Morgunblaðið - 01.07.1971, Page 19
MORGUNBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚLt 1971
19
í KVIKMYNDA
HÚSUNUM
-k-k-kk Frábær, ★★★ mjög góð, ★★ góð,
★ sæmileg, O léleg,
Sig. Sverrir
Pálsson
Erlendur
Sveinsson
fyrir neðan allar hellur,
Sæbjörn
V aldimarsson
Háskólabíó:
„AFRAM-
KVENNAFAR‘
Safarl leiðangur: þátttakendur
Inigo Tinkle og aðstoðarmaður
hans, Chumley. Lady Evelyn og
BiU Boosey, sem lítur lafðina
hýru auga. Skammt frá tjaldbúð
unum er aðsetur Jungle Boy,
sem verður yfir sig hrifinn af
þernu lafðinnar og hefur hana
loks á brott með sér. Lafðin
hafði áður verið í 'brúðkaupsferð
á þessum slóðum fyrir tuttugu
árum, en þá hurfu bæði sonur
hennar og maður og voru taldir
af. Umsetin af illvigum mannæt-
um og öðrum hætturn frumskóg
arins, fer þó rétt að brydda &
öðrum staðreyndum.
k Með slakari Carry-on
myndum. Broddurinn á þeirri
tæpitungu, sem þessar mynd
ir byggja nær eingöngu á,
er mun slævðari hér en t.d.
í „Áfram læknir“. Þetta er
nítjánda „Áfram“-myndin, og
von á fleirum, enda einkunn
arorð framleiðendanna: —
„Lengi er von á einmi“.
★ Uppstillt og „leikhúsleg"
kvikmynd, gerð til þess eins
að vera skemmtileg, og tekst
það dável. Aðstæðurnar, sem
„Carry on“ fólkið lendir nú
í, leiða af sér ágætar hug-
myndir eina og Tarzan apa-
fóstra og skjaldmeyjar, og að
sjálfsögðu eru enskir samir
við sig, hvar í landi, sem er.
k Þessi mynd reynir ekki
að vera annað' en skemmti-
lega vitiaus, og nær því há-
leita marki stöku sinmum
með hjálp tvíræðra brandara.
Tónabíó:
„HART A MÓTI
HÖRÐU“
Eftir árslanga útivíst í Kletta-
fjöllunum, er loðdýraveiðimaður-
Inn Joe Bass aftur á leið tíl
byggða. Hann hefur þó ekki langt
farið, þegar hópur indíána ræðst
4 hann, tekUT af honum loðskinn
in og eftirlætur honum í stað-
inn svartan strokuþræl. Á með-
an að indíánamir gleðjast yör
feng sínum verða þeir fyrtr árás
höfuðleðraveiðara, sem feila þá
alia, vitandi um þá 25 dollara,
sem stjórnin greiðir þeim fyrir
hvert kollskinn.
í»eir Joe Bass og þrællinn veita
höfuðleðraveiðurunum eftirför. en
þegar þrællinn er að reyna að ná
hestinum mieð loðskinnaklyfjun-
um, er hann handsamaður og á-
kveður foringi þorparanna að
selja hann á þrælamarkaði. Joe
Bass þarf nú að beita allri hug-
kvæmni sinni við að ná aftur
eigum sínum af ofureflinu og
verður atburðarásin hin æsileg-
asta.
kk Kunnáttusamlega gerð, í
umhverfi, sem verður sjálift
þátttakandi í atburðaréxsinmi.
Aðalstyrkur myndarinnar er
kímnin, samtölin og samleik
ur Lancasters og Davis. Veiði
máðurinn og þrællinin verða
tákn jafnréttis, því báðir
hafa þroskað aðlögunarafl
manneðHsins, hvor á ainn
hátt.
★★ Góður vestri af gamla
skó'lanum. Vondir menn og
góðir indíánar. Sidney Poi
lack er vaxandi leikstjóri og
er myndin á köflum bráð-
skemmtileg. Ossie Davis er
afbragða gamanleikari og
hestarnir sýna furðu mikla
leikarahæfileika.
Nýja bíó:
FORNAR OGNIR
Þegar verið er að grafa ný neð
anjarðargöng í London, finnast
hauskúpur og beinagrindur, sem
taldar eru 5 millj. ára gamlar.
Auk þess finnast óþekkt fluig-
skeyti. Bæði fornleifa- og eld-
flaugasérfræðingar eru kvaddir á
vettvang, og sitt sýnist hverjum
um skýringu á þessu fyrirhrigðí.
Samkvæmt ósk varnarmalaráðu-
neytisins, er gefin út yfirlýsing
um að þetta sé þýzk sprengja,
og fréttamönnum boðið að skoða
gripinn. En sem þessu vindur
fram, kemur í ljós að sögur um
mikla reimleika hafa fylgt þess-
um stað frá ómunatíð. Virðist
þetta furðuferlíki gætt einhverj-
um yfirnáttúrlegum krafti, og
tryllir flesta þá menn sem nærri
því koma . . .
★ Þokkalega gerð tæknilega,
en sá vísinda- og hjátrúarfulli
hrærigrautur aem er uppi-
staða myndarinnar, er harla
fjarlægt og einskisvert um-
hugsunarefni. Þægileg dægra
stytting fyrir ímyndunarrlka
áhorfendur.
