Morgunblaðið - 01.07.1971, Qupperneq 11
MOKGUNBLARLÐ, KIMMTUDAGUR 1. JÖtll 1971
Metár hjá L.R.:
305 SÝNINGAR
Á LEIKÁRINU
LEIKÁK Leikfélagrs Reyk.javík-
ur, sem lauk 20. þ.m., varð
metár í flestu tilliti. Sýningar á
vegum félagsins urðu samtals
305 og er það einsdæmi í 74
ára tilveru félagsins, en í Iðnó
sjálfri samtals 221 og hafa þær
aldrei verið fleiri á einu leikári.
Tala áhorfenda er líka hærri en
nokkru sinni fyrr, eða samtals
77.676, þar af 43.338 i Iðnó og er
það tveimur þúsund leikhús-
gestum fleira en flest hefur orð-
ið áður. Eitt leikrit, Kristnihald
undir Jökli, eftir Halldór Lax-
ness, var sýnt samtals 95 sinn-
um frá upphafi til loka leikárs-
ins, og hefur ekkert Ieikrit ver-
ið sýnt oftar á einu leikári á Is-
landi fyrr.
Leikfélagið hafði fjórar frum-
sýningar i Iðnó á Kristnihaldinu,
Hitabylgju eftir Ted Willis, Her-
för Hannibals eftir Robert
Sherwood og Máfinum eftir
Tsjekhov. Jafnframt voru tekn-
ar upp aftur sýningar á Þið
munið hann Jörund, eftir Jónas
Árnason, en það leikrit hafði ver
ið leikið samtals 102 sinnum,
þegar sýningum lauk á þvi í
vor.
1 samvinnu við Fræðsluráð
Reykjavíkur hafði L. R. sýning-
ar í leikfimisölum barnaskól-
anna á Reykjavíkursvæðinu á
barnaleilkriti eftir Guðrúnu Ás-
mundsdóttur, Mér er alveg sama
þó að einhver sé áð hlæja að
mér. Þær sýningar urðu sam-
tals 32 og sáu leikinn nál. 3400
börn, flest á aldrinum 7—10 ára.
Og í samvinnu við Umferðar-
nefnd og lögreglu sýndi Leikfé-
lagið annað bamaleikrit, Krakk-
ar i klipu eftir Ármann Kr. Ein-
arsson. Þær sýningar voru í
Austurbæjarbíói og munu flest
6 og 7 ára börn í Reykjavík hafa
séð þann leik.
Af öðrum nýmælum er og
rétt að geta þess, að L.R. hafði
á leikárinu -sýningar utan höf-
uðborgarinnar, á leikritinu Hita-
bylgja, en að undanfömu hafa
leikferðir aðeins verið famar á
sumrin, þegar leikhúsið er lok-
að. Hitabylgja var sýnd 8 sinn-
um utan Reykjavíkur, en 45
sinnum í Iðnó, í ráði er að sýna
leikinn víðar i haust.
Þá hafði Leikfélagið sem
kunnugt er nálega í allan vetur
miðnætursýningar i Austurbæj-
arbíói á Spanskflugunni, til að
safna fé í húsbyggingarsjóð
Þarna er verið að smíða brú, þar sem engin brú var áður, enda flyzt Vesturlandsvegnr
æði mikið til við botn Kollafjarðar við nýju vegarlagninguna, eins og sjá má á myndinnL
Ljósm. Sv. Þorm.
sinn. Aðsófcn var einstök: alls
munu 28.560 manns hafa séð
sýninguna og var ekkert lát á
eftirspurn. Spanskflugan er nú
í leikför á Norður- og Austur-
landi, og eru þær sýningar að
sjálfsögðu ekki taldar með í
tölunum hér að ofan. Þar er
heldur ekki talinn með popleik-
urinn Óli, sem Litla leikfélagið
sýndi í Tjarnarbæ um 20 sinn-
um í haust.
Rúmlega 40 leikarar tóku þátt
í sýningum L.R. í vetur, eða
svipað og undanfarin ár. Tvö
leikrit hafa verið æfð í vor fyr-
ir sýningar í haust, Plógurinn
og stjörnurnar eftir O’Casey og
Hólpinn eftir Edward Bond, en
auk þess verða sýnd að nýju
Kristnihaldið og Máfurinn, sem
tekin voru út í fullum gangi í
vor.
Skólastjóra
vantar
FRÆÐSLUMÁLASTJÓRI hefur
auglýst tvær skólastjórastöður
lausar til umsóknar, með um-
sóknarfresti til 20. júlí. Eru það
stöður skóiastjóra við Banna-
skólanin í Nedkaupstað og Baima-
og unglingaskólanin á Eiðum.
HÚN ER ROMIN!
... hljómplatan
langþráða
béra
écgcbPan