Morgunblaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 22
---------------------------------------w-----*--r-rrHr—rr--" . -i', 22 MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGÚR 1. J0l1 1971 Pálína Guðrún Pálsdóttir — Minning í DAG fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför frú Pál ínu Pálsdóttur frá Ljótsstöðum í Skagafirði. Heimilið að Ljótsstöðum á Höfðaströnd var um langan ald ur annálað fyrir myndarskap og menningarbrag. Húsbændurn ir sem komu Ljótsstaðaheimil- t Maðurinn minn og faðir okk- ar, Ólafur H. Þórarinsson, Öldugötu 44, Hafnarfirði, íézt að kvöldi 29. þ.m. Þóra Antonsdóttir og börn. t Móðir min og tengdamóðir, Ólöf Einarsdóttir, lézt í St. Jósefsspitala í Hafn- arfirði þann 29. júní. Laufey Andrésdóttir, Aðaisteinn Þórðarson. t Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, Eggert Theódórsson, Urðarstíg 8, andaðist að Vífilsstöðum 29. júní. Sigurlaiig Sigvaldadóttir, Margrét Lilja Eggertsdóttir, Sveinn Sveinsson. inu í þann öndvegissess, sem það skipaði meðal heimila í Hofs- hreppi voru merkishjónin Mar- grét Þorláksdóttir og Sigmund ur Pálsson. Sigmundur var son ur Páls Jónssonar hreppstjóra í Viðvík en Margrét var dóttir Þorláks bónda á Vöglum, en hann var sonur Þorláks danne- brogsmanns að Skriðu í Hörg- árdal. Sigmundur var settur til mennta í Latinuskólanum, en lagði stund á verzlun og starf- aði sem „faktor" fyrir erlenda kaupmenn bæði á Hofsósi, Graf arósi og Sauðárkróki. Á vett- vangi verzlunarinnar kynnitist Sigmundur mörgum heldri mönn um erlendum og innlendum sem sóttu hann oft heim og voru móttökur rómaðar og myndar- bragur með höfðingjahætti. Á þessu fyrirmyndarheimili fæddist frú Pálína. Hún var dóttir Páls verzlunarmanns á Hofsósi sonar Sigmundar og Margrétar, en Páll dó á sóttar- sæng áður en dóttirin fæddist. Var hann talinn mikið manns- efni og öllum harmdauði. Móðir frú Pálínu, kona Páls, var Guð rún dóttir Friðriks Níelssonar bónda að Neðra-Ási í Hjaltadal síðar á Miklabæ og Guðrúnar Halldórsdóttur. Voru þau af þingeyskum ættum, Friðrik af Reykjahlíðarætt, en hann kem ur að Hólum í Hjaltadal með séra Benedikt Vigfússyni próf- asti og frú Sigriði Jónsdóttur Konráðssonar frá Mælifelli og talinn fóstursonur þeirra. Heim- ilið að Neðra-Ási var á þeim tíma á undan sinni samtíð og mikill menningarbragur á öllu þar. Nokkrum árum síðar giftist móðir Pálínu aftur mági sínum Gísla Páli Sigmundssyni og tóku þau við búforráðum á Ljótsstöð um. Þau eignuðust eina dóttur Sigriði, sem búsett er á Siglu- firði. Var ætíð mikill kærleik- ur með þeim systrum og börn um Sigríðar, sem ætíð sýndu þá hugulsemi og tryggð að heimsækja hana á Elliheimilið Grund, þegar leið þeirra lá til t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, Guðmundur Tjörvi Kristjánsson, Hringbraut 85, Keflavík, sem lézt af slysförum fimmtu- daginn 24. júni, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 3. júlí kl. 2 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta björgunar- sveitina Stakk, björgunar- sveitina Ingólf eða Hjálpar- sveit skáta i Njarðvíkum njóta þess. María Guðgeirsdóttir, börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð þá og vináttu, er okkur var sýnd við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Lárusar Karls Lárussonar. Lára Óladóttir, Þórir Lárusson, Þórunn Ámadóttir, Margrét Lárusdóttir, Jóhannes Sverrisson, Nanna Isleifsdóttir, Álfheiður Óladóttir og barnaböm. Útför t STEFÁNS JÓNSSONAR, Eyvindarstöðum, fer fram frá Bessastaðakirkju föstudaginn 2. júlí, kl. 14.00. Hrefna Ólafsdóttir, börn og tengdaböm. t ELfN SAMÚELSDÓTTIR lézt 20. júní að heimili sínu, Flókagötu 69. Útför hennar hefur farið fram. Fyrir hönd okkar og annarra vandamanna, Björgvin Bjarnason, Richard Björgvinsson, Þuríður