Morgunblaðið - 20.05.1971, Síða 21
MORGUNBLAÐEÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAI 1971
21
miiiii
I KVIKMYNDA
HÚSUNUM
★★★★ Frábær, ★★★ mjög góð,
★★ góð, ★ sæmileg,
léleg.
UUUJ
Sig. Sverrir
Pálsson
Björn Vignir
Sigurpálsson
Sæbjörn
V aldimarsson
Nýja bíó
Kvæntir
kvennabósar
Viðskiptafrömuður eínn hlustar
af andagt á kunningja sinn lýsa
refilstigum framhjáhaidsins
Hann sýnir loks áhuga á því að
reyna þessa íþrótt af eigin raun,
en áður en svo má verða þarf
hann að ganga í gegnum harðan
skóla og leysa ýmsar þrautir,
sem kunningi hans leggur fyrir
hann. Eftir langa mæðu er hann
reiðubúinn til framkvæmda en
þá gerast ýmsir válegir atburðir,
í aöalhlutverkum Walter Matthau
og Robert Morse Leikstjóri Gene
Kelly.
★ Kvæntir kvennabósar: —
Fremur snauð glysmynd, —
bæði kvikmyndalega og efn-
islega, nema hvað sumar
dæmisögurnar eru nokkuð
sméllnar. Gene Kelly hefði
mátt gera allmiklu betur
sem leikstjóri. Hinn væmni
endir kippir öllum rökum und
an því, sem áður var gengið
í myndinni.
★ Ég hafði vænzt meiri til-
þrifa af samvinnu Kelly og
Matthau. Þeir þræða báðir
troðnar slóðir en meðhöndl-
un efnisins er fjarska amer-
ísk og myndin sjaldan veru-
lega skemmtileg.
★ ★ Kennslustundir í frarn-
hjáhaldi eru nýstárlegt efni í
gamanmynd, og hefur reynzt
leikstjóranum ágætlega hand
bært. Þá er Walther Matthgu
í essinu sínu, en hann er
Vafalaust einn bezti gaman-
leikari Bandaríkjamanna í
dag. Þá koma einnig fram
fjölmargir aðrir ágætisleik-
arar, og standa sig flestir
með prýði. Góð skemmtun.
Gamla bíó
„Harðskeyttur
prédikari4í
Þegar Jim Killian kemur í fram
tíðar heimahérað sitt verður hengd
ur fjárbóndi á vegi hans, sem
hann tekur niður og grefur.
Þarna geisar styrjöld milli naut-
gripabænda og fjárbænda og Kill
ian kemst brátt í kast við þá
fyrrnefndu sem gruna hann um
að vera leigubyssa fjárbændanna.
Annað kemur þó á daginn, því að
Killian reynist vera útsendari
guðs með vafasama fortíð og
byssu í belti til að verja kirkju
sína. Guðs vegur á þessum slóð-
um er þyrnum stráður og á því
fær Killian að kenna, þegar hann
hyggst koma á sáttum milli fjár-
bændanna og nautgripaeigend-
anna. í aðalhlutverki er Glen
Ford. Leikstjóri Lee H. Katzin.
★ Þarna er að finna öll klass
ísk einkenni vestra — lækn-
inn, barstúlkuna, byssubóf-
ann, góða manninn o.fl., en
einhvern veginn verður frek-
ari útfæring efnisins aldrei
annað en hálfkák með sæmi-
legu afþreyingargildi og af-
leitum endi.
★ Sæmilegur „vestri“, og
ekki sem verst afþreying fyr
ir þá mörgu, sem kunna að
meta þá gerð mynda. Persón-
ur myndarinnar eru all vel
mótaðar og leikurinn góður
hjá flestum.
Laugarásbíó
„ÝVETTE“
Lifibrauð sitt fær frú Von Ob-
ardi frá viðhaldi sínu, vellauð-
ugum lækni, Von Hallstein að
nafni. Kominn er sá af léttasta
skeiði. Og þar að kemur að frúin
gengur fra-m af honum í hvílu-
brögðum — að fullu og öllu.
Verða þá horfurnar hinar ískyggi-
legustu í peningamálum. Sonur
Von Hallstein, Peter, kemur þá
til hjálpar, og fetar dyggilega í
troðna slóð föður síns. Kynnist
hann þá dóttur frúarinnar, losta
fagurri. Bítast þær mæðgur um
bitann um hríð en sú yngri
verður drýgri á endasprettinum.
Leikstjóri Eberhard Schröder.
Þýzk.
Álit mitt á þessari mynd
er alls ekki prenthæft.
Ekki einu sinni klám-
mynd.
Hafnarbíó
Hættulegi
aldurinn.
Francesco Vincenzini (Vittorio
Gassman) er vel metinn forstjóri,
vel giftur, 45 ára, og er nýorðinn
afi, er myndin hefst. Honum hef-
ur aldrei dottið framhjáhald í
hug en þegar vinkona sonar
hans fer að gefa honum hýrt
auga, jafnvel ásækir hann, gerir
eðlið vart við sig. Hann fer að
halda við hana, vanrækir vinn-
una, tekur sér frí, lifir lífinu og
gleymir fyrirtækinu En fyrr eða
síðar hlýtur að koma að reiknings
skilum og ákvörðunin getur þá
oft orðið æði erfið (Leikstjóri:
Dino Risi).
★ Einstaka augnablik geta
kallazt fyndin, en að öðru
leyti er myndin öll fremur
slök. Enda vart við öðru að
búast, þegar ítalskan hefur
verið dubbuð á ensku og ís-
lenzkum texta síðan bætt
undir.
