Morgunblaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 1. JÚLl 1971 17 I. Patsajev, tilraunaverkfræðin g-ur, G. T. Dobrovolski, fyrirliði, og V. N. Volkov verkfræðingur. ðar manna varð miklu öruggari í alla staði og það kom bezt í ljós þegar súrefnisgeymir bilaði er Ap- ollo 13 nálgaðist tunglið 1970. í fjóra daga urðu geimfaram ir að berjast fyrir l'ífi Sínu, að allega með því að notast við stjórnkerfi tunglferjunnar áð- ur en þeim tókst að snúa aft ur til jarðar heilu og höldnu. Þetta óhapp Bandaríkja- manna olli 10 mánaða seinkun á Apollo-áætluninni, en ferð Apollo 14 í febrúar gekk að óskum, og ráðgert er að skjóta Apollo 15. 26. júlí. Rússar hafa lýst því yfir, að tilgangur þeirra sé að smíða varanlega geimrannsóknarstöð á braut umhverfis jörðu, og Saljut-stöðin er fyrirrennari slíkra stöðva. Þessi ásetningur Rússa sést glögglega á gangi Saljut-ferðarinnar. Geimrann- sóknastöðinni var skotið á loft 19. apríl, og fjórum dögum sið ar var Sojusi 10 skotið með þremur geimförum til þess að tengjast því. Tengingin tókst 24. apríl, en einhverjir erfið- leikar ollu þvi, að Sojusi 11 var fljótllega beint aftur til jarðar, án þess að geknfararn- ir færu um borð í stöðina. Sérfræðingar á jörðu niðri hafa bersýnilega gert ítarlegar rannsóknir á þessum erfiðleik um og talið sig hafa fundið skýringuna, því að 6. júní var Sojusi 11 skotið til þess að j ljúka því starfi, sem Sojusi 10 var ætlað að vinna. Slysið sem nú hefur orðið mun að öllum líkindum seinka áætíuninni en ekki binda enda á hana. • GÍFURLEG ÁHÆTTA Eina geimslysið sem Rússar hafa áður greint frá var þeg ar Vladimir Komarov geim- fari fórst 24. aprfl 1967 er fall hlíf geimfars hane, Sojusar 1, opnaðist ekki við lendingu. — Það slys olli 18 mánaða seink un á geimferðum Rússa. Sam kvæmt óstaðfestum fréttum hafa mörg önnur slys orðið í geimferðum Rússa, en sérfræð ingar í Bandaríkjunum og víð ar taka þær yfirleitt ekki trú- anlegar. Bandarískir geimfarar hafa margoft sagt, að þótt þeir fær ust í geimnum vildu þeir ekki að geimferðum yrði hætt. Neil A. Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig fæti á tunglið, sagði eitt sinn: „Auðvitað er áhætt an mikil. Ég er fús að taka þessa áhættu, að fórna lífi mínu ef nauðsynlegt er, því að hin stórkostlegu markmið mannaðra geimferða vega upp á móti áhættunni og miklu meira en það.“ Geimslys Rússa eru að sumu leyti hliðstæð því þegar fyrsti flugmaðurinn fórst í tilrauna flugi. Hann var Thomas Sel- fridge, sem lézt 17. september 1908 í Fort Myer í Virginíu í Bandaríkjunum í árekstri við aðra flugvél. Einn helzti frum herji flugsins, Orville Wright slasaðist í því slysi. í yfiriýs ingu bandaríska hermálaráðu- neytisins um þetta slys sagði: „Auðvitað hörmum við slysið. En enginn sem hefur fylgzt með flugferðum í Fort Myer getur efazt um að vandamál flugferða séu leysanleg. Slik slys munu verða eins og alltaf á sér stað á nýjum sviðum mannlegra afreka. En aðal- vandamálið er komið í ljós.“ f frétt Tass-fréttastofunnar í gær sagði, að geimfararnir í Sojusi 11 hefðu „lagt fram s|ór merkan skerf til þróunar mann aðra geimferða.“ ® FYRIRLIÐINN DOBROVOLSKI Fyrirliða Sojusar 11 Georgi Dobrovolski, er þannig lýst í frétt frá Tass-fréttastofunni að hann hafi verið „mjög hæfur herflugmaður." Hann var of- ursti í flughernum. Skömmu fyrir flugtak var Dobrovolski spurður m.a, að því, hvort hann væri ekki hræddur. Hann svaraði: „Auð- vitað finn ég til ótta. Ég er hræddur um að ég geri eitt hvað rangt, spilli einihverju. Þetta er ótti sem er samfara ábyrgð. Afar óþægilegt fyrir- bæri, sem maður þarf að þröngva út úr sér.