Morgunblaðið - 08.08.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.08.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGOST 1971 0 Nvlega kom út i Bandarikjunuin bók eftir sagnfræðinginn bandaríska, Samuel Eliot Morison, prófessor í Harvard, um könnunarferðir og rannsóknir Evrópu- manna á Norður-Atlantshafinu og strandríkjuni Norður-Ameríku frá upphafi og fram á .16. öld. Þessi bók nefnist „The European Discovery of America" og hefur uiiiirtitilinn „The Northern Voyages" en höfundur vinnur nú að framhaldi ritsins, sem hann mun kalla, „The Southern Voyages“. • Fyrri bókin er mikið rit, rúnilega 700 blaðsíður og prýdd f jölda mynda og korta. Að því er segir á kápuumslagi, er þetta fyrsta meiriháttar sögulegt yfirlit um þetta efni, sem út hefur komið í fimmtiu ár. í ritdómi vikuritsins „Economist“, þar sem farið er mjög lofsamlegum orðum um bókina, segir iru, að svo sam- þjöppuð og skýr iýsing og skilgreining á landafundum Evrópumanna í Ameríku hafi ekki komið fram frá því árið 1880, þegar út kom margra binda ritverk Just- ins Winsons „Narrative and Critieal history of America“. „The Times Literary Supplement“ segir í forsíðugrein um rit Morisons, að það sé meðal bóka eins og hvalur meöal fiska. Það sé ekki aðeins sögulegt yfirlit um hafið og sigiingarnar heidur gefi hann lesendum sífellt innsýn í þá þjóðar- hagsmuni, — þau stjórnmála- og hagsmunaöfl, sem að haki lágu atburðunum. Lesandinn kynnist öllum praktiskum þáttum þessara ferða, skipasmiðum, búii- aði skipa, aðbúnaði skipshafnanna og alls kyns smáatriðum, sem fjörgi frá- sögnina, svo sem fiskum, flugum, hæðum mastra og lengdum kaðia. Morison greini meira að segja frá fyrstu milliríkjakeppni í fótbolta, — Englendingar kepptu við Vestur-Grænlendinga árið 1586. f „The Guardian“ skrifar J. R. L. Anderson, að Morison sé sjaldgæfur sagn- fræðingur að því leyti, að hann hafi gerþekkingu og sérstakan skilning á hafinu #g hafi i meira en hálfa öld unnið að giöggvun bandarískrar sögu í ljósi siglinga. Og nú kóróni hann lífsferil sinn 84 ára að aldri með bessu merkilega riti. „Norður- ferðirnar'* * séu fyrsti hluti þess, hann vimii að riti um „Suðurferðirnar“ og hafi í huga að skrifa þriðja bindið um sautjándu öldina. „Megi honum auðnast að skrifa „ENDIR“ á þetta göfuga verkefni sitt,“ segir Anderson. Hann segir einnig, að Morison virðist hafa mestan áhuga á ferðum Cabots, Cartiers Frobishers og Davis en afgreiðsla hans á ferðum Víkinga og Vínlandsferðunum sé lauslegri og „dálíV,ð úrelt.“ Sjálfur segir Samuel E. Morison í formála, að rit sitt sé hugsað sem viðbót við fyrstu fjögur blndin af riti Justin Winsons og því sé ætlað að komá í Stað hina sígilda rita Johms Fiske frá 1893. Sem fynr segiir vinnur hann að bókinrti um Suðuríerðimar, þar sem hann byrjar á Columbusi og endar á Cavendish. Morison er, sem fyrr getur, maður á níræðisaldri, fæddur i Boston árið 1887. Hann hefur haft sérsitakan áhuga á sæförum og segist hafa aflað sér þekklngar og reynslu þar að lútandi í sjötíu ár. „Þessi þekking mín, segir hanin, gerir mér fært að teygja mig aftur i aldir og skilja gömlu sæfarana, ekki aðeins sigra þeirra heldur og dagleg vandamál.