Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚL.Í 1971 V er ð j öf nunar lögin juku dreifingar- kostnaðinn Rætt viö forráclamenn olíu- félaganna um málefnasamn- ing vinstri stjórnarinnar MORGUNBLAÐIÐ liefur snú ið sér til forsvarsmanna olíu félaganna og spurt þá álits á því atriði í málefnasamningi vinstri stjórnarinnar, sem fjallar um olíudreifingu á ís landi, en þar segir, að ríkis- stjórnin hafi ákveðið, „að Indriði Pálsson taka skipulag olíusölunnar til endurskoðunar með það fyrir augum sérstaklega, að sjávar útveginum verði tryggt hag- stætt olíuverð." Svör forsvars manna félaganna fara hér á eftir: KAUPANDINN OG STARFSMAÐURINN í FYRIRRÚMI Indriði Pálsson, forstjóri Olíufélagsins Skeljungs h.f. sagði, er Mbl. spurði hann um það með hverjum hætti mætti endurskipuleggja olí u söluna, m.a. með það fyrir augum að gera olíuna ódýr ari fyrir sjávarútveginn: — Við hjá Skeljungi höf- um ávallt kappkostað að skipuleggja sölu okkar þann ig, að hún sé eins hagkvæm og frekast er kostur frá sjón arhóli hins almenna kaup- anda og þess fólks, sem vinn ur hjá okkur. Aðstaða kaup andans og vinnuaðsitaða starfsmannsins hafa setið í fyrirrúmi. Að þessu er unnið Önundur Ásgeirsson í fyrirtæki okkar á hverjum tíma. — Frá árinu 1953 hefur meginhluti þeirrar olíu, sem notuð er í sjávarútvegi á ís landi verið keypt frá Sovét- ríkjunum. Þesai kaup hafa verið ákveðin af ríkisstjórn íslands, óháð því, hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völd á hverjum tiima. Að formi til hafa þessir samn ingar verið gerðir af við- skiptaráðuneytinu, og við sem tökum þátt í oSiukaupa samningum á hverjum tíma, reynum að sjálfsögðu að fá sem hagkvæmast verð og hagkvæmasta flutningssamn- inga til fslands. —- Ég tel olíudreifinguna til sjávarútvegsins innanlands í nokkuð góðu lagi í dag, — sagði Indriði Pálssoin, þótt eflaust mætti endurbæta hana á einhvern hátt, svo sem öll mannanna verk. Að því tel ég sjálfsagt að vinna hér eftir sem hingað til. RÍKISVALDIÐ HEFUR ÁKVEÐIÐ BENSÍN- OG OLÍUVERÐ Önundur Asgeirsson, for- stjóri Olíuverzlunar íslands h.f. sagði um þá yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að taka skipulag olíusölunnar til end urskoðunar: — Söluverð á olium hefur verið fastákveðið með lögum það sama í öllu landinu frá því, er lögin um verðjöfnun á olíum og bensíni voru sett. Oliufélögunum hefur ekki verið gefinn kostur á því að gera breytingar í þessu efni. Sölufyrirkomulag olíunn ar á íslandi er hliðstætt því, sem gerist á innlendum mörk uðum í öðrum löndum, þegar undan er skilið að dreifingar kostnaði er jafnað samkvæmt verðjöfnunarlögunum. Þegar verðjöfnunarlögin voru sett, mæltu öll olíufélögin gegn þeim ráðstöfunum og töldu að verðjöfnunin sem slík, eins og ákveðin var, myndi Iljörtur Hjartar valda auknum kostnaði 1 dreifingu olíunnar, og hefu1 það reynzt rétt. Meðan þes®) lög ei'u í gildi, hefúr ekk> komið til athugunar a breyta oiíudreifingunni. ALLTAF MÖGULEIKAR Á AÐ BÆTA LÍFIÐ OG TILVERUNA Hjörtur Hjartar, stjórnai" formaður Olíufélagsins h.f- sagði er