Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Fremkveemdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulitrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsia Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 5, sími 22-4-80. Áskriftargjald 136,00 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 12,00 kr. eintakið. ÁHYGGJUR HJÁ FRÆNDÞJÓÐ- UM EN ÁNÆGJA í MOSKVU t'róðlegt er fyrir okkur ís- * lendinga að kynnast við- brögðum erlendra aðila við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar og þá ekki sízt því, sem sagt er meðal frænd- þjóða okkar á Norðurlöndun- um, um þá fyrirætlan vinstri stjórnarinnar að segja upp vamarsamningnumvið Banda ríkin og stefna að brottflutn- ingi varnarliðsins. Ætla má, að forystugrein í einu þekkt- asta dagblaði Svíþjóðar, „Svenska Dagbladet“, lýsi vel afstöðu margra á Norðurlönd- unum, en blaðið sagði m.a.: „Stjómin (þ.e .vinstri stjóm- in) vill vissulega ekki að landið fari úr NATO, en brottflutningur bandarísku bermannanna frá íslandi er ekki mál, sem aðeims varðar íslendinga. Hann getur breytt styrkleikahlutföllunum á mjög hemaðarlega mikil- vægu svæði. ísland missir ekki aðeins álit’.egar tekjur, heldur hefur eflaust ekki bol- magn til að annast eigin varn- ig Á fjórum árum gæti mynd- azt her hættulegt hernaðar- legt skarð í Norður-Evrópu á meðan allt bendir til þess, að Sovétríkin séu að flytja sínar fremstu vamarlínur á móts við Færeyjar og ísland. ör- yggismálalega séð geta afleið- ingamar orðið mjög hættu- legar fyrir hin Norðurlönd- in.“ Þessi tilvitnun í forystu- grein hins sænska blaðs gseti ef til vill vakið einhverja til vitundar um það, sem ekld hafa gert sér grein fyrir því óður, að vamir íslands era ekki einungis mál, sem varð- ar okkur sjáifa. Vegna legu landsins skiptir það einnig máli fyrir aðrar þjóðir og þá ekki sízt frændþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum, hvort ísland er varið eða vamarlaust. Við Islendingar eram ekki einir í heiminum og verðum að taka tillit til annarra þjóða og hagsmuna þeirra alveg á sama hátt og við krefjumst þess, að aðrar þjóðir virði sérstöðu okkar og hagsmuni. Talsmenn Ablantshafsbanda lagsins hafa einnig látið í ljósi áhyggjur vegna þessa ákvæðis í stefnuyfirlýsingu vinstri stjómarinnar og eftir bandarískum talsmanni er haft, að Atlantshafsbandalag- ið íhugi nú að útiloka ís- lenzku ríkisstjómina frá ýms- um trúnaðarskjölum banda- lagsins vegna þess, að tveir kommúnistar ættu nú aðild að ríkisstjóm íslands. í við- tali við Morgunblaðið í gær, taldi Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, slíkar hugleið- ingar móðgun við íslenzku ríkisstjórnina. Sama fyrir- komulag mun hafa verið tíðk- að á dögum vinstri stjómar Hermanns Jónassonar með hennar samþykki, að því er segir í fréttum erlendis frá. Viðbrögðin erlendis við stefnuyfirlýsingu vinstri stjómarirmar x utanríkismál- um era hins vegar ekki öll á þennan veg. Við annan tón kveður nú í Moskvu en verið hefur um langt skeið í garð íslands. Aðilar í Moskvu hafa lýst sérstakri velþóknun sirmi á utanríkisstefnu vinstri stjórnarinnar og mætti það verða okkur íslendingum nokkurt íhugunarefni, hvers vegna slík ánægja hefur grip- ið um sig þar eftir stjómar- skiptin og birtingu málefna- samnings vinstri stjórnarinn- ar. Eins og fram kemur í frétt- um Morgunblaðsins í dag og einnig að nokkru leyti í gær bafa viðbrögð armarra þjóða, sem við eigum mikil viðskipti og samstarf við, verið mjög sterk og mjög á einn veg. Hvarvetna — nema í Moskvu — hafa menn lýst áhyggjum sínum vegna þróunar mála hér á íslandi. Auðvitað hljótum við Is- lendingar að taka okkar eig- in ákvarðanir í okkar mál- um, hvað sem öðra líður. En