Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1971 23 Jón Björnsson frá Sólheimum - Minning indi skáldains frá Fagraskógi er svo þmngið af. Það er ham- ingja vinnunnar og hinnar aælu- ríku hvíldar, — hamingja hins einfalda Mfs, er finnur gleðina í hinu smáa. Og síðast en ekki sízt: Það er hamingja náttúru- barnsins, er finnur sig í órofa sambandi við moldina og gróð- ur jarðarinnar, húsdýrin og fugla himinsins. Þetta er ham- ingja jarðarbarnsins, sem einnig er barn himinsins. Þess vegna er það svo mikill sannleikur um margan íslenzka bóndann, að hann „fann, að það er gæfa lýðs og lands / að leita Guðs og rækta akra hans.“ Allt fram á síðustu tiíma var ævistarf bóndans oft á tíðum þrotlaus barátta og strit frá morgni til kvölds, a.m.k. við fyrstu yfirsýn. En þegar nánar er að gætt, kemur í ljós, að mörg var líka gleðistundin. Og þá var hamingjan mest og fögn- uðurinn dýpstur, þegar bónd- inn fann, að starfið hans var unnið í þjónustu lífsins. Hið gróandi líf var hluti af honum sjálfum. Því unni hann, — og því helgaði hann hjartans glað- ur starfskrafta sína. Hann „naut í auðmýkt anda þeirra laga,/ sem öllum vilja skapa góða daga.“ Mynd íslenzka bóndans gnæf- ir hátt í huga mínum, þegar ég geng á vit þeirra minninga, sem ég á í barmi geymdar um móð- urbróður minn, Jón Björnsson frá Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði. Ég man hann svo vel, þegar ég, sem lítill drengur, átti heima í Sólheimum um nokkurt skeið ásamt foreldrum mínum. Hann var alltaf önnum kafinn við störf sín, gaf sér helzt aldrei tóm til hvíldar. Og væri ekkert aðkallandi í hans eigin verka- hring, þá var svo sjálfsagt að koma þar til liðs, sem þörf var á hjálpandi hönd. Og alltaf var unnið af svo mikilli og hreinni gleði. Þeir eru áreiðanlega vand fundnir, sem unna starfi sínu og hlutverki af heilli huga en Jón í Sólheimum. Hann mætti hverjum nýjurn degi með hlýrri gleði og gekk þakklátur og fagnandi til starfa sinna. Samofin myndinni af bóndan- um starfsglaða og starfsfúsa er mynd heimilisföðurins. Jón var frábær eiginmaður og ástríkur faðir. Kona hans er Valgerður Eiríksdóttir frá Djúpadal í Blönduhlíð og einkadóttir þeirra hjóna er Ragnheiður, gift Gunn- ari Björnssyni frá Stóru-Ökrum, nú búsett í Reykjavík. Konu sinni og dóttur vildi Jón vera allt. Fyrir þær var hann öllu fús að fórna. Og ekki var ástríkið og umhyggjan minni, eftir að dótturbörnin fjögur komu til sögunnar. Ást hans til þeirra var einlæg og hrífandi fögur. Hann var alveg sérstaklega barngóður. Öll þau börn, sem eitthvað kynntust honum, löð- uðust eins og ósjálfrátt að hon- um. Mér er það enn í minni, hvað okkur börnunum þótti gaman að vera með honum. Þótt oftast væri hann önnum kafinn við störf sín, þá gaf hann sér samt alltaf tíma til að ræða við okkur og svara spurningum okkar. Og svo var hann alltaf svo góður, hýr og hlýr, að okk- ur leið hvergi betur en í návist hans. Þau hjónin í Sólheimum voru frábærlega gestrisin, höfðingjar heim að sækja. Enda var oft gestkvæmt hjá þeim og öllum tekið opnum örmum, eins og um langþráða vini væri að ræða. En svo minnisstæðar sem þær verða, myndirnar af bónd- anum og heimilisföðurnum í Sólheimum, þá verður þó mynd in af manninum Jóni Björnssyni allra fegurst og skýrust. Hann var einn þessara sjaldgæfu manna, sem alltaf vilja gera gott, öllum reynast vel, allt fyr ir alla gera. Hann var alveg ó- trúlega fórnfús og óeigingjarn, og samúðarríkari maður er áreið anlega vandfundinn. Ég held, að hann hafi aldrei á ævinni hallmælt neinum manni og engu misjöfnu vildi hann trúa um ná ungann. Hann var hreinhjartað göfug- menni. í minningargrein um föð ur Jóns, sr. Björn Jónsson á Miklabæ, segir höfundur, Geir vígslubiskup Sæmundsson að minningin um hann veki sér