Háskólabió
Makalaus
sambúð
Felix Unger, (Jack Lemmon),
fyllist svo miklum lífsleiða eftir
skilnað við konu sína, að hann
hyggst fyrirfara sér Honum snýst
þó hugur er á hólminr. er komið
og leitar á náðir kunningja síns
Oscar Madison (Walther Matthau)
sem er nýskilinn. Hefst þá hin
„makalausa sambúð“.
Felix er kattþrifinn og heima-
kær, en Oscar lætur vaða á súð-
um. Fara þeir því fljótlega í
taugarnar hvor á öðrum Fyrst
sýður þó upp úr er Oskar hefur
boðið heim tveimur systrum og
hyggst deila nærveru þeirra með
sambýlismanni sinum. En þær
eru ekki fyrr búnar að koma sér
fyrir en Felix fer að rekja fyrir
þeim raunir sínar. Endar gleðskap
urinn með gráti og kveinstöfum.
L,eikstjóri Gene Saks.
★ ★ ★ Makalaus sambúð:
Samtölin í handriti Neil Sim
ons eru suilldarvel gerð og
hver setning fær aukinn
styrk í meðförum Lemmons
og Matthaus. Gerð upp úr
leikriti og fremur ómerkileg
sem kvikmynd (nema fyvir
leikinn), en er jafnframt
bráðfyndin afþreying.
★ ★ ★ Kvikmyndir gerðar
eftir leikritum Neil Simons
eru alltaf trygging fyrir
nokkrum notalegum brönd-
urum. í þessari mynd er hann
jafnvel óvenju gamansamur
og ætti engum að leiðast
þessi forkostulega sambúð, er
myndin lýsir.
★ ★ ★ Meinfyndið leikrit
Simons um hjónabandserjur
og sambýlisþj ark, kemst mjög
vel til skila, þökk sé stórkost
legum samleik. þeirra Lemm-
ons og Matthau og handriti
höfundar. f einu orði sagt
bráðskemmtileg.
Stjörnubíó
Funny Girl
„Funny Girl“ fjallar um hluta
ævi gamanleikkonunnar frjeigu,
Fanny Brice. Alit frá því hún
tróð í fyrsta sinn upp, í lítil-
fjörlegu leikhúsi í fátækrahverf-
inu, sem hún bjó í og þar til
hún er orðin aðalstjarna Zieg-
field dansflokksins, en lengra var
tæpast hægt að ná á þeim ár-
um. Inn í myndina fléttast svo
misheppnað hjónaband hennar og
fjárhættuspilarans Nick Arnstein.
Ásamt Barbra Streisand leika
þeir Omar Sharif og Walter Pide
gon. Leikstjóri er William Wyler.
★ ★
Söngvamyndir falla iðulega
á lævísu bragði, væmni. —
Leikstjóranum, William Wyl
er, tekst þó furðu vel að forð
ast hana og Barbra Strei-
sand hjálpar mikið til með
skemmtilegu látbragði og á-
gætum leik. Mörg hópatrið-
in á leiksviðinu eru frábær-
lega sviðsett og kvikmynda-
takan stundum tilþrifamikil.
★ ★ ★
Hér er á ferðinni dansa- og
söngvamynd, eins og þær
gerast beztar frá draumaverk
smiðjunni Hoilywood, Leik-
tjöld, og búningar eru meist
aralega vel gerð og stúdíó
upptaka frábær. Þá eru dans
og söngvaatriðin skemmtilega
útfærð.
Kópavogsbió;
„Madigan“
Rannsóknarlögreglumennirnir
Madigan og Rocco Bonáro ráöast
inn í herbergi afbrotamanns til
aö handtaka hann Koma þeir aö
honum í rúminu, én þrátt fyrir
erfiöar aðstæður tekst honum að
ieika á þá félaga og sleppur und
an, Madigan og Rocco þyltja
hafa farið hina mestu hneisu-
för, og hefja teit að afbrotamann
inum til að endurheimta sjálfs-
virðinguna. Myndin lýsir að öðru
ieyti lífi og starfi lögreglunnar —
allt frá lögreglustjóra niður i
lögguna í lægsta þrepi mietorða-
stigans. Aðalhiutverk: Riehard
Widmark og Henry Fonda. Hand-
rit H. Simoun og A. Polonsky.
Leikstjórn Don Siegel.
★★ Madigan markar aftur-
komu Abraliams Polonskys,
handritahöfúndarins, sem sett
ur var á svarta listann í Mc-
Carthy-hreinsunum. Handrit-
ið er fullt af smáatriðum,
sem lífga myndina til muna,
en hvergj ber á þeirri snilli
Siegels, sem Godard hefur
viljað halda á loft. Þokka-
leg afþreying.
★★ Siegel er einn æðstu-
prestanna í gerð glæpamynda
og á marga aðdáendur meðal
franskra nýbylgjuleikstjóra.
Þessi mynd hefur ýmsa fína
drætti en Siegel er þó býsna
brokkgengur þarna, er á
heildina er litið. Myndin ef
þó aldrei leiðinleg.
★ Harðskeytt og spénnandi
mynd á köflum. En er það
ekki full langt gengið á þol-
inmæði áhorfenda að pússa
Henry gamla Fonda í hlut-
verk kvennaflagara? En á
meðan myndavélin beinist að
þeim félögunum Guardino og
Widmark er hún prýðileg
skemmtun.
Jarnsmíðavélor - Vélsmiðja
Til sölu eru nokkrar notaðar járnsmíðavéiar i góðu ásigkomu-
lagi. Einnig gæti fylgt leiga eða sala á húsnæði fyrir rekstur
vélsmiðju.
Tilboð sendist í pósthólf 121, Kópavogi.
DRCIECR
Nuddkona óskast
Upplýsingar í síma 24077 og 23256.