O Mjög langsótt og lítið upp
byggilegt hugmyndaflug býr
að baki efninu. Útfærslaþess
með tæknibrellum og óvenju
legum sviðsmyndum svo af
káraleg og vitlaus, að ótrú-
legt hlýtur að teljast, að full
þroska fólk skuli fást við
svona iðju.
Austurbæjarbíó:
„BULLITT4
Johnny Ross, mikilvægt vitni
fyrir Chalmer, framgjaraan stjórn
málamann, þarfnast verndar og
er Bullit, (Steve McQueen) ásamt
mönnum sínum Degletti og Shant
on skipaður í starfið. Þeim vinnst
illa í fyrstu, þvi bæði Ross og
Shanton er skotnir í hótelher-
bergi Ross. Þeir eru fluttir á
sjúkrahús, og er Ross deyr, smygl
ar Bullit líkinu út, svo hann geti
unnið áfram að málinu, því ekki
virðist allt hafa verið með felldu
milli Chalmers og Ross. Bullit
fylgir slóð málsins, þar til hann
uppgötvar, að Chalmer hafði lát-
ið gæta rangs manns, hinn rétti
Ross, öðru nafni Renick hefur
rétt í því myrt konu sína og er
í þann veginn að sleppa úr greip
um þeirra með flugvél til Lond-
on. Bullit og Degletti hefjast nú
handa . . . Leikstj. Peter Yates.
★★★ Yates tekst að magna
upp góða spennu, með hjálp
frábærrar töku W. Frakers,
klippingu Kellers, (Oscars-
verðlaun) og músík Lalo
Schifrin, sem er algjör sér-
kafli. Hins vegar er efnið oft
loðið og inngangurinn undir
titlunum nær óskilj anlegur.
Kappaksturssenan á sér eng
an líka í snilldarlegri út-
færslu.
★★ Fyrst og fremst ætlað
að vera spennandi og tekst
það svo um munar. Tækni-
lega vel gerð og stundum frá
bærlega, eins og í eltinga-
leik Bullitts og morðingjanna.
Músik Lalo Schifrins fellur
vel að. Sýningareintakið er
forráðamönnum hússins til
skammar og það ekki í fyrsta
sinn.
■k-kk Kappaksturinn á stræt
um San Fransisco er ein
magnaðasta kvikmyndasena
sem ég hef augum litið.
Leikstjórnin er mjög góð,
eins kvikmyndatakan, klipp-
ingin og tónlist Schifrina.
Hafnarbíó:
KONUNGSDRAUMUR
Þegar Grikkinn Matsoukas, sem
býr með fjölskyldu sinni í Chl-
cago, heyrir úrskurð læknis um
að sonur hans eigi í mesta lagi
eitt ár eftir ólifað, segir hann:
„Sonur minn mun ekki deyja.“
Matsoukas trúir ' á hinn gríska
ættarstofn, og að sól og mold
Grikklands geti læknað son hans,
en hann vantar peninga fyrir far-
inu. Eftir skírnarveizlu nokkra
með freyðandi vínum og grísk-
um dansi býðst Cicero vinur
Matsoukas til að lána honum fyr-
ir farinu, því að eiga sllkan vin,
geri lífið þess virði að lifa því.
En það reynist of gott til að
geta verið satt Matsoukas grípur
þá til örþrifaráða, sem varpa um
leið ljósi á mannkosti hans. Leik-
stjóri Daniel Mann. Með aðalhlut-
verk fara Anthony Quinn og
Irene Papas.
★★★ Zorba hefur aldrei stig
ið mörg skref frá Anthony
Quinn og hér fylgir hann hon
um í hverju fótmáli. Lífs-
þrótturinn er allsráðandi,
uppgjöf er óhugsandi, jafnvel
fyrir dauðanum. Andleg
heilsubót í gráum hversdags-
leikanum. Látlaus mynd í
allri gerð, en áherzlan lögð á
hið mannlega.
★ ★ ★ ★ Þetta eir kvikmynd
um mannlífið, sem grípur á-
horfandann hugfanginn vegna
lifsþróttar aíns, en ekki
vegna þess hvernig hún er
gerð. Kvikmynd, sem sannar,
að formið þarf hvorki að
vera fagurt né frumlegt,
heldur aðeins þjóna tilgangi
sínum.
★ ★ Hér væri á ferðinni
nokkuð hversdagsleg mynd,
ef aðalhlutverkið væri ekki
„klæðskerasniðið" fyrir Ant
hony Quinn. Og hann fylliir
það manngæzku og karl-
mennsku og bregzt hvergi
bogalistin í glímu sinni við
Thalíu.
J^.andsntátaféáa^id TJatdut
Sumarferð VARÐAR
Borgarfjarðarferð um Kaldadal
sunnudagirtn 4. júh 1971
Farseðlar verða seWir í ValhöII við Suðurgötu 39 (s. 15411) og kosta kr. 650.00. Innifalið í verðinu er hádegisverður
og kvöldverður. Lagt verður af stað frá Austurvelli klukkan 8 árdegis, stundvíslega.
Farseðlar seldir til klukkan 10 í kvöld STJÓRN VARÐAR.