Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1971 ÍSog eldur andstæður íslenzkrar náttúru 'mál og myndir eftir Hjálmar R. Bárðarson sérútgáfur á íslenzku og ensku V-VÉL, GERÐ D-232 6, 8, 12 strokka. Með og án túrbinu 1500—2300 sn/mín. 98—374 „A" hestöfi 108—412 „B" hestöfl Stimpilhraði frá 6,5 til 10 metra á sek. Eyðsla frá 162 gr. Ferskvatnskæling. Þetta er þrekmfkil, hljóðlát og hreinleg vél fyrir báta, vinnuvél- ar og rafstöðvar. — 400 hesta vélin er 1635 mm löng, 1090 mm breið, 1040 mm há og vigtar 1435 kíló. STURLAUGUR JÓNSSON & CO. Vesturgötu 16, Reykjavík. LESIÐ JHer0unL>T«hií> DflGIEGR VEGURINN yfir Breiðdals- heiði hafði alveg nýlega ver- ið opnaður, þegar blaðamað- ur Mbl. brá sér frá Isafirði til Flateyrar á dögunum. Snjóskaflarnir beggja vegna vegarins voru á köflum allt upp í 5 metra háir, en þar með var altérut rofin margra mánaða og árviss einangrun Önfirðinga og þegar þetta er ritað er sjálfsagt orðið fært yfir á Þingeyri líka. Á Flateyri hittum við Ein- ar Odd, framkvæmdastjóra Frá Flateyri Flateyri: Kjörinn staður fyrir fólk með f ulla starf sorku.... Rabbað við framkvæmdastjóra Hjálms hf. frystihússins Hjálms. í frysti- húsinu vinna um sjötíu manns þegar flest er og hafa fjórir bátar lagt þar upp að undanförnu, 3 línubátar og einn hefur verið á togveið- um. Hjálmur h.f. tók til starfa fyrir þremur árum og er hlutafélag nokkurra ein- staklinga í plássinu, en hrepp urinn á einnig hlut I fyrir- tækinu. — Afkoman hefur verið hér með ágætum, sagði Einar Oddur. — Hjálmur er stærsti atvinnuveitandinn en einnig er hér saltfisk- og harðfiskverkun, Hjallanes h.f. sem er rekið á vegum Kaup- félagsins og vinna þar 5 menn yfir vertíðina. — Þá er hér starfræktur ým- iss konar þjónustuiðnaður, aðallega fyrir héraðið og næsta nágrenni. En það er um margt erfitt að reka þessi fámennu hreppsfélög, félags- legar kröfur hafa vaxið og erfitt að fullnægja þeim. Varðandi framkvæmdir á næstunni á Flateyri, sagði Ein- ar Oddur að varanleg gatna- gerð væri í atlhugun hjá Samb. vestfirzkra sveitarfélaga og væri það knýjandi mál, m. a. vegna nýrrar reglugerðar sem hefði verið samin um hrein- læti í frystihúsum og um- hverfis þau. Eins og víða ann- ars staðar í sjávarpiássum, eru hafnarmálin ofarlega á baugi. Höfnin á Flateyri er góð frá náttúrunnar hendi og unnið var að stækkun henn- ar á árunum 1967 og 1968 og í fyrra voru dýpkunarfram- kvæmdir þar. Eftir er að steypa plan yfir nýja kant- inum og er hæpið að það verk verði unnið i sumar. Þá hefur komið mjög til umræðu bygging íþróttahúss Einar Oddur, framkvæmdastj. Hjálms h.f. Hjálmur h.f. og sundlaugar og stefnt að því að einhver skriður kom- ist á það mál. Ekki hefur verið ýkja mikið um hús- byggingar á Flateyri, þar sem fólksfjölgun hefur verið hæg, en að- og brottflutningur er þó alltaf einhver. — Hér er vissulega kjörin aðstaða fyr- ir fólk með fulla starfsorku, sagði framkvæmdastjórinn, — því vinna er svo mikil og stöðug. En þar sem atvinnu- lífið byggir hér á erfiðis- vinnu, má kannski segja að þeir eigi fárra kosta völ, sem farnir eru að eldast og lýjast. Því væri auðvitað æskilegt að koma hér upp meiri fjöl- breytni, til dæmis einhvers konar iðnaði. Flateyringar eru miklar fé- lagsverur og þrátt fyrir ann- ir hefur félagslífið dafnað. Framtak Leikfélags Flateyr- ar er alþekkt og frægt varð fyrir nokkrum árum, er það færði upp „Biedermann og brennuvargana" og fór með leikritið á nærliggjandi firði. Þá starfar kven- félag af kappi og hefur af miklum dugnaði komið upp leikskóla, sem er starfræktur á sumrin. Beitti félagið sér fyrir að reisa hús yfir starf- semina og eru þar öll leik- tæki, sem nöfnum tjáir að nefna og ágæt aðstaða til útiveru einnig. Von er á slökkviliðsbifreið til Flateyr- ar i sumar, en þaðan fóru menn á námskeið það, sem var haldið fyrir slökkviliðs- stjóra af Vestfjörðum í Reykjavík í vetur. Hingað til hefur aðeins verið til ein slökkvidæla á staðnum og verður til stórra bóta og mik- ils öryggis að fá fullkominn og vel útbúinn slökkviliðsbíl. — Við erum sem sagt með ágætu lífsmarki hér á Flaæyri, sagði Einar. — Við erum sömuleiðis með á prjón- unum ýmsar endurbætur á frystihúsinu, þær eru fyrst og fremst fyrirhugaðar vegna þessarar nýju reglugerðar, sem ég minntist á. Atvinnu hefur svo sannarlega ekki skort hér og aflinn á vertíð- inni nú er orðinn um 1600 tonn og er það meiri afli en á sama tíma í fyrra. Hér voru framleidd verðmæti í fyrra fyrir 65 milljónir til út- flutnings og 3.200 tonn komu til frystingar. Á sl. ári voru greiddar 15 millj. kr. í vinnu- laun og er það hreint ekki svo lítið á stað sem tel- ur um 500 sálir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.