Morgunblaðið - 31.07.1971, Síða 5
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1971
5
Auka þarf fræðslu og umræð-
ur um utaníkismál
Rætt við formann og varaformenn Varðbergs
í tilefni af 10 ára afmæli félagsins
VARÐBERG, félag ungra
áhugamanna um vestræna
samvinnu í Reykjavík, er 10
ára um þessar mundir. Af
þessu tilefni sneri Morgun-
blaðið sér til formanns Varð-
bergs, Jóns E. Ragnarssonar,
og varaformanna félagsins,
Ólafs Ingólfssonar og Sig-
þórs Jóliannssonar, og lagði
fyrir þá spurningar um störf
Varðbergs og afstöðu þeirra
til Atlantshafsbandalagsins.
— Jón, hver var aðdragand-
inn að stofnun Varðbergs?
— Aðdragandinn var sá, að
áhugamenn um vestræna sam
vinnu í lýðræðisflokkunum
þremur, Alþýðuflokknum, Fram
sóknarflokknum og Sjálfstæðis-
flokknum, komu saman og
ákváðu að stofna félag í þessu
skyni. Þátttaka í félaginu er þó
ekki bundin við félaga í þess-
um þremur stjórnmálaflokkum;
hún er öllum áhugamönnum um
þessi efni heimil. En sú venja
myndaðist í upphafi, að stjórn
félagsins skipa þrír menn frá
hverju þessara stjórnmálafé-
laga, og fulltrúar þeirra skipt-
ast árlega á að hafa for-
mennsku á hendi í féiaginu.
Varðberg var foi’mlega stofnað
19. júlí 1961.
— Hvert er svo hlutverk fé-
lags, þar sem saman ltoma ung-
ir menn úr þremur óiíkum
st jórnmála flokkum ?
— Lög félagsins segja til um
það, heldur Jón áfram, en þar
segir m.a., að tilgangur félags-
ins sé að efla skiining meðal
ungs fólks á Islandi á gildi lýð-
ræðislegra stjórnarhátta og mik
ilvægi samstarfs lýðræðisþjóð
anna til verndar friði. Það er
tilgangur félagsins að vinna
gegn öfgastefnum og öfgaöflum
og ennfremur að mennta og
þjálfa unga áhugamenn í stjórn
málasitarfsemi með þvi að aifla
glöggra upplýsinga um markmið
og starf Atlantshafsbandalags-
ins og með því að aðstoða í þess
um efnum samtök og stjórnmála
félög ungs fólks, er starfa á
grundvelli lýðræðisreglna. Auk
þessara hugsjóna er samvinna
þessara þriggja flokka, sem stað
ið hefur frá því, að Island mðt-
aði sína ulanríkissteínu, ákaf-
lega þýðingarmiki'l. Þótt sam-
vinnan hafi stundum verið nán-
ari, verður umfraín allt annað
að varðveita samstöðu lýðræðis-
sinna í utanríkis- og öryggismál
um.
— Hvað hefur Varðberg gert
á liðnum tiu árum til þess að
þjóna þessu hlutverki, Sigþór?
— Málstaður Varðbergs hef-
ur fyrst og fremst verið kynnt-
ur með því að fá bæði innlenda
og erlenda fyrirlesara á fundi
hjá félaginu. Sú venja komst
fljótt á að halda hádegisverðar-
fundi, þar sem fyrirlestrar þess
ir eru haldnir, og sú venja
helzt enn. Auk fyrirlestranna
hefur Varðberg gengizt fyrir
ráðstefnum hér í Reykjavík og
úti á landi um viðfangsefni fé-
lagsins. Varðberg hefur einnig
skipulagt kynnisferðir til höf-
uðstöðva Atlantshafsbandalags-
ins í París og síðar í Briissel
og raunar víðar um Evrópu og
til Bandaríkjanna. Þá hefur fé-
iagið einnig gefið út tímaritið
Viðhorf, • þar sem innlendir og
erlendir aðilar hafa ritað grein-
ar um vestræna samvinnu.