“ „Economist" skrifar, að þetta sé svo sem ekki sér: staklega hógvær yfirlýsing, enda væri það ólíkt Morison, en blaðið bætir við, að hún sé fylliiega réttmæt, því að hanin hafi ekkert tækifæri látið ónotað til þesa að sigla í kjölfar landkönnuðann.a eða fljúga yfir staði og leiðir, sem hugsanlegt er, að þeir hafi karnnað á ferðum sínum. Túlkun hans á kortum og skýrslum beri vitni mikilli þekkirugu og hugmyndafrjóu innsæi, sem enginn lifandi sagnÆræðing- ur geti keppt við. Þetta geri bók hans ekki aðeins að fróðleiksnámu — hún sé einnig mjög skemmtileg aflestrar. Undir það hlýtur að taka blaðamaður Mbl. sem fékk það verkefni að segja í stórum dráttum frá fyrstu köflum bókarinnar, sem koma inn á hugmyndir manna um Atlantshafið til forna, ferðir íra og Víkinga, vist norrænna manna á Grænlamdi og Vínilandsferðirnar. Bókin er sett upp í skipulegri tímaröð, hefsit á frásögnum þeim, sem áður gat og síðan er rætt um helztu landkönnuðina og sægarpana: John Cabot, Verr- azzano, Comez, Ayllon, Cartier, Frobisher og marga fleiri. Lýst er m.a. siglinga- ferðum hvers tíma, lífinu um borð í skipumum, fiskiveiðiaðferðum og byggingu skipa á hinum ýmsu tímum. Aftan við hvern kafla eru ýtarlegar skýringar og athugasemdir og í lok kafl- ans um Vínlandsferðirnar og siglingar norænna mainina á þessum slóðum getur Morison helztu sérfræðinga, sem hann hafi rætt við um þesisi efni. Þar miwndst hann meðal annars á Einar Haugen prófessor í Harvard, dr. Tue Gad, dr. Erik Moltke, dr. Helge Larsen og dr. Jón Helgason. Lýkur hann þessum hluta bókarinn- ar evo: Mér finnst það hæfa að ljúka þessum kafla með skilnaðarorðum dr. Helga- sonar í Kaupmannahöfn: „Munið Morison, að íslendingar eru mestu lygarar sög- unnar — að frum undanskildum." I. GREIN Samuel E. Morison segir í upphafi bókar sinnar að Amer íkufundi Evrópumanna megi rekja tii tveggja mannlegra hváta, annars vegar sífelldrar leitar manna að óskalandinu, landi gleði og ánægju, grósku og náttúmnnar lystisemda. Hins vegar könnunarhvatarinm- ar, sem varð sérstaklega sterk í Evrópumönnum á 13. öldinni, þegar þeir fóru að leita siglinga ^ leiða til fjarlægra landa, sem sögur fóru af, — Indíánaland- anna, eins og Kína, Japan, Indónesía og Indland voru þá kölluð einu nafni. Þessi leit bar sinn mesta árangur með ferð- um Columbusar og Cabots, þó þeir fyndu annað en þeir ætl- uðu — og með ferð Magell- ano sem náði loks hinum upp- runalega áfangastað. Morison segist fjalla um Norðurleiðimar fyrst, bæði af landfræðilegum ástæðum og vegna þess, að þær áttu sér sameiginlegan tilgang. Fyrst af öllu rekur hann þó stuttlega þær arfsagnir, sem til má rekja allar þessar frægu sjó- ferðir. Þegar fornmenn komu í * fyrstu til stranda Miðjarðar- hafs og Atlantshafs, segir Mor- ison vafalaust, að þeirra fyrsta verk hafi verið að fá sér fisk úr þessum nýja nægtabrunni. En líklega hafi þó ekki liðið á löngu áður en þeir fóru að velta því fyrir sér hvað handan haf- anna væri. Og þegar sú hugsun var orðlin nógu áleitin var væntanlega hafizt handa um að finna eitthvað, sem hægt væri að fleyta sér á yfir öld- urnar — fyrst fleka, síðan hol- aða trjáboli, loks báta og skip. Menn lærðu að nota segl og kynntust eðli vinda og strauma. Smám saman hættu þeir sér lengra frá ströndum, þeir fóru að sigla út um sundið, sem nú heitir Gíbraltarsund, sumir hröktust