Morgunblaðið - 01.07.1971, Qupperneq 30
30
MÖRGUN'BLAÐIÐ, FIMMTCJDAGUÍl l.-JÖLÍ 3971
wm■ ítsffi' UIÍQB7Worgunblaðsms
Imsssí mjög svo myndarlegi hópur ungmenna stundar nú íþróttanámskeið í Haínarfirði íuuivr
stjóm hins þekkta og ágæta handknattleiksmanns, Geirs Halls teinssonar. Hópurinn brá sér í
Vlðeyjarferð eimn góðviðrisdaginn fyrtr skömmu og hafði mjög gaman af. Ljósmyndart Morg-
unblaðsins, Kristinn Benediktsson, tók þessa mynd af hópnum áður en lagt var af stað og er
Geir í miðjum hópnum. Baka tU við hópinn stendur svo annar þekktur handknattleiksmað-
ur, Þórarinn Bagnarsson, sem starfar við Viðeyjarferðimar í sumar.
Sundmeistaramót Reykjavíkur
SUNDMEISTARAMÓX Reykja-
víkur fer fram í sundlauginni
í Laugardal í kvöld, 1. júlí, og
hefst það kl. 20,30, Keppt ver®
ur í 8 einstaklingsgreinum og
2 boðsundsgreinum. — Allt
bezta sundfóik Reykjavíkur
tekur þátt í mótinu og má bú-
ast við skemmtilegri keppni í
flestum greitium og færri eða
fleiri ísiandsmetum.
Mótið er stigamót og hlýtur
stighæsta félagið farandbikar
þamn, sem ÍBR gaf í minningu
forsætisráðherrahjónanna dr.
Bjama Benediktssonar og Sigr j ar þeirra, Benedikts VlJmundar
íðar Björnsdóttur og détturson I sonar.
Svíar sigruðu
V estur-Þ j óð ver j a
SVlAR komu mjög á óvart er
þeir si.gruðu Vestur-Þjóðverja í
knattspymuilaindsleik, sem fram
fór í Gautaborg á siuiiniuidags-
kvöld. Orslit leiksims urðu 1:0
fyrir Svla, og var það Ove Kin-
dvali sem skoraði markið á 61.
mínútu. 43.279 áhorfendur fylgd
ust með leiknium og í leikslok
brauzt út gífurleigur fögnuður á
áhorfendapöMunuim. V-Þýzkalaind
tef ldi fram sdnu sterkaista láði í
þessum leák, og var Mðáð
nákvæmlega eins skipað og er
það sigraðd Norðmenn með sjö
mörkum gegn einu á Ullevál-
leákvan.gitnuim á dagumum.
Hermann jafnaði
markametið
Sjö leikmenn hafa skorað yfir
40 mörk í 1. deildar keppninni
MEÐ marki sínu í leik Vals ©g
Fram í fyrrakvöld tókst Her-
manni Gunnarssynl, Val, að
jafna markamet Ellerts Schram,
KR, sem fram til þess tíma var
markakóngwr 1. deildar keppn-
innar íslenzku. Ellert hefur skor
að alls 57 mörk í 1. deildar leikj
um, en fyrir leikinn á mánu-
dagskvöldið hafði Hermann
skorað 56. Þá tókst honum svo
að gera eitt mark og er þar með
orðinn jafnoki Ellerts á þessu
sviði, og verður að teljast mjög
sennilegt að Hermann skori
fleiri mörk í 1. deildar keppninni
i sumar og sitji þar með einn
að markakóngstitlinum.
Ellert Schram
Hermann Gunnarsson
I’t-iðji í röðinni er Ingvar EKs
son, sem lék fyrst með Akrar
nesi og síðan með Val. Hefwr
Ingvar gert samtals 54 mörk í
1. deildar leikjum, og hann er
í fullu fjöri enn, þannig að hann
á góða möguleika á því að
hækka þá tölu. I fjórða sæti ei
svo Þórólfur Beck, KR, sem
hefur skorað 47 mörk og í
fimmta sæti er Gunnar Felix-
son með 45 mörk. í sjötta til
tíunda sæti era svo eftirtaldir:
Kári Árnason, ÍBA 41 mark,
Steingrimur Björnsson, ÍBA 41,
Skúti Ágústsson, ÍBA 40, Ey-
leifur Hafsteinsson, ÍA/KR 39,
Þórður Jénsson, ÍA 29 og BaJd
vin Baldvinsson, Fram/KR 29.
