Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1971 3 : ■ Séð yfir orlofshús BSRB í Borg arfirði. Orlofsheimili BSRB afhent formlega um helgina — heildarkostnaður 46 millj. kr I SÓLSKIM og blíðskapar- veðri vorn oriofshús BSKB að Munaðarnesi í Borgarfirði fornilega afhent sl. laugar- dag. Fjöldi gesta var viðstadd ur athöfnina, þar á meðal var Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra. Athöfnin hófst kl. 2 síðdegis með þvi að Kristján Thorlaeius formað- nr BSKB flutti ræðu, en auk hans tóku til máls fjármála- ráðherra, Magnús Jónsson, Árni Gunnarsson formaður starfsniannafélags Kíkisút- varpsins og Magnús Einars- son bóndi að Munaðarnesi. 18 aðiidarfélög BSRB eiga híis að Miutaðarnesi og eru fyrstu dvalarhóparnir væntanlegir 5. júní n.k. Þegar er upppant- að í öll húsin í sumar, en hvert hús er leigt til viku- dvalar í einu og kostar það 2.500 kr. Heildarkostnaður var um 46 milljónir. Að Munaðarnesi hafa nu risið samtals 26 hús, þar af 23 fjölskyMuhús, en auk þess eru þar veitingahús, verzi- un og bústaður umsjónar- manns og starfsfólks. Fram- kvæmdir hófust árið 1969 eft- ir að BSRB hafði fest kaup á sumarbústað Ásbjarnar Ól- afssonar, stórkaupmanns og 5 hekturum lands við Norð- urá i landi Munaðamess og auk þess tekið á leigu 14 hekt ara lands hjá bóndanum að Magnús Einarsson bóndi að Munaðarnesi í hópi ljósmæðra, sem eiga eitt oriofsheimilanna, Ef dænta má af svip Magnús- ar virðist hann ekki sjá eftir að hafa Ieigt BSRB land undir orlofshúsin, né vera óánægður með félagsskapinn. tækinu Hochtief. Hús þessi voru áður notuð sem íbúðir fyrir starfsfólk i Straumsvik. Hvert hús er 60 fermetrar að stærð og hafa þau verið lag- færð og innréttingum breytt með það fyrir augum að gera þau sem þægilegust. 1 hverju húsi eru fullkomin aðstaða til eldunar, svefnpláss er fyrir 8 manns og auk þess er í þeim setustofa og snyrting. Hin húsin, sem eru 13 tals- ins eru íslenzk verksmiðju- smiðuð hús, sem byggð voru hjá Húsasmiðjunni h.f. í Reykjavík. Húsin eru 45 fer- metrar að stærð. 1 íslenzku húsunum er svefnpláss fyrir 7 manns, en að öðru leyti eru þau svipuð Straumsvíkurhús- unum. Hefur bandalagsfélög- unum verið útMiutað húsum og eiga félögin síðan að ráð- stafa þeim til orlofsdvalar fyrir meðlimi sina. Skipulag og teikningar á ortk>fsheimilahverfin,u önnuð- Framhald á bls. 17. Munaðarnesi. Orlofshúsin eru tvenns konar. Annars vegar eru 10 smáhýsi, sem keypt voru af þýzka byggingafyrir- Magnús Jónsson, ráðherra flutti ræðu við \igsluathöfnina. STAKSTEIMAR Að kynnast ínnrætinu Að undanförnu hefur yfir- drepsskapur orðið æ ríkari þátt■ ur i málflutningi Alþýðubanda- lagsins og í málgagni þess, Þjóð- viljanum. Ástæðan á án alls efa rætur að rekja til innbyrðis flokkadrátta og vantrúar á eigin- legum hugsjónum ríkjandi t valdahóps í flokknum. Ljóst er, að kjarni Alþýðubandalagsins, hið ráðandi afl í flokknum, er sá hópur, sem sprottinn er úr jarð- vegi Sameiningarflokks alþýðu, sósíalistaflokksins, er áður hét Kommúnistaflokkur íslands. Ein- ar Olgeirsson talar i viðtali við Þjóðviljann sl. sunnudag um flokksaga „hjá okkur kommum", þegar hann ræðir um þennan ráðandi hóp i flokknum. Þetta eru þeir, sem fögnuðu svo ákaft í fyrra með sovézku áróðurs- fréttastofunni Novosti, þegar þess var minnzt, að 30 ár voru liðin síðan Sovétríkin sviptu Eystrasaltsríkin frelsi sínu. A’ið hliðina á þessum stöðnuðu afturhalds- og einræðisöfium hefur siðan sprottið hreyfing ný- sósíalista, sem stendur vinstra megin við þingræðið eins og þeir segja sjálfir og vill sósíaliska byltingu utan kerfisins. En til þess að breiða yfir þennan hugmyndafræðilega grundvöU flokksins, hefur sýndarmennsku- didu verið varpað yfir málflutn- ing og frambjóðendur. Þannig hefur fjölmörgum nytsömum sakieysingjum verið teflt fram á sjónarsviðið. En Magnús Kjart- ansson leikur þó aðalhlutverkið í þessu sjónarspili og togar f áróðursspottana, þegar það á við. Ailur leikaraskapurinn er auðvit- að settur á svið tii þess að tæla atkvæði lýðræðissinnaðra kjós- enda. Eitthvað virðist blekkinga- vefurinn þó þjá samvizkuna, þeg- ar Magnús Kjartansson gefur si’ofellda lýsingu á sjálfum sér í Þjóðviljanum 19. maí sL: „Sjaldan ganga pólitíkusar um með annan eins harðlifissvip og fyrir kosningar; aldrei verða lof- orð þeirra stórtækari og aiger- ari né bilið dýpra milli þeirra og veruleikans; hræsni og yfir- drepsskapur þenjast út eins og gorkúlur í haugi." En til þess að fullvissa lesend- ur Þjóð\iljans um, að hér hafi í raun og veru verið um sjálfs- lýsingu að ræða, telur Magnús vissara að taka fram í blaðinu strax daginn eftir: „Þeir menn sem skrifa eru ævinlega að lýsa sjálfum sér. Sá, sem fylgist með rithöfundi, kynnist gáfnafari hans, tilfinningum og skapgerð, og þá ekki sizt innrætinu." Tómas Karlsson úr sögunni! Hinn „skeleggi" baráttumaður gegn fjármálaspillingu, Tómas Karlsson, skýrir svo frá ástæðu þess, að hann telur algeran óþarfa að skrifa um fjármál Rannsóknaráðs ríkisins: „Vitan- lega hafa margir, sem annað hvort finna til sektar eða viija hylma yfir ýmsan ósóma, reynt að telja fólki trú um, að ádeilur mínar á misfeliur i ríkiskerfinu séu marklausar vegna þess að þær séu fyrst og fremst „póli- tiskar". Þess vegna er hrópað nú að mér vegna blaðaskrifa um framkvæmdastjóra Kannsókna- ráðs ríldsins. Það mál hefur nú verið upplýst til fulls af fram- kvæmdanefnd Rannsóknaráðs rikisins og Rikisendurskoðun og þær leiðréttingar hafa verið gerðar, sem endurskoðun lagði til. Það mál er því úr sögunni. Svipaðar færslideiðréttingar eru gerðar í mörgum öðrum opin- berum stofnunum árlega, án þess í hámæli fari eða tU blaða- skrif a komL“ t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.