Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 32
3Mw«jtwWaí>t$> nucLvsmcDR ^-•22480 t MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1971 DnCLECB Heyerdahl var hylltur — í Háskólabíói í gærdag Skemmtileg frásögn af Ra-ferðum Sigurþór Sigurðsson Ráðinn afgreiðslu stjóri Morgunblaðsins DR. Thor Heyerdahl var tekið með miklum fögnuði í Háskóla- bíói í gær, en þar hélt hann fyrirlestur um Ra-ferðirnar tvær og sýndi um leið litskugga- myndir máli sínu til skýringar. Að loknum fyrirlestrinum var Heyerdahl afhent að gjöf ljós- prentun Ghiðbrandsbiblíu. Það Thor Heyerdahl með Guðbrandsbiblíu að loknum fyrirlestrin- var forstjóri Norræna hússins, um í gær. (Ljósm.: M. W. Lund) Ivar Eskeland, sem afhenti biblí- una með orðunum: „Vær sá god, Gudbrandsbibelen.“ í upphafi samlkomunniar talaði Ivar Eskeland og bauð Heyer- dahl velkoiminin til Islands. Thor Heyerdahl lýsti því næst undir- búmingi öllum að fyrstu Ra-ferð- imni og ýmisum vand'kvæðum, sem leysa þurfti. Papírusjurtina varð hainin t. d. að Já frá Eþflópíu Framh. á bls. 21 SIGURÞÓR Sigurðsson, sem um árabil hefur unnið við afgreiðslu Morgunblaðsins, eða síðan 1948, hefur nú verið ráðinn afigreiðslu- stjóri blaðsins. Sigurþór er 44 ára að aldri. Hefur hann reynzt hinn traust- asti starfsmaður og væntir Morg unblaðið sér góðs af, er hann tek ur nú við störfum afgreiðslu stjóra blaðsins. V etrarvertíðin: 53 þúsund tonnum — minni afli nú en í fyrra í verstöðvum suðvestanlands UM síðustu mánaðamót höfðu 131.926 lestir af fiski borizt á land í verstöðvum á veiðisvæð- Inu frá Höfn í Hornafirði að austanverðu til Stykkishólms að vestanverðu frá því um áramót. Á sama tíma í fyrra var aflinn á þessu svæði 184.716 lestir. Þá lágu einnig fyrir tölur hjá Fiski- félagi fslands um heildarafl ann í Austurlandsfjórðungi fyrir sama tiniabil. Var hann nú um mánaðamótin orðinn 10.223 lest- ir, en var á sama tima í fyrra 8.605. Blokkin enn á 40 cent ÝMSIR höfðu spáð því að fisk- verðið í Bandaríkjunum mundi lækka með vorinu, en það hefur verið óvenju hagstætt nú um all iangt skeið. Samkvæmt upplýs- ingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er verð á fiskblokkiinni enn 40 eent, og bendir ekkert til þess, að það kunni að lækka á næstunni. Sem kunnugt er héldu fulltrúar fiskiðnaðarins í Dan- mörku, Noregi, Islandi og Kan- ada nýlega fund með sér í Osló, en þessi lönd eru helztu seljend- ur til Bandaríkjanna. Kom þar fram að traust og hagstæð mark aðsskilyrði mundu sennilega hald ast í Evrópu og N-Ameríku þetta árið. Aflahæstu versitöðvar S'unnan- og vestanlands eru sem hér seg- ir: Grindavik með 34.089 lestir en þangað hafðiborizt 38.881 lest á sama tímia í fyrra, Vestmanna- eyjar með 20.853 lesitir en 36.974 lesitir í fyrra, Þorlákshöfn með 16.240 lestir en 17.219 lestir í fyrm, Kefflavík með 11.492 lestir en 21.436 lestir í fyrra og Sand- gerði með 10.065 lestir núna en 18.918 lestir í fyrra. 130 erlend fiskiskip við ísland í apríl Hefur fjölgað mikið FJÖLDI erlendra fiskiskipa viS fslandsstrendur var 130 nú í aprílmánuði sl., og hafa skipin ekki orðið fleiri hér við land frá því í ágúst 1970, að Land- helgisgæzlan hóf að telja þau skipulega. Fjölgaði þeim mjög verulega í síðasta mánuði, þar eð þau voru 89 í marzmánuði. Fæst voru þau í febrúar sl. eða 68 talsins. Hér fer á eftir frétta- tilkynning frá Landhelgisgæzl- unni um talningu þessa: Síðastliðið sumar hóf Land- helgisgaezlan reglubundna taln- ingu erlendra fiskiskipa á ís- landsmiðum, til þess að fylgjast sem bezt með breytiingum þeim sem verða kynnu á sótan þessara skipa á fiskimiðin við ísland. Veðurskilvrði og aðrar or.sakir hafa oft torveldað talminguma, svo að á þeim stutta tíma sem liiðirnn er síðan talniing hófst, er varla hægt að segja að um full- nægjandi upplýsingar sé að ræða, þótt ýmislegt megi af þeim ráða. Á tímabiliinu hafa að jafnaði verið um 97 erlend fiskiskip að veiðum við landið, en þó dálítið breytilegt eftir árstíma og hafa þau reynzt fæst í febrúar-mán- uði síðastliðnum, eða 68 og flest í apríl, en þá voru þau 130. Talsverðar breytingar eru eintnig á sókn skipanma á hin ýmsu fiskimið frá mánuði til Framh. á bls. 12 Norsku björgunar- skipunum seinkar Olía virðist enn leka úr Caesari j Lands- Ipróf hafið LANDSPRÓF hófst í gær-. ! morgun. Þá settust um 1500 I nemendur að próf borði um allt land og spreyttu sig á i ensku — sem er fyrsta prófið. Að sögn Árna Stefánsson- ar, formanns Iandsprófs- | nefndar, eru landsprófsgrein- I arnar 9 talsins og ern þau í, megindráttum með svipuðu I sniði og verið hefur síðustu | árin. Síðasta prófið verður 28. maí en niðurstöður þeirra 1 munu ekki liggja fyrir fyrr en í júiúmánuði. Isafirði, 4. maí. EINHVER seinkun verður víst á komu norsku dráttarbátanna hingað, sem ná eiga brezka tog- aranum Caesari á flot. Eru þeir nú ekki væntanlegir fyrr en seinni hluta miðvikudags eða að- fararnótt fimmtudagsins. Núna er heidur gengið í norðanátt með slyddu og meiri bára í sjónum við Arnarnes en verið hefur, að sögn Marvins Kjarval, bónda í Arnardal. í viðtali við fréttaritara Mbl. sagði Marvin, að hann gæti ekki séð annað en alltaf læki eitthvað af olíu í sjóinn úr togaranum. Hann sagði jafnframt, að um þetta leyti árs væri jafnan kvikt af fugli við Arnarnes en nú væri þar ekkert fuglalíf. Hin árlega eftirlitsferð, sem farin er í björgunarskýlin í Jök- ulfjörðunum og á Hornströndum, var farin nú um sl. helgi. Að sögn Daniels Sigmundssonar, sem annazt hefur þetta eftirlit nú undanfarin ár, var umgengn- in mjög góð. Ekki urðu leið- angursmenn varir við neina olíu í sjónum á þessum slóðum né heldur sáu þeir oliublautan fugl á öllu því svæði, sem þeir fóru um. — Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.