Morgunblaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÖAGlál 1. JÚLÍ 1971 Barrow, 29. júní — AP SHEILA S«otl lenti nogvél sinni ■ Barrow í Alaska í gær- kvöldi og var hún orðin rúmum þremur klukkustundum á eftir áætlun í einflugi sínu yfir norð urpólinn. Sheila Scott, scm á 88 met í flugi víðs vegar um heim, stefnir að því að bæta cnn efnu við með því að verða fyrst til þess að fljúga frá miðbaug til miðbaugs. llún lagði upp frá Nairobi i Afríku 1. júní sl. — Þetta er stærsti dagurinn i lífi minu, sagði þessi hávaxna, granna og Ijóshærða kona, eftir að hún var lent heil á húfi. Hún Baug tvisvar sinnum yfir flug vöilinn, áður en lendingarhjól ið vinstra megin kom loksins Sheila Scott á Keykjavíkurflugvelli í maí 1969. Hún <*r þarna að fylgjast með því, <>r eldsneyti er s<‘tt á flugvél hen nar Stærsti dagurinn í lífi mínu — Sagöi Sheila Scott, er hún lenti í Alaska niður, en nefhjól og hægra iend ingarhjól vélarinnar höfðu að líkindum haldlzt niði'i allan tím ann, frá því að frú Scott lagði upp frá Grænlandi. Þegar flugkonan varð fyrst vör við þennan galla i tækjabún aöi fl'Uigvélarimnar, voru uppi áform urn að láta hana lenda á Barter Island, en þar er þæki stöð Bandaríkjamanna á norð- austurströndinni. Síðan var hætt við þá ráðagerð sökum slæms skyggnis og snjókomu. Sheila Scott átti upprunalega að lenda í Barrow um kl. 9,00 (staðartimi), en það var ekki fyrr en eftir miðnætti, sem henni tókst að lenda. -— Ég átti mjög iítið eldsneyti eftir, sagði hún eftir lendinguna, — ef til vill 10—12 litra. En hún er samt alveg óbuguð og hyggst halda áfram ferð sinni og koma m.a. við á Honu lulu og Ástralíu. Danmörk og Kanada deila um litla eyju DANIK og Kanadamcnn deila nii hart um eignarrétt yfir lítilli «‘yja í Naressundi, norð- ur af Thule sem heitir Hans-Ö. Eru aliar líkur til að málinti verði xísað til alþjóðadóm- stólsins i Haag, því hvorugur aðilinn virðist líklegur til að gefa sig. Bitbeinið er ekki merkilogt að sjá. Hans-Ö er um einn kilómetri á lcngd og nokkur hundruð metrar á breidd og þar býr ekki nokk- ur lit'andi maður. Ástæðan fyrir þvi að báð- um þjóðunum er svo annt um hólmann er sú að á þessum slóðum verður gerð mikil olíuleit á næstu árum, og það land sem á hann fær mun stærri hluta af landgrurnninu. Danir segja að þeirra kort sýni að Hans-Ö sé daniskt land. Danii- segja að eyjan liggi mun nær Grænlandi en Kanada, en Kanadamenn svara því til að þeir hafi rekið þar vísindastöð. Eftir því sem bezt er vitað mun eyjan heita eftir eskimóa frá Thule, sem hét Hans. Hanm tók árið 1870 þátt í leið- angri Charles Francis Hall, sem lézt mjög snögglega í þeirri ferð. Er talið að skips- Krossinn sýnir hvar Hans-Ö liggur í Nares-sundi. læknirinn hafi ráðið honurn bana. Amnað er ekki vitað um eyna, nema hvað eskimóar frá Thule hafa farið þangað í veiðiferðir án þess að nokk- ur amaðist við þvi, enda eng- inn haft sérstaka ágimd á eynni hingað til. Ef þetta fer áfram til Haag, verður það annað land- grunnsmálið sem alþjóðadóm- stóllinn fjallar um. Danir og Hollendingar töpuðu slíku máli gegn Vestur-Þýzkalandi, og urðu að láta af hendi tölú- vert landgrunnssvæði í Nörð- ui-sjó. Til blaðamennsku- náms í Noregi FYRIR nokkru barst Blaða-1 mannafélagi íslands boð frá Norsk Journalistskole í Osló um að senda þangað einn íslenzkan nemanda til tveggja ára náms í blaðamennsku. Norræna húsið í Reykjavík hefur haft forgöngu um þetta