Morgunblaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1971 að koma börnunum burt af malbikinu Heimsókn til barna að leik í Saltvík angra og ýmsa.r heirmsóknir, svo sem á sveitabæina hér í kring, fuglabú sem er skammt héðan, laxeldisstöðina og marga fleiri staði, í gærmorgun var bjart veður og hlýtt og voru börnin við ýmsa leiki þegar við kom- um heim að bænum. Nokkrar stelpur voru að leika sér í rólum, aðrar voru í „yfir“, og stór flokkur var í fótbolta. Við fyrstu sýn virtust það vera eintómir strákar sem voru í fótboltanum en þegar betur var að gáð mátti greina inn á milli nokkur telpuand- lit, rjóð af hlaupum og ánægju. — Hjálmar sagði að börnin byrjuðu venjulega dagimn með leikjum eins og þeim sem þau væru í núna! — Um hádegi taka þau svo upp nestið sitt og við borð- um úti á túni þegar vel viðr- ar, en amnars borðum við inni í hlöðunni, sem nú er búið að breyta í stóran sal. Síðdegis er síðan farið í aðalnúmer dagsins, þ.e.a.s. í gönguferðir, skoðunarferðir eða einhverjar af þeim heimsóknum, sem ég nefndi áðan. Þegar rignir förum við í leiki í hlöðunni, sýnum kvikmyndir og bíó- myndir. Ferðirnar hófust 22. júní síðastlíðinm og enmþá hef- ur enginn rigningardagur komið og hafa börnin því FJÓRA morgna í viku aka tvær rútur troðfullar af börn- um með nestispakka upp í Saltvík á Kjalarnesi. Börnin eru á aldrinum 9—14 ára og dveljast þau daglangt í Salt- vík við leik og starf. — Dags- ferðir þessar ern skipulagðar af Æskulýðsráði Reykjavíkur og eru sex leiðbeinendiir með börnunum á daginn. Alls fara um 150 börn að jafnaði í ferðirnar og er þeim skipt niður þannig að 9—11 ára börn fara í Saltvík á mántidögum og miðvikudög- um, en 12—14 ára á þriðju- dögum og fimmtudögum. Er þetta annað sumarið í röð sem Æskulýðsráð gengst fyrir þessum ferðum og 75% þeirra sem tóku þátt í ferðunum í fyrra gera það einnig í sumar og talar þessi prósenttala síiui máli um hve ferðirnar eru vinsælar meðal barnanna. Megintilgangur ferðanna er sá, að koma börnunum burt af malbikinu, sagði Hjáimar Hannesson kennari og umsjónarmaður er við heimsóttum Saltvík í gær- morgun. Þó að Saltvík se ekki langt frá Reykjavík, þá gefst börnunum þó tækifæri á að komast í anertingu við nátt- úruna og daglegt líf í sveit. Þau fara í fuglaskoðunar- ferðir, fjailgöngur, fjöruleið- (Ljósm. Mbl.: Kr. B.) Hluti barnahópsins í fjöruleiðangri getað verið mikið úti og eru orðin útitekin og hraustleg. í fyrra var hins vegar mjög óhagstæð tíð og lítið hægt að vera úti við, en Hjálmar sagði að svo virtist sem ótíðin þá hefði ekki haft nein áhrif á börnin því þau hefðu verið alsæl dagana í Saltvík og viljað koma aftur í ár. — Eins og áður segir eru leiðbein- endur á námskeiðinu 6 tals- ins, en auk þeirra er staðar- ráðsmaður í Saltvík yfir sumartímann ásamt konu sinni. Auk Hjálmars, sem er kenmari að mennt, eru leið- beinendurnir þessiir: leikar- arnir Jón Gunnarsson og Ketill Larsen, Magnús Magn- ússon háskólastúdent, Skarp- héðinn óskarsson kennara- skólanemi og Þóra Friðieifs- dóttir nemandi í Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins. Ailt var þetta fólk sammála um það að mjög gaman væri að dveljast með börnunum i Sait vík og sögðust þau telja að þau hefðu fullt eins gaman af leikjunum sem farið væri I eins og börnin sjálf. Dagsferðirnar í Saltvík standa út júlí-mánuð og kostar hver ferð 35 krónur fyrir barnið, en í upphafi námskeiðsins greiðir hvert barn 100 krónur. Sagði Hjálmar að dagsferðirnar væru dýrar í framkvæmd, en ef mögulegt væri yrði reynt að fara í nokkrar ferðir í ágúst ef áhugi væri fyrir hendi hjá börnunum. Fjöldi þeirra barna sem fer að jafnaði í ferðirnar er mjög svipaður og í fyrra eða um 150 en hins vegar geta fleiri börn tekið þátt í ferðunum ef þau vilja þótt þau hafi ekki farið í ferðirnar frá byrjun. Það er gott að tylla sé niðijr um hádegisbilið og fá sér snarl úr nestispokanum Kaldur er hann, en þó er gaman að bregða sér aðeins útí ■.■///.'s Jón Gunnarsson á heimleið úr klettaskoðunarferð með strákahóp. Knattspyrnan nýtur vinsælda í Saltvík, sem annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.