Morgunblaðið - 31.07.1971, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JÚLl 1971
„Jón, ég vil i'kki sjá ánamaðkn
nieð í ferðina."
Grænt
ljós
alla leið
„Jón, farðu ekki svona
hratt.“
„Heyrðu, ertu eitthvað las-
inn i bensinlöppinni, maður.“
Blessaður reyndu að kynda
fram úr honum þessum.“
„Pabbi, hvar lærðir þú að
keyra betur en allir hinir bíl-
stjórarnir?“
Allar þessar setningar eða
aðrar svipaðar heyrast ein-
hvers staðar nú um verzlunar-
mannahelgina og sýna, hvað
fólkið er rr .gt og misjafnt.
Allir hafa pó sama takmarkið,
að skemmta sér. Og það er ann-
ar sameiginlegur þáttur, sem
aliir verða þátttakendur í, hvort
sem þeim líkar betur eða verr,
umferðin. Enginn ökumaður
kemst hjá því að sýna, á hvaða
stigi ökuhæfni hans er.
Farangur,
sem tekur
ekkert rúm
„Jón, ég vil ekki sjá þessa
ánamaðka með i ferðina.“
„Hvað er þetta. Við þurf-
um ekki að draslast með
neitt með okkur nema síga-
rettur, kók, og stelpur."
„Pabbi, af hverju ræður
mamma alltaf í hvaða t'ötum
þú ferð?“
Hver og einn miðar útbúnað-
inn og farangurinn við sínar
þarfir. En þó eru það vissir
hlutir, sem allir verða að taka
með, því að ef þá skortir, get-
ur ferðalagið farið út um þúf-
ur. Bíllinn verður að fá sína að-
hlynningu, því að allt veltur á
að hafa hann góðain. Nauð-
synlegustu hlutir eru viftu-
reim, kveikjulok, kveikjuham-
ar og platinur. Þó er enn ótal-
inn sá farangur, sem ekkert
rúm tekur, en það er gott skap
og ábyrgðartilfinning. Það fer
ekkert fyrir þessu, en getur þó
orðið til þess að ferðin verði
skemmtilegri og allir komist
heilir heim.
Bezti
ökumaðurinn
„Jón, ég vil engan kapp-
akstur og þú ferð ekki fram
úr vegheflinum."
„Nú tökum við bremsu-
lausa keyrslu og komum
með glóandi maskínu á mót-
ið.“
„Pabbi, af hverju spenn-
ir þú ekki öryggisbeltin eins
og karlinn i útvarpinu segir
að eigi að gera.“
Þegar öll þessi bílamergð þeys
ist áfram, kynni e.t.v. einhver
að hugleiða, hvar bezti ökumað-
urinn sé í þessari löngu lest.
Það er ekki torráðið, því að
hann er auðvitað í hverri ein-
ustu bifreið. Fiestum finnst
þeir aka svo dæmalaust vel og
hvaða eiginkona og aðrir far-
þegar' hafa ekki þurft að hlusta
á langa ræðu og skammarþulu
um alla hina ökumennina, öku-
fantana.
Þeir sem ekið hafa lengi,
mynda sér fastar akstursvenjur
og reglur, sem þeir síðan reyna
að fara eftir. Ef síðan kemur
einhver, sem ekur í algjöru
ósamræmi við þetta kerfi, hlýt-
ur hann að vera hinn mesti
ökuþrjótur. Nú er auðvitað ekki
hægt eða heppilegt, að allir aki
með sama hætti, en vissar lág-
markskröfur verður þó að gera.
Það eru aðeins örfá atriði, sem
sérhver ökumaður þarf að hafa
í huga til þess að hann geti
hættulegur á mjóum vegum, sér
staklega, þegar umferð er mik-
il. Bezt er að einbeita sér að
akstrinum og gera sér ljóst, að
náttúruskoðun og akstur fara
ekki saman. Haldið því jöfn-
um hraða og ful’lri athygli, því
að akstur er starf, sem krefst
mikillar hæfni.
Hvar eru ljón
á vegi?
„Jón, þú tekur þær ekki
í bilinn þessar puttastelpur."
Oft fara menn langt án öryggisbelta og stundum of langt. „Það
var gaman að kynnast þér, Bjössi.“
„Blessaður, við þurfum ekki að
draslast með neitt með okkur
nema sígarettur, kók og stelpur."
með góðri vissu sagt, að hann
sé góður ökumaður.
