Morgunblaðið - 31.07.1971, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1971
Fa ItÍLi LKUi i v lAit:
220-22-
IRAUÐARÁRSTÍG 31l
. ^±4444
Wfiim
BILALEIGA
HVERFISGÖTU 103
VW SeodifírWjifreií-VW 5 mnma-VW iveímn|«
VW 9 m«nna - Landrovar 7manni
HTIfl
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
BÍLALEICA
Keflavík, sími 92-2210
Reykjavik — Lúkasþjónustan
Suðurlandsbraut 10, s. 83330.
LEIGUFLUG
FLUGKENNSLA
Bilaleigan
SEÚLATÚNI 4SÍMI15808 (10937)
SENDUM
bilaleigan
AKBMAVT
car rcntal service
r 8-23-47
MUÍum
0 Hvaða álit hafa „Le
Monde“ og „Der
Spiegel" á ríkis-
stjóminni?
„Víðlesinn" skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Það er eftirtektarvert, hve
stjórnarblöðin kveinka sér mik-
ið undan því, sem sagt er í er-
lendum blöðum um stjómina
og athafnir hennar (aðallega
yfirlýsingar hennar að vísu
enn). Morgunblaðinu hefur ver-
ið álasað fyrir það ábyrgðar-
leysi að birta þýðingar á þessu,
eins og þjóðin megi ekki fá að
sjá þetta, og í Tímanum 28.
júlí er gengið svo langt að full-
yrða, að ekkert sé birt annað
í Mbl. en „úr grimmustu íhalds-
blöðunum“ (á Norðurlöndum).
Eru þá blöð jafnaðarmanna á
Norðurlöndum t.d. „ihalds-
blöð“?
En hvað segja stjórnarsínnar
um álit heimsþekkts blaðs á
borð við hið virta, franska
dagblað „Le Monde“? Fer það
með róg og nið um ríkisstjórn-
ina? Það segir fullum fetum,
að kommúnistar séu í meiri-
hluta í islenzku ríkisstjórninhi,
af sjö ráðherrum séu tveir rétt-
trúnaðar-kommúnistar, en aðr-
ir tveir sértrúar-kommúnistar.
Hvernig svo sem við lítum á
þetta, mat, þá er það staðreynd,
að þetta blað lesa allir stjórn-
málamenn og fréttaskýrendur
um viða veröld. Sagt hefur ver-
ið um „Le Monde“, að það sé
fyrsta verk flestra ráðherra í
heiminum á morgnana að lesa
það. Og á þessu blaði er tekið
mark.
Og hvað segir „Der Spiegel",
sem tæplega verður kallað
grimmt íhaldsblað? Þar segir
í fyrirsögn 26. júU: „Islands
neuer Premier koaUert in einer
Volksfront mit den Kommun-
isten.“ Það er einmitt þetta,
sem vekur alls staðar athygU
og spillir stórlega fyrir áliti
stjórnarinnar erlendis: Að
kommúnistar sitja að völdum
á Islandi."
0 Hornhús eða ekki
„Bréf til Velvakanda, 23.
júlí 1971.
Þakkir til Sveins Zoéga og
systkina.
Kæri Velvakandi!
Ég er einn af þeim, sem velt
hafa fyrir sér „Nýja horninu",
sem hornið við Skólavörðustíg
og Bankastræti nefnist nú með-
al manna. Ég hefi nú gengið
fyrir þetta horn svo oft í meira
en hálfa öld, að ég gæti ekki
greint frá neinni tölu í því sam-
bandi. Skólavörðustígurinn hef-
ur frá barnæsku minni verið
minn uppáhaldsstígur, en oft
hefi ég hugsað hve skemmti-
legt það væri er hornhúsið eða
helzt bæði húsin, sem eru
þarna megin Bankastrætis nið-
ur að Ingólfsstræti, væru horf-
in. Oft um árin hefi ég stað-
ið við hornið, sem verzl. Mál-
arinn er nú, og hugsað mér
hvernig Skólavörðustigurinn
myndi líta út ef svo væri og
síðan hús Zoéga hvarf hefi ég
ennþá oftar staldrað við á
nefndum stað og dáðst að þess-
ari fallegu götu, og þótt að
Skólavarðan sé horfin, sem
mér í barnæsku þótti mjög
vænt um, þá finnst mér að
Hallgrímskirkja muni fullkom-
Ýtumaður
Ýtumann vantar á B.T.D. 20.
Þórishamar hf., Jón E. Hjartarson,
Læk, Ölfusi, sími um Hveragerði.
Byggingalóðir
Tvær lóðir til sölu á Seltjarnarnesi.
Væntanlegir kaupendur leggi nöfn sín á af-
greiðslu blaðsins fyrir þ. 4. ágúst nk., merkt:
„Lóðir — 7091“.
1 1 1 1
1 @ Notaðir bílar til söl u <
Volkswagen 1200' 63, '64, '65, '67, '68 og '69.
Volkswagen 1300 '66, '67, '68, '69, '70 og '71.
Volkswagen 1302 S 1971.
Volkswagen Fast Back 1967.
Volkswagen 1600 L 1968.
Volkswagen Variant 1967 og 1969.
Land Rover, diesel, 1963 og 1964.
Skoda 1000 MB 1968.
Mercedes-Benz 200 D 1966.
