Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚLl 1971 5 \\OR\Y «ORwl uti spred máhtíng* FRÁBÆR UTANHÚSSMÁLNING ISLENZKT FRAMLEIDD FtRIR VEÐURFAR 2800 TONALITIR BYLTING í MÁLNINGARÞJÓNUSTU Guðni Ingvarsson matsveinn 70 ára Starfsvöllur barna við Álfheima Það er því ekki ástæðulaust að ég stingi niður penna og beri Guðna kveðjur frá gömiLuim og góðum skipsfélögum, bæði af bátum, togurum, farmskipum, varðskipum og farþegaskipum, er áttu heilsu og velferð því að þakka, er kom úr pottunum frá honum Guðna. Eftir að Gnðni fór i land, þá sá hann um mötuneyti Einars Sigurðssonar um áraraðir hverja vertíð í Eyjum. Eitt sinn er Einar fékk sér hressingu í sinni eigin matstofu, hafði hann orð á því við Guðna, að starfs- krafta hans í faginu vildi hann tryggja sér til eilífSar. Voru þetta einhver aillra beztu meðmæli er Guðna gátu hlotnazt, því Einar er vandur og setur kröfur hátt við s'ma samstarfsmenn. Öll striðsárinn var Guðni á sjónum, meira og minna. Lenti hann þá og skipsihöfn hans á ,,Arctic“ í þeim verstu mannraun um og þjáningum er hentu is- lenzka sjómannastétt. Það var er þeir þoldu herfangavist hjá Bretum mánuðum saman, pynt- aðir og kúgaðir, svo orð fá hvergi iýst. Guðni er talfár um þetta leiðindatímabil og óskemmdur kom hann ekki úr þeirri vist, frekar en hinir fé- iagar hans. Kross sinn og þján- ingu ber Guðni þó svo vel að í vinahópi hugsar maður varla Sjötíu ára er í dag Guðni Ingvarsson Vesturvegi 21, Vest mannaeyjum. Þar í Eyjum og víða um land er Guðni þekktur undir nafninu, Guðni kokkur. Mér þykir hlýða bæði min vegna og annarra vina Guðna, að senda honum kveðju á þessum merkisdegi í lífi hans. Undir Eyjafjöllum í Rangár- þingi leit Guðni fyrst dagsins Ijós. Foreldrar hans voru þau Ragnhildur Þórðardóttir og Ingvar Einarsson. Ungur að ár- um lagði Guðni land undir fót og fluttist ásamt móður sinni til Eyja. Þar ólst hann svo upp, ávallt með móður sinni og síðar Bjarna Sveinssyni frá Melhóli í Meðallandi er varð maður Ragnhildar. Ekki veit ég hvort Guðni var búinn að ná fuilri hæð, en hann er með stærri mönnum, er hann tók hendi til við sjávarverk, bæði sem beitumaður og síðar sjómaður. Þykir mér það naum- ast svo, þvi þá tíðkaðist að ungl- ingar legðu lið sitt fram, þega: er nokkur geta leyfði. Pljótt kom i ljós að Guðni var övenjulegur maður um margt, fingerður og listrænn. Nákvæmt eyra fyrir hljómiist og sjálfur afbragðs hljóðfæraleikari á mörg hljóðfæri. Langt hefði hann getað náð á þeim sviðum, ef aðstæður og möguleikar hefðu verið honum hagstæð í þeim sökum Er Guðni var ung- ur maður, þá var ekki um þá hluti spurt, heldur vinna og aft- ur vinna. Ungur að árum er Guðni orðinn laginn kokkur. 1928, er flaggskip vélbáta við Suðurland kom tit Eyja, var það ,,Fylkir“ undir skipstjórn valmehnisins og aflakóngsins Sigurðar Bjarnasonar i Hlaðbæ í Eyjum, þá var ekkert sjálfsagð ara, en að Guðni væri kokkur. 1 matargerð og hreinlæti, voru engir er tóku Guðna fram. Frami og heiður veittist honum mikill á þessu sviði. Beztu skipsrúm voru honum föl og opin. Guðni sá svo sjálfur um að hann gæti fylgzt með i faginu, þess vegna tók hann sér langan tima til náms og vaidi þá ekki verri stað, en ,,Restaurant Vivex“ í Kaupmannahöfn, er þá var einn kunnasti matsölustaður í borg- inni við Sundið og þótt víðar væri leitað. nokkuð annað, en að lifið hafi verið honum bjart og fagurt og dans á rósum. Víst átti Guðni birtu og