Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MEÐVIKUDAGUR 5. MAl 1971
3
Ósló í gær.
Frft fréMamanni Morgunblaðstns,
Freysteinl Jóhannssyni.
„ÞETTA hafa verið yndisleg-
ir dagar í Osló og ekiki hefur
veðrið spiilt fyrir,“ sagði for-
setafrú HaMdóra Eldjárn við
Morgunblaðið í gærkvöldi, en
þá voru liðnir tveir dagar af
opinberri heimsókn forseta-
hjónanna íslenztou í Noreigi.
Við hátíðlega athöfn í kon-
'umgshöllinni í dag var herra
Kriisitján Eldjám forseti skip-
aður heiðursfélagi norsku
■vísdndiaakadeimíunnar. Heið-
Frá heimsókn forseta Islamls, herra Kristjáns Eldjárns, í Mttnch-sa.fnið í gær. Faal Hangen
safnvörður sýnir forsetaniun eitt verka Munchs.
Noregsheimsókn forsetahjónanna:
,Yndislegir dagar í Osló6
— sagði forsetafrú, Halldóra Eldjárn
_ *
í gærkvöldi. Forseti Islands heiðurs-
félagi í norsku vísindaakademíunni
ursiskjalið afhen/bu fyrir hönd
visindaakademiunnar þeir
prófessor dæ. Chr. S. Stang og
ritari atoademíuinar, prófessor
dr. Pauliuis Svendsen.
Ki. 9,30 í morgun heimsóttu
forsetahjónin Munchsafnið í
fylgd norska konungsins og son-
a.r hans, krónprinsins. Þar tók á
móti þeim Pál Haugen salnvörð-
ur og stud. mag. art. Bent E.
Torgesen og leiðbeindu þjóðhöfð-
ingjunum og fylgdarliði þeirra
um safnið.
Frá Munch-safninu var ekið að
þjóðlifssaíninu að Byggðareyju,
og þar önnuðust forstöðumaður
safnsins, R. Kjeilberg og dr. phii.
Martha Hoffmann safnvörður
leiðsögnina. Þjóðhöfðingjarnir
voru í mjög góðu skapi og gerðu
óspart að gamni sínu, sérstaklega
Ólafur Noregskonungur og for-
eeti íslands, herra Kristján Eld-
járn, en míkill munur er á fram
komu þeirra feðga, Ólafs kon-
ungs. og Haralds sonar hans,
þar sem Haraldur er öllu alvöru-
gefnari en faðir hans, alúðlegur,
en á þurrari hátt en faðir hans.
Á Þjóðlífssafninu á Byggðar-
eyju, þar sem forseti íslands,
herra Kristján Eldjárn, er heið
ursfélagi frá árinu 1961, skoðuðu
þjóðhöfðingjarnir ýmsar gamlar
norskar byggingar, meðal annars
gamla norska stafkirkju frá Gohl
í Hallingdal og ennfremur prests
setur frá Leikanger á Sogni, sem
er frá því um 1752. Þar var greni
stráð á stofugólf til að gefa betri
lykt að fornum sið.
Allir i fylgdarliði þjóðhöfðingj-
anna höfðu orð á því hvað veðr-
ið vasri gott, og menn lýstu því
sem svo, „að Ósió vasri upp á sitt
bezta í dag“.
Frá Munch-safninu var ekið að
höllinni aftur, og frá höllinni var
svo haldið að Akershus-kastala,
þar sem norska ríkisstjórnin
bauð forsetahjónunum og fleiri
gestum til hádegisverðar. Mikið
fjölmenni sótti hádegisverðinn.
Trygve Bratteli, forsætisráðherra
Noregs, bauð forsetahjónin og
aðra gesti velkomna, og skálaði
hann fyrir forsetanum og is-
lenzku þjóðinni, en forsetinn
flutti stutta svarræðu og skálaði
að henni lokinni fyrir norsku
þjóðinni..
Að loknum hádegisverði ríkis-
stjórnarinnar á Akershus-kastala
var haldið aftur til hallarinnar.
