Morgunblaðið - 20.05.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.05.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1971 17 ÞÓTT Búrfellsvirkjun sé nú vel á veg komin, er ljóst, að íslendingar geta ekki látið staðar numið í virkjimarmál- um, heldur verður að halda áfram á þeirri hraut stór- virkjana, sem mörkuð var með hyggingu Búrfellsvirkj- unar og samningum um ál- verið í Straumsvík. Morgunblaðið hefur snúið sér til dr. Jóhannesar Nor- dals, Seðlabankastjóra, sem er formaður stjórnar Lands- virkjunar og rætt við hann um næstu virkjunarfram- kvæmdir Landsvirkjunar og almenn viðhorf í orkusölu- málum, en dr. Jóhannes Nor- dal er nýlega kominn úr stuttri ferð vestur um haf, þar sem hann kynnti sér lánsmöguleika og viðhorf til orkusölu. verSi byggðar meS stuttu milli- biili, þar sem þær eru nálægt hvor annarri og hægt að nota mikið af sameiginlegri aðstöðu við byggingu þeirra. — Við hvora virkjunina verð- ur hafizt handa fyrst? — Enn sem komið er, hafa engar ákvarðanir verið teknar um það í hvora virkj ui%na verð- ur ráðizt fyrst. Segja má, að þessar virkjanir séu ótrúlega lik ar bæði að þvi er varðar stærð og heildarkostnað. Er nú lögð mikil áherzla á það, að verk- fræðideild Landsvirkjunar l'júki athugunum sínum á samanburði þessara virkjana sem fyrst, svo hægt verði að taka ákvörðun um áframhaldandi verkfræðileg- an undirbúning þei-rrar virkjun- ar, sem valin verður. — Hver verður kostnaður við þessar virkjunarframkvæmdir? — Enn þá er ekki búið að fara endanlega yfir kostnaðar- áætlanir ráðgjafaverkfræðinga og samræma þær, en það lítur út fyrir, að hvor virkjunin um Hrauneyjafoss. Dr. Jóhannes Nordal í viðtali við Morgunblaöið: Framkvæmdir við nýja stórvirkjun næsta vor Vatnsorkan fyllilega samkeppnisfær við aðra aflgjafa næsta áratuginn — Á síðasta þingi voru sam- þykkt lög, sem heimila Lands- virkjun að ráðast í byggingu tveggja nýrra raforkuvera, seg- ir dr. Jóhannes Nordal, annað við Hrauneyjafossa, en hitt við Sigöldu i Tungnaá. Ráðunautar Landsvirkjunar við virkjunina við Hrauneyjafoss eru Harza Int ernational og verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsens og við Sig- ölduvirkjun eru það Electro-watt og Vifkir h.f. Þetta þýðir, að eins mikið af verkfræðilegum undirbúningi og mögulegt er, verður unninn af íslenzkum verk fræðingum hér heima. Þessar virkjanir eru mjög 1-ikar, bæði að stærð og fyrirkom-ulagi, enda nýta þær sama vatn og eru að- eins með nokkurra kilómetra millibili í Tungnaá. Áætl-unin gerir ráð fyrir, að vélarafl Hrauneyjafossvirkjunar verði 160 MW, en Sigölduvirkjunar 150 MW, en hugsanlegt er, að þessu verði eitthvað breytt til hækkunar í endanlegri hönnun. Þetta mundi þýða, að þessar tvær virkjanir mundu u.þ.b. tvö- falda aflið I vatnsaflsstöðvu-m Landsvifkjunar. — Hvenær má vænta þess, að íramkvæmdir við þessar nýju stórvirkjanir hefjist? — Stefnt er að þvi, að hægt verði að hefja framkvæmdir við fyrri virkjunina vorið 1972. Til þess að ná því markmi'ði þarf að taka um það ákvörðun um mitt þetta ár, i hvora virkjunina verður ráðizt fyrst, þannig, að hægt verði að hefja endanlegan verkfræðilegan undirbúning og gerð útboðsgagna. Útboð gæti þá farið fram snemma árs 1972 og framkvæmdir hæfust um vor ið. Takist þetta, ætti virkjunin að geta verið fullgerð í síðasta lagi sumarið 1975. Að sjálfsögðu verður að semja um fjáröflun og framkvæmdir hvorrar virkjunar innar fyrir sig, en það ætti að vera raunhæft að stefna að því að hefja framkvæmdir við síð- ari virkjunina u.