HEKLA hf.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240.
lega bæta það tjón. Ég hefl
stundum velt því fyrir mér
hvað valdið muni hafa þessu
horni upprunalega, og þá hef-
ur mér helzt dottið í hug kým-
ar úr Eymundsensfjósi. Nú
finnst mér að bygginganefnd
og skipulagsnefnd Reykjavíkur
borgar og borgarráð hafi hlot-
ið einstakt tækifæri til að leið-
rétta þessa misfellu Skóla-
vörðustígs svo að komandi kyn-
slóðir mættu daglega gleðjast
yfir þessari fallegustu götu
gamla bæjarins og horft á hinn
glæsilega turn Hallgrímskirkju
og heyrt hljómana koma svo
bjarta og heillandi niður hæð-
ina án þess að brotna á þessu
óþægilega horni. Svo vil ég al-
veg sérstaklega þakka Sveini
Zoéga fyrir skemmtilega grein-
argerð í útvarpsþættinum 15.
þ.m. og hve vinsamlegur hann
var gagnvart slikri breytingu
eða leiðréttingu og vissulega
eiga borgaryfirvöld að bæta
þeim systkinum þann skaða,
sem þessi leiðrétting kann að
valda þeim, svo vel sem rétt-
mætt þykir. Þó að ég hafi ekki
látið heyra til min fyrr um
þetta mál þá hefi ég brennandi
áhuga fyrir þvi, að þessi leið-
rétting verði gerð, þannig að
hið nýja hús myndi beina linu
frá neðsta húsinu þeim megin
Skólavörðustígs, þá fyrst
finnst mér að leiðréttingin sé
fullkomin. Ég hefi rætt við
ýmsa um þetta horn og engan
hitt ennþá, sem ekki hefir ein-
dregið óskað þess að þetta ein-
Stæða tækifæri yrði notað til
þess að fá þetta horn undir
Skólavörðustíginn.
Sigurbergur Árnason,
Eskihlið 5.“
0 Þegar Gunnar Pálsson
og Stefán íslandi sungu
á ms. Goðafossi
Pétur Björnsson, skip-
stjóri, skrifar:
„Sólvallagötu 1, Rvík, 23/7
1971.
Kæri Velvakandi!
Ég er að enda við að hlusta
á samtalið við Gunnar Pálsson,
fyrrv. söngvara, í útvarpinu.
Eins og kom frain í viðtalinu
við Gunnar, var hann hér áður
vel þekktur og vel látinn söngv-
ari, bæði í útvarpinu og á söng-
skemmtunum. Meðan ég var
að hlusta á þetta samtal rifj-
aðist upp fyrir mér atvik frá
löngu liðnum tíma. Persónu-
lega var ég hrifinn af Gunnari
sem söngvara; hann var ekki
einungis gæddur hljómfagurri
söngrödd, framkoma hans var
öll svo alúðleg og yfirlætislaus.
Gunnar ferðaðist oft með
skipi því, sem ég var á, og ég
segi fyrir mitt leyti: ég hlakk-
aði til að hafa hann með á leið-
inni, því það var ekki einungis
það, að hann var ólatur við að
taka fyrir okkur lagið, heldur
var hann I alla staði sérstak-
lega aðlaðandi maður, sem gam
an var að eiga orðræður við.
Það er sérstaklega eitt atvik
frá þessum tímum, sem ég
minnist glögglega, en því mið-
ur man ég ekki hvaða ár það
var, en hefur líklega verið
skömmu fyrir 1940. Það var á
ms. Goðafossi (Goðafoss nr. 2)
á miðju sumri og ferðinni var
heitið norður á Akureyri sam-
kvæmt áætlun skipsins. Einn af
farþegunum með skipinu norð-
ur var Stefán Islandi. Hann var
að fara I söngferð og hélt söng-
skemmtanir á þeim stöðum,
sem komið var við á á norður-
leiðinni. Við komum við á
Siglufirði og lögðum af stað
þaðan kl. 10 árdegis. Þetta var
um háannatímann á Siglufirði
og nokkuð margt fólk tók sér
far með skipinu til Akureyrar.
Þetta var sérstaklega kyrr og
bjartur sumardagur, og þegar
við vorum búnir að beygja inn
I Eyjafjörðinn gekk ég niður I
reykskálann, því ég hafði séð
mann koma um borð í skipið,
sem mig langaði til að hafa tal
af. Þegar ég kom niður í reyk-
skálann voru þar staddir fyrir
þeir Stefán Islandi og Gunnar
Pálsson. Þar voru líka fyrir
nokkrir menn frá Akureyri,
sem þekktu Gunnar frá fornu
fari, og þeir fóru að biðja Gunn
ar að taka nú lagið fyrir þá.
En Gunnar svaraði: „Ég syng
ekki þegar Stefán Islandi er
viðstaddur, það á ekki við.“ En
þegar kunningjar Gunnars
héldu áfram að nudda í honum
þá stendur Stefán upp og seg-
ir: „Syngdu bara fyrir okkur,
Gunnar, og svo syng ég með
og við syngjum öll!“ Það var
hljóðfæri í reykskálanum og
kona nokkur bauðst til að
spila undir. Og úr þessu varð
svo söngur, sem ég gleymi
aldrei; þetta var sá skemmti-
legasti söngur, sem ég hef
heyrt um borð í skipi. Sem
sagt: þessi söngur I samein-
ingu með hinum hlýja og
bjarta sumardegi, hafði svo
sterk áhrif á mig, að ég hefi
aldrei gleymt því; ég bókstaf-
lega sá eftir að þurfa að fara
upp í brú, þegar við vorum
komnir inn undir Akureyri.
Pétur Björnsson."
TIL ALLRA ÁTTA
NEW YORK
Alla daga
REYKJAVfK
OSLÓ
Mánudaga
Miövikudaga
Laugardaga
KAUPMANNAHÖFN
Mánudaga
Miðvikudaga
Laugardaga
L0FTLEIDIR