Kl. 4 höfðu svo forsetáhjónin hoð
inni í bústað íslenzku sendiherra
hjónanna á Byggðareyju fyrir Is-
lendinga í Noregi. Um 300 manns
sóttu þetta samkvæmi, og voru
þar heiðursgestir Skúli Skúlason,
Guðrún Brunborg og Jónína Sæ-
borg, í þessu samkvasmi forseta-
hjónanna, sem fór mjög vel fram
í yndislegu veðrL
KI. 8 hófst svo boð forsetahjón'
anna á Grand Hotel, þar sem heið
ursgestir voru gestgjaíar þeirra,
Ólafur V. Noregskonunigur, Har-
aldur rikisarfi og Sonja krónprin
sessa ásamt rösklega 150 gestum
öðrum, fulltrúum rikisstjórnar-
innar, hæstaréttar og Stórþings,
íslandsvinum og embættismönn-
um.
í boði forsetahjónanna var boð
ið upp á humar sem forrétt, en
síðan var aðalrétturinn nauta-
kjöt, og á eftir gátu gestir snætt
ostarétti og ís. í þessari veizlu
sem og í veizlunni í gærkvöldi
var Sonja krónprinsessa borð-
daima forseta íslands, herra
Kristjáns Eidjárns, og Ólafur
konungur leiddi forsetafrú Hail-
dóru Eldjárn til borðs.
1 veizlu konungsins í gær-
kvöMi var matseðillinn á þessa
leið: Fyrst var boðið upp á kjöt-
seyði, eonsonne royal; þvi næst
fylgdu ýmsir vandaðir sjávarrétt
ir, en aðalrétturinn var nauta-
kjöt (filet do houuf garnv), og
á eftir gátu menn snætt is og
ávexti.
í þessari veizlu konungsins
voru um 200 gestir, fulltrúar rík
isstjórnar, Stórþings og Hæsta-
réttar og auk þess margir há-
skólamenn og aðrir embættis-
menn, þar á mðal biskupinn í
Osló, hæstaréttardómarar og aðr
ir fiyrirmenn úr ýmsum stéttum
og greinum norsks þjóðQífs.
Forsetaheimsóknin hefur ekki
vakið mikla athygli í NoregL og
fjöimiðlar hafa verið heidur þög
ulir um hana. Þó hafa sjónvarp
og útvarp gert henni nokkuð
sæmileg skil, og í dag birtir Aft
enposten, stærsta dagbiað Nor-
egs, frétt á forsíðu um forseta-
heimsóknina með mynd af þvi er
forsetinn lagðd blómsveig að
minnismerki failinna Norðmanna
í gær.
Þá birtir Aftenposten enn frem
ur í dag grein um Kristján Eld-
járn, „Þjóðminjavörðurinn sem
varð forseti", „Visindamaðurinn
Kristján Eldjárn" eftir Ivar Org-
land og enhfremur hyllingar-
kvæði til forsetans og konu hans
eftir Orgiand.
Hinni opinberu heimsókn for-
setahjónanna lýkur á morgun, og
fara þau frá Osló laust eftir há-
degi til Sviþjóðar í opinbera heim
sókn þar í landi er stendur tii 8.
maL
Erlendur
Patursson
flytur hér
fyrirlestra
HINN kunni íæreyaki ritstjóri
og lögþiingsmaður Erlendur Pat-
ursson, kemur til íslamds í boði
Norræna hússins og heidur hér
tvo fyrirlestra. Fyrri fyrirlestur-
inm heldur hann fimmtudaginn
6. mai n.k. kl. 20,30. Sá fyrir-
lestur ber heitið „Færeyjar •—
hvert stefnir í efnahagsmálum?“
Síðari fyróirlesturinn heitir
„Færeyjaæ — hvert stefnir í
stjómmálum?", og verður sunnu
(dagiinn 9. niai kl. 16.00. Aðgangur
etr ókeypis að báðum fyrirlestr-
umucm og er öllum heimill meðan
húsmiim leyfir.
Forsetahjónin sátu í gær boð nosku ríkisstjórnarinnar í Akershus ásanit Ölafi konnngi. Mynd-
in sýnir Noregskonung heilsa Trygve Bratteli, forsætisráðherra (til vinstri), en forseti Islands
stendur fyrir aftan konung.