-f- Hvaða starfsemi er á döf-
inni um þessar mundir, Ólafur?
Við höfum ákveðið að
halda námskeið úti á landi í
september. Þetta verður upprifj
unarnámskeið fyrir forvigis-
menn félagasamtaka um helztu
þætti og foi’sendur i utanríkis-
málastefnu íslands. Síðan höf-
um við i hyggju að haida ann-
að námskeið í október, þar sem
æskilegt hefði veiið. Kynnisferð
irnar hafa legið niðri að únd-
anförnu vegna mikils ferða-
kostnaðar, sem við höfum ekki
ráðið við.
,— Á undanförnum árum hef-
ur mjög lítið farið fyrir almenn
anlegan hljómgrunn. Ástæðan
er eflaust sú, að Islendingar
hafa ekki svo ýkja mikinn
áhuga og skilning á þessum mál
efnum, nema í skyndilegum og
oft nokkuð öfgafullum hviðum.
Þetta hefur að minum dómi orð-
ið til þess að umræður og skoð-
anaskipti um þessi efni hafa
ekki verið viðhlítandi hér á
landi.
— Sigþór, nú hefur ný rikis-
stjórn boðað breytta stefnu
gagnvai’t vai’narliðinu i Kefla-
vik. Hvaða afstöðu hefur Varð-
Sigþór -Jóliannsson, Jón E. Ragnarsson og ölafnr Ingólfsson.
kennd verða fundai'sköp og regl
ur, sem gilda á alþjóðlegum ráð-
stefnum. Þetta er gei’t til þess
að auðvelda félögum virka þátt
töku á slíkum ráðstefnum. Þá
gerum við einnig ráð fyrir að
haida þrjá fundi í október. Það
er ætlunin að koma út vand-
aðri útgáfu af Viðhorfum í
haust, en fjárhagserfiðleikar
hafa valdið því, að útgáfan hef-
ur ekki verið eins mikil og
um umræðum um utanríkis-
mál hér á landi. Hefur
Varðberg ekkert aðhafzt til
þess að ýta undir almennar um-
ræður um þessi efni, Jón?
Það má vera, að félagið
hafi ekki beitt sér nægjanlega
fyrir opnum umræðum um utan-
ríkis- og varnarmál. Það hefur
þó gert ýmislegt í þessu skyni,
án þess að það hafi hlotið nægj-
(Ljósm. Mbl. Br. H.)
berg tekið til þessara nýju við-
horfa ?
— Það er x’étt að taka það
sérstaklega fi'am, að félagið
helgar sig einungis utanrikis-
málefnum, en hefur engin af-
skipti af innanríkismálum. Þetta
atriði hefur enn ekki komið til
formlegrar umræðu i félaginu.
— Jón: Það er bezt, að það
komi skýrt fram, að Varðberg
byggist á samvinnu einstakl-
inga úr þremur stjórnmálaflokk
um og í samræmi við það hefur
féiagið lýst því yfir, að það hafi
ekki afskipti af innanlandsmál-
um. Öryggismál íslands heyra
jú í öilum aðalatriðum undir u*t-
anríkismál, en það má einnig
líta svo á, að málefnasamríingur
ríkisstjórnarinnar sé innanríkis-
mál. Persónulega hef ég ekkert
á móti því, að varnarsamningur
ínn verði endurskoðaður; það
getur ekki ox-ðið til tjóns. Ég
býst þó við, að slík endurskoð-
un nú myndi leiða til sama eða
svipaðs fyrirkomulags á vörn-
um landsins eins og verið hef-
ur.
—- Atlantshafsbandalagið hef
ur megnað að stöðva útþenslu-
stefnu Sovétrikjanna og þann-
ig hefur friður verið tryggður
með valdajafnvægi. Stjórnmáia-
ástandið í Evrópu hefur að
ýmsu leyti breytzt og spenna
þjóða í milli minnkað. Hver eru
framtiðarverkefni Atlantshafs-
bandalagsins með tilliti til
þessa, Ólafur?
