Morgunblaðið - 22.06.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.06.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNl 1971 Bifreiðastjórar Góð afkoma Kaup- félags Suðurnesja Vanur bifreiðastjóri óskast til þriggja mánaða a.m.k. til að leysa af í sumarleyfum. Aðeins maður með réttindi til aksturs stórra bifreiða kemur til greina. Upplýsingar verða veittar í olíustöð okkar við Skerjafjörð, sími 11425. Olíufélagið Skeljungur h.f. VOLKSWAGEN1302 og 1302S Volkswagen bifreiðar eru búnar meiri öryggistækjum en kröfur eru gerðar til, samkvæmt lög- um. Þeir eru vandaðir, þarfnast lítils viðhalds, auðveldir í viðhaldi og hafa viðurkennda vara- hlutaþjónustu að baki sér. Volkswagen er örugg fjárfesting og í hærra endursöluverði en aðrir bílar. MED STÆRRI VÉL JÓOOcc. - 60 hö. Volkswagen 1302 S er með 60 ha. vél. Slagrúmtak er 1600 rúmsentimetrar. Þessi fjölgun hest- afla er ekki gerð á kostnað endingar vélarinnar, eins og sumir aðrir kynnu að hafa gert. Nei, það er ekki stefna Volkswagen. Vélin I 1302 S, framleiðir s'n 60 hestöfl fyrirhafnarlítið, og hún er viðbragðsfljót og veitir möguleika á mikilli hraðaaukningu. Þrátt fyrir margvíslegar endurbætur á vélinni, er hún ennþá staðsett afturí yfir afturöxli og loftkæld. Fyrir þá sem ekki þurfa svona stóra vél, þá er hægt að fá 52 hestafla vél, slagrúmtak 1300 rúmsentimetrar — og er sú gerð nefnd 1302. Þessar nýju gerðir Volkswagen eru byggðar á áratuga þróun og reynslu. Komið og kynnizt VOLKSWAGEN — 1200 — 1300 — 1302 — 73025 — 1302SL HEKLAhf. Láugavegp 170—172 — Sími 21240 AÐALFUNDUR KaupfóTags Suð umieisja vax haldirm i Aðailveri í Keflavík, laugardaginn 19. júmi. Auk s'tjómarinnar, deildar- stjópra og endurskoðenda, voru mættir á fundimwn 36 kjömir fuRtrúar frá öilum dieiild'Uim íé- lagsins. Formaður félagsins seibti fundinin og stjómaði hon- um. Formaður flutti skýrslu stjóm ar, en kaupfðlagsistj., Gunnar Sveinsson, Dias og skýrði reikn- inga féTagsins. Rekstur kaupfé- laigsinis gekik vel á árinu. Heild- arvörusaia var kr. 179.680, af- skriftir námu kr. 1244.668.00. Tekjuafgamgi kr. 776.243.90, var ráðstafað þannig: Til minnis- mierkis sjómanna i KefTavík kr. 150 þúis., tii sumarb ústaða sitarfs manna kauptfélagsinis kr. 50 þús- unid, yfirfært til næsta árs og i varasjóð kr. 576.243.50. O stjórn féiaigsins áttu að ganiga Hailigrímiur Th. Bjömsson og Svavar Ármason. Sfcoraðist Haflgrímur eindregið undan end- urkjöri, en hann hiefur átt sæti I stjóm félagsins frá upphafi og verið formaður þess si. 20 ár. — Vid gluggann Framh. af bls. 8 ustur og oft áhrifameiri en hinar formbundnu og venju- legu. „Fólkið sem kemur, syngur af hjartams grunni og heilögum krafti“ bætir haun við. Auk sáimalaganna eru svo hljóðar stundir, ef svo mætti orða það, þar eð organleikar- inn leikur þá einhver sérstök orgelverk snillingannia til að kenna fólkinu að hlusta. Þessi verk eru einnig útskýrð eftir föngum, en þó í stuttu máli. „Flestum eða öllum finnst gaman að taka þátt í þessu, gaman að syngja sáima“, segir organlei'karinn. Presturinn fer ekki í pre- dikunarstólinn, heldur ávarp- ar frá ræðuborði í kórdyrum „Þetta má ekki verða of form- fast,“ segir hann. „En við ljúkum alltaf með því að flutt er bæn og blesisun frá altar- inu“ bætir hann við. „Það þarf alltaf einhvera hornstein sem helgar starfið kirkjunmi" flýt- ir hann sér að segja. Dagskrá kvöldanna er 1 aðalatriðum svona: Klukknahringing. Orgelleikur (stuttur kafli). Ávarp (Prestur). Sálmur. Skýring eða frásögn (Prestur). Sálmur. Músík (Orgelleikari útskýrir). Sálmur (áður sunginn). Músik (áður flutt). Sálmur. Bæn og blessun. Sálmur. Eftinspil. Gætum við ekki reynt eitt- hvað svipað í íslenzkum kirkjum, með góðum vilja og einhverjum árangri? Árelíus Nielsson. HLUSTAVERND STURLAUGURJONSSON & CO. Vesturgö*u 16, Reykjavík. Símar 13280 og 14680 Kosnir voru Svavar Ámason, Grindaviík og Ólaiur Guðtmuinds- som, Ytri-Njarðvík. Endur>ko®inn var annar aðalendurskoðandi fé- lagsins, Hiimar Péturisison og varam. I stjóm Pétiur Lárusson. 1 skýrsliu framkvistj. hrað- frystihússins, Benedikts Jónsson- ar, kom m. a. fram: Hciidarvelt- am var kr. 189.448 mMjónir, npettóhagnaður var kr. 3.322 millj. og heildar afskriiftir kr. 6.222 miiffljónir. Samþ. var á fumdinum, að gefa starfsmannafél. kaupféiiagsins og hraðtfrysitihú'ssins kost á að verja sér fúffltrúa til setu á stjómar- fundum félagsins með málfreTvsi og tifflöguréttL 1 fundarlok þakkaði kaupifé- lagsstjóri fráfarandi formanni lamgt og giíftudrjúgt starf i þágu kaupfélagsins og tóku fumdar- menn undir með kröftugu lósfa- taki. — f minningu Framh. af bls. 19 ekki svo kunn sem skyldi. En kynni min af þeim fyrir utan þau, sem hér hefur verið lýst, voru þau að ég held að þau hafi staðið sig með prýði að hverju sem þau gengu. — Að þau hafi verið til sóma sveit sinni og stétt. Aldrei munu þau hafa verið rík af veraldlegum auð, en þau voru bæði rík af baráttu- vilja og gáfust ekki upp þótt við erfiðleika væri að etja. Bæði voru þau mjög vinnusöm svo að ég held að varla nokkum tíma hafi þeim fallið verk úr hendi. Hjálpsöm voru þau og höfðu yndi af að gleðja aðra og veita þeim sitt liðsinni ef með þurfti. Bæði voru mjög samhent og helguðu krafta sína til að reyna að skapa sér og sínum góð lífs- skilyrði, en til þess að svo væri þá munu þau hafa þurft að afla sér annarra tekna en þeirra, sem búið gaf af sér. — Því mun Jón nokkuð hafa unnið hjá öðrum jafnframt búskapnum og þá hvíldi allt á herðum húsfreyj- unnar, en bak hennar bognaði ekki undan þeim byrðum. Bæði voru því bráðdugleg, hagsýn og nýtin og sömu eiginleika hafa börn þeirra erft. Þau voru trúir þjónar bæði sjálfs sín og annarra. Þau opin- beru störf, sem Jóni voru falin, vann hann af stakri trúmennsku. Um langt árabil var hann „póst- ur“ á Reykjaströnd, og einnig forðagæzlumaður um iangt skeið. 1 sambandi við störf Jóns sem forðagæzlumanns mun hann hafa hlotið þakkir og við- urkenninngu frá æðstu stjóm forðagæzlunnar. Félagslyndur var Jón og góð- ur félagsmaður. Var lengi for- maður Lestrarfélags Skarðs- hrepps og rækti það starf með prýði. Kæru hjón. Ég þakka ykkur fyrir allt það ástríki, sem þið sýnduð mér frá okkar fyrstu kynnum og sömu góðvildina sýnduð þið einnig konu minni. Ég tel að það hafi verið lán fyrir mig að kynnast ykkur. — Það hefur kennt mér að lita á samferðamenn mína sem félaga, en ekki sem einhverja hluti, sem verða á leið manns. Þið voruð rik af góðvild og tendruðuð sömu kenndir i hug mínum til annarra. Já, vinir koma og fara. „Því enginn Stöðvar tímans þunga nið.“ Þið komuð inn i líf mitt á köldu vetrarkvöldi, en þótt svo væri þá gróðursettuð þið í hjarta minu vorgróður — þvi af þeim gróðri voruð þig svo rík. Þið sýnduð mér kærleika og því mun ávallt verða bjart um minningu ykkar í hjarta mínu. — Þar á mun enginn skuggi falla, heldur ávallt ríkja sól. Blessuð sé minning ykkar. Alexander Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.