Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 1
28 síður og poppblað (4 síður) 157. tbl. 58. árg, LAUGARDAGUR 17. JtJLÍ 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Moskva fagnar utanríkis- stefnu ísl. stj órnarinnar Hver á að sjá um varnir íslands? VESTRÆN talöð, okki siat á hin- um Norðurl’öndunum, hafa skrif að mikið um stjórnarskiptán á Islandi og mest um utan-rílkis- málastefnu nýju stjórna-rinnar. I leiðara Berling-ske Tidende, seg ir m.a. „Island hefur eng-ar eigin varn ir, jafnvel ekki he-imavarnarlið. Það hefur verið skylda NATO að sjá íslandi fyrir varnarliði, nán ar tiltekið skylda Bandarííkjanna, sem með næsta óamerískri hlé- drægni hefur haft orrustuílug- sveit í Keflavík. Keflavík er jafn framt eina alþjóðfega flugstöð landsiins. Ef reka á Banda- rífcjamen-nána frá Keflavík með uppsögn varnarsamningsins, verða íslendingar að spyrja sjáifa sig um hver eigi að verja landið." Berlingske Tidende, fjallar einni-g u-m landhelgismálið og seg i-r: ,,{>að er skliljanlegt að land sem fær meira en 90 prósént af útflutnin-gsafurðum með fiskveið urn, sku-li vilja hafa hin auðugu fi-skimið fyrir sig, en þorska- stríðið víð Bretland hefði þó átt að sannfæra hugsandi ís-lend- inga um að einhliða ákvörðun um fiskveiðitakmörk er ektoi tek in án stjórnmálaiegra og við- Framh. á bls. 17 TELJA HANA MIKIÐ AFALL FYRIR ATLANTS- HAFSBANDALAGIÐ - VESTRÆNIR BANDA- MENN ERU ÁHYGGJUFULLIR 0 MIKIL ánægja ríkir í Moskvu með hina nýju ríkisstjórn íslands og þá sérstaklega ut- anríkisstefnu hennar, sem Sovétríkin telja, að muni mjög veikja styrk Atlantshafs- bandalagsins. Sagt er, að herstöðin í Keflaví k, eða „stríðsstöðin“, eins og hún er kölluð, hafi hingað til verið traust víghreiður banda rísku herstjórnarinnar og mikil ógnun við sjálfstæði íslands. Þá er og sagt, að íslenzka þjóðin hafi lengi beðið þess dags, er hún gæti varpað af sér þessu oki. Telur Moskva að þes si ákvörðun íslenzku ríkisstjórnarinnar veiki mjög Atlantshafsbandalagið, þar sem „það h efur nú misst mikilvægan hlekk í hernaðar- keðju sinni“. 0 Eins og áður hefur komið fram í fréttum eru vestrænir handamenn íslands ekki eins hrifnir og hafa lýst þungum áhyggjum vegna stefnu stjórnarinnar, sérstaklega þeirri ákvörðun, að varnarliðið skuli hverfa úr landi. Stjórnmálafréttaritarar AP hafa bent á, að ísland hafi síður en svo orðið minna mikilvægt með tilkomu nýrri og fullkomnari vopna, eins og margir vilji halda fram. Það sé þvert á móti mjög mikilvægt að vita, hvar þessi vopn séu hverju sinni, og til þeirra teljast kafbátar og herskip Sovétríkjanna, búin lang- drægum kjarnorkueldflaugum, sem fari í stöðugt vaxandi mæli um Atlantshafið, 0 Blöð á Norðurlöndunum hafa mikið skrifað um varnir Islands. Kemur fram hjá þeim, að þau líti ekki einu sinni á það sem h ugsanlegan möguleika að landið verði látið varnarlaust og velta því mjög fyrir sér, hvort ísland ætli að koma upp eigin her, eða hvaða leið eigi að fara til að fylla upp í skarðið se m myndast, þegar varnarliðið fer. Þau benda á, að Sovétríkin séu nú að færa sína fremstu víglínu á móts við Færeyjar og Island og með brottför varnarliðsins frá íslandi myndist skarð í varnarkeðju Norður-Evrópu, sem geti orðið hættulegt. Telja þau að þessi ráð stöfun geti verið hættuleg, ekki aðeins Islandi heldur allri Norður-Evrópu, öllum hinum fr jálsa heimi. 0 Jafnvel vinstri blöðin telja auðsjáanlegt, að engum geti dottið í hug að láta ísland verða eftirlits- og varnarlaust. Þau segja, að bæði Bandaríkjamenn og íslendingar muni sjálfsagt gráta þurrum tárum yfir aðskilnað inum, en menn hljóti að gera ráð fyrir að herstöðin verði rekin þar áfram sem liður í varnarkeðju Bandaríkjanna og NATO. Hvort það verði íslendingar sjálfir eða eitthvert annað NATO-land, sem það gerir, skipti ekki máli. TASS um utanríkis- stefnuna: í FBÉTTASKEYTI, sem rússn eska fréttastofa-n TASS sendi út í dag, seg-ir orðrétt-: Hin nýja ríkisstjóm ísilands, sem mynduð var eftir alþin-gis- kosni-ngar í júli, hefur kynint stefnuskrá sína. Þar segir að stjómin hy-ggist endurskoða „varnarsamninginn" sem gerður hafi verið við Bandarikin, óg loka hi-nni stóru bandarisku her- ■ stöð á Islandi. Áróðursmenn NATO kliifa si- fellt á þvi við íslendi-nga að bandaríska flotastöðin sent er fyrir utan Keflavik, sé nauðsyn- leg fyrir vamir eyjarinnar. 