framvindan í samskiptum þjóða xmdanfama áratugi hef- ur verið á þann veg, að sam- skipti og samráð þeirra í milli hafa sífellt orðið nánari, a.m.k. miili þeirra, sem sam- eiginlegra hagsmuna eiga að gæta. Það er ljóst, að stefnuyfir- lýsing vinstri stjómar Ólafs Jóhannessonar í utanríkis- málum, hefur nú þegar orðið okkur íslendingum álits- hnekkir á erlendum vettvangi og rýrt það traust, sem við höfum þar notið á undan- fömum áram verulega. Hvað sem öðru líður ættu viðbrögð- in erlendis ef til vill að sann- færa þá af ráðherrunum, sem ekki era í þjónustu heims- kommúnismans um, að hyggi- legast er að einbeita sér að því verkefni í byrjun að tryggja viðurkenningu á 50 sjómílna fiskveiðilögsögu við ísland — og hefja ekki deilur utanlands og innan um mik- ilsverð utanríkis- og öryggis- mál á meðan unnið er að því lífshagsmunamáli þjóðarinn- ar. UST UÆiVras iii Sartre, Flaubert og Sartre JEAN Paul Sartre er sá heimispekingur tuttugustu ald- arinnar, sem hvað djarfaatur hefu.r verið í að lifa og hrær- ast í kenningum sínum; harrn framkvæmir þær á sjálfum sér. Það er ekki unnt að greina Sartre í sundur í einhvers konar frumparta einis og stundum tíðkast, þegair gagnrýnendur fjalla um suma andainis menn; manineslkjan, Skáldið, stjórn- miálamaðurimn . . . o. s. frv. Jean Paul Sartere er ein, sam- brædd, existemsíalísk heild. Þó að existensíalisminn eða tilvistarspekin sé ákaflega vafasöm og brothætt heim- spekistefma, verður það að viðurkenmast að Sartre, sem er hennar þekktasti boðberi í dag, hefur tekizt, og senni- lega vísvitandi reynt, að færa heimspeki niður á jörðina; gera hana hluta af daglegu lífi furðu margra af læri- sveinum sínum, og enginin vafi er á, að áhrifamáttur Sartres liggur mest í hversu sjálfum séa: samkvæmur hanin er í bæði andlegu og verald- legu lífi og starfi (nægir í því sambandi að benda á þátttöku Sartres í stúdenta- óeirðunum í Frakklandi fyrir nokkrum árum). Hitt er svo annað mál, að ýmsir hafa séð á3tæðu til að kalla slíkt sjálfsauglýsingu og bera hon- um á biýn lýðskrum, upp- reisnaráform o. s. frv. Sartre hefur haft heldur hægt um sig á bótomenmta- sviðinu undanfarið, en hins vegar tekið þátt í dægurmál- um heiima fyrir og annars staðair af miklum torafti (t. d. hefur hann verið ábyrgðar- maður „neðanjarðar“-blaðs af pólitískum toga). Síðan hann sendi frá sér sjálfsævisögu- legt bókarkorn í skoplegum dúr, Les Mots (Orð) árið 1964, hefur hann ekkert gefið út fyrr en á þessu ári. Nú hafa kornið út tvö fyrstu bindin af miklu verki um franska skáldið Gustave Flau- bert og heitir það L’idiot de la Famille (Fíflið í fjölskyld- unni). í viðtali við blaðið Le Monde Weekly skýriir Sartre frá tildrögum verksins ásamt ýmisu er varðar vinmubrögð sín og viðhorf almennt. Hann segiist fyrst hafa lea- ið Flaubert í æsku og síðan endurlesið harm rækilega á skólaárum sínum í Ecole Nor- male Supérieuxe, en beztu kynni af Flaubert segist Sartre hafa fengið við lestur bréfasafns hanis á stríðsár- unum. Ákvað hainn þá að ein- hvem tima skyldi hann rita bók um þenman mann, „sem mér fannst ógeðfelldur"; en einnig persónurnar í verkum Flauberts eru Sartre ógeð- felldar, sem hann segir að sé vegna þess að „Flaubert gekk sjálfur i storokk á þeim, og þar eð hann var sadisti og maaochisti birtast þær okkur sem bæði mjög óhaminigju- samar og mjög óaðlaðandi.“ Sartre hafnar því aðskoti spyrilsinis að hann hafi við úrvinnslu og notkun heimilda verið að leita staðfestinga á því sem hann hafi haft fyrir- fram á tilfinningunnl um Flaubert: „Alls ekki. Það var á meðan ég var að lesa við- komandi bækur að ég komst að ýmsu um hann, — t. d. um kynlíf hans. Maður þurfti aðeinis að túlka. Það er aðeins nú nýverið að staðfesting hefur komið fram í nokkrum óútgefnum, og áður ritskoð- uðum hlutum af bréfum, sem hann sknifaði á ferð sinni til Austurlanda. Það sem kemur hvað greinilegast fram í þeim ásamt kynvillutilhneigingu Flauberts, er að hann er í kynlífi sínu þolandi en ekki gerandi, passívur.