þ.b. tveimur ár um síðar, en það er að mörgu ieyti hagkvæmt, að virkjanirnar sig muni kosta nálægt 3.000 milljónum króna að meðtöldum vöxtum á byggingartímanum og háspennulínu tii Reykjavikur. — Og hvernig verður þess fjár aflað? — Strax og nýju lögin um þessar virkja-nir höfðu verið sam þykkt, var ákveðið að hefja Jóhannes Nordal. formlegar viðræður við Alþjóða- bankann og dvaldist ég þar í nokkra daga í byrjun þessa mán aðar. Það skiptir miklu máli fyr ir íslendinga, að það takist að fá lán hjá Alþjóðabankanum til þessara framkvæmda, þar sem lán hans eru ti'l lengri tíma og með hagstæðari vöxtum en fá- anleg eru á frjálsum markaði. Eftir þessar fyrstu viðræður verður að sjálísögðu ekkert full yrt um það, hvort lán fæst hjá bankanum, en óhætt er að segja, að Eifstaða bankans til þessara framkvæmda sé jákvæð, og mun sendinefnd frá bankanum koma hingað til lands síðar í sumar til að kanna áætlanir Lands- virkjunar nánar. En í framhaldi af þvi, má búast við, að afstaða bankans skýrist. Það er hins vegar ljóst, að Alþjóðabankinn mun leggja mikla áherzlu á, að fjármagn fáist til virkjunarfram kvæmdanna annars staðar einn- ig, og að framlag af hálfu Is- lendinga sjálfra verði verulegt — Hver er afstaða Alþjóða- bankans almennt til iánveitinga til Islands um þessar mundir? — Stefna Alþjóðabankans hef- ur á undanförnum árum miðað í vaxandi mæli að því, að aðstoða þróunarlöndin, en hætta lánveit- ingum ti-1 landa, sem hafa jafn- miklar þjóðartekjur á mann og íslendingar. Á hinn bóginn viðurkenna stjórnendur Allþjóða- bankans, að ýmsar framkvæmd ir hér á landi geti verið þess eðl is að i þær verði ekki hægt að ráðast, nema með aðstoð bank- ans. Eftir þær athuganir, sem bankinn héfur gert á möguleik- um til iðnþróunar á íslandi á undanförnum árum, hefur hann sannfærzt um, að orkufrekur iðn aður, er byggist á hinni hag- kvæmu vatnsorku landsins, hljóti að eiga þar miklu hlutverki að gegna. Ein-nig er ljóst, að hér er um að ræða framkvæmdir, sem eru svo f jármagnsfrekar, að erfitt getur reynzt fyrir smáþjóð eins og Islendinga að ráðast í þær, nema aðstoð bankans komi til. — Hver eru viðhorfin til orku sölu á alþjóðlegum vettvangi n-ú? — Ég notaði tækifærið, sagði Jóhannes Nordal, í för minni til Bandarikjanna til að kanna eft- ir föngum áli-t manna á sam- keppnisaðstöðu Islendinga að þvi er varðar áframhaddandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Það kom mjög eindregið fram i þessum viðræðum, sem ég átti við ýmsa aðila, að skoðanir manna varðandi þróun orku- verðs á allra næstu árum, hafa breytzt mjög verulega á síðast liðnu ári og jafn-vel á síðustu mánuðum. Virðast hér fyrst og fremst vera um þr jár orsakir að ræða. 1 fyrsta lagi hefur hin mikla hækkun á oliuverði, sem nýlega hefur verið samið um milli olíufélaganna og helztu framleiðslulandanna haft mjög mikil áhrif, enda er olía lang mikilvægasti orkugjafi í heiminum í dag. Eru áhrif þess- arar hækkunar þó varla nema að litlu leyti komin fram ennþá. 