Hversu oít hefur ekki verið vitnað
t.il svo kaMaðrar guMaldar íslenzkra
frjálsiþrótta ? Svo oft, að allir vita við
hvaða tima er átt þegar slíkt ber á
gócma, þ.e. árin frá 1946 til 1951. Á þess-
vmn árum eignaðist Island þrivegis
Evrópumeistara í frjálsum íþróttum og
vann frækinn sigur í landskeppni yíir
Norðmönnum og Dönum. Siðan á þess-
oim tima hafa margir gleðilegir atburðir
orðöð í frjálsum íþróttum, og nægir þar
að nefna til dæmis Olympíusigur Vil-
hjálims Einarssonar 1956 og glæsileg af-
rek Jóns Þ. Ólafssonar, Valbjörns Þor-
Jákssonar, Guðmundar Hermannsson-
ar og Erlends Valdimarssonar í keppn-
isgreinum þeirra. Það er staðreynd að
metin írá guMaidarárunum eru ÖM fall-
3n, nema eitt, og það er Mka staðreynd
að þrátt fyrir þetta hefur Island dreg-
izt stórlega aftur úr í þessari íþrótta-
grein. Sannleikurinn sem við blasir er
sá, að nú þýddi okkur senniLega tæp-
asit að etja kapp við C eða D Mð Dan-
merkur — þeirrar þjóðar sem við höf-
um átt mest samskipti við á sviðum
iandskeppna.
Alir sem ánægju hafa af þessari
skemmtilegu Iþróttagrein veita fyrir
sér, hver sé ástæðan fyrir þessari stöð-
un hennar hériendis. Ástæðurnar eru
vafalaust margar. Áhugi ungmenna og
éhorfenda hefur íærzt á miMi íþrótta-
greina og nú nýtur t.d. íþróttagrein
sem Mtið var stunduð á Islandi á gull-
aidarárunum, handknattleikur, senni
lega mestrar hyUi. Þeir íþrótta-
menn sem lagt hafa stund á frjálsar
íþrótttr hafa heldur ekki tekið íþrótta-
grein sina nógu alvarlega, margir hverj
ir. Látið sér það nægja að vera
í fremstu röð hérlendis, og hefur oft
ekki þurft mikið til.
En svo eru hinar ánægjulegu undan-
tekningar. Menn sem lagt hafa mikið
að sér við æfingar og náð ágætum ár-
angri. Þekktasta dæmið um slika
íþróttamenn er vafaiaust Guðmund-
ur Hermannsson, sem á að baki mjög
óvenjulegan, en jafnframt glæsilegan
ferU og lætur ekki deigan síga, þótt
hann sé nú kominn aí þeim árum sem
flestir frjálsiþróttamenn eru á toppn-
m Annað dæmi um Lslenzkan frjáls-
iþróttamann sem tekur íþrótt sína al-
varlega og er staðráðinn að komast I
fremstu röð er Erlendur Vildimarsson.
Og segja má, áð Erlendur sé nær
eina ísLenzka vonin í frjálsiþrótta-
keppni Olympíuleikanna. Hann hefur
fórnað íþróttunum öllum sínum frítíma í
mörg ár, og í fyrra náði hann þvi tak-
marki að komast í hóp þeirra til-
tölulega fáu sem kastað haía kringiu
yfir 60 metra.
Nú skyidi maður ætla að Islendingar
iegðu metnað sinn í það að búa sem
bezt að þessum afreksmanni sínum, og
reyndar öilum helztu afreksmönnunum
í þessari íþróttagrein. En það er nú
öðru nær. Á íþróttamóti sem haldið var
á Melavellinum á fimmtudag í siðustu
viku, varð undirritaður vitni að þvi, að
æfinga- og keppnisaðstaða sem Erlendi
er boðið upp á, er fyrir neðan alLar
hellur. Hans Lengsta kast í þeirri
keppni, sem var þó um 6 metrum styttra
en hann hefur bezt gert, hafnaði
í myndanlegri grjóthrúgu út við girðtnigu
vaMarins, þar sem krimglan brotnaði, og
hefði hann náð metkasti í þessari
keppni er ekki óMklegt að kriniglan
hefðS ient í bárujárnsgirðingunni.