“ Fréttamaður Izvestía spurði geimskipstjórann þá að því, hvern hann teldi tilgang lífs- ins. „Tilgangur lífsins er einfald lega fólginn í lífinu sjálfu,“ svaraði geimfarinn. Dobrovolski var 43 ára gam all. Hann fæddist í borginni Odessu við Svartahaf. Þegar hann var aðeins 15 ára að aldri var hann handtekinm af hernámsyfirvöldum þar í borg Ein síðasta myndin af Dobrovolski og Volkov um borð í Saljut. og dæmdur í 25 ára fangelsi, en honum tókst að flýja úr haldi. Um leið og borgin hafði verið frelsuð hóf hann flug- nám, og lauk árið 1946 við sér skóla á vegum fluglhersins. Þá var hann tekinn í herflugskóla og lauk þar námi árið 1950. Hann flaug lengi ýmsum gerðum orrustuflugvéla og hækkaði í tign. Jafnframt störfum stundaði hann nám við Flugakademíu hersins. Hann gekk í sveit geimfara fyrir sjö árum. Vladímír Sjatalof, hershöfð ingi í flughernum, sem þrisv- ar hefur flogið út í geiminn, hefur komizt svo að orði um Georgí Dobrovolski: „Saman unnum við að öllum undirbún ingi að samstarfi Sojus-geim- skipanna og Salj út. Georgí tók á hverjum hlut mjög rólega og kerfisbundið, hvort sem hann þurfti í fyrsfa sinn að prófa hljóðfráa þotu, eða leggja á sig flókið fallhlífar- stökk eða búa sig undir geim ferð.“ Ekkja Dorovolskis, Ljúdmíla, er stærðfræðikennari. Hann lætur eftir sig tvær ungar dæt ur, Maríu og Natasju. Foreldr ar geimfarans eru á eftirlaun- um. • PATSAJEV VERKFRÆÐIN GUR í minningarorðum Tass- fréttastofunnar um Viktor Pat sajev tilraunaverkfræðing seg ir, að tilraunir þær «em gerð- ar voru um borð í fyrstu geim stöðinni á braut umhverfis jörðu, Saljút, séu „órjúfan- lega tengdar nafni hans.“ „Starf geimfara hlýtur að heilla menn,“ sagði Patsajev, skömmu áður en Sojus 11 fór á loft. „Geimrannsóknir eru nýtt viðfangsefni og mjög á- Úr stjórnklefa Saljut. hugavert. Ég reyni að gera mitt bezta til að ferðin gangi vel.“ Viktor Patsajev, sem fórst í nótt ásamt öðrum geimförum Sojusar 11, var fæddur í Aktjú binsk í Kazakhstan og átti þar heima með fjölskyldu sinni til ársins 1946. Bernska mín, hefur hann sagt, var í engu frábrugðin bernsku jafnaldra minna. Fyrirstríðsárin munum við illa, stríðsárin mjög vel. Leiðin út í geiminn var eðli legt framhald af öllum ferli Patsajevs, sem þegar i bernsku hafði mikinn áhuga á tækni og setti saman einfalda smásjá á samt bekkjarfélögum sínum. Hann lauk námi við reiknivéla deild Iðnaðarháskólans í Penza. Hann vann síðan að gerð tilraunatækja, mælitækja og sjálfvirkra tækja og að út- varpstækni. Patsajev var þjálfaður til I geimferða frá því í september ) 1969. í flugklúbbnum flaug hann á sömu vél og Vladislav Volkov, sem var og við hlið hans hans í Sojus 11 og Saljút. Verkfræðingurinn og geim- farinn Nikolai Rúkavísjníkov hefur svo lýst Pastajev, að hann væri „maður hógvær og blátt áfram, mjög vel menntað ur sem verkfræðingur. Hann er fastur fyrir í skoðunum, ber fram frumlegar hugmyndir um tæknileg vandamál." Patsajev hélt hátíðlegan 38. afmælisdag sinn um borð í Saljút. Hann lætur eftir sig tvö börn, Dmítrí og Svetlönu. Kona hans, Vera, vinnur vís- indastörf. Faðir hans féll á vígstöðvunum við Moskvu 1941. Móðir harts, María, er á eftirlaunum. • VOLKOV VERK- FRÆÐINGUR Vladislav Volkov, verkfræð ingur geimstöðvarinnar Saljut, fær þau eftirmæli, að hann Framh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.