Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1971 ■ ■■■ , , ........... ■■■ ...........I ... ! - .............. ....... Þjóðleikhúsiö: ZORBA Ungi maðurinn (Jón Gunnarsson, og Zorba (Róbert Arnfinns- son) stígra grrískan dans. ÞETTA leikhúsverk fellur undir það, sem kallað er musical á ensku, í leikskrá Þjóðleikhússins er það kallað söngleikur, en hef- ur það orð ekki einnig verið not- að um óperur? Hér mun vera verkefni fyrir orðhönnuði. Verkið er samið eftir skáld- sögunni Aleksis Zorbas eftir Nikos Kazantzakis. Bókin varð mjög vinsœl á sínum tima og þýdd á f jölda tungumála. Þáver- andi ungur stúdent kynntist Þor- geir Þorgeirsson henni erlendis og sneri henni af þörf og gleði á islenzku og Erlingur Gíslason las hana í hljóðvarp. Ef ég man rétt voru sumir hneykslaðir þá. En síðan er Zorbas kunningi okkar, eða ætti að vera það. Vegna hinnar miklu frægðar bókarinnar, sem ofangreint dæmi sannar, var gerð eftir henni kvikmynd og sú kvikmynd varð mjög vinsæl. En mjög var það sennilegt að þessa kú mætti mjólka meira og Kazantzakis dauður og kannski hafði ekkjan þörf fyrir dollara. Og þvi mun einhverju bisnessljósi hafa dottið í hug að gera úr þessu musical — og það var gert. Leikritun: Joseph Stein. Það mun varla hafa verið mik- ið verk, kvikmyndahandritið lá fyrir, en það þurfti auðvitað að stytta það og breyta svolitið. Og svo þurfti auðvitað söngtexta. Söngtextar: Fred Ebb. Fyrir utan þá upprunalegu grísku alþýðutónlist, sem ekki var hægt að komast hjá að nota, en var kannski afsakanlegt, þvi það er svo mikið af Grikkjum í Bandarikjunum, þurfti náttúr- lega ameríska allragagnstónlist, sýrópsslæðu yfir allt, og ekki stóð á henni. Tónlist: John Kander. Zorbas kallinn kominn hingað í nýrri mynd, þurfti náttúrlega nýja þýðingu á íslenzku, sem virðist hafa tekizt vel, enda gerð af bragsnjöllum manni. Þýðing: Þorsteinn Valdimars- son. Svo mun hafa þurft einhverja útlendinga til að sviðsetja þetta. Leikstjóri: Roger Sullivan. Danshönnun: Dania Krupska. Sviðsbúnaður og fatnaður er hannaður af íslenzkum manni og var vel gert. Leikmyndir og búningateikn- ingar: Lárus Ingólfsson. Tónlist er framin af meðlimum úr Sinfóniuhljómsveit íslands. Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes. Lítið Balkanblóð í þeirra æð- um, en við þvi verður lítið gert. En má utangarðsmaður spyrja: Af hverju hljómar tón- listin, sem kemur úr þessari gryfju, svona blikklega? Balkan- tónlist á að vera seiðandi og heit, en um leið með mjög harðri og skýrri hrynjandi. Leikendahópurinn er mjög stór og ég held að allir hafi reynt að gera eins vel og þeir gátu. Herdís Þorvaldsdóttir skilaði Búbúlínu mjög skemmtilega. Þeir vinirnir Zorbas og Nikos komu einnig vel fyrir. Róbert Arnfinnsson var stundum eitt- hvað að gera sér upp rödd, sem hann ætti ekki að þurfa. Hlutverk Nikosar er ekki sér- staklega við hæfi Jóns Gunnars- sonar. Hann er ekki endilega hinn dæmigerði bældi Vestur- Evrópumaður, sem hvorki kann að hreyfa sig frjálslega né þor- ir að kannast við ástríður sínar. En hann komst samt vel frá hlut- verkinu. Höfundar þessarar leikgerðar hafa upphugsað eitthvað, sem þeir kalla forsöngvara, og hlut- verkið syngur kona. Þessi for- söngvari er hvorki fyrir utan verkið né almennilega inni í því heldur. Hann verkar því ásettur eins og aukagemsi. Forsöngvar- ann syngur erlend kona, Suzanne Brenning, og mun vera sænsk. Rödd hennar er hvorki falleg né sérstaklega vel beitt. Skyldi eng- in hérlend söngkona hafa getað sungið þetta? Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur ekkjuna. Hún stenzt ekki samanburð við Irene Pappas hvað snertir túlkun innibyrgðrar ástríðu yfirleitt og angistar í morðatriðinu, en að einu leyti bar hún höfuð og herðar yfir hópinn, hún söng vel og fallega og það var mikill léttir að fá að hlusta á góðan söng þá sjaldan það var. Dansatriðin voru ekki ó- skemmtileg og þau voru sýnilega unnin af mikilli elju, dugnaði og viljaþreki, en það mátti sjá á sumum leikurunum að þeir voru ekki sérlega sáttir við að vera að dansa þetta og dönsuðu með ólund. En þá hafa þeir líka mis- skilið boðskap Zorbasar: maður á að dansa frá sér áhyggjurnar og sorgirnar, leggja þær einmitt í dansinn og á eftir er af manni létt. Og það getur verið mikill létt- ir. Dania Krupska ætti að fá heið- urspening úr gulU frá trimm- stúkunni. Þorvarður Helgason. Búbúlína (Herdís Þorvaldsdóttir) og Zorba Róbert Amfinnson). Ásgeir Jakobsson: Fákænir fiskimenn og varðskipið Lórelei MORGUNBLAÐIÐ hefur þá reglu að birta nöfn manna, þegar dómar hafa fallið á þá. Þetta hefur verið mjög umdeil- anleg regla hér í fámenninu, því að margir telja hana bitna meir á saklausum vandamönn- um en sökudólgnum sjálftim. Taka togbátanna 14 á fiimmtu- dagsmorguninm 29. apríl þótti sfcrax orka tvímælis af kunnug- um mönnum. Mér var luUkunn- ugt um afstöðu ritstjóra Morg- uniblaðsins til þess máls, sem ranglega hefur verið ' nefnt manna á meðal landhelgisbrota- mál en er aðeinis brot á reglu- gerð tlímabundinná og breyti- legri frá ári til árs. Það var þvi að vonum að rnér og fleirum brygði í brún, þegar nöfn alira skipstjóranna, sem hlut áttu að máli birtust ásamt heimilisföng- um á annarri síðu blaðsi-ns í gærmorgun. Ritstjórar bera ábyrgð á blaði sínum og verkum manna sinna líkt og gkipstjórinm á skipi sínu og sklpshöfn, þó að hann sé sof andi. Ritstjórar skilja því manina bezt hvað raunverulega var að gerast hjá mörgum skipstjór- anna þarna úti á miðunum. Þeir voru flestir sofandi, því að stý riimenn irnir eiga morgunvakt- ina en að því verður nú vikið betur síðar. Mér finmst ekiki úr vegi samt að stutt greinargerð fylgi ruú. Aðfararnótt Íimmtudag3ini3 29. apríl voru margir togbátar að veiðum út af Stafnesa í hólfi, sem leyft er togbátum. Inn í þetta leyfða hólf, skerst lína í vestur frá Stafnesinu og önnur í vestur frá Garðskaga og milli þessara lína er svonefnt línusvaeði. það er, svæði friðað sérstalklega fyrir öðrum veiðarfærum en línu. Á þessum slóðurn var varð- skip til gæzlu umrædda nótt og morgun. Flestir bátanina, sem teknir voru um morgunirun á átt- unda tímanum voru sjö hundruð og upp í sautján hundruð metra hmi á línusvæðinu