vor hugsanir í sál. Slíkt hið sama finnst mér að segja megi með fyllsta rétti um Jón í Sólheimum. Sál hans var björt eins og vorið. Heiðrikja vorsins bjó í svip hans. Geislar vorsólarinnar ljómuðu úr aug um hans. Og sjálfur var hann barn vorsins, barn hins gróandi lífs, til þess kallaður í árdegi ævidagsins, að „búa sólskært sumar undir / sérhvern hug og gróðurblett". Þegar ég horfi yfir bjartan og blessunarríkan lífsferil frænda míns, bóndans frá Sólheimum, þá óma mér enn á ný í huga orð þjóðskáldsins: „í dagsverki og þökk hins þreytta manns býr þjóðarinnar heill og ævisaga". Ég votta ástvinunum mína innilegustu samúð um leið og ég samfagna frænda mínum, nú þeg ar við honum brosir brautin nýja, björt og heið eins og sól fylltur íslenzkur vordagur. Björn Jónsson. Voríð er komið Fæddur 18. júlí 1893. Dáinn 25. apri! 1971. GÓÐUR maður er genginn. Hann kvaddi um sumarmál, og ef hann hefði mátt mæla fram kveðjuorð, þá hefðu þau áreið- anlega orðið: „1 guðanna bæn- um hafið ekki mikið fyrir mér, þegar ég er allur.“ Jón frændi minn í Sólheimum mátti aldrei til þess vita, að hann væri nokkrum manni til byrð- ar, hann hljóp undir baggana, kvartaði aldrei, var alltaf boð- inn og búinn til að leggja sig í líma fyrir aðra án þess að krefj- ast nokkurs I staðinn. Hann var fæddur að Miklabæ 1 Skagafirði, sonur hjónanna Guðfinnu Jensdóttur og sr. Björns Jónssonar. Hann lauk námi frá búnaðarskólanum á Hólum og setti saman bú að Sól- heimum í Blönduhlíð og bjó þar mestan aldur sinn. Jón var kvæntur Valgerði Eiríksdóttur frá Djúpadal í Skagafirði og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust eina dóttur Ragnheiði, sem er gift Gunnari Björnssyni frá Stóru-Ökrum í Skagafirði. Ég átti því láni að fagna að dvelja hjá þeim sææmdarhjón- um Valgerði og Jóni á sumrum í bernsku minni og fáum á ég stærri skuld að gjalda en þeim. Jón heitinn var kannski eini maðurinn, sem ég hef kynnzt, sem hreint og beint kunni ekki að hugsa illa hugsun og þaðan af síður að láta nokkuð hnjóðs- yrði falla um náungann. Hann hafði alltaf eitthvað gott til mál- anna að leggja. Ég gleymi seint, hve honum var lagið að afsaka og bera í bætiflákann fyrir hyskna kaupstaðarkrakkann, sem sjaldnast gerði það sem hon- um bar að gera. Auk gæzku sinnar, hógværð- ar, lítillætis og hlédrægni var Jón frændi minn prýðis vel gef- inn, mikið lesinn, fróður og minnugri en flestir aðrir. Hann sagði frá af lífsins list og á seinni árum sökkti hann sér nið- ur í ættfræði og annan þjóðleg- an fróðleik. Þau hjón Valgerður og Jón voru aldrei rík á veraldar vísu en því meir höfðu þau af hjarta- gæzku og hinni eðlilegu íslenzku gestrisni, sem nú virðist vera að hverfa. Jón frændi minn gerði ekki langreist um ævina, hann unni sveitinni og var sveitamaður í þess orðs beztu merkingu. Siðustu árin hafa þau hjónin Valgerður og Jón dvalið í skjóli dóttur og tengdasonar bæði hér I Reykjavik og norður í Skaga- firði. Afabörnin voru sólargeisl- arnir hans og áreiðanlega eru þær ótaldar stundirnar, sem hann hefur setið með þau á hnjánum og þá annað hvort að lesa upphátt fyrir þau eða að kenna þeim að stauta, þvi á seinni árum Jóns uppgötvaðist það, að hann var smábarnakenn- ari af guðs náð. Ég kveð þann mann, sem i mínum augum hefur komizt næst því að vera heilagur og sendi um leið Valgerði, Röddu, Gunnari og börnunum þeirra innilegar samúðarkveðjur. B. Bjarman. „Þú fannst, að það er gæfa lýðs og lands að leita Guðs og rækta akra hans. f auðmýkt nauztu anda þeirra laga, sem öllum vilja skapa góða daga. I dagsverki og þökk hins þreytta manns býr þjóðarinnar heill og ævisaga." D. St. ÍSLENZKI bóndinn þekkir af eigin raun þá djúpu og tæru hamingju, sem hið tilvitnaða er- Flaue<sbuxur, gallabuxur og peysur í miklu