Mbl. leitaði hans á því hvernig endui skipuleggja mætti olíusöluna- — Það er alltaf hægt að gera betur, en gert er i en á hvern hátt, get ég ekk' svarað á stundinni. Ég 4x1,1 því, að alltaf séu einhveú' möguleikar á að bæta 4i' og tilveruna. Síldarævintýr- ið í Hirtshals DANSKI bærinn Hi rtshai.s upplifir nú sildarævintýrið, eins og það gerðist magnað- ast á íslandi. í Jyllands posten birtist grein um hið fjöruga athafnaiíf, sem blómstrar í bænum, eftir að síldin kom til sögunnar. Þar segir að Hirtshals sé á góðri leið með að verða einn mesti síldarbær í Norður-Evrópu. „Inn í höfnina streyma is- lenzkir og færeyskir síldveiði- bátar sem áður lögðu upp í Vestur-Þýzkalandi en hafa nú gert Hirtshals að sínum helzta löndunarstað. Við bæt- ast einnig síldveiðibátar, sem gerðir eru út frá Hirtshals bæ sjálfum. Þessi þróun hefur skapað bjartsýni og betri kjör fyrir ibúana, enda er afkoma um 90% þeirra byggð á því að sildveiðarnar gangi vel. Sam- tímis koma kröfumar fram. Hirtshals verður að stækka höfnina og bæta aðstöðuna stórlega til að geta tekið á móti sild úr stærri skipunum. Nú þegar hafa löndunarerfið- leikar gert vart við sig vegna þess að dýpi er í það minnsta og auk þess vantar meira rými. Engum hafði dottið í hug að síldveiðiskip sem eru allt að 700 tonn að stærð æfctu eftir að verða hversdagsleg sjón í Hirtshals. Og gagnrýnisraddir hafa og heyrzt: Hirtshalsbær gerir of lítið fyrir hinar mörgu ís- lenzku og færeysku áhafnir, sem leita þangað og séu þess- ir aðkomumenn vanræktir á allan hátt, bæði félagslega séð og menningarlega. Síðan segir: Hirtshals er dæmi um það hvernig tak- ast má að veita erlendu fjár- magni til landsins og nýta það. Með því skapast auk- in umsetning og aukinn gróði og framfaramöguleik- arnir vaxa stórum, bæði fyrir bæjarsamfélagið og einstakl- inginn. MILI.IÓNAGRÓDI í ERLENDUM GJALDEYRI Síldin er flökuð strax eftir löndunina og með því að gera það áður e.n hún er seld til erlendra niðursuðu- verksmiðja, hafa dönsk fyrir- tæki hagnazt um milljónir í erlendum gjaldeyri. Enn er flutt út heilsöltuð sild, en Síld landað úr íslenzka bátnum Sóley í Hirtshalshöfn. VerðmaMi tæp niilljón íslenzkra króna. 81 þúsund danskar kroi langflestir erlendir kaupend- ur velja þann kostinn að láta Dani sjá um flökun síldarinn- ar, þar sem gæðin verða mun meiri, ef sildin er flökuð strax, og þá geta dönsk fyrir- tæki einnig haldið kositnaði nokkuð í skefjum með því að nýta annað efni, sem unn- ið er úr síldinni. ÞÖRF SKJÓTRA ÚRBÖTA OG BETRI LÖNDUNAR- AÐSTÖÐU Haft er eftir Iver Espersen í Hirtshals, sem stendur fyrir stórfelldum útflútningi á sild að nú sé óhemju brýnt verk- efni að bæta alla aðstöðu til að taka á móti síld, í Hirts- halis, ella fari geysileg verð- mæti forgörðum og f” 0 að stöðvist. Mikil nauðsýn , .„ga byggja fieiri bryg'gjwf’ JL$s höfnina og gera ráðs' til að löndun gangi en" te\- ar fyrir sig. Iver Esiper® ini oA Kq« Sé 1 - ur, að það lda hring danskra stjórnv ^ ; bregða við skjótt á u óefni sé komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.