Halldórsdóttir. Heim kemur hún svo 1912 glæsilega menntuð og falleg. Áð ur hafði hún lokið prófi frá Kvennaskólanum í Reykj avik. Árið eftir heimkomuna giftist frú Pálína Jóni Björnssyni tré- smíðameistara frá Gröf á Höfða strönd, en hann rak þá verzlun og útgerð á Hofsósi í félagi við O. H. Jensen. Vorið 1914 taka ungu hjónin við búi að Ljóts- stöðum og búa þar af sömu rausn og fyrirrennarar þeirra. Kom þá oft í hlut frú Pálínu að standa fyrir búinu þar sem maður hennar var oft langdvöl um að heiman bæði við húsa- og brúarsmíði um sveitirnar. En þau hjón voru hjúasæl og starfs lið nóg. Árið 1934 bregða þau hjón búi og flytja til Siglufjarðar og byggja sér hús að Hvanneyrar- braut 6. Þar var sama notalega reisnin yfir öllu og þar reisti Jón sér trésmíðaverkstæði með nýtízku vélum og stundaði hann aðallega líkkistusmíði fyrir Sigl firðinga og nærliggjandi sveit- ir. Þau hjónin eignuðust fimm böm sem komust til fuliorðins áxa, eitt dó í æsku. Þau eru: Guðrún Hólmfríður, giift Björg vin Sigurjónssyni, vélstjóra, Reykjavík; Ingibjörg, gift Þor- grími Brynjólfssyni, kaupmanni, Reykjavík; Björn, kaupmaður, kvæntur Guðrúnu Kristinisdótt- ur, Reykjavík; Páll Gísli, verk- stjóri, kvænitur Eivor Jónsson, Siglufirði; Davið Sigmundur, stórkaupmaður, kvæntur Elísa- betu Sv. Jónsson, Reykjavík. Auk þess ólu þau upp að nokkru dótturson sinn, Jón Hall dórsson. Þegar aldur og þreyta færðust yfir gömlu hjónin fluttu þau til Reykjavíkur, enda flest börn þeirra þangað komin. Að eigin ósk kusu þau að dvelja á Elli- heimilinu Grund, enda var heilsa frú Pálínu þá farin að bila. Jón andaðist árið 1961. Frú Pálína lá mest rúmföst hin sið ari ár og naut góðrar umhyggju og alúðar á Elliheimilinu Grund. Skulu sérstaklega þökkuð öll elskulegheit starfsfólks og for- stjóra. Einnig naut frú Pálína að- hlynningar barna og barnabama sinna öll sín löngu sjúkdómsár á Elliheimilinu. Enda hafði hún til þess ríkulega unnið. Ég sem þessar línur rita hefi fáum kon um kynnzt með aðra eins geð- og sálarró og frú Pálína átti, öllum vildi hún vel og allra götu greiða. Guð blessi minningu hennar. H. J. 19. JtíNl andaðist á Elliheimilinu Grund Fálína Guðrún Pálsdóttir frá Ljótsstöðum í Hofshreppi. Var hún fædd 10. nóvember 1884. Hún var af merkum ættum kom- in, sem setið höfðu óðaiið Ljóts- staði mikið á annað hundrað ár. Afi hennar, Sigmundur Pálsson, t Útför áskærs föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLS ODDGEIRSSONAR, verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, laugardaginn 3. júlí klukkan 2 eftir hádegi. Richard Pálsson, Oddgeir Pálsson, Isleifur A. Pálsson, Anna R. Pálsdóttir, Hermann Þorbjamarson, Bergljót Pálsdóttir, Tryggvi Georgsson og bamaböm. t Við sendum inr.ilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför VIKTORlU S. HANNESDÓTTUR. Bólstaðahlið 30. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði 6. deildar A í Borgarspítalanum fyrir einstaka alúð og umhyggju í erfiðri sjúkdómslegu hennar. Guðmunda Hannesdóttir, Jóhannes Hannesson, Guðmann Hannesson. Reykjavíkur. Skal það hér þakk að. Þau Guðrún og Gísli héldu uppi myndarbrag heimilisins gamla. Guðrún var ein glæsileg asta kona héraðsins, með fág- aða framkomu og mikla reisn yfir sér. Var hún ávallt þéruð og nefnd „maddama". Gísli mað ur Guðrúnar hafði siglt til Kaup mannahafnar og lært trésmíða- iðn. Hann var hugvitsmaður mik ill. Hann fann fyrstur upp m.a. taðkvörnina sem íslenzkir bænd ur notuðu í áratugi og margir muna enn. Einnig byggði hann fyrsta timburhúsið í sveitinni, Ljótsstaði. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja og einnig vel búið dönskum húsgögnum. Því var það að mörg brúðkaups- veizlan var haldin á Ljótsstöð- um þar sem dansað var fram undir morgún. Frú Pálína ólst upp á þessu myndarlega heimili og naut góðrar tilsagnar móðurinnar. Árið 1906 fór Pálína til Kaup- mannahafnar til móðursystur sinnar sem gift var þar og síðar til Ameríku þar sem hún átti fjórar móðursystur. Þar lærði hún fagrar hannyrðir sem vöktu mikla athygli. Enda ráku þessar systur tízkuverzlun í Ameríku, þar sem aðaláherzlan var lögð á fagra handavinnu. t Alúðarfyllstu þakkir til allra, sem auðsýndu okkur hlut- tekningu við andlát og útför Oddgeirs Jóhannssonar á Hlöðum. Aðalheiður Kristjánsdóttir og fjölskylda. verzlunarstjóri og bóndi á Ljóts- stöðum, var einn merkasti Skag- firðingur þeirra tíma. Næst elzti sonur Sigmundar var Páll Gísli, sem kvæntist Friðriku Guðrúnu Friðriksdóttur, hinni mestu glæsi- og hagleikskonu. Pálína á Ljótsstöðum var eina bam þeirra hjóna, þvi að sama ár og hún fæddist andaðist faðir hennar. 5 árum síðar giftist móðir henn- ar aftur Gísla P. Sigmundssyni, bróður Páls, og hjá þeim hjón- um ólst Pálína upp á Ljótsstöð- um. Þar fékk hún hina beztu menntun sem völ var á í þá tíð. Ung að árum sigldi Pálína til Danmerkur og síðan til Ameríku, en eitthvað dró hana til ættlands síns aftur, líklega ungur maður, sem beið hennar heima á Fróni. Mér er í barnsminni, er móður- bróðir minn, Jón Björnsson, tré- smiður, kom með heitmey sina heim til foreldra minna. Pállna var þá nýkomin heim frá Ameríku. Mér þótti þá stúlkan hans frænda svo falleg, að ég átti bágt með að horfa ekki alltaf á hana, en það sagði mamma að væri ókurteisi, Og svo giftust þau Jón og Pálína 1912 og reistu bú á Ljótsstöðum. Eins og fyrr segir var Jón Björnsson trésmiður að mennt og eftirsóttur starfsmaður. Var það því æði oft að öll heimilis- önn hvíldi á herðum húsmóður- innar, Pálínu, ásamt uppeldi fimm mannvænlegra barna, er upp komust. Ég heyrði getið um jafnlyndi hennar og hagsýni í bústjórn allri. Þess vegna var allt i föstum skorðum og snurðu- laust i hamingjusömu hjóna- bandi, sem mér vitanlega féll aldrei skuggi á. Eftir rúmlega 20 ára búskap ákváðu þau hjónin að breyta til og hætta búskap. 1934 seldu þau því bústofn og fluttust til Siglu- fjarðar og keyptu þar hús að Hvanneyrarbraut 6, sem Vitan- lega var. nefnt Ljótsstaðir. Á Siglufirði varð Ljótsstaðarheim- ilið einnig vel þekkt og hugþekkt öllum bæjarbúum og áttu þar hlut að bæði húsbændur og börn þeirra. Alltaf hlakkaði ég til að heimsækja frændfólkið á Siglu- firði. Það var eins og ég væri kominn heim til foreldra minna, er þangað var komið, alltaf sama alúðin og hlýjan, og þó að allt- af hafi verið sérstaklega kært með mér og þessu frændfólki sínu, þá höfðu þar fleiri sömu sögu að segja og hún Pálína átti þar sinn hægláta en drjúga þátt þar í. Á Siglufirði áttu þau hjón mörg starfsár að baki, en þegar aldur og þreyta færðust yfir gömlu hjónin ákváðu þau að flytjast til Reykjavíkur í umsjá barna sinna. Siðar fengu þau íbúð á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund. Þar voru þau í ná- býli við flest börn sin og þar höfðu þau sagt mér að þau vildu eyða ellidögunum. Jón Björnsson, maður Pálinu, andaðist á Elliheimilinu 1961, en síðan hefur Pálina verið þar í umsjá barna sinna, sem gerðu sér far um að elli og sjúkdómar, er henni fylgja, yrðu henni bæri- leg. Pálína var orðin éllihrum siðustu árin, en þá er gott að fá hvíld og sameinast aftur horfn- um ástvinum. Oft er það svo, að við förum fyrst fyrir alvöru að sjá mann kosti vina okkar, þegar þeir eru farnir, horfnir af sjónarsviði þessa lífs. Við vissum það áður að Pálína á Ljótsstöðum var mannkostakona, en við finnum það bezt nú, að hún var ein af þessum beztu íslenzku mæðrum, góður uppalandi, sem breiddi sig yfir allt og alla. Guð blessi minningu hennar, Bjöm í Bæ. DHGIECn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.