fyrir veðrum, en aldrei fundu þeir annað fyrir en endalaust hafið, hversu langt út, sem þeir fóru. Smám saman fóru að mynd- ast sagnir um hafið. Skáld og prestar settu fram hugmyndir um sæluríkin handan hafsins, þar sem sálir hreinlífra manna lifðu í eilífri sæluvist, áður en þær stigu til sala drottins al- Munið Mori- son að íslend- ingar eru mestu lygarar sög- Þessi mynd var tekin af Samuel E. Morison árið 1968 áður en hann lagði upp í fiugferð til að kanna leiðir þær sem Leifur Eiríksson og John Cabot höfðu farið. Morison er til vinstri — hinir eru að- stoðarmaður hans og flugmaður. unnar að Irum undanskildum sagði dr. Jón Helgason að skilnaði við bandaríska sagnfræðinginn Samuel Eliot Morison, þegar þeir höfðu rætt um ferðir norrænna manna til Ameríku máttugs. Og aðstandendur þeitra hugumstóru manna, sem hættu sér of langt út t,il að kanna leyndardóma hafsins, hugguðu sig við, að þeir hefðu fyrr eða síðar komizt til þess- arra staða. Morison segir, að eftir því, sem menn vití bezt, hafi það verið gríska skáldið Hesiodus, sem fyrst minntiist í skáldskap sínum á „eyjar hinmia blessuðu sálna“. Hainn talaði um guðum- líkar hetjur, sem hefða lifað á jörðinni; sumar farizt í orrust- um á borð við Trojubardag- ana, aðrir farið til dvalarstaða, sem faðir Seifur hefði búið þeim á endimörkum jarðarinin- ar, fjarri mönnum og hinum ei- lífu guðum. Á eyjum hinna blessuðu, sem umkringdar væru úfnu hafi, lifðu þeir, lausir við erfiði og sorgir. Þess- a<r eyjar hinna blessuðu voru líka stundum kallaðar öðrum nöfnum, m.a. Hamingju eyjar. Jafnvel Horace trúði á þessa staði og hvatti rómverska vini sína að snúa þangað, þegar hann örvænti hvað mest um land sitt og þjóð. Hann sagði þeim að skilja eftir sorgir sinar og sút og hverfa til sælustað- anna, sem umkringdir væru sjó, þar sem væri gnótt grjóna, vínviðar og ávaxta allt árið, hunang drypi af hverju strái og ljúflega léti í eyrum niður lækjainna, sem skoppuðu niður fjöllin og hoppuðu yfir kletta og klunigur. Flei'ra fanm hann þessum sælustöðum t’il ágætis og þegar Karþagomenn fundu Kanaríeyjar, héldu margir, að þær væru hinar tít'tnefndu Hamiingjueyja'r. í stjórnartíð faraósins Nec- hos, á árunum 609 til 559 fyrir Krist fóru Egyptar eina merki- legustu siglingu sögunnar, að því er Morison segir. Þeir sigldu umhverfis Afríku. Sú ferð tók þrjú ár, þvi þeir þurftu öðru hverju að fara í land og verða sér úti um vist'ir. Herodotus, sem er eina heimild um frásagnir af þessari ferð, var vantrúaður á, að hún hefði nokkurn tíma verið farin og fylgdu menin þeirri skoðun hans, allt þar til Alexander von Humbolt bar firam rök- studda kenmingu um að svo hefði vissulega verið. ULTIMA THULE Morison segir, að Grikkir hafi litið á hafið sem náttúm- afl þjáninga, sem nauðsynlegt væri að leggja til atlögu við til að fiska og fytja fólk og varn- ing, en betra væri að forðast eða fara um með gát. Þó hafl það verið Grikki, sem fór eiina af djarflegustu ferðum sögunn- ar, Pytheas nokkur, Marseille- búi í stjórniartíð Alexandera mikla. Hann sigldi út um Atl- antshafið, norður með sitrönd- um Portúgals, Frakklainds og Bretlands og komst til þess lands, er hann niefndi Thule, þar sem harin sá miðnætursól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.