Morgunblaðið - 22.06.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1971 19 í minninqu hiónanna Jóns Jóns- sonar og Sigfriðar Jóhannsdóttur JÓN Jónsson fœddist að Efra- Nesi á Slkaga 16. marz árið 1893, sonur Jóns Jónssonar bónda þar og konu hans, Maríu Jóhanns- dóttur. Á fyrsta ári missti Jón föður sinn og var þá tekinn í fóstur af hjónunum Sigurfinni Bjarnasyni og Jóhönnu Sigurð- ardóttur á Meyjarlandi á Reykja- strönd og ólst upp hjá þeim. Á sínum yngri árum var Jón víða í vinnumennsku, eða þar til hann hóf búskap að Syðri-Ing- veldarstöðum á Reykjaströnd ár- ið 1916. Þann 11. maí 1921 kvænt- ist Jón heitkonu sinni Sigfriði Jóhannsdóttur og það sama vor hefja þau búskap að Daðastöð- um á Reykjaströnd og þar búa þau, þar til að þau flytjast að Steini árið 1946 og þar býr Jón til dauðadags, en hann andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks eftir stutta legu 11. febrúar 1962. Kona Jóns, Sigfriður Jóhanns- dóttir fæddist að Sævarlandi á Skaga 8. ágúst 1896. Foreldrar hennar voru þau Jóhann Jóna- tansson bóndi á Sævarlandi og ráðskona hans, Valgerður Ás- mundsdóttir. Á Sævarlandi var Sigfriður til fimm ára aldurs, en svo með móður sinni á ýmsum bæjum á Skaga. Er henni óx aldur og þroski fór hún i vinnumensku, var m.a. við þannig störf í Reykjavik, á Akureyri og víðar, t.d. á Veðra- móti í tvö sumur hjá Sigurði Björnssyni bónda þar. Eftir að Sigfriður missti mann sinn var hún ráðskona hjá Halldóri syni sínum, sem tók við búinu á Steini eftir andlát föður síns. En heilsa Sigfriðar var tekin að bila og hin síðustu ár ævi sinnar dvaldi hún á Sjúkrahúsi Sauðárkróks og þar andaðist hún 17. marz 1971. Þau Sigfriður og Jón eignuð- ust fimm mannvænleg börn, fjóra syni og eina dóttur. Hér að framan hef ég farið fljótt yfir sögu, því mér er lífs- saga þeirra Sigfriðar og Jóns allt til ársins 1945 ekki svo kunn sem skyldi, en það ár liggja leið- ir okkar saman. Dag einn i byrjun janúarmánaðar árið 1945 er ég á leið út Reykjaströnd ásamt fylgdarmanni mínum, Helga Magnússyni, bónda að Tungu í Gönguskörðum, en hann var þá formaður skóla- nefndar í Skarðsskólahverfi. Ég var ráðinn kennari við barna- skólann í þessu hverfi og var nú á leið til skólastaðarins, sem var bóndabær utarlega á strönd- inni og heitir Daðastaðir. Er ég var á leið út Reykja- strönd þennan dag var hugur minn bæði blandinn kvíða og til- hlökkun. Ég hlakkaði til að fá tækifæri til að kynnast því starfi, sem hugur minn hafði svo mjög snúizt um, þ. e. að mega verða sáðmaður á akri barnssálnanna. En ég kveið fyr- ir samstarfinu við húsráðendur. Mundu ekki verða sífelldir árekstrar milli mín og þeirra? Að vísu hafði Helgi sagt mér að húsráðendur á Daðastöðum væru prýðishjón og að mér mundi áreiðanlega líka vel við þau. — En ég kveið fyrir samt. Um þetta var ég að hugsa á ferð minni eftir krókóttum götum undir hrikalegum hlíðum Tinda- stóls. Mér varð líka hugsað til minna væntanlegu húsráðenda, sem Helgi hafði sagt mér að hétu Sigfriður og Jón. Hvaða hugrenningar skyldu nú gera vart við sig í huga þeirra. Ef til vill héldu þau að ég væri einhver karl, sem erfitt væri að gera til hæfis. Ég setti mér þvi það takmark að reyna að koma þannig fram að sá kvíði