“ Sartre segist hafa eimibeitt sér að þessu einkenmii á sálarlífi skáldsinis, og nálgazt þenrnan þátt með sálgreiningaraðferð í anda Freuds gamla; leitað að orsökum í uppeldi og um- hverfi Flauberts í bernsku; harðhent móðir, yfirgangs- samur faðir o. s. frv.: vand- Gustave Flaubert meðfarinn og sérlega ófrurn- leg og þröngsýn aðferð, sem raumar er furða að skuli vera stunduð í dag. Hins vegar er það athyglis- verðara að Sartre hefur einnig brúkað hina félagslegu marx- ísku nálgun bókmenntaverka og höfunda og aflað ná- kvæmira sögulegra heimilda. „Ég motaði báðar aðferðir saman frá byrjun. Mér finnst ekfci hægt að ræða um bam eða úngan mann án þess að fella hann imn í saimhengi timans. Ef Flaubert hefði verið sonur skurðlæknis 50 árum síðair hefðu viðhorf hahs til vísinda verið önnur t. d.“ Tvö fyrstu bindi verksins fjalla þannig um hvemig hið félagslega umhverfi samsam- ast inniri veröld skáldsins sem barns. í þriðja bindinu ætlar Sartre að reyna að sýna fram á, að taugaveiklun Flauberts hafi verið óhjákvæmilegt skilyrði þess, sem hann nefnir „hinn hlutlæga anda“ tíma- bilsins, þ. e. toröfur raunsæis- stefnunnar og matúralismams um vísindalega og hlutlæga meðhöndlun viðfangsefniisims. „Það sem er mikilvægt að rannsaka er saga allrar lista- hreyfingarininar í kringum 1850, þaT sem athugaðir yrðu rithöfundar eina og Concourt- Jean Paul Sartre bræður (raunisæishöfundar sem sumir telja upphafsmenn hetonildaskáldsögunnar) og fyrst og fremst Leconte de Lisie. Allir þessir höfundar voru meira eða mdnna tauga- veiklaðir". Sartre heldur því fram í viðtalinu að unnt sé að kryf j a persónuleika manna; hann segir: „Ég þektoi Flaubert; ég get mælt hann út. Og þetta er einmitt það, sem ég hafði í huga: að sanna að hægt sé að þekfcja alla menn< svo framarlega sem maður hefur réttar upplýsingar og aðferð- ir.“ Hins vegar liggur í aug- um uppi að alltaf er matsatriði hvað er „rétt“ í þessu efni og raunar er staðhæfing Sartres endaleysa. Sjálfur segir hann að það mundi gleðja sig ef einhver reyndi að útskýra sig síðar meir á svipaðan hátt, en líklegt þykir manni að sú sögulega myndxistytta yrða Sartre ekki að akapi ,hvað þá að hann teldi hana sýna sig „eirns og hann er“. Þrátt fyrir vafasamar at- hugasemdir hlýtur verk Sartres að teljast merkilegt, kamniski fyrst og fremst vegrxa þess að hanm virðist nota ýmsar aðferðir við saimndnig- una; þainniig verður t. d. síð- asta bindið bókmenntaleg textarannisóton á „Madame Bovairy“ þar sem hann motar strúktúralistískar aðferðir, (tæfcnileg uppbygging sögu- sviðs og efnisatriða o. fl. þ. h.) Næst á dagstoránni hjá sér segir Sartre vera leikrit og stjórnmálayfirlýsing; hvenær hann kemur því í verk veit hann ekki; Flaubert gengur fyrir ásamt dægurmálunum. „Við Flaubert eigum mjög fátt sameiginlegt. Reyndar er það ein ástæðan fyriir þvi að ég kaus að átorifa um hanin." Þó að þesair tveir höfundar, Sartre og Flaubeirt, séu sanm,- arlega mjög ólíkir, þá eiga þeir þó eitt sameigiinlegt a.m.k.: þeir leggja sig báðir I verk sín, á miamunandi hátt að vísu: „Madame Bovary, c’est moi“ sagði Flaubert forðum daga. I dag segir Jean Paul Sartre: „Ég held að hinn nýi menmtamaður eigi algj örlega að afhenda sig fjöldanum. Eg er viss um að maður geti gengið langt í þessa átt, en. ég er ekki viss um hvernig; það er eitt af því sem ég eir að leita að“. Á. K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.