1 raun og veru er þessi ba-ndaríska herstöð, sem er eitt af vl-ghredðr- um bandarísku herstjómarinnar á Norður-Atlantshafi, ógnun við sjálfe-tæði landsins og hefu-r valdið sivaxandi spennu. íslenzka þjóðin hefur lengi kra-fizt þess að þessari herstöð Bandaríkjanna og NATO verði lokað, og hinir óvelkomnu er- lendu verndarar, reknir úr landi. Það eru þessa-r kröfur sem endurspeglast i s-tjórnarstefnu nýju rikisstjórnari-nnar se-m er undir forystu prófesso-rs Ólafs Jóhannes-sonar. Samkvæmt yfir- lýsingunni verður ís-land áfram aði’li að NATO, en það hyggst Framliald á bls. 17 Ferð Nixons til Kína: „þáttaskil í skiptum þjóða“ Undirtektir víðast hvar góðar Uögn í Moskvu, gremja á Formósu SÚ ákvörðun Richards Nix- ons, forseta Bandaríkjanna, Nixon að fara í heimsókn til kín- verska Alþýðulýðveldisins hefur vakið heimsathygli. Viðbrögð eru á ýmsa lund, en ákvörðun forsetans hefur yfirleitt fengið ágætan hljóm- grunn í Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og fjölmörg- um Asíulöndum. Stjórn For- mósu hefur aftur á móti lát- ið í ljós ósvikna gremju og sent frá sér harðorð mótmæli og því er spáð, að undirtekt- ir verði dræmar í Moskvu. Nixon tilkynnti um hið fyrirhugaða ferðalag í stuttri ræðu, sem hann hélt til bandarísku þjóðarinnar í sjónvarpi í nótt. Hann kvaðst fara þessa ferð til að freista þess að bæta samskipti ríkj- anna tveggja. Hann sagði, að Henry Kissinger, sérlegur ráðgjafi sinn, hefði farið með leynd til Peking 9.—11. júlí, þegar hann var á ferð í Asíu á dögunum, og hefði Kissing- er rætt við Chou En Lai, for- sætisráðherra Kína. Hefði sá síðarnefndi boðið Bandaríkja- forseta að koma í heimsókn þangað og hefði boðið verið þegið. Ekki er ákveðið hve- nær Nixon fer, en það verð- ur fyrir maí á næsta ári. Nixon sagðist vilja fyrirbyggja alia mistúlkun á þessari ákvörð- un sinni með því að lýsa þvi yf- ir, að heimsóknin yrði alls ekki á kostnað gamalla og- gróinna vinaþjóða Bandaríkjamanna. Hann minnt.i á að hann hefði margsinnis tjáð þá skoðun sína að óhugsandi væri að tryggja varanlegan frið í heimtnum án þátttöku Kína með sinar 750 milljónir íbúa og því hefði hann afráðið að leggja fram sinn skerf til að bæta samskipti þjóð anna tveggja. Hann sagðist og telja að allar þjóðir heims myndu hagnast á því að betri tengsl tækjust með Kína og Bandarikj- iinum. Með þær hugsjónir að vegarnesti héldi hann í heimsókn sína, sannfærður um að slíkt yrði mannkyni öllu og óhornum kynslóðum til heilla. Kínverskar fréttastofur sögðu frá heiim-sókn Bandarikjaforseta í morg-u-n og var heldur vinsam- le-gt hljöS í þeim frásögnu-m. Þar kom þó fátt eitt f-ram nema að Chou En Lai, forsætisráðherra hefði boðið Nixon að koma og hann þekkzt boðið. Vitað væri að Bandaríikjaforseti hefði um all- langt skeið haft hug á því að hitta kí-nverska leiðtoga að máli. GREMdA Á FORMÓSU Fréttiirnar um heimsókn Nix- ons vöktu gremj-u á Formósu og kom stjómin þar saman til skyndifundar, þegar Nixon hafði haldið ræðu sína. Stjórnmáia- fréttaritarar segja þetta mesta á- fal Formósu-stjörnar, siðan Sjang Kai Sje-k varð að hopa frá meginlandi Kina árið 1946. Ekki ber fréttum saman u,m, hvort Nix on haf-i tilkyn-nt stjórn Formósu um ásetning sinn, áður en hann fl-utti ræðuna. Stjórnin sendi bandarísku stjórninni samstund- is harðorð mótmæli og nokkru síðar var birt ítarlegri yfirlýs- Framh. á bls. 19 Mao

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.