feg- urð trúar á Jesúm Krist. Það til- einkaði sér hann þegar 1921 er Erik Asbö kom til Vestmanna- eyja og boðaði mönnum boðskap Nýjatestamentisins um aftur- hvarf og skirn með Heilögum Anda. Guðni stóð þá á tvítugu og varð fyrstur ungur maður til að tileinka sér þennan lifsins boðskap. Var hann þannig frum- gróði þeirrar f jölmennu æsku er skipar sér í raðir hvitasunnu- manna á íslandi í dag. Nú við þessi merku timamót í lífi Guðna, þá er hann í anda ennþá tvítugi ungllngurtnn, sómi sinnar stéttar og prýði hvers félagsskapar er hann blandar geði við. Bn þar er þröngt hlið og vegur mjór. Því Guðni er ekki al'lra í innsta hring. Þeir sem eiga hylli hans og vinsemd, finna þar tryiggða- tröll, sem fán er hægt að jafna við. Guðni minn, ég tél mig vera einn í þeim hópi. Það vil ég þakka, umburðarlyndi og vin- þessi merku tímamót i lífi þínu. Mér finnst ég eiga þér allt að þakka, umburðarlyndi og vin- semd trausta og örugga, er ekki hefir brugðizt. Jafn matvandur á andlega fæðu og þú ert, þá þakka ég þér uppörvamir og hvatningar er þú hefir lagt mér til og samstarf sem ljúft er að minnast. Einhverjum er Jæssar línur les og ef til vil'l Guðna sjálfum finnst nú nóg komið. En ekki er hægt að geta svo Guðna að móð- ur hans Ragnhildar sé ekki minnzt. En með þeim mæðginum voru miklii kærleikar alla tíð. Guðni var ailltaf drengurinn hennar Ragnhildar. Enginn sem til þekkir mun geta gleymt um hyggju og kærlei'ka er Guðni sýndi móður sinni sjúkri, er hún eftir vont beinbrot varð sjúki- ingur og rúmliggjandi um ára- bil. Þá sást bezt hvilikur dreng ur þú ert. „Heiðraðu föður þinn og móður, þá muntu langMfur verða í þvi landi er Drottinn Guð þinn gefur þér.“ Okkar vina þinna vegna ósk- um við þér margra ára í viðbót til uppörvunar og blessunar fyr ir samfélagið. Eilífðin blasir björt og fögur við. Það verður okkar allra fyrir endurlausn og verðskuldan Jesú Krists. Mæt- umst þar góði vinur. Einar .1. Gíslason. ÁVEÐIÐ hefur verið að koma upp öðrum starfsvelli í borginni, en starfsvöllurinn við Meistara- velli hefur verið ákaflega vin- sæll. Þar er daglega f jöldi barna við að smíða og föndra. F.JÓRIR togarar hafa landað afla sínum í Reykjavík það sem af er vikunni og sá fimmti á að landa í dag. Ingóltfur Arnarson kom á mánu dag með 247 lestir, Sigurður með 328 iestir á þriðjudag, Jón Þorlóiksson með um 220 lestir á miðvikudag og í gærmorgun kom Júpiter og var afli hans áætlað- ur 230—240 lestir. í gær kom Þormóður goði með 250 lestir. I STUTTll MÁLI SANTIAGO 15. júlí — NTB. Saivador Allende, forseti Chile, þjóðnýt'ti i dag námugrötft í landinu. Þrjú baindarísk fyrir- tæki hafa fjárfest 700 miillj. doll- ara í þessum atvinnurekstri. 5 togarar landa Nýjum starfsleikvelli hetfur verið valinn staður við enda hús- anna nr. 50—54 og 56—60 við Áifheima. Staðarvalið var sam- þykkt í borgarstjóm í Jiessari viku, og verður starfsvöllurinn J>arna J>á væntanlega kominn ' gagnið nassta sumar. FÆST UM LAND ALLT .MISS L-ENThERIC I* flfa^) K r (ótfffaiir r |)fi " * i* ^ * | Snyrti- ▼ vörur fyrir ungu stúlkurnaj jfA/VORNY uUfjlath * éo Uedion Snyrtivörusamstœða, vandloga valin af Morny, og uppfyllir allar óskir yðar um bnðsnyrtivörur. Sápa, baðolía, lotionT--^ deodorant og cau de cologne. Vandlega valið af Morny til að verndó húð yðar Notið Morny og gerið yður þannig dagamun daglega Ó. JOHNSON &KAABER $

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.