úrvali. Sundfatnaður á börn og fuflorðna. Nærfatnaður, sportsokkar, háleistar og sokkabuxur í úrvali. Handklæði, snyrtivara og margt fleira. Verzlunin DALUR, Framnesvegi 2, s. 10485, Herrastrigaskór, háir og lágir. Barnastrigaskór. Herra- og barnasandalar. Barna rúskinskór með kögri. Græn gúmmístígvél, reimuð, allar stærðir. Skóverzl. P. Andréssonar, Framnesvegi 2. Þökkum hjartanlega skeyti, rausnarlegar gjafir og ógleym anlega samverustund á Borg 3. apríl sl. Með innilegri ósk um gleði- legt og gjöfult sumar. Lifið heil. Elinnar Kjartansson, SeU, Magnús Þorsteinsson, Vatnsnesl, Ásmundur Eiríksson, Ásgarði. Hjartans þakkir færi ég öllum þeim f jöldamörgu, sem glöddu mig á sjötíu ára afmæli minu með heimsóknum, gjöfum, blómum og góðum kveðjum. Sérstakar þakkir til allra „matsona" minna. Kærar kveðjur. Svanhild Guðmiindsson. Stofustúlkur Kaupmannahöfn Nokkrar stúikur á aldrinum 18—30 ára með góða ensku- kunnáttu gela fengið atvinnu á hóteli. Góð mánaðarlaun. Frítt fæði og húsnæði. Einn frídagur í viku. Ráðningartími 6 mánuðir. Upplýsingar gefur Frk. I. KLOCH frá kl. 3—5 til 7. maí á Hótel Loftleiðum, sími 22322 eða skrifið Hotel Bel Áir, Lojte- gardsvej 99—2770, Kastrup Danmark. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 79. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á Klapparstíg 11, þingl. eign Dagvins B. Guðlaugssonar o. fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri, föstudag 7. maí 1971, klukkan 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýsct var í 78., 79. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á Skipholti 21, þingl. eign Guðrúnar Guðmundsdóttur o. fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, föstudag 7. maí 1971, klukkan 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir ákvörðun Skiptaréttar Kópavogs verður bifreiðin R-8889 (Rússajeppi), talin eign þrotabús Guðmundar Þorvarðs Jón- assonar, Ásbraut 17, seld á opinberu uppboði sem haldið verður við Félagsheimili Kópavogs, miðvikudag 12. maí 1971, klukkan 15. Bæjarfógetinn t Kópavogi. Nauðungaruppboð Á opinberu uppboði, sem fram fer í bifreiðaskemmu nr. 24— 26 við Melabraut á Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð, fimmtudag- inn 13. mat nk., kl. 5.00 síðdegis, verða seldar ótollafgreiddar vörur, vörur og tæki úr verzluninni Tinnu, eign þrotabús Óla Kr. Sigurðssonar, og vörur úr verzluninni Föt og sport hf., ennfremur ýmislegt lausafé að kröfu ýmissa skuldheimtu- manna, Meðal uppboðsmuna eru fatnaður, skór, myndavélar og Ijós- myndavörur, veiðiáhöld, tjöld, klútar, jólaskraut, leikföng, snyrtivörur, leðurvörur, pípur, öskubakkar og ýmsar tóbaks- vörur, vínglös og ísfötur, sólgleraugu, flugeldar og blys, anker í rafa'l, rafhlöður, hitamælar, sælgæti, fatahengi, kæli- kistur fyrir gosdrykki, kæliborð, frystikistur, ísskápar, strok- vélar, þvottavélar, matarbakkar, einangrunargler, hjólbarðar, togvír, fiskilína, harðviður, smurolla, pappírspokar, sjónvarps- tæki, útvarpsgrammofónn, húsgögn, peningaskápur, skrif- borð, búðarvog, kjötskurðarhnífur, og hjólsög; ennfremur 215.000 króna dómkrafa á Oddafell hf., Bakkafirði, og bif- reiðarnar G-556, G-561, G-1051, G-1174, G-1759, G-1827, G- 2294, G-2457, G-2628, G-2670, G-2729, G-2899, G-2942, G- 3044, G-3409, G-3577, G-3602, G-4104, G-4197, G-4304, G-4382, G-4501, G-4504, G-4707, G-4923, R-243, R-1933, R-2151, R- 23588, Y-1295. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Kaupmenn, sem hyggjast kaupa verzlunarvörur á uppboðinu, hafi með sér gilt söluskattsskírteini, en aðrir, sem kaupa verzl- unarvörur, greiði söluskatt. Hafnarfirði, 4. maí 1971. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. e.u. Steingrímur Gautur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.