— Sovézka kenningin um
„friðsamlega sambúð“ hefur
breytt eðli andstöðunnar gegn
vestrænum ríkjum, en ekki
grundvallarmálunum. Það má
segja, að Atlantshafsbandalagið
gegni nú tveimur meginhiutverk
um: í fyrsta lagi að viðhalda
nægilegum herstyrk og stjórn-
málalegri samstöðu til þess að
koma í veg fyrir árásir og
vernda aðildarríkin. 1 öðru lagi
má svo í skjóli þessarar sam-
stöðu og herstyrks kanna leiðir
til traustari samskipta, er
byggja mætti á lausn stjórnmála
legra ágreiningsmála. Þannig
kanna bandalagsríkin nú leiðir
til afvopnunar og möguleika á
þvi að dregið verði úr vopna-
búnaði, án þess að valdajafn-
vægi raskist. Þessar tilraunir
verða auknar og bera vott um
vilja bandalagsríkjanna til að
draga úr spennu gagnvart aust-
rænum rikjum. Þá er rétt að
geta þess, að visinda- og menn-
ingarstarfsemi hefur færzt mjög
Framhald á bls. 18
Ferðaúrvalið hjá ÖTSÝN
FERÐA-ALMANAK ÚTSÝNAR 1971
Nú þegar eru margar þessar ferðir að seljast
upp
Agúst: 7. NORÐURLÖND:
Kaupmannahöfn með vikudvöl (má frámlengja) Verð frá kr. 16 900.00
— 10 SPÁNN: Costa del Sol, 15-22-29 dagar Verð frá kr. 15 500,00 Örfá sæti laus
— 10. SPÁNN: Costa del Sol — aukaferð um London
— 14. SPÁNN: Costa Brava — London, 18 dagar Verð kr. 26.800,00 Uppselt
24. SPÁNN: Costa del Sol, 8-15-22 dagar Verð frá kr. 15.500,00 Uppselt
— 31. SPÁNN: Costa del Sol, 8—15—22 dagar Verð frá kr. 15500,00 Uppselt
Sept: 2. SPÁNN: Costa Brava — London, 18 d. Verð frá kr. 26 800,00 Uppselt
—. 4. RÚSSLAND:
Leningrad, Moskva, Yalta, Odessa, London, 18 d. Verð kr. 39 800,00
— 7. SPÁNN. Costa del Sol, 8-15-29 dagar Verð frá kr. 15 500.00 Uppselt
— 7. SPÁNN: Ibiza — London, 19 dagar Verð kr. 28 800,00 Nokkur sæti la>
— 9. GRIKKLAND: Rhodos — London, 18 dagar . . Verð frá kr. 34.200,00
— 14. SPÁNN: Costa del Sol — London, 19 dagar Verð frá kr. 22 900,00 Uppselt
— 19 JÚGÓSLAVlA: Budva — London, 17 dagar Verð frá kr. 29 400,00 Örfá sæti laus
— 21. SPÁNN: Costa del Sol, 15 dagar Verð frá kr. 15 500,00 Fá sæti laus
— 21. SIGLING UM MIÐJARÐARHAF — London,
15 dagar Verð frá kr. 31.000,00 Örfá sæti laus
Okt: 5. SPÁNN: Costa del Sol — London, 27 dagar .. Verð frá kr. 23 500,00 Fá sæti laus
TIL AÐ ANNA EFTIRSPURN
aukaferðir. LONDON—COSTA DEL SOL 8. og 10. ágúst 3—4 vikur.
ALLAR ÚTSÝNARFERÐIR MEÐ ÞOTUFLUGI! — SKIPULEGGIÐ FERÐ YÐAR TlMANLEGA!
ÚTSYNARFERD: ÓDÝR EN 1. FLOKKS!
ÓDÝRAR IT-FERÐIR EINSTAKLINGA. — ALLIR FARSEÐLAR OG HÓTEL A LÆGSTA VERÐI.
FERDASKRIFSTOFAN
AUSTURSTRÆTI 17 — SÍMAR 20100/23510.
IÍTSÝN