eða 0.4 til 0.9 ajómílur. Það er venja á togbátum og einnig á togurum, að skipstjór- inn stendur fram yfir miðnætti, jafnvel fram til eitt eða tvö um nóttina, en stýrimaður á svo morgunvaktina. Þetta var þannig á flestum eða öllum bátanma, sem teknir voru, að skipstjór- arnir voru sofandi en stýri- mennimir að toga. Margir, ef ekki allir stýri- menimmir sáu varðákipið hjá sér, þar sem það lét refca, og sumir þeinra köstuðu hiklaust skamimt frá því. Þeir sem sagt treystu því sem má kannski kalla barnaskap, að varðskipið væri á línunni og gerðu því enga staðarákvörðun. Varðskipið var þarna til gæzlu með fullkomnustu staðarákvörð- unartæki, en það getur oft verið erfitt með misjafnlega góðar ratsjár að fá góðan staðar- ákvörðunarpunkt í landi, þar sem land er lágt við ströndina. Stýrimennirnir a.m.k. þeir sem ég talaði við voru því alveg áhyggjulausir, og gerðu engar staðarákvarðanir i sambandi við áðurnefnda línu. Þeir bókstaf- lega miðuðu við varðsfcipið. Þegar varðskipið svo fór af stað keyrði það svo vimalega í fcringum allan flotann og báta- menmimir veifuðu og héldu. áfiram að toga. Skipstjórfamir vafcnuðu hreasir og sprækir eftiir væran nætursvefn og hittu stýrimenn sína káta og momtna í brúnni, því að afli hafði verið góður um nóttina. En akipstjóramir voru varla búnir að pi.ssa út af brúarvængm- um og sniúsisa sig, þegar kallið barst kl. 10.35 til flotanis, hvera skipstjóra fyrir sig. Þeim var tilkynmt, að þeir hefðu allLr verið í landhelgi laust eftir hálf átta um morguninn. Haldið til Reykjavíkur — hljóðaði skipun in. Við tökuraa sjálfa er náttúr- lega ýmislegt að athuga, til dæmis það, að láta þrjá tíma líða frá því að varðskipið raumveru- lega tekur bátania, og þair til það tijlkynmir tökunia. Yfinmenm á bátunum hafa sem sé engim töik á að gera eigin staðarákvarðanir né véfengja neitt sem varðskípa- menin segja. í amiman stað liggur það fyrir að varðskipið horfði á suma bátana kaista og sú spum- ing vakmar, hvort því bar ekki að hinidra lögbrotið í stað þeso að bíða þar til varpan var komin örugglega í botninn. í þriðja lagi kref j ast staðarákvarðanir varðskipsins ítarlegra rann- sókna, það gerir allar staðar- ákvarðamiir á talsvert mikiíli ferð og tekur aðeinis eitt horn, Gálga á Stafnesi og Eldey. Þegar dæma á bát fyrir að vera sjö hundruð metra ininan við línu úti á reginhafi, þá þarf ná- kvæma staðarákvörðun, óneitan- lega. Það getur varla viirzt óþarfa kurteisi að skipherranm hefði gefið yfirmömmum bátsins tæki- færi til að mæla lífca upp stað- imn undir þessum kringumstæð- um — eða látið út bauju. Einis og áður segir þarfnaat þetta mál allt miklu ítarlegri ranmsókmar en þegar hefur farið fram. Mér finnst forkastan- legt að láta sömu sektarákvæðá gilda um brot á síbreytilegri reglugerð og brot á sjálfum landhelgislögunum og þá etóki síður að 199 torona bátur skuli fá 40 þús. kr. sekt en 201 toruna bátur fær 600 þúsund fyrir sama brot. Greinarstúfur, sem einn stýri- mannanna á hinum brotiegu bátum sendi mér ber vott um, Framli. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.