reyndist ástæðulaus, væri hann fyrir hendi. Komið var kvöld er við Helgi loks stóðum á bæjarhlað- inu á Daðastöðum. Ég verð að segja eins og er að kvíði minn óx að mun er ég leit bæinn? Hvar væri eiginleg rúm fyrir skóla í svo litlum bæ? En Helgi ber að dyrum og innan lítillar stundar er útidyra- hurðinni lokið upp og i dyrunum stendur maður lítill vexti, en snöggur i hreyfingum, þvi áður en ég vissi af hafði hann þrifið i hönd mína og þrýsti hana fast og sagði: „Vertu velkominn hingað Alexander. Ég á nú að heita húsbóndinn hérna og heiti Jón. Vertu velkominn og ég vona að þér geti liðið vel hér hjá okkur Sigfriði." Þótt dimmt væri á hlaðinu á Daðastöðum þetta kvöld, þá birti í hug min- um. Handtak húsbóndans er hann bauð mig velkominn var svo þétt og hlýtt að það svipti burt öllum kvíða úr huga min- um. Ég var svo undrandi yfir þessum móttökum að ég gat í fyrstu ekkert sagt. Ég virti fyrir mér manninn, sem þannig tók á móti mér. Fyr- ir framan mig stóð lítill brosandi maður, en það var eins og i svip hans mætti sjá feimni eða kviða fyrir því hvern mann ég hefði að geyma. Ég endurgalt því hið þétta og hlýja handtak hans og ég held að þá strax höfum við skilið hvorn annan. „Gerið svo vel og gangið í bæ- inn,“ segir Jón. Er inn var komið þá var mér heilsað mjög hlýlega af Sigfriði húsfreyju og um leið og hún bauð mig velkominn þá klappaði hún þétt á öxl mina og þá fannst mér sem ég væri að koma til móður minnar, því þannig var hún vön að heilsa mér. Einnig tóku á móti mér ósköp hlýlega fjórir synir þeirra hjóna. Þannig var upphafið á kynn- um mínum við þau Sigfriði og Jón. Mér fannst strax þetta kvöld sem ég væri staddur hjá mjög góðum og nánum vinum, en ekki fólki, sem væri mér al- veg ókunnugt og ég væri að sjá í fyrsta skipti. Ég hafði það þvi á tilfinningunni að ég þyrfti ekki að kvíða fyrir samstarfinu við þau Sigfriði og Jón, þvi þótt húsakynnin virtust lítil og frum- stæð þá væri nóg rúm í hjört- um þeirra hjóna og það rými mundi stuðla að þvi að gera starf mitt léttara en ég hafði búizt við. Frá þessu fyrsta kvöldi í fylgd þeirra hjóna hef- ur mér þótt vænt um þau. Þessi vetur var líka undrafljótur að líða. Leið sem ljúfur draumur, þvi þótt kennsluskilyrði væru frumstæð þá bætti hin mikla umhyggja þeirra hjóna fyrir mér og nemendum mínum það allt upp. Aldrei hrutu skamm- aryrði af vör, á öllu var tekið með mildi og kærleika. Þau hjón skildu þann sann- leika mæta vel að barnssálirnar eru sem annar vorgróður mjög viðkvæmur og þarf því að fara um hann mjúkum höndum og stuðla þannig að vexti hans og þroska — skildu að enginn gróð- ur getur þrifizt í kulda — ekki barnssálirnar heldur. Þess vegna eiga orð Páls postula í 13. kafla Korintubréfsins 4.—8. versi svo vel við þau Sigfriði og Jón, en Páll segir: „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður ; kærleikur- inn öfundar ekki; kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp: hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eig- in; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum; hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi." 1 hin þröngu húsaky-nni sín tóku þau hjón auk mín nokkur börn, sem ekki höfðu aðstöðu til að ganga að heiman frá sér í skólann. Sannaðist þar hið fornkveðna að: „Þröngt mega sáttir sitja.