1 öðru lagi hafa skoðanir manna varðandi framleiðslukostnað á kjarnorku breytzt mjög að und- anförnu. Þau kjarnorkuver, sem reist hafa verið, hafa flest reynzt miklu dýrari en áætlað var og ýmis tæknileg vandamál hafa kornið upp sem menn höfðu ekki séð fyrir, þótt flestir séu ennþá sannfærðir um, að kjarn- orkan eigi með timanum eftir að verða jafnódýr og hagkvæmustu vatnsvirkjanir. Á það þó auð- sjáanlega mun lengra í land en áður var talið. 1 þriðja lagi hef- ur svo hin vaxandi áherzla sem hvarvetn-a er lögð á umhverfis- vernd, haft þau áhrif að hækka framleiðslukostnað af flestum tegundum orku, þar sem strang- ari kröfur eru gerðar til hvers konar varúðarráðstafana gegn mengun og um staðsetningu mannvirkja lengra í burtu frá markaðssvæðunum á óhagkvæm- ari stöðum en áður tiðkaðist. Ailt bendir þetta til þess, að vatnsoi’kan hér á landi verði Vopnafirði, 19. maí. NÝLEGA var nýrri sjónvarps- endurvarpsstöð komið upp hér í héraðinu. Svo virðist sem stöð þessi hafi frekar verið sett upp til þess að sýnast en til þess að bæta myndina á skermi Vopn- firðinga, því að samkvæmt upp- lýsingum frá ýmsiun aðilum hér í nágrenninu hafa engar breyting- ar orðið til batnaðar á sjónvarps- myndinni eftir að nýja stöðin komst í gagnið. Áður notuðust Vopnfirðingar við endurvarps- stöðina á Gagnheiði. í viðtali við fólk á nokkrum bæjum í Vopnafirði komu eftir- farandi staðreyn-dir í ljós: Við tilkomu nýju endurvarpsstöðv- arirxnar varð engin breyting á sjónvarpsmyndinn-i á Strandhöfn, en þar sást áður vel frá Gagn- heiði. Á Hauksstöðum í Vestur- árdal sézt ekkert; á Burstafelli, fyllilega samkeppnisfær sem afl gjafi fyrir margs konar orku- frekan iðnað a.m.k. næstu.10 ár- in. — Hvert verður svo næsta skrefið í þessum málum? — Sá orkufreki iðnaður, sem fyrst og fremst virðist vera um að ræða, eins og nú standa sa-k- ir, er annars vegar álbræðslur en hins vegar framl-eiðsla á ýmis konar málmblendi, sem notað er í stálframleiðsl-u. Á þessu stigi málsins eru ekki hafnar neinar raimverulegar samnin-gaviðræð- ur um orkusölu til iðnaðar frá þessurn næstu virkjunu-m. Hi-ns vegar hefur verið unnið að söfn un upplýsinga frá fyrirtækju-m, er áhuga kynnu að hafa í þess- um efnum, og er stefnt að því, að unnt verði að marka ákveðna stefnu i þessum málum með haustinu, svo hægt verði að leggja tillögur um nýja orku- sölusamninga fyrir rikisstjórn og Alþingi næsta vetur, segir dr. Jóhannes Nordal að lokum. fremst í Hofsárdal hefur ekki verið keypt sjónvarp vegna slæmrar reynslu í þorpinu; á Vatnsdalsgerði sem er rétt við stöðina, hefur sjónvarpsmyndin batnað mjög lítið, á Refsstöð- um sést mjög illa og þó er bær- inn beint á móti endurvarps- stöðinni, á Ásbrandsstöðum hefur engin breyting orðið við tilkomu nýju stöðvarir-nar og á Krossavik sést sæmilega, en þó ekki skýrt. Vopnfirðingar eru sem von er mjög óánægðir með hi-na nýju stöð og furða sig á því hvera vegna jafn lítil stöð var sett upp úr því að verið var að leggja í þennan kostnað á annað borð. Því hljóta Vopnfirðingar að álykta sem svo að stöðin hafi fyrst og fremst verið reist til þess að sýnast. — FréttaritarL S j ón var psendurvarps- stöðin reynist illa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.