hreinsa til í brunarústunúm, én állt kapp' er nú lagt á það að gera fystilhúsið starfhæft að nýju hið fyrsta. Sinf óní uhl j ómsveitin — um Vesturland Goðafoss í óveðri Skemmdir á skipi og farmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.