STAKSTEIIVAR
Tilraun með
Tómas
Margt erfiðið er lagt á hin
breiðu bök ritstjóra dagblaðsins
Tímans, Fæstir öfunda ■ þá af
því átakanlega hlutskipti að
þurfa að verja stefnu Framsókn -
arflokksins opna í báða enda.
Nú hefur það gerzt i ofanálag,
að einn af ritstjórum blaðsíms,
Þórarinn Þórarinsson, verður að
axla þá byrði að bera blak af
meðritstjóra sínum í forysto-
grein blaðsins. Þannig amast
Þórarinn yfir því í forystugTein
í gær, að ýmsum sé nú í nöp
við Tómas Karlsson. Stjómar-
blöðunum er raunar eignuið
nöpuryrðin. Hitt mun þó vera
sanni nær, að Tómas hafi orðið
fyrir harðari árásum á flokks-
þingi Framsóknarflokksins beld-
ur en nokkurn tíman í staðm-
ingsblöðum ríkisstjómarimiar.
Þórarinn Þórarinsson telnwr
Tómasi meðritstjóra sínum það
helzt tU ágætis, að nú hafi kom-
ið í ijós, að í „ádei!u“-greimmm
sínum á stjómsýsluna hafi Tóm-
as túlkað áþekkar skoðanir ©g
fram komu í stjómmálayfirlýs-
ingu landsfumlar Sjálfstæðis-
flokksins.
Það verður því fróðlegt að
fylgjast með því á næstanni,
hvemig Þórarni tekst til við
þá tilraun að gera Tómas að
samherja og málsvara sjálfstæð-
isstefnunnar.
Opið í báða
enda
Á nýafstöðnu flokksþijigi
Framsóknarflokksins urðu alll-
snarpar deilur um það, hvort
flokkurinn ætti nú fremur að
stefna til hægri eða vinstri; mið-
urstaðan var nánast sú að hafa
opið í báða enda. Af svipaðri
andagift deildu flokksþingsfull-
trúamir um það, hvort sam-
rýmdist nú betur stefnu Fram-
sóknarflokksins að draga ár
stjórnsýslukerfinu eða þenja
það frekar út. Svo sem næmri
má geta sýndist sitt hverjum.
Margir urðu til þess að mæla
með því, að dregið yrði úr stjóm
sýsiukerfinu og töldu það er.g-
um örðugleikum háð að láta
tvo menn sjá um öll verk í fjár-
málaráðuneytinu eins og veríð
hefði á tímum Eysteins.
Ungur framsóknarmaður og
fulltrúi í fjármálaráðuneytinu,
Þorsteinn Ólafsson, lýsti þó
þeirri skoðun sinni, að sá mál-
flutningur, sem hafður hefði
verið í frammi á flokksþinginu
í garð stjónsýslunnar, hæri keim
af fáfræði. Ennfremur væri
skipulagsliyggja í stjóm efna-
hagsmála gmndvaliarstefna
Framsóknarflokksins og þessi
stefna krefðist verulegrar nt-
þenslu í stjórnsýslukerfinu. Nú-
verandi stjómvöld hefáu sýnt
töiuverða viðleitni í þá átt að
draga úr rikisútgjöldum. Og
þessi ungi framsóknarmaður
endaði ræðu sína á því að
harma, að málfiutningur Timans
um stjórnsýsiuna væri oft og líð
um ekki á rökum reistur.
Nöpuryrði i garð Tómasar
Karlssonar, sem Þórarinn Þór-
arinsson eignar stjómarblöðun-
um, eru þannig í raun runnin
undan rifjum andstæðinga Tóm-
asar innan Framsóknarflokks-
ins sjálfs. Skrif Þórarins eru þó
tæpast tilkomin af einskænri
umhyggju fyrir Tómasi. Hitt er
miklu trúlegra, að þau eigi ein-
ungis að undirstrika, að í þess-
um efnum sem öðram sé
stefna Framsóknarflokksins ©p-
in í báða enda. Þannig sýnist
Framsóknarflokkurinn telja það
hvort tveggja í senn næsta heil-
aga skyldu að draga úr stjóra-
sýslukerfinu og þenja afsklptt
ríkisvaldsins yfir sem ílest
mannleg samskipti.