mál, og hefur fram- kvæmdastjóri þess, Ivar Eske- land, aflað margvíslegra styrkja í samvimnu við stjórn Blaða- mannafélagsins. Á nemandiiin að geta síundað námið sér að kostnaðar’ausu. Þannig hefur Studentbyen í Osló útvegað húsnæði og Norr- æna félagið í Noregi gfeiðir húsaleiguna. Norræna húsið i Reykjavík kostar ferðina frá Reykjavík til Oslóar. Þá hefur rxmska blaðið Aftenposten veitt Hrafnistufólk í skemmtiferð LAUGARDAGINN 19. júní var vistfólki á Hrafnistu boðið í skemmtifcrð til Skálholts. Kiw- aniskliihbnrinn Hekla stóð fyrir boðinn ásanit Kiwanisklúbbmun Kntln, sem la-gði þeini lið. Ferðarinmar nutu um 130 mamhs, og var farið i bílium Kiw emiisféliaga og voru auik eigimkon- inr þeirra sumra til aðstoðar og fleia'i. Veðrið var ákjósanlegt og ferð tn öil ámægjulieg og óhappalaus. Fyrst var áð i Hveragerði og síðan farið sem leið lá að Skál- holti og kiirkjan skoðuð. Staðar prestur héit helgistund og lýsti staðnum i stuttu málii. Á eftir var útbýtt gosdrykkjum tiil við- staddra, sem vildu. Síðan var ek- ið yfir Lyngdalisheiði til Þing- vaiMa og þegið kaffi. Áfram var hal|dið yfir Mosfellsheiði og heim. Eiga aliir þeir, sem sáu um frámkvæmdir ferðarinnar og lögðu fram lið sitt að einhverju leyti, miklar og kærar þakkir fyr ir góöar veitingar og ánægjulega ferð. Þökk sé ykkur öllum. ríflegan styrk, svo og Ludvig Braathen, útgerðarmaður. Þá er þess að vænta, að unnt verði að fá einn þeirra fimm heilsárs- styrkja, sem eru á fjárlögum í Noregi fyrir íslenzka námsmenn. Þessir ríkisstyrkir eru í umsjón Norræna félagsins í Noregi. Einn íslenzkur nemandi hefur áður verið í Norsk Journalist- skole. — Blaðamannaíélagið aug- lýsti fyrir nokkru boð norska skólans, og hefur Sigrún Stefáms- dóttir, blaðamaður við Motgun- blaðið, hlotið skólavistina. 57 fisk- tegundir á ny í Thames KANNSÓKNIR á fiski i ánni Thames, er rennur sem kunnugt er í gcgnum London, hefur leitt i ijós, að þar er nú að finna 57 fisktegundir. Er þessu á ann an veg farið, en þegar síðast voru gerðar umfangsmiklar rann sóknir á þessu efni fyrir 13 ár um, því þá fundust einungis ál ar i ánni. Þessari miklu breyt ingu til hins betra valda um- faugsmiklar ráðstafanir til þcss að lireinsa vatnið í ánni. Þannig hefur vatnafiski fjölg að mjög að nýju i ánni. Nú eru liðin sex ár, siðan fiskur tók aftur að ganga upp í þann hluta árinnar, sem rennur í gegnum London og hefur fisktegundun- um þar fjölgað mikið síðan. Við mynni Thamesárinnar veiðist nú einnig bæði þorskur, ýsa og koli. Af hálfu hafnaryfirvaldanna í London er fylgzt ítarlega nteð því, hvernig fiskur er tekin að f ganga aftur upp í Tharnes. ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 Mallorka er land hins eilífa sumars, umvafið hlýjum loft- straumum sunnan frá miðri Afríku. Vetur, sumar, vor og haust paradis þeim sem leitar hvildar, náttúrufegurðar, sól- ar og hvítra stranda við bláan sæ. Dýrðleg hótel í hundraðatali, jafnan fullsetin. Þarna er allt sem hugurinn girnist, góð þjónusta og margt að sjá. Hundruð skemmtistaða og stutt að fara til næstu stórborga. Valencia. Barcelona, Nizza eða Alsír. Aöeins nýtízku íbúðir og góð hótel með baði, svölum og sundlaug. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með íslenzku starfsfólki veitir farþegum öryggi og mikiívæga fyrirgreiðslu. sunna travel FLJUGVM ISOLINA ÁMALLORCA 8-29 dagar Frá hr. 11.800.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.