“ Og þröngt máttum við sitja, satt var það. En margar hugljúfar minningar á ég frá þessum vetri, sem tengdar eru litla suðurher- berginu í baðstofunni á Daða- stöðum. Ég man barnahópinn, sem sat beggja vegna við skóla- borðið sem var í miðri stofunni og ég efast um að ég hafi komizt í nánari tengsl við -nemendur mina en einmitt þarna. Kennslu- stofan var líka svefnherbergi mitt og aðkomubarnanna. Er vordagar komu og prófum var lokið, þá var mitt starf á enda. Á hlýjum maímorgni kvaddi ég vini mína á Daðastöð- um og þá var alls óvíst hvort leiðir okkar ættu eftir að liggja saman á ný. Þau vináttutengsl, sem bundust á milli mln og fjölskyldunnar á Daðastöðum þennan vetur voru það sterk að þau máttu ekki rofna þótt leið- ir skildu, og þvi var það ákveð- ið að við Jótn skyldum hafa bréfasamband okkar á milli og það gerðum við — ekki aðeins eitt sumar heldur þar til Jón var allur, en þá tók Halldór son- ur hans upp merki föður síns. Hins vegar fór það svo að leið mín átti eftir að liggja til Reykja strandar á ný, þvi í 18 ár sam- fleytt var ég kennari í Skarðs- skólahverfi. — En ekki kenndi ég oftar á Daðastöðum heldur í félagsheimili eða fundarhúsi hreppsins, sem reist ,var að Innstalandi allmiklu sunnar á Reykjaströndinni. Ég átti því láni að fagna að koma oft á heimili þeirra Sigfriðar og Jóns. —• Að vísu var langt að fara á milli Innstalands og Daðastaða en eftir að þau hjón fluttust að Steini 1946 þá styttist leiðin á milli okkar að miklum mun. Ávallt er ég kom í heimsókn til f jölskyldunnar á Steini þá fannst mér sem ég væri kominn heim til foreldra og bræðra. Það var svo hlýr og notalegur hugblær, sem hvíldi yfir heimilinu og af þeim sökum leið mér svo ósegj- anlega vel í návist f jölskyldunn- ar, sem á heimilinu bjó. Einhvem veginn þróaðist líka sú kennd í huga mínum að ég var ósjálfrátt farinn að líta á þau Jón og Sigfriði sem aðra foreldra mína og sú kennd varð að miklum mun sterkari eftir að foreldrar mínir voru horfnir yfir landamærin miklu. Eftir að ég kvæntist þá reynd- Öllum þeim, er sýndu mér vináttu með gjöfum, blómum og heillaskeytum á áttræðis- afmæli mínu 13. þ.m., þakka ég af heilum hug. Margrét Einarsdóttir, Miklholtshelli, Miklaholtshreppi. LOKAÐ á morgun vegna jarðarfarar. KRÓNAN, Mávahlíð 25, KRÓNAN, Vesturgötu 35. ust þau hjón konu minni sömu góðu og traustu vinirnir eins og þau voru mér og vist er svo að í huga hennar geymast hugljúf- ar og bjartar minningar um þau. Ég átti þess líka kost að hafa nokkurt samstarf við Jón, þvi á þessu árabili var hann um tíma í skólanefnd og þá kom það m.a. í hans hlut að sjá um aðdrætti matfanga til heimavistarinnar, því sá háttur var á hafður að nemendur voru í heimavist þótt erfiðar aðstæður væri. Það var gott að starfa með Jóni, því hann var lipur og sam- vinnuþýður og brást ávallt skjótt við er til hans var leitað. Eins og ég gat um hér að framan er mér því miður lífssaga þeirra hjóna áður en ég kynntist þeim Framhald á bls. 20 | i O i, y a r a> ★ 1J IFoster Grant sölgleraugu ER # TIZKAN _ 1971 U M B0D: Q JOHNSON &RAABERP simi 24QQ0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.