Þarna á staðnum tjáði Erlendur und-
irrituðum, að sér vildi haldast iMa á
kringLunum. Þær brotnuðu jafnan þeg-
ar þær leintu í grjóthrúguinnd og einni
hafði hann týnt i mi'kinn spýtnahaug
sem var 1 horni vallarins. Hver kringla
kostar á annað þúsund krónur, svo
þetta fer að verða dýrt spaug íyrir
íþróttamanninn.
Við nánari athugun kom I Ljós, að
æfinganmöguleikar fyrir Erlend eru
mjög takmarkaðir á Melavellinum, nema
þá að hann fái að kasta inn á knatt-
spyrnuvöllinn. Á LaugardalsvelMn-
um hefur hann ekki íengið að æfa
kringluköst, þar sem taMð er að krirngl-
an rífi um of upp svörðinn. Á þeim
veMi eru iyftingatæki þau sem Erlend-
ur æfir með. Þau voru keypt þangað
s.3. vetur og segja má að þau séu hin
fulikomnustu og komi að mjög góðum
notum.
Nú er það auðvitað matsatriði hvort
grasvöliurinn í Laugardal skemmist svo
mikið þegar einn maður æfir þar
kringLukast að það sé réttlætanLegt að
banna slikar æfingar, þegar mesti
afreltsmaður okkar á í hhit. Það
er rétt a.ð geysálega milúl vinna
og fjármunir hafa verið iagðir I að
halda veMinum það vel við að unnt sé
að ledka á honum knattspyrnu, og siðast
nú i sumar var velMnum umbylt og nýj-
ar þökur settar á stóran hluta hans.
En segjum svo, að kringlan skemmni
vöMinn of miidð. Þá er að athuga ná-
grenni vailarins. Þar er vissulega það
rnikið rými að auðvelt er að útbúa æf-
ingarsvæði fyrir Erlend og fLeiri írjáls-
íþróttamenn. Slíkt fyrirtæld ætti
ekki að kosta mikla peninga, en þvl
þarf að hrinda í framkvæmd þegar í
stað, fyrir austan vöMnn er t.d. ákjós-
anlegt svæðí, sem mætti girða af, og að
óreyndu trúir undirritaður ekki öðtru,
en að það verði gert fyrr en síðar.
Þama gæti Erlendur æft ótruflaður og
án þess að skemma neitt, hvorld tæki
sín né grassvörðinn. Möguleiki er Mka
góður þarna að koma upp æfingaað-
stöðu fyrir spjótkastara, sem eru, að
þvi er segja má, án æfingaaðstöðu. Á
Melavellinum brjóta þeir dýr tæki sin,
og á LaugardaLsvelIinum fá þeir ekki
að æfa.
Það hlýtur annars að vera keppikefli
að leggja braiuitir LaugardalsvaMairiins
gerviefni þvi, sem nú er farið að ryðja
sér til rúms á íþróttavöllum hvarvetna
í heiminum, og hefur t.d. verið sett á
aMmarga íþróttavelli á Norðurlöndum.
Ennþá er t.d. ekki búið að gera neitt
fyrir atrennubrautina í hástökki, og
hefur það leitt til þess að einn af okkur
fáu afreksmönnum, Jón Þ. Ólafsson, heí
ur ákveðið að hætta æfSngum
og keppni.
Mér er persónulega kunnugt um það
að vaMarstjóri iþróttavallanna í Reykja
vík, Baldur Jónsson, hefur áhuga á þvi
að reyna að búa sem bezt að aíreks-
mönnum okkar í frjálsum íþróttum, en
á hann hefur skuldinni jaínan
verið skeMt, með það sem miður heíur
íarið og það sem á skortir. Vafalaust
getur Baldur kippt hinum smærri atrið-
um í lag, en síðan þarf að koma tdl
skilningur og áhugi æðri borgar-
valda og forystu frjálsra iþrótta á ís-
landi. Hún hefur ekki staðiö nógu vel
að því að búa frjálsiþróttamönnum okk
ar sem bezta aðstöðu, þvi vitanlega á
frumkvæðið og forystan að koma það-
an.
Góður vilji og umtal er ekki nóg. Aö-
gerða er þörf.
Steinar J. Lúðvfksson.