Gott ráö
„Jón, keyrðu hægt og
hleyptu engum fram úr þér,
svo að við lendum ekki í
slysi.“
„Allt i lagi. Nú verður
banasigling svo að við höf-
-um ekki tíma til að lenda í
„krassi“.“
„Pabbi, gáðu hvað bíllinn
kemst hratt.“
Bezta leiðin til þess að forð-
ast umferðarslysin er sú að aka
alltaf og án undantekninga,
með aðgæzlu, þar sem ökumað-
urinn sér eða veit, að hætta
getur vei-ið á ferðum. Þá þarf
ekki að óttast neinar hættur
nema þær óvæntu, t.d. að bif-
reiðin bili eða eitthvað annað
óviðráðanlegt. Hér er síður en
svo átt við að ekið sé með ein-
hverjum lúsarhraða og mörg-
um bifreiðum haldið fyrir aft-
an í langri og leiðinlegri strollu.
Ef einhver af sérstökum ástæð-
um verður að aka hægar en
hinn almenni umferðarhraði
er, þá verður hann að víkja til
Hliðar, gefa stefnumerki, til
þess að þeir fyrir aftan geti hald
ið áfram sinni ferð óhindrað.
Bæði of hægur og of hraður
akstur leiðir af sér sífelldan
framúrakstur, sem er mjög
„Pabbi, af hverju ræður mamma
alliaf í hvaða fötum þú ferð?"
„Ókei, fullt gas, grænt ljós
alla leið.“
„Pabbi, þarna er bensín-
tankurinn, sem þú keyrðir á
í fyrra.“
Það eru mörg ljón á veginum,
sem islenzkir ökumémn þekkja
vel. Sérstaklega verður að fara
með gát, þar sem blint er, svo
sem á hæðum og beygjum. Einn
ig hafa vegræsin reynzt mörg-
um skeinuhætt, þar eð þau
ganga all oft inm í veginm og
þrengja hann tid muna. Þá hef-
ur líka margur komið heim
brotna framrúðu, sem molazt
hefur af steinkasti. Flest verða
framrúðubrotin þegar bifreiðar
mætast og á þanm hátt, að öku-
maður ekur á stein, sem bifreið
hefur kastað út frá sér, þegar
mætzt var. Öruggasta ráðið er
því að draga úr ferðimm og
víkja vel til hliðar.
Ef bifreiðin bilar, verður að
leggja henni út í vegarkantinn
eða útskot, ef það er fyrir
hendi. Sérstakliega þarf að gæta
þess að ekki sé verið að gera
við þeim megin við bifreiðina,
sem að veginum smýr. Ef t. d.
springur ó öðru hvoru vinstra
hjólinu, á að leggja bifreiðinni
út í vinstri vegarbrún. Börnim
geta líka verið í mikilli hættu
við þessar aðstæður, ef þeim er
leyft að leika sér fast við vag-
inn.
Ef ekki er hægt að komaist á
verkstæði eða gera við af eigin
rammleik, má reyna að ná í
vegaþjónuistubifreiðir FÍB, amn-
að hvort með því að ná í ein-
hverja af talstöðvarbifreiðunum
eða með því að hringja í Gufu-
nesradió í síma 2 23 84.
Á grænu ljósi
: Eins og sést hér að frainaii
eru þær margar setningarn-
ar, sem sagðar eru um þessa
miklu umferðarhelgi og ferða
mátinn af ýmsu tagi. En í
raun og veru er það aðeins
fátt, sem hver ökumaður
þarf að liafa hugfast, til þess
að aka heilum vagni heini.
ir Áður en lagt er af stað þarf
að athuga bifreiðina vel,
öryggisútbúnað, loft í hjól-
börðum, hvort bifreiðin sé
rétt hlaðin o.s.frv.
★ í akstri eiga öryggisbeltin að
vera spennt og börnin aS
sitja í aftursætinu.
ir Á þjóðvegum á að lialda
jöfntim hraða í samræmi við
umferðina, ekki of hægt og
ekki of hratt, og haga akstr-
inum alltaf i samræmi við
aðstæður.
•k Þegar bifreiðum er mætt þarf
að vikja vel til hægri til þess
að komast hjá því að brjóta
rúður hjá öðrum eða sjálfum
sér.
ir Ef stanzað er einhvers stað-
ar, má það aldrei vera á
veginum, þannig að hætta
geti stafað af.
ir Verið i góðu skapi og lítið
ekki á umferðina sem kupp-
akstur, heldur sem skemmti
legt ferðalag.
GÓÐA FERÐ.
Frá Umferðarráði.
Bifreiðin
er biluð
„Jón, vertu fljótur, Mér
leiðist að sitja í bílnum svona
uppi á tjakknum."
„Blessaður. Þetta „meikar
ekki sens“. Við skellum vara
dekkinu uudir og leitum að
hinu hjóiinu í heimleiðinni.“
„Pabbi, er ekki vont að „Við skellum varadekkinu undir
keyra á felgunni svona og leitum að hinu hjólinu i
lengi?“ heimleiðinni.“